Vísir - 29.01.1979, Síða 18
22
Mánudagur 29. janúar 1979 VISIR
LÍFOGLIST LlFOGLIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST
r
FAR MUN EFTIR LEIKA
ólafur Jóhann: ,Þaö er greinilega hugmynd Ólafs Jóhanns
að velmegun og velsæld nútimans hafi ekki leitt til
fegurra mannlifs, þvi of margir sannir mannkostir haf
orðið útundan og jafnvel glatast”, segir Heimir m.a. I
umsögn sinni.
HLUSTAÐ
Á ÚTVARP
Ólafur Jóhann Sigurðsson:
Virki og vötn.
Mál og menning, Reykja-
vik 1978.
Ljóðabók, 127 siöur.
Ólafur Jóhann hafði fyrir
löngu hlotið viðurkenningu
allra ddmbærra manna
sem einn fremsti ef ekki
fremsti smásagnahöfundur
okkar á þessari öld, þegar
hann sendi frá sér ljóða-
bókina Að laufferjum árið
1972. Með henni varð strax
ljóst, að hann mátti einnig
eiga sæti meðal listfengari
ljóöskálda okkar. Aöeins
tveim árum siðarkom önn-
ur bók og staðfesti þetta,
Að brunnum. Það er þvi
engin undrun sem setur að
lesanda hinnar nýju bókar,
Virki og vötn, þegar ljóst
verður að hún er mikil
ágætisbók. Eiginlega átti
maður von á þvi.
Þótt sögusvið hafi verið
býsna margbreytilegt I
skáld- og smásögum Ólafs
Jóhanns, virðist einn þráð-
ur þó jafnan hafa verið
rauðastur og sterkastur:
Bókmenntir
I', ■ BH& F Heimir Pálsson skrifar
Söknuöur og tregi yfir
mannkostum og drengskap
liðinna tiöa. Þetta hefur
stundum leitt til þess að
mönnum hefur þótt Ólafur
Jóhann skipa sér i hóp
þeirra sem ekkert sjá
jákvætt i' samtima sinum,
en lofsyngja baslbúskap
forfeðranna. Þetta sýnist
mér vera mikill misskiln-
ingur. I sögum og nú
ljóðum skáldsins hefur
aldrei verið reynt að draga
fjöður yfir það sem miður
fór I bændasamfélaginu á
lýrstu áratugum þessarar
áldar. Hins vegar er það
greinilega hugmynd Ólafs
Jóhanns að velmegun og
velsæld nútimans hafi ekki
leitt til fegurra mannlifs,
þvi of margir sannir
mannkostir hafi orðið út-
undan og jafnvel glatast.
Þetta er meginatriöi, og
um þessa kenningu er Ólaf-
ur Jóhann ekki einn og
ómaklegt að kenna hana
við ihaldssemi ogaðra ljóta
siðu.
Virki og vötn skiptast I
þrjá tölusetta kafla, og er
þó vandséður glöggur mun-
ur á þeim aö þvi er tekur til
þessa rauða þráðar, hann
er allstaðar á ferð. Þó
sýnist mér bera meira á
boðskap og predikun i
miðhluta bókar en hinum
tveim. Þetta stafar liklega
einkum af tveim viðamikl-
um ljóðum, órkjörbúð, þar
sem listilega er teflt saman
vörugnægð nútimans og
óskarinnar um draum, og
Úr naustum (Tilbrigði við
kvæði eftir Thorkild Björn-
vig), þar sem tegundinni
manni er sunginn ófagur
söngur: „Þvl að enn kann
hún ekki að lifa / I ljósi
þessa bláhjúpaða hnattar /
Og samt krefst hún meira
gulls, meira valds / meiri
blóðfórna: / samt krefst
hún ódauðleika / sjálfri sér
til handa. / ...” — I fyrsta
hlutanum þykja mér
fegurstljóðin um Guðmund
Böðvarsson og Þorstein
Valdimarsson, en mikil-
fenglegasta ljóðiö l)m
ferðalag, þótt sú hugmynd
sé svosem ekki ýkja
nýstárleg að rekja ævi
mannanna eins og ferða-
■■sögu.
Ljóðin i þriðja og síðasta
hluta eru sumpart sundur-
leitust. Þó er þar viða teflt
saman tveim heimum,
veröld sem var og er.
Dálitla sérstöðu á kvæðiö
Brekkusniglar, þar sem
lýst er „samkundu heldri
manna” með ósviknu Is-
lensku grini, beittu og
dálltið illvlgu. Af ástæðum
sem engum koma við þykir
mér þetta besta kvæði bók-
arinnar enn sem komið er.
Aðlaufferjum, Að brunn-
um, Virki og vötn. Auk
„tregaslagsins” eiga þær
allar sameiginlegan annan
þráð: vatnið, vatnið sem
lifgjafa, vatniö sem fró og
huggun, „lifandi vatn”
(hugtakið kemur m.a. fyrir
i Virki og vötn). Skýringu
eða lykil er máski að sumu
leyti aðfinna i næst slðasta
ljóði nýju bókarinnar, Þvl
hef ég kveðið: „Ég hef
kveðið um fljót sem
streymir án afláts að ósi /
frá upptökum sinum,
kvislóttu rennsli í jörðu /
lindum úr goðlöndum:
Streymir að ósi um aldir —
með umbreyttum heimi,
fornum og nýjum í senn.”
— Það er vatnið sem
verðurhinnsameinandi llf-
gjafi allra kynslóða og þvi
tengist um leið vonin um
framhald i samhengi við
fortfð. Fleiri heimspekileg
atriði sýnist mér koma til
greina til túlkunar á vatn-
inu sem tákni i ljóðum
Ólafs Jóhanns, en þar
skortir mig bæði þekkingu
og hugdirfð til að hreyfa við
nokkru.
Mál og stfll -jóðanna —
ásamt með forminu — eru
nær alltaf hafin yfir um-
ræðu þegar Ólafur Jóhann
yrkir.Þarna fellur alltf svo
ljúfa löð, að betur verður
ekki á kosið. Þó finnst mér
eins og sum eldri form
verðiskáldinufjötur um fót
— eða a.m.k. lambahaft.
Þarna get ég gjarna nefiit
dæmi eins og Vfsur á
hörpu, smámuni sem varla
hefðu átt erindi I svo vand-
aða bók — ef ekki væri fyrir
rómantiska háöið í niður-
laginu: ,,út í skúra-hjúfrið
hlýtt / hlauptu á auga-
bragði: / Allt er nú sem
orðiðnýtt, /eins og skáldiö
sagði.”!
Flestum höfundum fer svo,
aðþeirtemjaséreina grein
bókmennta, kannski með
strandhöggum inn i aðrar
greinir, en oftast með litl-
um árangri. Smásagnahöf-
undurinn Ólafur Jóhann
hefur lfka sýnt að hann hef-
ur fullt vald á skáldsagna-
gerð. Og lika ljóðum. Þvi
eiga við hannorð vfsunnar:
Fár mun eftirleika! —HP
Þessir þættir hafa hingað
til snúizt um dagskrá sjón-
varpsins einvörðungu og
reyndar var það hugsunin
upphaflega að fjalla aðeins
um hana. Hins vegar er
yfirskriftin á pistlinum öllu
viðtækarioggefur tllefní til
umræðu um fjöldamargt
annað I miðlun upplýsinga
og afþreyingarefnis I sam-
félaginu, hvort sem það
telst til útgáfu bóka, blaða
eða útvarps. Eftir tilkomu
sjónvarps hefur útvarpið
gamla, eða „gufuradlóið”
eins og sumir kalla það,
óneitanlega fállið nokkuð I
skuggann eins og búast
mátti við. En útvarpið
Fjölmiðun
Markús örn Antonsson skrifar um útvarp.
heldur fullu gildi og hefur
mikilvægu hlutverki að
gegna þótt sjónvarpið hafi
haslað sér völl og sé I
brennidepli. 1 ljósi þess-
arar sambúðar við sjón-
varpið, eða samkeppni eins
og sumir vilja nefna það,
þarf útvarpið að móta
stefnu slna I samsetningu
dagskrár öllu markvissar
en áður var gert og hygg ég
að starfsmönnum þess hafi
orðið þetta æ Ijósara með
árunum.
Vilialeysi — eða
hvað?
Útvarpið hefur ýmsa
möguleika fram yfir sjón-
varp og aðra tjölmioia.
Með tiltölulega litlum
fyrirvara og fyrirhöfn
getur það náð til allrar
þjóðarinnar. Innan ramma
þess dagskrártima, sem
það hefur. helgað sér og al-
menningi er kunnugt um,
getur það flutt ferskara
efni en nokkur annar fjöl-
miðill islenzkur. Þennan
eiginleika hafa útvarps-
menn reynt að hagnýta sér
I vissum mæli þó að betur
mætti að verki standa. Við
sérstök tækifæri hafa kostir
útvarpsins verið fullnýttir
eins og 26. mai 1968 þegar
hægriumferð var tekin upp
hér á landi, við þingrofið
1974, I kosningum og
siöast en ekki sfzt I Vest-
mannaeyjagosinu fyrir sex
árum. Mér finnst aftur á
móti vanta eðlilegt fram-
hald á þessa viðleitni, sem
fram gæti komið miklu
tiðar, ef vilji væri fyrir
hendi hjá forráðamönnum
stofnunarinnar.
