Vísir


Vísir - 17.04.1979, Qupperneq 2

Vísir - 17.04.1979, Qupperneq 2
VfSIR — i Laugardalslauginni. Heldurðu að sumarið sé að koma? Kristján Þ. Pálsson, nemi: Já ég held það. Jú, ég er i sólbaði til þess að verða brúnn. Hvers vegna? Já, nú veit ég ekki. Pétur Ragnarsson. laugarvörð- ur: Ég vona það, það er nú aðeins fariö að hlýna. Veturinn hefur verið með kaldara móti en ég hef nú séð hann svartari. Guðni Þór Jónsson, húsvöröur: Hreint ekki, þaö vantar nú ýmis- legtá það. Einhvern timann kerp- ur þó sumarið en veturinn hefur verið mjög jafnkaldur. Sigurður Kristinsson, kennari: Það er nú dálitiö seint, veturinn hefur verið kaldur og hafisinn út um allt. Þetta gæti vel orðiö milt sumar og gott. Ragnar Arnaids, menntamáia- ráðherra: Þvi miður held ég varla, það er að visu sól en kalt, og hafis fyrir öllu Noröurlandi. Veturinn hefur ekki veriö slæmur hér sunnanlands en verri fyrir norðan. En ég er alltaf bjart- sýnismaöur og vona aö sumariö verði gott. Umsjón: Katrin Pálsdóttir og Haildór Reynisson íslendingar litlö gefnir fyrir orkusparnað „Mérernær að halda að fslend- ingar hugsi litið um orkusparnað, a.mJc. í sambandi viö rafmagn þótt gjarnan sé talaö um liátt raf- orkuverö,” sagði Orlygur Þórðar son, framkvæmdastjóri Sam- bands islenskra rafveitna þegar Vfeir ræddi við hann um raf- magnseyðslu á heimilum og ráö til að spara rafmagn. Orlygur sagði að raforkunotk- unin ykist stööugt ár frá ári en rafmagnstækjum á heimilum fjölgaði stööugt. Þau einstök heimilistæki sem notuöu mest rafmagn væru kælitæki, frysti- kistur og kæliskápar, einnig öll tæki sem notuöu raforku til hitun- ar, eins og þurrkarar, þvottavélar, eldavélar o.s.fr. Orlygur sagöi einnig aö ætla mætti að raforkunotkunin I meöal einbýlishúsi væri um 5300 kfló- wattsstundir á ári, i íbúö i blokk væri hún um 3000 kilówattsstundir Til skýringarmá taka fram aö ein kílówattsstund er 1000 wött i eina klukkustund, en þaö jafngilti þvi að maður láti eina 100 watta peru loga samfleytt i 10 klukku- stundir. Hver kilówattsstund kostar nú 23.95 kr. — HR - seglr örlygur Þórðarson framkvæmdastlóri SÍR RÁÐ TIL AÐ SPARA RAFMAGN Kæliskápar, frystikistur Samkvæmt könnun sem gerö hefur verið er raforkunotkun frystikista 40% meiri en hún þarf að vera. Er það einfaldlega vegna þess að fólk hefurof mikið frost I kistunum. Talið er óhætt aö hafa þaö um -=-17C en oft er það haft i kringum t-25C. Rafnotkun heimillstækja Hér fer á eftir tafla yfir meöaltalsnotkun nokkurra raftækja til heim- ilishalds sem Rafmagnsveita Reykjavfkur hefur notast við. Mæliein- ingin er kilóvattsstund, kwh. Tæki Meðalnotkun Frystikistur eru mcð rafmagnsfrekustu tækjum á heimilum. Hægt er aö spara allt að 40% I rafmagni þvi aö hækka hitastigið úr +25C1 -í-17C. RAFMAGNSNOTKUNIN í PRÓSENTUM 10% lýslng 9% úlvarp, slðnvarp og liin tækl 20% Þvoltavðlar, purrkarar o.n. 6% upppvoltavél 25% Eidavéi og bðkunaroin 30% Frystikvsta og kællskápur Sé kæliskápur felldur inn f innréttingu, ber að fylgja leiðbeiningum þeim, sem flestir framleiöendur láta fylgja skópumsínum, um hvernig tryggja megi eðlilega loftrás að skápnum. Inni I kælihólfinu geröist hið gagnstæða. Kælivökvinn tekur til sin varma úr kælihólfinu við uppgufun, en við þaö lækkar hitastigið I þvl. Meö tímanum sest fsing á kælifletina. ísingin verkar einangrandi á kælifletina og er þvi afar mikilvægt að kæli- og frystiskápar séu af- frystir reglulega. kwh/mán Kæliskápur 45 Hitaketill 9 Frystikista 60 Brauörist 4 Glópera 9 Hitapúði 2 Hrærivél Hitateppi 2 Hárþurrka Eldav. hella 48 Eldav.:ofn Uppþvottavél 111 Ryksuga Útvarp 4 Straujárn Sjónvarp 14 Saumavél Vifta Þvottavél 90 Sé ismyndun á kæliflötum óeðlilega ör, er orsökin oft sú, að þéttilistar hurða þarfnist lagfæringar eða endurnýjunar. óþéttar hurðir leiða til verulegrar aukningar á orkunotkun kælitækja. Uppþvottavél blástur þurrkarans út um glugga eða lúgu. Þetta styttir þurrktimann, þar eð komið er i veg fyrir hringrás rakans. Notið snúrur þegar veður leyfir. Uppþvottavél er sennilega það heimilistæki, sem notar hvað ínest rafmagn. Það er þvi mikilvægt, að nýting hennar sé sem best. Vélin notar jafnmikla orku, hvort sem mikiö eða litið er þvegið i einu, og það er þvi góð regla aðfylla jafnan vélina, áður en þvegið er. Þvottavél Fyllið jafnan þvottavélina. Auk betri orkunýtingar fer þetta betur meö vissa hluta vélarinnar þegar þeytivindan er notuö. Minni hætta er á misvægi i belg vélarinnar og slætti sem af þvi leiöir. Þurrkari Tryggið góöa loftræstingu. Hest þarf barka eða stokk sem leiöir út- Eldavél Aukin hitaleiðni milli hitunarhellu og pönnu (potts) bætir nýtingu raforkunnar. Notiö þvi pönnur og potta meö efnismiklumog vel sléttum botni. Veljið hitastillingu af nákvæmni, þvi of ör suða gerir ekki gagn en sóar raforku. Haldið hellunum vel hreinum og nýtið eftirhita þeirra eftir föngum. Ljósbúnaður Forðist aö nota of stórar perur. Flúrpipur hafa mun betri nýtinu en glóperur og eru heppilegri ljósgjafi þar sem lýsing er tiltölulega stöð- ug, t.d. útiljós, bflskúrsljós, ljós I göngum og jafnvel I eldhúsi. Látið ljós ekki loga aö óþörfu.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.