Vísir - 19.01.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 19.01.1979, Blaðsíða 12
c~ Föstudagur 19. janúar 1979 VÍSIR Umsjón: Gylfi tfristjánssorf — Kjartan L. Pálsson VÍSIR Föstudagur 19. janúar 1979 ) KL. 9-12 S.S. Austurveri Sparimarkaðurinn Austurveri Forest? Nottingham Forest, ensku meistararnir i knattspyrnu, eiga aö leika gegn svissneska liöinu Grashoppers i 8-liöa úrslitum Evrópukeppni meistaraliöa, en dregiö var I keppnina i gær. 1 hinum leikjunum eigast viö Wisla Krakow frá Póllandi og sænsku meistararnir Malmö, þá leikur Dynamo Dresden frá A-Þýskalandiog Austria Wien frá Austurriki. Fjóröi ieikurinn er siöan á milli Köln frá V-Þýska- landi og skosku meistaranna Glasgow Rangers. gk-. Hrœddir við UMFL „ViÖ erum logandi hræddir viö UMFL, þvi þeir hafa staöiö sig mjög vel aö undan- förnu”, sagöi Gunnar Arna- son, fyririiöi Þróttar I blaki, er viö ræddum viö hann i gær. Þróttur og UMFL eiga aö leika i 1. deildinni i blak- inu um helgina, og er þaö eini leikurinn sem er á dag- skrá. UMFL hefur nú skyndilega blandaö sér i baráttuna um lslandsmeistaratitilinn. Liöiö sigraöi tslandsmeist- ara tS um siöustu helgi, og haföi i siöasta leik liöanna þar á undan unniö 3:0 gegn meisturunum. Þróttarar eru þvi kviönir, og örugglega má reikna meö hörkuleik þegar Þróttur og UMFL mætasti I iþróttahúsi Hagaskólans kl. 1S á morgun. Rétt stóð upp úr sköflunum Japanir hafa til þessa ekki látiö mikiö aö sér kveöa I skíöajgöngu á alþjóðavett- vangi á pndanförnum árum, en nú hefur þó einn slikur komiö fram á sjónarsviöiö. Þaö er hinn 25 ára gamli Sato Siro, sem krækti sér i 19. sætiö i Worid Cup keppn- inni 1 sklöagöngu i Castel- rotto á dögunum. Fyrir þaö fékk hann 2 stig þvi fyrstu 20 mönnum i hverri göngu eru gefin stig. Fáir reiknuöu meö Japanan- um þar, enda^sást varla til hans I brautinni lengst af. Hánn er ekki nema 159 sm á hæö og stóö þvi ekki upp úr stærstu snjósköflunum.— ktp KR-leikur tvívegis ó Akureyri tslandsmeistarar KR I körfuknattleik halda til Akbreyrar i dag, og leika þar tvo leiki. Sá fyrri er leikur Þórs og KR i Crvalsdeildinni sem fram fer I Skemmunni kl. 20.30 i kvöld, og siöan leika liöin aö nýju kl. 15.30 á morgun. Sá leikur er auka- leikur og rennur ágóöinn af honum I feröasjóð Þórsara, sem mun vera fátæklegur eins og hjá mörgum öörum. Þaö eru nær 10 ár slðan Höröur Markan fyrrum knattspyrnukappi úr KR sem hér er á myndinni nær meö Guömundi Sigurössyni keppti sföast á lyftingamóti hér á landi. Þaö var á Iþróttahátlöinni 1970, en þá varö hann annar i 67,5 kg fiokki- á eftir Rúnari Glslasyni.knattspyrnumanni úr Fram. Gústaf Agnarsson varö þá f jóröi I sama flokki. A Reykjavlkurmótinu I gærkvöldi varö Höröur annar I 67,5 kg flokknum og bætti sig aö mun frá slöasta móti... Ljósmynd Friöþjófur. KR-ingor fóru heim með allt gulliðl Þaö fór ekki svo aö Guömundi Sigurössyni, Árm., tækist aö ná Islandsmetinu I samanlögöu i 100 kg. flokknum af Gústafi Agnars- syni KR á Reykjavikurmótinu I lyftingum I gærkvöld. Guö- mundur féll út i byrjunargrein- inni-snörun- og þar meö fauk möguleikinn á aö ná metinu. Hann lék sér þó aö þvi aö jafn- hatta 185 kg I aukatilraun á eftir, og sýndi þar aö hann getur krækt I metiö, þegar allt gengur upp hjá honum. Gústaf Agnarsson, sem keppti I 110 kg flokki geröi góöa hluti á mótinu, snaraöi 162.5 kg og átti þar góðar tilraunir viö íslands- metíö, en mistókst. Þá jafnhatt- aöi hann 190 kg og reyndi siöan viö 107.5 kg, em er nýtt Islands- met. Munaði engu aö hann næöi þeirri þyngd upp, og þaö gerir hann örugglega