Vísir - 13.01.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 13.01.1979, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 13. janúar 1979. VÍSXR Umsiónt Jón Tynes, félagsráðgjaffi Kæru lesendur! Þátturinn Mannlif hefur hér göngu sína. Við munum hér f jalla um ýmsa þætti mannlífsins, bæði bjartar hliðar þess og dökkar. Þátturinn Kyn- ferðismál og kynfræð^la fellur niður þar sem efni hans fellur eðlilega inn í þennan þátt. öll bréf og ábendingar eru velkomin að sjálfsögðu, þannig að lifandi samband myndist milli þáttarins og lesenda. Utanáskriftin er: Þátturinn Mannlíf Helgarblað Vísis, Síðumúla 14, Reykjavík. Hagsmunir barna og foreidra fara saman Á þessu nýbyrjaöa barnaári er athygli almennings beint aö stööu barnsins. Hér á landi er taliö aö staöa barnsins sé góö. En er þaö svo? Staöa barnsins fylgir stööu foreldrana, aöstæö- um þeirra og möguleikum. t þvi sambandi vil ég nefna tvo þætti. Húsnæðismál: Allir þurfa þak yfir höfuöiö og þaö er nauösynlegt hverri fjöl- skyldu aö eiga öruggt húsaskjól fyrir sitt heimili. Þaö er vel kunnugt aö flest ungt fólk leggur á sig óhemju vinnu til aö eignast húsnæöi, og hjá mörgum er mikiö basl meö langvarandi þreytu af vinnuálagi og fjár- hagsáhyggjum. Þaö fer þvi vart á milli mála að hjá þessu unga fólki er heimilishaldið ekki sem æskilegast fyrir barnið, sem er að vaxá upp. Foreldrarnir eru aö sligast undan byrðinni, þaö eru afar fáar stundir sem fjöl- skyldan er saman og hjóna- bandiö stendur oft harla tæpt. Börnin fara ekki varhluta af ástandinu. Pabbi er þreyttur, mamma er þreytt og illa fyrir- kölluð og barnið upplifir mikla spennu á heimilinu. Þaö er lika staðreynd að viöa i heilbrigöis- þjónustunni veröur vart viö af- leiðingar aö þessu álagi m.a. i formi magasárs, svefnleysis, spennu og taugaálags. ’Astandiö i húsnæöismálunum hefur þvi mjög mikiö aö segja fyrir barniö. Þaö hefur áhrif á öryggi þess og alla möguleika þess til aö vaxa og þroskast. Foreldraf ræðsla: Annaö atriði sem skiptir barnið einnig mjög miklu er hvernig foreldrarnir eru undir það búnir aö sinna foreldrahlut- verkinu Þaö eru varla meö- fæddir eiginleikar aö rækja for- eldrahlutverkiö, og flestir ungir foreldrar eru þvi óöruggir að takast á viö uppeldi barna sinna. Töluverð breyting á högum þeirra fylgir þvi að eignast barn, sjá fyrir þvi og ala það upp. Að sinna þörfum barnsins likamlegum, andleg- um og félagslegum er töluvert mikið mál. Það koma upp á hverjum degi ótal spurningar sem foreldrarnir veröa aö leysa úr. Spurningar um hvernig eigi að leysa hitt og þetta, spurning- ar tilfinningalegs eölis o.s.frv. Til þess aö hjálpa foreldrum viö aö taka á sig þetta hlut- verk og geta leyst þaö vel úr hendi þarf fræðslu — foreldra- fræðslu. Foreldrafræöslan þarf að miða aö þvi að undirbúa fæöingu barnsins, annast upp- eldi þess á ýmsum aldri. Þaö þyrfti einnig aö gefa for-eldrum tækifæri til aö fylgjast og ræða saman um reynslu sina, til- finningar sinar sem foreldri og geta fengiö ráö og leiöbeiningar. A vegum Heilsuverndarstööv ar Reykjavikur er fræösla fyrir verðandi foreldra. í Heilsu- gæzlustöðinni i Breiðholti er byrjuð fræösla fyrir foreldra barna á vegum Geðverndar- félags íslandshefur verið haldiö námskeiö fyrir foreldra unglinga. Þaö er ánægjulegt til þess að vita aö þetta starf er hafið og það skilar örugglega góðum árangri. En starf sem þetta þarf aö auka. Ég hef dregið fram þessa tvo málaflokka til þess að benda á aö húsnæðismál og foreldra- fræðsla skipta miklu máli fyrir barniö. Þær skipta máli til aö skapa barninu þær aöstæður svo SKEMMDAR HLJÓM- LfiTUR ? Þaö hefur lengi valdiö mörgun hljómplötueigandanum heliabrotum hvers vegna nýjar hijómplöt- ur missa fijótlega hljómgæöin. Ástæöurnar fyrir þvigeta veriö nokkrar, en sd sem vegur þyngst á metunum er léleg hljóödós (pick-up) og slitin nái. Hljóödósin og nálin eru þeir hlutir plötuspil- arans sem ráöa úrslitum um hljómgæöi og endingartfma hljómplötunnar. Ef þú heldur aö plötuspilari þinn sé oröinn iélegur og þaö sé tlmabærtaðfá sér nýjan, veistu þá aö ný hljóödós getur gert hann sem nýjan? Annaö mikilvægt atriöi I meöferö á hljómplötum er hreinsun þeirra. Nauösynlegt er aö rétt hreinsiefni séu notuð og rétt handbrögö viö höfö. Hreinar plötur og góö hljómdós tryggja besta fáanlegan hljómburö. Komdu meö plötuspilarann til okkar og viö munum aöstoöa þig vlö aö velja bestu hljómdósina fyrir piötuspilarann þinn. Veitum allar tæknilegar upplýsingar um hvers konar hljómtæki. Ml I f< sTa.vron Hafnarstrœti 5 vió Tryggvagötu si'mi 19630 SVEINN EGILSSON HP FORD HUSINU SKEIFUNNI 1 7 SIMI 85100

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.