Vísir - 13.01.1979, Blaðsíða 6
[
6
Laugardagur 13. janúar 1979.
VÍSLR
„Þaö kom 1 Ijós ab þab var Travolta á ferbinni”.
„Upphaflega átti þetta ab verba
sumarvinna". — t flugfreyjubún-
ingnum.
„Ég var köilub litli andarung-
inn...”
„ISA VAR
Man einhver eftir íslensku magadansmeynni i
Zorba/ sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu á sinum
tíma? Eða Pétri litla í Pétur og úlfurinn?'Eða þá
kannski Helgu í Undir sama þaki í sjónvarpinu? Svo
ekki sé minnstá ísafold Thorlacíus í Silfurtúnglinu
á dögunum.
Björg Jónsdóttir hefur brugðið sér í öll þessi gervi
og f leiri til. En hver er Isa# eða öllu heldur, hver er
Björg Jónsdóttir, spurðu menn eftir sýningu á Silf-
urtúngli sjónvarpsins.
Hún er tuttugu og f jögurra ára gömul. Reykvík-
ingur í húð og hár. Flugfreyja hjá Flugfélagi Is-
lands og húsmóðir, og býr á Háteigsveginum í
Reykjavík ásamt manni sínum Grími Sæmundsen
og syninum Jóni Gunnari.
Syngur, leikur og dansar,eins og menn hafa þegar
sannreynt. En hefur aldrei lært söng eða leiklist.
Aftur á móti fór hún að læra ballett átta ára.
— spjallað við
Björgu Jónsdóttur
um Silfurtúnglið og fleira
Viðtal: Edlda Guðrún Andrésdóttir
Myndir: Gunnar Valberg Andrésson
,,Ertu systir hennar...."
— Þekkt andlit eftir hlutverk-
in?
„Nei, ég hef alls ekki orbib vðr
vib þab. Hins vegar man ég eftir
þvl þegar ég var að fljúga einu
sinni, að krakkar sem voru
meöal farþeganna, spurðu mig:
„Ertu systir þeirrar sem lék I
„Undir sama þaki?”
„En af þvi aö þú minnist á
þekkt andlit. Þá dettur mér i
hug þegar John Travolta milli-
lenti I Keflavik um daginn, á
leiö til London, þar sem átti að
fara að frumsýna myndina
„Grease”. Ég var stödd á
HEILUN..J
ii
Keflavikurvelli þennan dag, og
sá þrjú ungmenni koma á móti
mér. Mér fannst ég endilega
þekkja eitt andlitið, og geröi
mér grein fyrir þvi að þessi
maður var eitthvaö þekktur. Ég
staröi þarna og staröi, og segi
loks við sjálfa mig: „Þetta hlýt-
ur aö vera hann.” Ég varð svo
vör við það að starfsfólkið hvisl-
aði einhver ósköp sin á milli og
horföi á hann, og þaö kom auö-
vitað i ljós aö það var Travolta
sem var þarna á ferðinni.”
„Mér fannst hann nú heldur
tilkomuminni en ég hafði átt von
á. Þau þrjú féllu alveg i fjöldann
og það var svciitið skemmtilegt
að sjá þau ganga þa.na um i ró-
legheitum án þess að nokkur
skipti sér af þeim, miðað viö
þau læti sem áttu eftir að verða I
London, þegar hann mætti á
frumsýninguna.”
„Ýsa var það heillin..."
— Hefur Isu-nafnið fest við
þig?
„Nei, það hefur þaö ekki gert.
Samstarfsmenn minir eiga til
aö nota þaö, og þá gjarnan „ýsa
var það heillin” eða eitthvaö i
þá áttina. Annars var ég kölluö
„litli andarunginn” eftir að
„Undir sama þaki” var sýnt i
sjónvarpinu, — þar til svo Silf-
urtúnglið kom Þá var það Isa.”
— Vissir þú eitthvaö um ísu
áöur en þú fékkst hlutverkiö?
