Vísir - 19.01.1979, Blaðsíða 10
10
Föstudagur 19. janiiar 1979 VISIR
f'-"y ~
Útgefandi: Reykjaprent h/f
Framkvæmdastjóri: Daviö Guðmundsson
Ritstjórar: ólafur Ragnarsson
Höröur Einarsson
Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri
erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón meö Helaarblaöi: Arni
Þórarinsson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Jónlna
Mlchaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson,Oli
Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor-
valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfl Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljós-
myndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. utlitog hönnun: Jón Oskar
Hafsteinsson, AAagnús Olafsson.
Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Askrift er kr. 2500 á mánuöi
Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson innanlands. Verö I
Auglýsingar og skrifstofur: lausasölu kr. 125 eintakiö.
Slöumúla 8. Simar 86611 og 82260.
Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Prentun Blaöaprent h/f
Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 llnur.
Drögum
saman
seglin
Sýnilegter, að fjármál Reykjavíkurborgar eru í hnút.
Hinn nýi vinstri meirihluti hefur ekki enn getað afgreitt
f járhagsáætlun borgarinnar fyrir árið 1979. Hann ætlar
sér að draga afgreiðslu hennar langt f ram eftir f ebrúar-
mánuði í von um, að ríkisstjórn og Alþingi verði við
beiðni hans um heimild til þess að leggja enn auknar
skattaálögur á borgarbúa.
( þetta skipti biður vinstri meirihlutinn um heimild til
þess að hækka útsvarsálagninguna um eitt prósentustig,
úr 11% í 12%. Þessi hækkun þýddi yfir 1 milljarð króna í
álögur á Reykvíkinga auk allra þeirra milljarða, sem
hinn nýi borgarstjórnarmeirihluti og núverandi ríkis-
stjórn eru þegar búin að samþykkja yf ir þá. Þetta gerist
á sama tíma og nágrannasveitarfélög hafa ákveðið að
nýta ekki einu sinni til fulls álagningarheimildir sínar.
Yfir landiðallt þýðir þessi útsvarshækkun ekki minna
en 2.5 milljarða útgjaldaaukningu fyrir íbúa sveitarfé-
laganna.
( Vísisf rétt í gær kom það fram, að vinstri meirihlut-
inn í Reykjavík telur, að sig vanti a.m.k. tvo milljarða
króna til þess að láta endana ná saman, bæði til þess að
geta komið einhverju í framkvæmd af óskalistum sfnum
og eins til þess að mæta kauphækkunum á árinu 1979 upp
á 1.2 milljarða króna, sem ekkert hafði verið hugsað
fyrir, þegar frumvarpið að f járhagsáætlun borgarinnar
var lagt fram.
Þessu stóra gati, sem nú blasir við í sambandi við gerð
f járhagsáætlunar fyrir Reykjavíkurborg, má alls ekki
loka með enn aukinni skattheimtu. Það er nóg komið af
nýjum skattaálögum.
Ef rikisvaldið vill láta sveitarfélögin fá aukið fjár-
magn til ráðstöfunar, liggur beinast við að ríkissjóður
láti af hendi við sveitarfélögin eitthvað af hinu stór-
aukna skattafé, sem ríkissjóður hef ur orðið sér úti um á
undanförnum vikum og mánuðum, en vísi ekki f rekar en
orðið er á vasa skattborgaranna.
Telji rikisvaldið sinn eigin sjóð ekki aflögufæran,
verður að eyða þeim milljarðamun, sem um er að ræða
hjá Reykjavíkurborg og ýmsum öðrum sveitarfélögum,
með því að draga saman seglin í rekstri og framkvæmd-
um. Ástandið í efnahags- og f jármálum okkar er nú með
þeim hætti, að við því verður ekkert sagt, þótt ýmis
verkefni verði látin bíða betri tíma.
Skömmu eftir að hinn nýi borgarstjórnarmeirihluti tók
við á s.l. ári var ekki annað að sjá en hann hygðist halda
áfram fyrri aðhaldsstefnu í f jármálum borgarinnar, því
að þá var tekin ákvörðun um frestun ýmissa fram-
kvæmda. Nú er hins vegar orðið Ijóst, að ástæðan til
þessa var aðeins sú, að vinstri mennirnir áttu ekki kost á
því á miðju ári að verða sér úti um nýja skattastofna.
Aðgerðir og óskir þeirra nú sýna, að hjá þeim hef ur ekki
orðið nein hugarfarsbreyting. Þeir nota fyrsta tæki-
færið, sem þeir fá, til þess að heimta meiri peninga af
skattborgurunum, trúir þeirri gömlu hugsjón sinni, að
þeir verði að haf a vit f yrir borgurunum um það, hvernig
aflafé þeirra er varið.
En mælirinn er orðinn fullur. Þessi nýjustu skatt-
heimtuáform verður að stöðva.
Neðanmóls
Þorramatur á
hvers mtums disk
„Þorramaturinn
verður vinsælli með
hverju árinu sem liður.
Við höfum haft hann á
boðstólnum i 15 ár og
þurfum alltaf að útbúa
meira magn með hverju
árinu sem liður”, sagði
Stefán Ólafsson
veitingamaður i Múla-
kaffi i spjalli við Visi.
