Vísir - 29.01.1979, Síða 24

Vísir - 29.01.1979, Síða 24
28 Nauðungaruppboð sem auglýst var f 81., 83. og 89. tbl. Lögbirtingabla&sins 1978 á fasteigninni Noröurvör 6 f Grindavik, þingl. eign Helga FriOgeirssonar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Agnars Gústafssonar hrl. og Baldvins Jönssonar hrl. fimmtudaginn 1. febrúar 1979 kl 16. Bæjarfögetinn i Grindavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var f 71., 74. og 76. tbl. Lögbirtingablaösins 1978 á fasteigninni Heiöarbrún 13 i Kefiavík þingl. eign As- geirs Benediktssonar, fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu Garöars Garöarssonar hdi. miövikudaginn 31. janúar 1979 kl. 10 f.h. Bæjarfögetinn f Kefiavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 33., 34. og 36. tbl. Lögbirtingablaösins 1978 á íbúö aö Hringbraut 136 merkt L I Keflavik þingl. eign Hreins Steinþórssonar fer fram á eigninni sjálfri aö kröfu veödeildar Landsbanka tslands miövikudaginn 31. janúar 1979 kl. 10.30 f.h. Bæjarfógetinn f Keflavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var f 34., 36. og 37. tbl. Lögbirtingablaösins 1978 á eigninni Lækjarfit 1, Garöakaupstaö, þingl. eign Magnúsar Þorkelssonar, fer fram eftir kröfu Magnúsar Þóröarsonar hdl. og Bæjarfógetans i Kópavogi, á eigninni sjáifri fimmtudaginn 1. febrúar 1979 kl. 1.30 e.h. Bæjarfógetinn f Garöakaupstaö Nauðungaruppboð annaö og sföasta á eigninni Hellisgata 28, Hafnarfiröi, þingl. eign Þórunnar Eliasdóttur, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 1. febrúar 1979, kl. 3.00 e.h. Bæjarfógetinn iHafnarfiröi Skrifstofustarf Viljum ráða hið fyrsta skrifstofumann til f jöl- breyttra skrifstofustarfa. Laun samkvæmt 9. launaflokki ríkisstarfs- manna. Umsóknum þarf að skila fyrir 6. febrúar n.k. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofunni. Vegagerð ríkisins/ Borgartúni7, Reykjavík. Útboð Raf magnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirtalið efni: Skilafrestur T. Háspennu- og lágspennu- búnaður í dreif istöðvar 20.02.79 kl. 12.00 2. Dreifispennar 100-800 kVA 23.02.79 kl. 12.00 3. Götugreiniskapar og tengibúnaður fyrir jarðstrengi 26.02.79 kl. 12.00 4. Aflstrengir, stýristrengir og koparvír 27.02.79 kl. 12.00 Útboðsgögn fást afhent á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins, Laugavegi 116, Reykja- vík frá og með mánudeginum 29. janúar n.k. gegn óafturkræfri greiðslu kr. 2.500.- fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á sama stað f yrir tiltekinn skilaf rest eins og að ofan greinir en þau verða opnuð kl. 14.00 sama dag að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. RAFMAGNSVEITUR RIKISINS Mánudagur 29. vísm Klemens Tryggvason hagstofustjóri sýnir blaöamönnum spjaldskrá meö upplýsingum um helstu breytingar á æviferli allra tslendinga. Utanfarir svara ekki kostnaði" — segir Klemens Tryggvason hagstofustjóri „Hagstofan stendur mjög höllum fæti I samkeppninni um hæft vinnuafl”, sagöi Klemens Tryggvason, hagstofustjóri, á fundimeö fréttamönnum, þegar starfsemi Hagstofunnar var kynnt. Kiemens sagöi, aö ástæöan væri sú, aö aörar stofnanir byöu hærri launastiga. Auk þess væru litil eöa engin launuö aukastörf á Hagstofunni og yfirvinna litil. Loks heföi þaö sin áhrif, aö mjög litiö er um utanferöir starfsmannanna, þótt fjölmarg- ar slikar bjóöist stofnuninni á hverju ári. Borga sig ekki ,,Ég tel aö utanferöir svari engan veginn kostnaöi”, sagöi hann. „Sumarferöirnar kosta ef til vill ekki mjög mikiö I pening- um, en Hagstofan má ekki missa þann starfskraft sem glatast á meöan starfsmaöur er á einskis nýtri ráöstefnu úti I heimi. Sjálfur sæki ég aöeins fund hagstofustjóra Noröurlanda, sem haldinn er þriöja hvert ár. Vitaskuld sendum viö gögn á fundi og