Vísir - 29.01.1979, Qupperneq 23

Vísir - 29.01.1979, Qupperneq 23
vtsm Mánudagur 29. janúar 1979 Fullkominn hreinsibúnoður ó Grundartanga: 27 Minna ryk út í loftið en af stuttum Eflaust hafa fáir gert sér þaö ljóst, að það er meiri rykmengun af liðlega kflómeterslöngum veg- arspotta heldur en verksmiðjunni á Grundartanga. Þetta er engu að siður staöreynd eða svo segir dr. Jón Hálfdánarson verkfræðingur á Grundartanga. Hann er forstöðumaður rann- sóknarstofu járnblendiverk- smiðjunnar og greindi frétta- mönnum frá mengunarvörnum verksmiðjunnar i skoöunarferð fjölmiðlamanna til Grundar- tanga. Tvær risastórar viftur sjilga til sin allt þaðrykiblandaða loftsem stigur upp Ur ofni verksmiðjunn- ar. Þvf er siöan jrýst inn i 1600 poka sem eru meira en mannhæð- arháir og hleypa loftinu I gegn en halda eftir langmestum hluta af rykinu. Loftið sem kemur frá ofninum er um 900 stiga heitt og þvi er nauösynlegt að kæla þaö áður • enþaðfer I pokasiurnar. Til þess var reist mikið kælivirki sem stendur milli ofnhUss og siuhúss. Gerter ráð fyriraðþegar báðir ofnar verða komnir I notkun I járnblendiverksmiðjunni falli til um 12 þúsund tonn af ryki árlega. Af þvi munu aðeins 0,2% sleppa I Kælivirkið á Grundartanga. gegnum pokana en þar sem hreinsibúnaðurinn þarf eðlilegt viðhaid ogviögerðir má búast við að taka þurfi hann úr sambandi örfáa daga á ári. Þvi má búast við aö 1% af þvi ryki sem til fellur á Grundartanga fari Ut i andrUms- ,loftið, en það er um 120 tonn. Þetta sýnist vera talsvert magn svona fljótt á litið. En Jón Hálfdánarson gerði samanburð á hvað mikiö ryk fer Ut i loftið frá vegakerfi landsins og þá fer nú litið fyrir rykinu frá Grundar- tanga. Samkvæmt skýrslu samgöngu- ráðherra um framkvæmd vega- áætlunar voru bornir 655.000 rúm- metrar af möl á malarvegi hér- lendis á siðasta ári. Ef gert er ráð fýrir að 30% af þessari möl sé vegunum til styrktar en 70% fari i raunverulegt viöhald, til aö fylla upp fyrir það sem hefur horfið, kemur i ljós að 780 þúsund tonn hverfa úr íslenskum vegum á ári. Vegakerfið hérlendis mun vera Dr. Jón Hálfdánarson t.h. sýnir kisilryk I fötu. (Visism. SG) um8.300kmogþvieruþaðum 100 tonn á hverjum km sem hverfa Ut I loftið. Ef þessar meðaltölur eru látnar gilda fyrir vegarspottann frá þjóðveginum til Akraness að Grundartanga og gert ráö fyrir aö helmingur ofaniburðarins rjUki upp I loftin kemur I ljós aö frá þessum kafla kemur talsvert meira ryk en frá verksmiðjunni. Dýr búnaður Miklar rannsóknir hafa verið gerðar i Noregi á notkunargildi ryks frá járnblendiverksmiðjun og vilja menn fá eitthvaö upp i kostnað við hreinsunina. Reykhreinsivirkið á Grundar- tanga kostar nú 22 milljónir norskra króna og kögglunarstöðin 6 milljónir. Fyrir hinn oftiinn þarf að byggja annað hreinsivirki og verður þá heildarfjárfesting i hreinsibúnaöi járnblendiverk- smiðjunnar 50 milljónir norskra króna eða yfir þrjá milljarða islenskra króna. Sementsverk^jniðjan á Akra- nesiog hefur upp á siðkastiö gert- tilraunin með að blanda kisilryki I sement og lofa þær tilraunir mjög góðu. Styrkleiki steypu úr þessu sementi viröist vera mun meiri en venjulegs portlandssements með 10% llpariti. Þaðeru þvi góðar vonir um að hægt verði að slá tvær flugur i einuhöggi hvað viðkemur rykinú. Koma þvi i verð og framleiða betra sement. _ vegarspotta I frumskógi umferðarinnar ereinn, sem lœtur sig litlu skipta, þótt hann fnri um mnlnruegi. Yfir stokka og steina fer sá hinn trausti Allegro. Hann er lipurt og sterkt "dýr” af þeirri tegund, sem spjarar sig viö ótrúlega erfiðar aðstæöur, án þess að missa "fótfestu”. "Hydragas", er eindæma góð vökvafjöðrun, sem tryggir að hjólbarðarnir hafa stöðugt og öruggt tak á veginum. Það er þess vegna ástæðulaust að hristast og skakast á holóttum malarvegum landsins. Um Allegro má segja þetta: Hann er meö framhjóladrif, sem tryggir liprar beygjur um leið og hjólbarð- arnir hafa öruggt tak á veginum, jafnvel á erfiöum vetrarbrautum. Undir vélarhllfinni malar þverliggjandi vél með hitastýrðri kæliviftu (hún er sterk, en drynur ekki). Fimm stiga girkassi (1500-gerðin) eykur sparneytni og ánægju við akstur. "Tannstangar” stýring tryggir öruggar og liprar hreyfingar. Sérstak- lega styrktir diskahemlar á framhjólum auövelda snögga hemlun, ef nauðsyn krefur. Það eina, sem sparað hefur verið í Allegro, er reksturskostnaðurinn. Varahlutir fást fyrir hóflegt verö; sama má segja um viðgeröaþjónustu og Allegro lætur sér nægja tæplega 8 lítra á hverja 100 kílómetra. Fáir gætu trúað að óreyndu, hve þetta hlaupadýr er ódýrt. ^■nusTin HLLECR0 P. STEFÁNSSON HF. SIÐUMULA 33 SIMI 83104 83105 VERKSMIÐJUSALAN MIKIÐ ÚRVAL AF BARNABUXUM, ENNFREMUR AÐRAR BUXUR, PEYSUR, SKYRTUR OG VINSÆLU EFNISBÚTARNIR. ALLT MJÖG ÓDÝRT. BUXNA-OG BUTAMARKAÐURINN, SKULAGÖTU 26

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.