Upp úr 1940 fóru átthagafélög
aó halda þorrablót og munu Ey-
firöingar lildega hafa veriö fyrst-
ir til þess. Siöan tóku fleiri upp
sama háttinn og nú eru þorrablót-
in sjálfsagöur hlutur i hverri
sveit.
Þaö þarf ekki samkomu til aö
fólk fái sér þorramat, þvi fjöl-
mörg veitingahús og verslanir
selja sérstaka kassa eöa bakka
meö þorramat sem fólk getur
gætt sér á i heimahúsum.
Starfsfólk i Múlakaffi tekur til
viö undurbúning þorramatsins i
september, þvi stór hluti þess
sem er á boöstólnum er súrmat-
ur.
—KP
Þorramaturinn í Múlakaffi. Vísismynd: JA
Forvitnilegar umræöur hafa átt
sér staö aö undanförnu um innrás
1 Kambodiu og stjórnarskipti þar.
Þrjú stórveldi hafa veriö til kvödd
aö lýsa yfir samþykki eöa andúö
á atburöunum, álít eftir þvi hver
styöur hvern, og hyerjir þaö eru,
sem hafa pólitiskt innræti til aö
gleyma þjóöarmoröi, en taka i
þess staö upp rökræöu um rétt-
mæti afskipta Vietnama af
stjórnarfari I Kambodiu.
öryggisráöiö hefur veriö kvatt til
fundar og beitt hefur veriö sjald-
nýttu neitunarvaldi, aöeins til aö
koma i veg fyrir aö Vietnamar
sættu ákúrum fyrir aö hafa stutt
nýtt afl I Kambodiu til valda. Hins
vegar hafa Sameinuöu þjóöirnar
og öryggisráöið ekki taliö sig
þurfa aö hafa afskipti af þjóöar-
moröi i Kambodiu, sem miöaöi aö
þvi aö slátra fólki þangaö til
heppilegur kjarni yröi eftir, eða
um ein og hálf milljón manna. Til
aö hrinda sliku i framkvæmd
þurftu böðlar þjóöarinnar aö fella
mikinn fjölda manna — og voru
raunar á góöri leiö meö aö ljúka
þeirri iöju, þegar aörir komu til
sögunnar og ráku vini kóka-kóla
bandalagsins frá völdum. Innrás-
in er út af fyrir sig alvarlegt póli-
tiskt mál, og hún kallar ekki þá
dauöu til lifsins.
Asíustefna Kínverja
Þvi hefur mjög veriö haldiö á
lofti, aö Vesturlandamenn eigi
bágt meö aö skilja austurþjóöir,
og þeir atburöir, sem nú eigi sér
staö I Kambodiu og Vietnam séu
eitt af þvi óskiljanlega. Einfalt er
þó aö skilja, aö Sovétrikin standa
fast meö Hanoi-stjórninni I Viet-
nam, og efla hana til hverskonar
verka. Kinverjar télja sig aftur á
móti eiga hagsmuna aö gæta I
Kambodiu. Frá upphafi komm-
únistastjórnar i Kina hefur legiö
ljóst fyrir, aö þeirra hugmyndir
hafa ekki fariö saman viö hug-
myndir annarra um itök og áhrif I
Aslu og á Kyrrahafi. Bandarikja-
menn hafa þegar brennt sig á
hinni fastmótuðu Asiustefnu Kin-
verja, og nú er rööin komin aö
Sovétmönnum. Asiustefna Kin-i
verja er einfaldlega þjóöernis-
stefna gula mannsins — kynþátt-
arstefna, sem ekki er veriö aö
dylja. Hafi einhver Asiuþjóöa
aörar meiningar, t.d. Vietnamar,
og vilji njóta fööurlegrar aöstoöar
rikja á Vesturlöndum, þá er
grjótharöri Asiustefnu Kinverja
aö mæta. Og eftir viðbrögöum
siöustu daga aö dæma virðist svo
sem eins og eitt þjóöarmorö
skipti litlu, þegar stefnuleg
samheldni innan Asiu er annars
vegar.
Staða Bandaríkjamanna
Bandarikin hafa svo dregist inn
I þessa atburöi meö sérkennileg-
um hætti. Eftir aö hafa nýveriö
tekiö upp stjórnmálasamband viö
Kina, fundu þau hvöt hjá sér til aö
gagnrýna stjórnarskiptin I
Kambodiu,(reiknaöermeö aö hin
nýja stjórn haldi ekki áfram
hroðaverkum á þjóöinni), og viku
frá sér öllum umþenkingum um
þær hörmungar sem Kambodiu-
þjóöin haföi oröiö aö þola undir
/" r i \
Indriði G. Þorsteins-
son, rithöfundur skrif-
ar um innrás Viet-
nama i Kambódiu og
segir meðal annars
ljóst, að til sé i
heiminum stjórn-
málastefna, sem geti
orðið svo öfugsnúin,
að hún hafi manndráp
á dagskrá sinni —
mikil manndráp. Hún
geti ekki látið duga að
boða erindi sitt.