Vísir - 29.01.1979, Side 10

Vísir - 29.01.1979, Side 10
10 Mánudagur 29. janúar 1979 VISIR Útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davifl Guðmundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón með Helaarblaði: Arni Þórarinsson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Jónina Michaelsdóttjr, Jórunn Andreasdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson,Óli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljós- myndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Ölafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Sfðumúla 8. Sfmar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 sími 86611. Ritstjórn: Síöumúla 14 sfmi 86611 7 linur. Askrift er kr. 2500 á mánuöi innanlands. Verð I lausasölu kr. 125 eintakið. Prentun Blaöaprent h/f Svipan í stað skynseminnar Eina rökrétta ályktunin af skýrslu verðlagsstjóra til viðskiptaráðherra um athugun á innflutningsverslun- inni, sem birt var fyrir helgina í kjölfar upplýsinga Visis um efni skýrslunnar, er dauðadómur yfir því ófrelsis- kerf i, sem við búum við í verðlags- og g jaldeyrismálum. Tilraunir til að túlka hana fyrst og fremst sem áfellis- dóm yfir íslenskum innflytjendum flokkast undir þau óskynsamlegu vinnubrögð að hengja bakara fyrir smið. Sú niðurstaða skýrslunnar, sem mestu máli skiptir, er, að innkaup hingað til lands eru í verulegum mæli óhagkvæmari heldur en innkaup nágrannalanda okkar. Hvað veldur þessu? í skýrslu verðlagsstjóra eru taldar nokkrar ástæður, mjög mismunandi veigamiklar. Langþýðingarmesta ástæðan er, að núverandi verðlagskerfi leiðir óhjákvæmilega til óhagkvæmra viðskiptahátta. Skýrsla verðlagsstjóra staðfestir þetta algjörlega. Verðlagsstjóri dregur þá ályktun af athugun sinni, að „álagningarkerfið og útfærsla þess eigi drjúgan hlut í því, hvernig málum er komið í innf lutningsversluninni." Hann segir ennfremur: ,,l fyrsta lagi hefur hið lítt sveigjanlega hundraðstölu- álagningarkerfi, sem notað hefur verið um áratuga- skeið, ekki verið hvetjandi, þar sem tekjur innflytj- andans hafa hreinlega minnkað við að gera hagkvæm innkaup. í öðru lagi hef ur kerf inu í mörgum tilvikum verið beitt á þann veg, að álagningu hefur verið haldið mjög lágri með þeim af leiðingum, að innf lytjendur hafa farið inn á þá braut að hækka upp innkaupsverð erlendis. Á þann hátt hafa þeir bætt sér upp lága álagningu." (f ramhaldi af þessari lýsingu á göllum verðlagskerf is okkar minnir verðlagsstjóri á, að innf lytjendur haldi því fram, að raunhæfasta lausnin á þessum málum sé að hverfa f rá núgildandi verðlagskerf i. Það verði best gert með því að heimila f rjálsa álagningu, sem byggðist á að- haldi neytenda og opinberu eftirliti með markaðsráðandi fyrirtækjum og samningum á milli fyrirtækja. Verðlagsstjóri virðist hins vegar vera búinn að stein- gleyma þvi, að allt þar til núverandi ríkisstjórn tók við og verðlagsskrifstofa hans komst undir alrauða yfirstjórn var hann sjálfur alveg nákvæmlega sömu skoðunar. Hann var einn aðalhöfundur þess merka nýmælis, sem settvar i íslensk lög á síðasta vori, að verðlagning skyldi ætið vera frjáls, þegar samkeppni væri nægileg til þess að tryggja æskilega verðmyndun og sanngjarnt verðlag. Við myndun núverandi ríkisstjórnar var ákveðið að fresta gildistöku þessa ákvæðis og því borið við, að ekki, hefði gefist ráðrúm til að undirbúa framkvæmd þess. Af þeim hugmyndum, sem verðlagsstjóri setur fram um lausn á verðmyndunarvandamálinu, er hins vegar Ijóst, að það er ekki pólitískur vilji til að hverfa f rá hinu úrelta haftakerfi í verðlagsmálum til þess frjálsa verðmyndunarkerfis, sem öll nágrannalönd okkar hafa tekið upp með þeim árangri, að þau búa við miklum mun hagkvæmari innflutningsverslun — og þar með lægra vöruverð — heldur en við gerum. Verðlagsstjóri