Eðlilegasti vettvangur
fyrir beinar útsendingar
utan útvarpshússins eru
fréttaþættir eða aðrir svip-
aðir dagskrárliðir um mál
efst á baugi. t reglubundn-
um fréttatimum eða frétta-
aukum ber furðulltið á
sliku. Samtöl f sima, sem
tekin væru á segulband
skömmu fyrir útsendingu
frétta eru t.d. næsta fátið.
Aftur á móti hafa um-
sjónarmenn sumra
annarra dagskrárliða hag-
nýtt sér þessa tækni og eru
mér þá efst i huga þættií
þeirra Páls Heiðars Jóns-
sonar og Sigmars B.
Haukssonari morgunsárið.
Þeir fá menn til viðtals við
sig eldsnemma á
morgnana eða vekja menn
meðsimhringingu ef þvf er
að skipta með kurteis-
legri viðvörum kvöldið
áður, að mér skilst. Eins
hafa umsjónarmenn
þáttarins t vikulokin á
laugardögum gert nokkuð
af þessu og gefa sllk samtöl
þáttunum alveg sérstakt
gildi þannig að áheyrendur
finna almennt nýjabragðið
af þeim.
Góð vikulok
Edda Andrésdóttir,
blaðamaður, og starfs-
bróðir hennar Arni Johnsen
hafa staðið með mikilli
prýði I þessum laugardags-
útsendingum, flutt fjöl-
breytt efni og verið mátu-
lega afslöppuð i kynningum
og öðrum innskotum, sem
þau annast i beinni útsend-
ingu, þar sem ekki er hægt
að þurrka neitt út og endur-
taka. Þeir félagar Páll
Heiðar ogSigmarsýna llka
visst þolgæði með dagleg-
um útsendingum á þessum
ókristilega tima, þegar
• þeir sjá jafnvel ástæðu til
að ávarpa fólk i fasta
sveftii.
Ég er ekki fyllilega dóm-
bær á Morgunpóstinn þvl
að ég er yfirleitt farinn i
vinnuna eftir kynningu og
ágrip af fréttum dagblaö-
anna. Þó get ég ekki stillt
mig um að benda þeim
félögum á hvimleiöa
endurtekningu svokallaðs
spakmælis I iflaphafi þátt-
arins, sem ekki hittir I
mark lengur. Privatbrand-
arar eða innanhússklmni
getur veriö fjári vandmeð-
farin fyrir alþjóð og mér
Er hœgt að bjarga evr-
ópskum kvikmyndaiðnaði?
Hvernig getum viö náð
kvikmyndaiönaöi Evrópu
úr logn mollunni? Um
þessa spurningu var rætt
á ráöstefnu I Lissabon um
kvikmyndahúsiö og rlkiö,
sem Evrópuráöiö stóö
fyrir. Fulltrúar aöildar-
rikjanna tuttugu og fólk i'
tengslum við kvikmynda-
listina athugaöi vanda-
máliö frá menningarlegu
og fjárhagslegu sjónar-
miöi og markaði stefnuna
I sambandi viö endurnýj-
un kvikmyndaiönaöarins,
segir I grein frá frétta-
þjónustu Evrópuráösins.
Þetta var fyrsta skiptið
sem ástandið var athugað
á Evrópumælikvarða og
þær lagfæringar, sem
lagt er til að gerðar verði,
krefjast ákvarðana er
ekki verða teknar af sér-
hverju rlki einu sér, en
með sameiginlegu átaki
allra rikja sem hlut eiga
að máli.
Einsætt er aö Evrópu
skortir hvorki kvikmynd-
ir né kvikmyndafram-
leiöendur. Arsframleiðsl-
an er áætluð 700 fullkonn-
ar kvikmyndir saman-
boriö við 250 mynda
framleiöslu I Bandarfkj-
unum. 1 fremstu röö
framleiðendalanda i
Evrópu eru ttalia og
Frakkland, en næst þeim
koma Vesturþýskaland
og Bretland. Þótt sköp-
unar- og framleiöslu-
möguleikar gömlu álf-
unnar séu enn talsverðir
hefur amerfski kvik-
myndaiðnaöurinn
kverkátak á Evrópu. Sjö
af hverjum tiu kvikmynd-
um, sem sýndar eru f
evrópskum kvikmynda-
húsum eru ameriskar.
Fyrir þessu ástandi eru
a.m.k. tvær ástæður.
