Vísir - 05.05.1979, Page 6

Vísir - 05.05.1979, Page 6
- á lokadansleikjum Dansskóla Heiðars Astvaldssonar Þessa dagana hefur Dansskóli Heiðars Astvaldssonar verið að halda lokadansleiki fyrir nem- endur sina. Hafa þetta ýmist veriö grimudansleikir. fyrir nemendur i samkvæmisdöns- um, eða diskódansleikir. Alls verða lokadansleikir skólans tuttugu talsins. „Þaö er einkennandi fyrir þessa dansleiki, að yfir 95% af mannskapnum er stöðugt á dansgólfinu og skemmtir sér stórvel. Við höfum einnig sýnt að hægt er aö halda dansleiki fyrir unglinga án áfengis,” sagði Heiðar Astvaldsson.skóla- stjóri. Að sögn Heiöars, eru nemend- urnir mjög ánægðir með þessar skemmtanir og hafa færri kom- ist að en vildu. Gamlir nemend- ur sem hættir eru i skólanum, 'nafa beðið um að fá að koma og margir nemendanna hafa viljað bjóða með sér. En sökum pláss- leysis hefur orðið að neita mörgum. Og drengirnir mega alls ekki bjóða með sér dömum, þar sem alltaf eru fleiri stelpur en strákar i dansskólum. „Annars hefur oröið mikil breyting á þessu með tilkomu Travolta-æðisins. Þar sló karl- maður i gegn meö dansi sinum og slikt hefur alltaf áhrif.” Eru þetta klistraðir dansleik- ir?” „Nei, ég held að brilljantin- æðið sé nú að mestu gengiö yfir. Það náði reyndar aldrei mikilli útbreiðslu nema hjá 10-12 ára gömlu peyjunum.” Þórir ljósmyndari skrapp á tvo lokadansleiki i vikunni og voru þeir báðir haldnir i Sigtúni. Voru þar annars vegar 7-9 ára krakkar á grimudansleik og hins vegar 10-12 ára krakkar i diskódansi. Það var ofsafjör á dansleikjunum, eins og mynd- irnar bera með sér. Yeah, yeah, yeah. MYNDIR: ÞÓRIR GUÐMUNDSSON

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.