setur nú fram hugmyndir, sem hann veit fyrirfram, að núverandi verðlagsmálaráðherra muni vera vel að skapi. Það á að lappa upp á núverandi álagningarkerfi, taka upp strangari gjaldeyris- og skattareglur og beita f leiri ámóta úrræðum, sem aldrei haf a bætt neitt til f rambúðar og munu ekki gera það nú. Það á sem sagt að nota svipuna í stað skynseminnar. SÖGULEG STAÐ- REYNDAFÖLSUN UM VATNSVEITU VESTMANNAEYJA í Vlsi s.l. laugardag 20. þ.m. er viötal viB Magniis H. Magnússon, félags og heilbrigBisráBherra og ræBir hann meBal annars um Vatnsveitu Vestmannaeyja og segir orBrétt: „Strax og ég kom til Eyja fór ég mikiB aB hugsa um vatnskortinn þar. Eina vatniB, sem eyja- skeggjar höfBu, var rigningar- vatn, sem safnaB var saman af þökum húsanna. Mér fannst þetta ófært og lagBi mikla áherslu á aB eitthvaB yrBi gert i málinu og barBist fyrir þvl aB Eyjarnar fengju gott vatn”. Og ennfremur segir I viBtalinu. ,,En viB komumst aB þeirri niBurstöBu aB vænlegast væri aB fá vatn frá meginlandinu. Dansk- ur framleiBandivarfenginn til aB gera tilraun meB framleiBslu slfkrar vatnsleiBslu. Þannig leiBslur höfBu aldrei veriB fram- leiddar enda var leiBslan okkar fyrsta vatnsleiBslan, sem lögB var yfir opiB haf”. Hér er i höfuBatriBum svo rangt meB fariB aB um hreina fölsun á fyrirliggjandi staöreyndum er aB ræBa. Tel ég leiBréttingu óhjá- kvæmilega og sjálfsagBa vegna þeirra bæjarfulltrúa I Eyjum, sem aB málinu stóBu á sinum tima, bæBi þeirra sem enn lifa og einnig þeirra, sem látnir eru. Sannleikurinn i málinu er sá, eins og fundagerBarbækur bæjar- stjórnar Vestmannaeyja bera meB sér, aB þegar áBur en MHM fluttist til bæjarins, höfBu veriB teknar ákvarBanir um öflun neysluvatns fyrir væntanlega vatnsveitu og þá einnig rætt um y Guðlaugur Gíslason, fyrrverandi alþingis- maður, skrifar í tilefni af viðtali Vísis við Magnús H. Magnús- son, heilbrigðis- og tryggingamá la- ráðherra og segir m.a. að fullyrðing Magnús- ar um að Vatnsveita Vestmannaeyja hafi verið hans sérstaka baráttumál sé mjög óheiðarleg gagnvart þeim bæjarfulltrúum í Vestmannaeyjum, bæði iífs og liðnum, sem á sinum tíma hafi átt mun meiri hlut að máli í sambandi við lausn þess máls en .hann. V----:-----y---------- vatnslei&slu frá meginlandinu. ÁstæBan fyrir þvi aB ekki var þá þegar tekin ákvörBun um vatns- leiBslu frálandi var sú, aB bæjar- stjórn öll var sammála um aB áB- ur en slik ákvörBun yrBi tekin væri nauBsynlegt aB fyrir lægi aB útibkaBværiaB afla fyrirhugaBri vatnsveitu vatns heimafyrir meB jarBborunum eBa á annan hátt, enda lá fyrir vitneskja um aB stjórnvöld töldu slikt nauBsynlegt þar sem vatnaleiBsla frá landi væri þaB viBamikil framkvæmd og þess eBlis aB til yrBi aB koma sérstök fyrirgreiBsla stjórnvalda. Var þá leitaB til Tómasar heitins Tryggvasonar, jarBfræBings, sem taldi aB ef allt væri meB felldu ætti regnvatn, sem á Heimaey félli aB safnast saman undir eynni og myndi þaB nægja fyrir vatns- veitu handa bæjarbúum öllum. Var þá þegar, sumariö 1957, haf- ist handa um jarBboranir eftir hugsanlegu grunnvatni, sem samkvæmt kenningum jarBfræB- inga var talinn möguleiki á aö væri undir Heimaey og voru bor- aöar sjö holur þvert yfir eyjuna allt frá Stórhöföa og niBur aB höfn. 1 sex af þessum holum reyndist vera um svart gjalllag aö ræöa þegar komiö var niöur á sjávarmálsdýpi og hreinn sjór i þeim öllum. 1 einni holunni, aust- an til á miöri eynni kom hinsveg- ar upp hreintvatn oghéldu þá all- ir aö lausn væri fengin á málinu. En þvi miöur reyndist svo ekki vera, þvi þegar dælt haföi veriö úr holunni i tvo sólarhringa fór aö bera á seltu i vatninu og endaöi dælingin i hreinum sjó, einnig I „Margar tölur hafa verið nefndar um þann fjöida sem stjórn Pol Pots á að hafa komið fyrir kattarnef".

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.