i einhverju mtft- inu i vetur. KR-ingar einguöust alla Reykjavikurmeistarana á þessu móti. Þorvaldur B. Rögnvaldsson sigraði i 60 kg flokki, Baldur Borgþórsson i 67,5 kg flokki, Leifur Björnsson i 75 kg flokki, Guömundur Helgason i 82,5 kg flokknum, Sigfús Einarsson i 90 kgflokknum, Oskar Kárason I 100 kg flokknum og Gústaf Agnarsson I 110 kg flokknum. Mótiö var heldur bragödauft, en þó var árangur einstaka kepp- enda góður. Þaö sem var mótinu helst til lasts var hvaö dræm þátttaka var iýmsum flokkum, eniþeim flest- um voru keppendur i mesta lagi tveir. Sá keppandi, sem einna mest kom á óvart I þessum móti, var Höröur Markan, fyrrum knatt- spyrnukappi úr KR, sem nú tók þátt I lyftingamóti aftur eftir nær 10 ára fjarveru. -klp- LAUGARDAGA Létt hjó Skúli hélt að hann Dunbar er aldeilis ekki farinn tR-ingar fengu heldur betur aö vita af þvi i Úrvalsdeildinni i körfuboltanum i gærkvöidi aö Dirk Dunbar er ekki farinn af landi brott. Dunbar ætlaöi sér aö vera farinn vegna meiösla, sem há honum, en hann þrjóskast viö aö fara, þangaö til ÍS fær annan leikmann i hans staö. Hann lék þvi meö IS gegn 1R I gærkvöldi, og var maðurinn á bak viö sigur IS sem skoraði 115 stig gegn 110 stígum IR-inga. „Ég er ekki i nokkrum vafa aö viö höld- um sæti okkar I Úrvalsdeildinni og viö eigum eftir aö vinna fleiri sigra”, sagöi Birgir Orn Birgis, þjálfari IS, eftir leikinn i gærkvöldi. „Aö sjálfsögöu var þaö stór- leikur Dunbars, sem átti stærstan þátt I sigrinum, en auk þess að leika frábæran leik, dreif hann aöra leikmenn meö sér”. Já, Dunbar var svo sannarlega i sinum besta ham I gærkvöldi og þaö þótt hann stingi viö vegna meiöslanna I hnénu. Hann sá um þaö að ÍR komst aldrei langt framúr i upphafi, og þegar staðan var 22:18 fyrir IR haföi Dunbar skoraö 16 af stigum IS. 1S jafnaöi siöan og komst yfir 24:22 og í hálfleik haföi liöiö náö 12 stiga forustu 55:43. 1 siöari hálfleiknum rigndi stigunum niöur á báöa bóga, og var greinilega allt lagt i sóknarleikinn á kostnaö varnarinn- ar hjá báöum aöilum. IS náöi 18 stiga forustu 71:53, en þann mun minnkaöi IR i 79:69 áður en munur- inn fór aftur i 18 stig fyrir 1S 89:71. Þannig voru nokkur kaflaskiptí I leik liöanna, en undir lokin minnkaöi IR muninn i 2 stig þegar tæpar tvær mfnútur voru til leiks- loka. En alltkom fyrir ekki, og 1S sigraöi örugglega. Dunbar lék I gærkvöldi eins og honum einum er lagið, og er hann þá óviöráöan- legur. Hann dreif aöra leikmenn liösins meö sér, og þeir Bjarni Gunnar og GIsli Gislason áttu báöir stórleik. IR-ingar hafa engan Dunbar i sinum röðum, og þar viö bættist að varnarleikur þeirra var jafnvel enn slakari en hjá 1S. Þaö er ekki nóg aö skora og skora og fá siðan strax körfu á sig til baka. Bestu menn IR i gærkvöldi voru Kristinn Jörundsson, Paul Stewart sem hefur þó oft leikiö betur og Stefán Kristjánsson. Stighæstir,-hjá IS þeir Dunbar meö 45 stig, Bjarni meö 28 og Jú Héðinsson meö 13 stig, hjá 1R Kristinn meö 29, Paul Stewart 32 og Jón Jörundsson 24. gk-- Staöan i Úrvalsdeildinni f körfuknattleik er nú þessi: IS-IR KR 11 8 3 Valur 11 8 3 UMFN 11 7 4 IR 12 5 7 IS 11 3 8 Þór 10 2 8 Næsti leikur i Úrvalsdeildinni er i kvöld, en þá leika Þórsarar gegn KR-ingum i Iþróttaskemmunni á Akureyri kl. 20.30. 115:110 1009:869 16 961:951 16 1089:1021 14 1062:1058 10 955:1030 6 786:931 4 „Þaö veröur ekki rætt mikiö um stór- mál á okkar fundi um helgina”, sagöi Konráö R. Bjarnason, ritari Golfsam- bands Islands er viö ræddum viö hann um formannafund GSI, sem hefst á Hót- el Loftleiöum i fyrramáliö. Golfsambandiö hefur tekiö upp þá reglu aö hafa formannafund annaö hvert ár til aö spara félögum og Golf- sambandinu há útgjöld, sem jafnan fylgja fjölmennum þingum, en ársþing er haldiö áriö, sem ekki er formanna- fundur. 