Vísir - 17.04.1979, Blaðsíða 24
Umsjón :
Sigurveig
Jónsdóttir
VISIR Þriöjudagur 17. april 1979.
W
Gaflarar eru bá skrílnir
Nemendafélag Flensborgar-
skóla sýnir:
Eftirlitsmanninn
Gamanleik eftir Gogoi
Þýöandi: Siguröur Grímsson
Leikstjóri: Arni Ibsen
Gaflarar hafa löngum þótt
skritnir. En aldrei hvarflaöi aö
mér, að þeir gætu veriö svona
skritnir: hver lassaróninn á fæt-
ur öðrum, haltir og skakkir,
rangeygðir og pireygðir, vit-
grannir og vankaðir. Þvilikur
skóii, hugsaði ég, aumingja
Bersi, skyldu þeir allir vera
svona? Er nokkur leið að troða i
svona furðufugla? Eða voru
þeir bara að leika? Gat það
verið? Er Jón K. Arnarson þá
ekki svona aulalegur í rauninni?
Og er Sigurður Sigurðsson bara
venjulegur strákur heima hjá
sér? Hvernig skyldi Hlynur
Helgason lita út skegglaus? Er
þá von til þess, að þeir félagar
Kristinn Þorsteinsson og Ævar
ö. Jósefsson nái einhvern tima
stúdentsprófi? Lárus
Vilhjálmsson er hins vegar
fæddur bæjarstjóri og þar
fekkert að ljúka stúdentsprófi.
Allir þegnar hans höfðu lagt sig
fram um að skapa eftirminni-
lega persónu, sem hver um sig
túlkaði mmismunandi
sjónarmið og mismunandi stétt.
Og það voru fleiri skritnir.
Bæjarstjórafrúin dró auðvitað
dám af manni sinum, og þvi var
dóttirin ekki betri en hún var.
leiklist
Dóra K. Sigurðardóttir og
Guðriður B. Rail gerðu þessum
yfirstéttarkonum frábær skil,
enda báöar skólaöar leikkonur
og margreyndar. Skritnastir af
öllum voru þó „eftirlitsmeður-
inn” og þjónninn hans, Gunnar
Richardsson og Jón Sigurðsson.
Jón var þessi alltumvefjandi,
umhyggjusami bangsi, sem
kann ekki eða vill ekki kunna að
beita kröftunum til að kæfa
duttlunga húsbónda sins.
Það er óneitanlega mikill
styrkur fyrir Flensborgarskóla
að hafa i sinni þjónustu mann
eins og Arna Ibsen. Þetta er
fjórði veturinn, sem hann færir
upp leiksýningu með nemend-
um skólans: hann gjörþekkir
efniviðinn og getur valið
verkefnin með ákveðið fólk i
huga. Það er einnig greinilegt,
að það rikir gott og náið sam-
band á milli hans og nemenda,
sem er auðvitað skilyrði fyrir
góðum árangri. Þvi miður hef
ég ekki séð fyrri sýningar Arna,
en af þessari að dæma hefur
hann frjótt imyndunarafl, örv-
andi áhrif á leikendur, og næmt
auga fyrir hinu skoplega.
Enn einu sinni velja mennt-
skælingar verkefni, þar sem
skopast er að snobbinu,
gervimennsku og tilbúnum
verðmætum. En þrátt fyrir
bitra ádeilu, er enginn
prédikunartónn, hvergi
móraliserað, aðeins dregið
fram hið hlægilega. Sigurður
Grimsson Celdri) þýddi verkið
upphaflega, en guð má vita,
hversu mikið er eftir af þeirri
þýðingu i meðhöndlun Árna og
kompanls. Efnið er staðfært og
timafært að geðþótta og vekur
vitanlega mikla kátinu
viðstaddra.
STEINAR GERIR
SAiyiNINGA VID
STORFYRIRTÆKI
Steinar hf. hefur nýlega undir-
ritaö samninga viö þrjár af
stærstu hljómplötuútgáfum
heims, fyrirtækin C.B.X., W.E.A.
og K-Tel. Aö sögn Steinars Berg
hjá Steinum h.f. felst I þessum
samningum einkaréttur fyrirtæk-
is hans á innflutningi hljómplatna
frá þessum fyrirtækjum til Is-
lands. „Við munum þvi leggja
svipaöa áherslu á plötur frá þess-
um fyrirtækjum og þær væru frá
okkur sjálfum”, sagöi hann.
Hver ný hljómplata verður
meðhöndluð á svipaðan hátt og
innlendar hljómplötur, þ.e.
áhersla lögð á kynningu og sölu i
æ rikara mæli en áður hefur verið
gert. „Það er staðreynd”, sagði
Steinar, „að sumar erlendar plöt-
ur eru farnar að seljast hér I
miklu meira magni en áður hefur
þekkst. Salan á Meat Loaf plöt-
unni, sem hefur selst hér I u.þ.b.
13þúsund eintökum, er einstök og
ekkert sambærileg við sölu á
þessari plötu annars staðar I
heiminum.