„Nei. Ég haföi ekki lesið Silf-
urtúngliö og ekki séð þaö. Og
kannaöist eiginlega ekkert viö
þaö. En það hefur verið ráöin
bót á þvi. Og tengdamóöir min
gaf mér leikritiö I jólagjöf, svo
ég er byrjuð að lesa. Þar finnst
mér það koma betur fram en i
uppsetningu sjónvarpsins,
hversu spillt tsa i rauninni var.
Sérstaklega i atriðinu þar sem
hún heimsækir Lóu , og segir
m.a. „Það kemur einhver að
kaupa mann...”
„En þó ég hafi ekki þekkt tsu
áður, þá sló ég til, þegar Hrafn
Gunnlaugsson hringdi til min.
Ég hef mjög mikinn áhuga á
þessu. Fólk hefur verið aö
spyrja mig aö þvi, hvort ég ætl-
aði nú ekki að leggja leiklistina
fyrir mig og fara að læra. Ég
veit það ekki — ég mikla þetta
kannski fyrir mér. Þarna er um
fjögurra ára nám að ræöa og
það erfitt. Svo er ég komin með
fjölskyldu, og það hefur kannski
ráðið þvi að ég hef ekki drifið
mig.”
„Hvortég á eftir að gera það?
Ég veit það ekki. Það er aldrei
aö vita. Ahuginn er fyrir hendi.
Ég get ekki neitaö þvi. Annars
er dansinn mitt uppáhald, en ég
hætti snemma i honum. Ég gæti
vel hugsað mér að byrja aftur,
en það er erfitt þegar maður
hefur einu sinni hætt.”
„Ég byrjaöi i ballett átta ára
og var i þessu i tiu ár. Ég byrj-
aði hjá Eddu Scheving. Af
hverju ég byrjaöi? Þaö man ég
ekki. Ætli ég hafi ekki drifið mig
meö systur minni. Eöa mamma
eöa einhver haft þessi áhrif.”
„Dönsuðu fyrir mig til
skiptis"
— Eitthvað likt meö þér og
Isu?
„Nei, það held ég ekki.”
,,— Fannst þér eitthvert at-
riðið i Silfurtúnglinu sérlega
erfitt?
„Ja, hvað skal segja. Upp-
hafsatriðið, þar sem ég dansaði
og söng fannst mér jú erfitt.
Dansinn samdi ég sjálf, það er
að segja þær hreyfingar sem ég
gerði á meðan ég söng. A milli
þessfylgdi ég hreyfingum hinna
stelpnanna. En ég man eftir þvi
aö söngurinn var tekinn upp
eina nóttina i .Hljóðrita. Þessi
söngur var eiginlega ekkert
æföur áöur. Egill Ólafsson, —
sem samdi lagiö, sagði mér
bara hvernig hann hefði hugsaö
sér þetta, og ég reyndi svo eins
og ég gat.”
„Aftur á móti fannst mér atr-
iðið i „Undir sama þaki”, þar
sem ég söng Litlu andarungana
og dansaði drukkin, mjög erfitt.
Ég lék Helgu, konu lögfræðings-
ins sem leikinn var af Arnari
Jónssyni. Ég var óneitanlega
feimin við Arnar, til aö byrja
með sérstaklega I þessu atriði
enda hann reyndur leikari. En
hann og Hrafn hjálpuöu mér
mikið. Þar sem ég er dansari,
fannst mér ógurlega erfitt að
koma fram eins og drukkin og
eiga aö dansa einhvern afkára-
legan dans. En Arnar sagði að
úr þvi ég hefði lært að dansa, þá
ætti ég aö geta þetta. Þeir döns-
uöu fyrir mig til skiptis, — Arn-
ar og Hrafn, og sýndu mér hvaö
ég ætti að gera. Og þetta gekk
allt saman fyrir rest.”
„Leikurinn I Silfurtúnglinu
fannst mér hins vegar miklu
erfiðari I heildina. Og ætli mér
finnist bara ekki yfir höfuö erfitt
aö leika! Annars er allt annað
að leika i sjónvarpsstykkjum en
á leiksviöi. Hrafn hefur til dæm-
is sgat að ég gæti aldrei leikið á