önnur þeirra — og vænt-
anlega sú mikilvægasta
— er aö Bandarikjamenn
eiga stór fjölþjóða dreif-
ingarfyrirtæki, sem
evrópskir aðilar geta
ekki keppt viö. Banda-
rikjamenn hafa brynjað
sig gegn hinni miklu fjár-
hagsáhættu á þessu sviði
viðskipta með þvi' aö bera
sameigninlega ábyrgð á
framleiöslu, þ.e. fjár-
mögnun kvikmynda, og á
dreifingu þeirra. Þannig
eru auglýsingaherferðir
til aöhleypa kvikmynd af
stokkunum sniðnar fyrir
heimsmarkaðinn. Fyrir-
tæki I Evrópu skjálfa
undan þrýstingi svo öfl-
ugrar starfsemi sem
þessari.
Hin ástæðan er tengd
þeirri fyrri og varðar
úreltan skilning Evrópu-
manna á sambandinu
milli kvikmyndahúsa og
sjónvarps, sem talið er
ábyrgt fyrir minnkandi
miðasölu.
Mjög mundi til bóta að
koma á fót sameiginlegri
fyrirtækjasamsteypu til
að annast dreifingu eða
þá að gera samning milli
dreifingaraðila til að
jafna áhættunni, svo og
að fá aðstoð hins opinbera
til að létta skattbyrðinni.
Einnig gæti slfk aðstoð
verið fólgin i' fjárframlög-
um til að styrkja fram-
leiðslu kvikmynda þegar f
upphafi eins og gert er i
Svfþjóö og séfstökum fjár
hagsstuöningi I sambandi
við vissar kvikmyndir.
Ætti val þeirra engan
veginn að hafa áhrif á
frjálsræði f listsköpun.
önnur mikilvæg ný-
breytni varðar almenna
stefnumörkun fjölmiðla
og þá sérstaklega kvik-
myndahúsa og sjónvarps.
Ættu þessir tveir aðilar
ekki að fást við sam-
keppni, heldur að vera
hvorum öðrum til fylling-
ar. Þetta þýöir að fjöl-
miðlarnir tveir verða að
fullnægja mismunandi
eftirspurn og hafa hvor
sitt einkenni.
Er þvi lagt til að gerðar
verði ráðstafanir til að
sjónvarpsstöðvar hafi á
hendi stjórn framleiðslu
eigin kvikmynda til að
sýna i' kassanum eins og
gerter I Bandarfkjunum,
Frakklandiogítaliu og að
leigugjöld þeirra til kvik
myndahúsa verði hækkuð
I þeim löndum þar sem
þau eru ekki nægileg.
Nú lfður senn að tiunda
áratug aldarinnar og
vænta má að sjónvarp
birtist I margskonar
myndum þegar sendingar
fara fram eftir leiðslum,
um gervihnetti, sam-
kvæmt innansveitardag-
skrám og upptökum ein-
staklinga. Er þá ekki
nema rétt að snúa baki
við gamaldags menning-
arsjónarmiðum, sem enn
ráða ferðinni i Evrópu og
endurskoða stefnumörk-
un á sviði fjölmiöla. Ekki
má gleyma þvf aö viss
samgöngukerfi eiga við f
viðeigandi samfélögum
og hafa sin áhrif á þau.
Er þá komið að frekari
hug leiði ngum , sem
aðeins var fitjað upp á
þegar ráðstefnan var
haldin f Lissabon, en þær
varða upplýsingastarf-
semi og fræðslumál
almennings. Þar kemur
til athugunar hvað gera
þarf fyrir áhorfandann og
að kvikmynd er ekki ein-
ungis söluvarningur,
heldur framlag á menn-
ingarsviði og málefnið
þarfnast þvi Ihugunar.
Raunar virðist endur-
bóta uppbyggingar þörf á
öllum stigum málsins frá
sjónarmiði menningar,
iðnaðar og viðskipta og
það verður aö taka á
vandamálunum fyrir alla
álfuna ef kvikmynda-
framleiðsla — listgrein,
sem er enn ekki aldar-
gömul — á að halda stöðu
sinni i menningarllfinu og
ekki að gefast upp þótt á
móti blási, segir að lokum
I fréttinni frá Evrópuráð-
inu.
Um þessar mundir er
islensk kvikmyndagerð f
brennidepli vegna ný-
stofnaðs kvikmyndasjóðs
og kvikmyndasafns. Hér í
Lifi og list verður I vik-
unni greint frá þvi hvern-
ig aðrar norrænar þjóðir
búa að sfnum kvik-
myndaiðnaði og þar
byggt á úttekt sem
Þorsteinn Jónsson, for-
maður Félags kvik-
myndagerðarmanna hef-
ur gertá þessum málum I
tengslum við væntanlegt
starf opinbers kvik-
myndasjóðs á tslandi.
LÍFOGLIST LÍFOGLIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST LÍF OG LIST