Steinar sagði að ætlunin væri að
auka sölu á plötum frá fyrmefnd-
um þremur merkjum til muna á
islenskum markaði og mætti til
nýbreytni telja að aukinn veröur
innflutningur á tveggja laga plöt-
um, svo og plakötum og öðru út-
stillingarefni dreift I rikara mæli
en verið hefur, til verslana.
„Sala á tveggja laga plötum
hefur greinilega aukist til muna á
slöustu mánuöum”, sagöi Stein-
ar, „og C.B.S. hefur boðist til að
hjálpa okkur til þess að byggja
Ljósmyndir
á ísafírði
Ahugaljósmyndarar á Isa-
firöi opnuðu á mánudaginn
ljósmyndasýningu I bókasafn-
inu á tsafirði. Fjórir ísfirðing-
ar eiga myndir á sýningunni,
þeir Sverrir Jónsson, Höröur
Kristjánsson, Leo Jóhannsson
og Jón Hermannsson.
Þeir sýna rúmlega 60
stækkaöar litmyndir, sem
teknar hafa verið frá I júll
1978. Sýningin verður opin til
22. april.
Ljósmyndasýning þeirra
fjórmenninganna er framhald
af sýningu, sem fengin var aö
láni frá Félagi áhugaljós-
myndara I Reykjavik og sýnd
var I Bogasal Þjóðminjasafns-
ins sl. haust. —gJ
upp 2ja-laga~plötumarkaðinn, og
munu 2ja-laga-plötur frá C.B.S.
lækka eitthvað, en verðiö er núna
frá 1490-1690 krónur hver plata”.
Jónatan Garðarsson starfsmaöur
Steina h.f. sagði aö stefnan hér
heföiþvl miður verið sú, aö fólk
sem vildi eitt lag væri tilneytt til
að kaupa stóra plötu. Hann benti
einnig á að fjárráð unglinga væri
ekki það mikil að þeir hefðu al-
mennt efni á þvi að kaupa margar
stórar plötur.
Hvaö varðar samninginn við
C.B.S. sagði Steinar að hann
væri víðtækari en hinir tveir, þar
sem hann er um gagnkvæmt
einkaumboð Steina h.f. og C.B.S.
hvors frá ööru , eða með öörum
oröum, C.B.S. hefur tryggt sér
einkarétt á útgáfu Steina h.f. i
heiminum fyrir utan tsland.
„Þarna opnast leið, sem ekki hef-
ur veriö áður til staðar fyrir
islenska hljómlistamenn til að
koma verkum slnum á fram-
færi”, sagði hann. Það fyrsta sem
gert verður I þessu sambandi er
að senda út 3-4 lög með Ljósunum
I bænum meö enskum textum, en
lögin verða af nýrri plötu hljóm-
sveitarinnar, sem hafin er
upptaka á.
Steinar Berg sagöi að erlendar
hljómplötur væru oft komnar hér
I verslanir nokkrum dögum eftir
útgáfudag erlendis og fyrir kæmi
að útgáfudagurinn væri sá sami.
„Það sem gerir okkur hins vegar
afar erfitt fyrir eru gildandi tolla-
lög. Við veröum að greiða toll af
r vörunni við afhendingu, sem er
lika stærsti kostnaöarliöurinn, i
staö þess aö eölilegra væri aö
innflytjandi samþykkti vixil fyrir
tolli af vörunni, sem hann greiddi
eftir t.d. þrjá mánuöi, þegar var-
an væri seld. Þetta fyrirkomulag
leiöir til þess aö innflytjandi I
timabundinni fjárþröng veröur aö
láta vörur biöa óinnleystar um
einhvern tima”.
Steinar vildi að gefnu tilefni
koma þvi á framfæri aö stefna
fyrirtækis hans væri ekki aö sölsa
undir sig einkaleyfi frá öllum
meiriháttar hljómplötufyrirtækj-
um. „Ég hef ekki áhuga á öörum
en þeim sem ég er meö núna og
myndi segja nei ef fleiri væru i
boöi. Sú stefna aö allir flytji inn
frá öllum er skaöleg fyrir alla, en
samkeppni þar sem fyrirtæki
hafa hver sin merki er æskileg.
Stfeinar Berg og Jónatan
Garöarsson munu fyrir hönd
fyrirtækisins annast Islensku
útgáfuna, C.B.S. og K-Tel, en Pét-
ur Kristjánsson, hinn góökunni
söngvari, mun sjá um þá hliö er
snýr aö W.E.A.
Plata HLH-flokksins komin:
Halli, Laddi og Helgi i hópi klistraöra kunningja sinna og aödáenda í og viö hina fögru limosinu •
Visismynd: Jens
ÚflUR TIL SJÖnA ÁRATUGSINS
Fyrsta plata HLH-flokksins er komin út og heitir „í
góðu lagi”, tileinkuð sjötta áratugnum og i takt við
hann, segir í fréttaklausu frá Hijómplötuútgáfunni,
sem boðaði tiðindamenn poppsins á sinn fund s.l.
laugardag, i Háskólabiói.