ráöstefnur erlendis, ef fariö er fram á þaö og förum siöan yfir þau gögn sem hingaö berast frá þeim. En þaö látum viö nægja”. Forstjóraskipti fátíð Hagstofan tók til starfa áriö 1914, og er þvl 65 ára á þessu ári. Hagsýslugerö má þó rekja mun lengra aftur, eöa til upphafs 18. aldar, þegar Jaröabók Arna Magnússonar og Páls Vidallns var gerö. 1773 kom út manntal og var þaö hiö fyrsta sem gefiö var út I Evrópu. Þetta manntal var gefiö út I litlu upplagi og er nú I háu verögildi á bókamörk- uöum. Fyrsti hagstofustjórinn var Þorsteinn Þorsteinsson, sem tók viö þvi starfi 1914 og gegndi þvl allt fram til ársins 1950. Þor- steinn er enn á lifi nærri 99 ára gamall. Fyrstu árin haföi hann aöeins einn mann sér til aö- stoðar. Arið 1951 tók Klemens Tryggvason viö þessu starfi og hefur hann þvi sinnt þvi I 28 ár. Forstjóraskipti veröa þvi aö teljast heldur fátiö viö þessa stofnun. Þriðja stærsta ráðu- neytið I dag er Hagstofan þriöja stærsta ráöuneytiö innan Stjórnarráösins meö 35 starfs- menn, þar af 6 I hlutastarfi. 7 starfsmannanna hafa há- skólapróf. Starfsmannafjöldinn hefur haldistsá sami sl. 10 ár og hefur þó verkefnum Hagstofunnar fjölgaö mjög á þessum tima. 1971 flutti Hagstofan I Alþýöu- húsiö viö Hverfisgötu, þar sem hún hefur á leigu þrjár hæöir, alls 977 fermetra. Auk þess hefur hún geymslurými I kjall- ara, þar sem geymd eru 10-20 tonn af pappir. Hagstofan hefur nokkra sér- stööu meðal ráöuneyta. Aö sögn Elsti starfsmaöur Hagstofunn- ar, Asthildur Björnsdóttir, hef- ur starfaö þar i 37 ár. Klemensar hefur verið kapp- kostaö aö stofnunin sé hlutlaus og aö allir geti treyst þeim upp- lýsingum, sem þaöan berast. ,Þá segði hagstofu- stjóri af sér' Hagstofan hefur fengið mjög sjálfstæöa stööu i stjórnkerfinu og lætur ráöherra hana aö mestu afskiptalausa. Þaö er óbundiö I lögum hvaöa ráöherra er yfir stofnuninni. 1971-74 var þaö menntamálaráöherra en siöan hefur forsætisráöherra veriö æösti yfirmaður stofnun- arinnar. „Starfsmannaráöningar hafa alveg verið i höndum hagstofu- stjóra,” sagöi Klemens Tryggvason. „Ég tel aö ráöu- neytisstjórar eigi aö bera þá ábyrgö. Aö öörum kosti er hætta á aö geöþótti ráöherra leiöi til aö ráönir séu menn, sem eigi ekki heima I stofnuninni. Hingaö til hafa aldrei komiö fyrirmæli frá ráöherra um ráöningu starfsmanna hér. Ef þaö geröist myndi hagstofu- stjóri segja af sér”. Margvísleg verkefni Verkefni Hagstofunnar eru mjög fjölbreytt, en meöal þeirra hélstu eru gerö þjóöskrár, fyrirtækjaskrár og nemenda- skrár. Einnig fer þar fram al- menn söfnun og úrvinnsla gagna um landshagi og birting þeirra. Útreikningar visitölu eru meöal meginhlutverka stofnunarinnar og þar eru efna- hagsráöstafanir rikisstjórna undirbúnar. „Hér á landi rikir landlæg tregöaá veitingu upplýsinga”, sagöi hagstofustjóri. „Þaö gerir þaö aö verkum aö þaö er erfitt aö reka hagstofu á Islandi. ts- lendingar eru duglegir fram- kvæmdamenn, en þeir hafa litla tilhneigingu til aö skrá þaö sem þeir eru aö gera. Þvi er inn- heimta upplýsinga einn veikasti hlekkurinn I allri hagskýrslu- gerö. En þaö er hlutverk Hag- stofunnar aö samfélagsþróunin sé skráö. Um tima voru nokkur áhöld um þaö hvort þjóöskráin lifði af eöa ekki. Þá tókum viö þaö ráö aö fá fulltrúa Sakadómaraem- bættisins til aö taka ákærumál okkar til afgreiðslu i aukavinnu. Fyrstu árin voru mörg hundruð kærur afgreiddar og eftir þaö tóku menn betur við sér meö upplýsingagjöf”. —SJ Tveir deildarstjóra Hagstofunnar, Ingimar Jónasson og Högni ts- leifsson. Ingimar heldur þarna á þjóöskránni á segulbandsspólum. Allir lslendingar komast fyrir á þessum þrem spólum. Furöutækiö, sem Högni er meö er fyrsta reiknivélin sem flutt var inn. Hagstofan eignaöist hana 1914.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.