1 viötalinu við Konráö kom fram, aö meöal mála sem rædd yröu á fundinum um helgina er Islandsmótið i golfi I sum- ar. Þaö á aö fara fram á Noröurlandi, eöa á Akureyri, Húsavik og Ólafsfiröi, spurningin er hvort golfvellirnir þar veröi allir tilbúnir i tæka tiö, en búist er við mikilli þátttöku i Islandsmótinu i sumar eins og undanfarin ár.... Fjölbreytt úrval sófasetta Opið til kl. 22 SMIÐJUVEGI 30 HÚSGAGNA-f val H KÓPAVOGI SÍMI 72870 cetti að fara J Skúli Óskarsson var ekki skilinn eftir heima. Hann fær aö fara til Sviþjóöar þegar iþróttamaöur ársins á Noröur- löndum tekur á móti verölaunum sin- um I Sviþjóð I sumar. Þetta sagöi Iþróttamaður ársins 1978, Skúli óskarsson lyftingamaöur, er viö slógum á þráöinn til hans i gær til aö leita frétta af Sviþjóöarferö hans, þar sem kjörinn var Iþróttamaö- ur Noröurlanda úr hópi iþróttamanna ársins I Sviþjóö, N^regi, Danmörku, Islandi og Finnlandi. Okkur brá illilega I brún og töldum aö hér heföu einhver mistök átt sér stað og Skúli heföi veriö skilinn eftir heima. En máliö skýröist. Reglum varöandi keppnina hefur nú veriö breytt þannig aö verölaunin veröa afhent I SviþjóÖ I sumar. Þar verður Skúli aö sjálfsögöu I hinum friöa hópi, sem þar mætir. Auk hans veröa þar Björn Borg, tennisleikari frá Sviþjóö, sem mun veita Volvo-bik- arnum viötöku sem iþróttamaöur árs- ins á Noröurlöndum 1978, Lene Jensen sundkona frá Noregi, Helena Takalo skiöagöngukona frá Finnlandi og danski mótorhjólakappinn Ole Olsen. Bjarni Feiixáon, formaöur Samtaka iþróttafréttamanna, var viöstaddur þegar úrslitin voru kynnt i Svfþjóö um helgina, og hefur trúlega staðiö sig þar með miklum sóma. gk-. „Ég beið alltaf eftir að haft yrði samband við mig, en ekkert gerðist. Ég las síðan i blöðunum að ég hefði verið fulltrúi íslands við af- hendinguna, en ég var bara hérna heima að vinna.” Göngugarpurinn kunni frá Ólafsfirði, Guðmundur Garðarsson, verður á meðal keppenda þegar fyrsta punktamót vetrarins i skiðagöngu fer fram á ísafirði um helgina, og verður keppt þar i mörgum flokkum. í flokki 20 ára og eldri verða gengnir 15 km, unglingar 17-19 ára ganga 10 km, unglingar 15-16 ára ganga 7,5 km, og unglingar 13-14 ára ganga 5.0 km. Þá verður einnig keppt i stúiknaflokki, og munu stúlkurnar ganga 2,5 km. SHILTON EKKI TIL SÖLU „Þaö væri jueiri möguleiki fyrir þessa herra aö reyna aö kaupa Eiffelturninn f Paris en markvöröinn Peter Shil- ton” sagöi Rrian piough framkvæmdastjóri ensku meistaranna Nottingham Forest er forráöamenn bandariska félagsins Washington i Dimplomats reyndu aö kaupa markvörö- inn Peter Shilton frá Forest. „Ég tel þaö enga spurn- ingu aö Shilton sé besti markvöröur i heiminum núna og hann er viröi þyngd- ar sinnar I guíli fyrir For- est”, sagöi Clough. Hann lét ekki viö þau orö sitja og geröi samning viö Shilton sem gildfr til sumarsins 1982. Samkvæmtþeim samningi fær Shilton um 60 milljónir islenskar krónur á ári i föst laun en þar viö bætast aö sjálfsögöu „bónusar” og aörar aukagreiöslur sem geta veriö mjög háar. „Hann er bestur og þess vegna hefur hann betra kaup en aörir”, segir Clough um þennan samning. < ' > gk-. ATHUGIÐ ERUM FLUTTIR Islands- mótið á Norður- landi? — Lék aðalhlutverkið er ÍS sigraði ÍR í Úrvalsdeildinni ? körfuboltanum í gœrkvöldi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.