Það kom strax i ljós, að téður
fundur var ekki haldinn venjum
samkvæmt. Jón framkvæmda-
stjóri útgáfunnar spigsporaði ber
að ofan kringum slatta af islenk-
um ólafium, sem höfðu raunar
hvatt hann fremur en latt til að
svipta sig klæðum. Og Jón hafði
af slnu snotra hjartalagi sagt já
og þess vegna var hann ber-
brjósta, auk þess sem hann og
annar karlpeningur I kjölfari
hans voru greiddir meö
brilljantini og klæddir á visu
Travolta.
í þennan föngulega klisturflna
hóp vantaði þó það sem við átti að
éta, nefnilega Halla, Ladda og
Helga. „Þarna koma þeir” var
svo allt i einu sagt og hópurinn
ruddist út úr anddyri biósins út á
þar til gerða gangstétt framan við
húsið. Þarna komu þeir herra-
mennirnir i rauðri opinni
limosinu I fylgd með tveimur
svartklæddum vörðum laganna á
mótorhjólum. Tónlist af plötunni
ómaði úr farartækinu og lista-
mennirnir þrir og aðrir farþegar
af báðum kynjum veifuðu til
fámennisins við bióið, án þess að
nokkur kliður færi um. önnur
llmosina fylgdi á eftir og báðir
bilarnir óku nokkra hringi um
Hagatorgið áöur en staönæmst
var við bióiö. Allt liðið var klætt I
takt við áratug númer sex.
Þegar hersingin plús óvæntur
skari af nemendum Hagaskóla
sem átti leið hjá hafði ruðst inn I
bíósalinn settist sá topplausi við
rokk nokkurn, spyrnti viö fótum
og sagði: „Nú byrjar rokkiö”.
Það sortnaði i salnum og mynd
birtist á tjaldið af Halla, Ladda og
Helga og aðstoðarfólki, sem kyrj-
tónlist
Gunnar
Salvarsson
skrifar
um popp
uöu lögin „Riddari götunnar” og
„Nesti og nýja skó”. Þegar sýn-
ingin var afstaðin voru hinir
óboðnu gestir reknir á dyr, blaða-
mönnum bornar veitingar, og
framkvæmdastjórinn fór i skyrt-
una, „enda mesti hitinn liðinn
hjá”, eins og hann komst að orði.
Fyrir þá fáu sem ekki þekkja
réttu nöfn HLH-flokksins er rétt
að kynna garmana, þeir eru
Haraldur Sigurðsson (Halli),
Þórhallur Sigurðsson (Laddi) og
Björgvin Helgi Halldórsson
(Helgi). A þessari plötu þeirra
eru fjórtán lög, helmingurinn frá
sjötta áratugnum, en hinn helm-
ingurinn eftir þá félagana. Platan
var hljóðrituð i Hljóörita eftir
áramótin og stjórnaði Björgvin
þar i fyrsta skipti einn útsetning-
um og upptöku allra laga. Niu
hljóðfæraleikarar aðstoðuðu
HLH-flokkinn við upptökuna,
liðsmenn Brimklóar allir með
tölu, Stefán Stefánsson og Gunnar
Ormslev á saxafóna, Viðar
Alfreðsson á trompet og Magnús
Kjartansson á RMI Computer.
Upptökuna annaðist Jónas R.
Jónsson.
Yfirreið og kannski
lengri kvikmynd
Visir náði sem snöggvast tali af
Björgvini Helga Halldórssyni og
spurði hann fyrst hvernig þeir
myndu fylgja plötunni eftir. „Við
stefnum að þvi að byrja I Laugar-
dalshöllinni um miðjan mai. Dag-
urinn hefur ekki alveg verið fast-
settur. Þetta yröi einhvers konar
kabarett, jafnvel grimudansleik-
ur. Svo förum við i ferö um
landið, 3ja vikna túr.”
Varðandi kvikmyndina sagði
Björgvin að hún yrði sýnd i kvik-
myndahúsum um allt land á
næstunni, væntanlega sem auka-
mynd, en hún tekur niu minútur
að renna sitt skeið. „Myndin
verður t.d. aukamynd með
Superman”, sagði hann og bætti
við að þeir hefðu mikinn áhuga á
þvi að leika i lengri mynd, hálf-
tima langri, með söguþræði.
Björgvin var að þvi spuröur
hvort Grease væri kveikjan að
plötunni. „Nei, siðasti túr með
Brimkló s.l. sumar varð kveikjan
að þessu. Þá söng ég nokkur lög
með Halla og Ladda meðal
annars lagiö „Git It”, sem nú er
komið á plötuna og heitir „Seö-
ill”. Björgvin kvaö ekkert ákveð-
ið um framhald þessa samstarfs
við bræðurna, það færi eftir þvi
hvernig undirtektir platan fengi.
Þegar ,Halli og Laddi gengu
framhjá útstillingarmyndum
biósins úr Grease mátti heyra:
„Sjáðu þetta maður. Þessir eru
að stæla okkur. Hvað er þetta
Grease?”
—Gsal