Vísir - 05.05.1979, Síða 11
*iVi ‘lu\
VISLR
Laugardagur 5. mal 1979.
. ..vrU '&X&V5*
11
SANDKASSINN
eftir Sœmund
Guðvinsson
„TÚNIÐ A AÐ SLA OFT EN
EKKI RAKA ÞAД segir I
fyrirsögn I VísL Hér er drepiö á
ákaflega viðamikiö mál. Ef
bændurnir fara að þessum
ráðum verður að sjáifsögðu ekki
um neina umframframleiðslu
að ræða á landbiínaðarvörum.
Nei, bændur göðir, hættið aö at-
ast I heyjum en sláið tvisvar i
viku og látið „afklippta grasiö
detta niður i rótina og fúna þar”
eins og sagði i fréttinni sem
fylgdi fyrirsögninni.
—0—
nokkrar skoðunarferðir á ári.
Samtökin „Lifogland” gangast
nú fyrir skoöunarferðum og ná
þær bæöi til þessa heims og ann-
ars ef marka má fyrirsögn i
Vísi:
„BOSTAÐIR LIFENDA OG
LATINNA HEIMSÓTTIR”. Ég
legg til að samtökin heiti fram-
vegis ,,LIf og dauði”.
„STJÚPURNAR ERU VIN-
SÆLASTAR” fullyrðir Visir i
fyrirsögn.
Það er af sem áður var. Ég
man ekki betur en að i ævintýr-
unum hafi stjúpurnar einmitt
verið mjög óvinsælar, sifellt ot-
andi eitruöum eplum að börnum
eða þær reyndu að flæma
blessuð börnin svo langt út I
skóg að þau rötuðu ekki heim.
En svona hafa stjúpurnar
breyst til hins betra uppá siö-
kastiö.
—0—
Margir Sjálfstæðismenn urðu
hvumsa við þegar þeir ráku
augun i fyrirsögn á forsiðu
Morgunblaðsins: „FIMMTUGT
STEINBARN ”, stóö þar.
Við nánari lestur róuöust
menn þvi fréttin reyndist ekki
vera um hálfrar aldar afmæli
Sjálfstæðisflokksins heldur um
hálfniræöa kellingu i Hollandi
sem hafði gengið með I hálfa
öld.
„FYLGJUM SÓKNINNI
EFTIR OG KNÝJUM FRAM
KOSNINGAR” hefur Morgun-
blaðið eftir Geir Hallgrimssyni I
sannkallaöri striðsfyrirsögn.
Þessi sókn mun hafa byrjaö i
siðustu kosningum með hinum
hroðalegustu afleiöingum fyrir
flokkinn sem tapaði fimm þing-
mönnum.
Landslýður stynur þungan
undan sköttum og verðhækkun-
um og þeir lægst launuðu eiga
fuUt i fangi meö að fæða sig og
sina. Hún á þvi vel við þessi fyr-
irsögn i Dagblaðinu: „MERKI-
LEGT AÐ MEGRUNARLYF
SKULI ENN VERA A LYFJA-
SKRA”.
Hver hefur lengur þörf fyrir
megrunarlyf á þessum stðustu
og verstu tímum? Rlkisstjórnin
sér um að halda fólkinu grönnu.
„UNGIR FRAMSÓKNAR-
MENN ANÆGÐIR” mátti lesa I
fyrirsögn Visis. Það skal tekiö
fram að þetta birtist daginn
eftir að Kiddi Finnboga hætti á
Tlmanum.
Loks er það fyrirsögn úr VIsi
sem ég er lengi búinn að velta
fyrir mér: „FÖNGUM
HJALPAÐ MEÐ HLJÓÐFÆR-
UM”.
Annað hvort spila sumir á
hljóðfæri til að deyfa hávaðann
meðan hinir brjótast út, eða þá
að fangar eru umsvifalaust
náðaðir ef þeir fara að læra á
hljóðfæri, til dæmis fiölu.
—SG
„PIZZUSTAÐUR I
HAFNARSTRÆTI” var fyrir-
sögn i Helgarpóstinum. Þeir
voru heppnir þar Helgarpósts-
menn aö zetan skuU enn vera til
I málinu.
„MIKILSVERT AÐ FA
BETRI STÖÐU VIÐ
SAMNINGSBORÐIД hefur
Timinn eftir einhverjum
stéttarfélagsforkólfi. Þaö gefur
auga leið að ekki er sama hvar
staðið er viö svo mikilsvert
borð.
Kunnugir hafa sagt mér að
bestur árangur náist meö þvi að
standa þétt upp viö boröið
nálægt enda og snúa baki að
glugganum.
Skoðunarferöir eru nú mjög i
tisku og enginn er maður meö
mönnum nema hann fari i
Uf nilV tc
innréítingar
Gerum einnig föst verötilboö
í allar geröir innréttinga.
Trékó
TRESMIÐJA KÓPAVOGS HF
AUÐBREKKU 32 SlMI 40299
156611
LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER
Vegna mjög hagstæöra innkaupa á töluveröu
magni af gólfteppum getum viö nú boöiö,
betra verö en nokkru sínni fyrr.
mm y
Lítið við i
Litaveri
ðví það hefur
ávallt
borgaö sig.
Grensásvegi, Hreyfilshúsinu. Sími 82444
LITAVER
LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER