Vísir - 10.04.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 10.04.1979, Blaðsíða 4
VISIR Þriðjudagur 10. april 1979 íT.irr .(;! \i rrcii, 4 Köpavogs- dðmurnar hröpuðu! Kvennalið Breiöabliks féll i 2. deild i Islandsmótinu i handknatt- leik kvenna i gærkvöldi er liöið tapaðisiðasta leik sinum f mótinu fyrir Vikingi. Vikingsstúlkurnar eru þó ekki alveg búnar að bjarga sér með þessum sigri, þvi þær þurfa nú að leika tvo leiki við IR um lausa sætið i 1. deild næsta keppnis- timabil. ÍR varð i ööru sæti I 2. deildíár, en Keflavik varðsigur- vegari i deildinni og f lyst þvi upp i 1. deild. Úrslitin i leiknum i gærkvöldi urðul6:9Vikingiivil,ognægði sá sigur til að Vikingur fengi 66 stig út Ur mótinu en Breiðablik var með 5 stig. Ekki er vist að Breiðablik hefði fallið ef aliir leikir liösins hefðu farið fram á réttum tima. bá haföi Breiðablik landsliðskonuna öldu Helgadóttur i liðinu, en hún hætti að leika fyrir nokkrum vikum, og eftir það töpuöust allir leikir liðsins. bar á meðal var þessi leikur, svo og báðir leikirnir viö bór, en þeir áttu allir að fara fram fyrr i vetur — eða þegar Breiðablik var upp á sitt besta og Alda i fullu fjöri.... —klp— Bæöi stigin til west Ham Einn leikur var leikinn i 2. deild ensku knattspyrnunnar i gær- kvöldi. WestHam fékk þá Luton i heimsókn til Lundúna og sigraði West Ham i leiknum 1:0... Aukastlg tll vals - slgraði Ármann 4:01 Reyklavlkur- mótlnu i knailspyrnu I gsrkvðldl „bað er gaman að byrja keppnistimabilið á þvi að skora þrjú mörk I einum leik, og ég vona að ég eigi eftir að gera það sem oftast i sumar” sagði Ingi Björn Albertsson eftir sigurleik Vals yfir Armanni i Reykjavikur- mótinu i knattspyrnu á gamla Melavellinum i gærkvöldi. Valsmenn sigruðu i leiknum með 4 mörkum gegn engu og hlutu fyrir þann sigur þrjú stig, þar sem eitt aukastig er gefið fyrir aðskora þrjú mörk eöa meir i Reykjavikurmótinu. „betta er allt önnur og betri byrjun h já okkur en i fy rra” sagöi Ingi Björn eftir leikinn i gær- kvöldi. ,,Við vorum þá i mesta ... Sagt er að knattspyrnukappar Skagamanna séu undir svo ströngum aga á æfíngum hjá Klaus Jörgen Hildeberg að þeir þori varla að hósta nema ab spyrja fyrst um leyfi. En þeir segjast lika aldrei hafa komist i kynni við mann sem sé eins góður þjáifari, enda er maður- inn fyrrum ieikmaður I Bundes- ligunni þýsku og með þekktari þjálfurum þar í iandi... Visis- mynd Friöþjófur. basli — töpuðum fyrir brótti og vorum i miklum vandræðum með Fylki að mig minnir”. Valur hafði mikla yfirburði i leiknum í gær. 1 leikhléi var staðan orðin 2:0 og hafði Ingi Björn skorað bæði mörkin. Guðmundur borbjörnsson bætti því þriðja við snemma i siðari hálfleik. Eitthvað fannst Armenningum bogið við það mark og kvörtuðu i dómaranum, en eftir að hann hafði ráðfært sig við línuvörðinn, dæmdi hann markið gilt. Rétt fyrir leikslok skoraði ingi Björn svo fjórða mark Vals i leiknum — og sitt þriðja — en þá höfðu Armenningar verið heldur að hressast og gerst einum of sókndjarfir. Reykjavikurmótinu verður haldið áfram i kvöld og leika þá á Melavellinum Fram — Vikingur. Hefet leikurinn kl. 20.00. Annars er staðan i mótinu eftir leikinnigærkvöldi sem hér segir: Valur KR Fram Vikingur Fylkir bróttur Armann 2 2 0 0 6:1 5 2 2 0 0 4:2 4 1 1 0 0 2:1 2 1 0 1 0 1:1 1 2 0 1 1 2:3 1 2 0 0 2 2:4 0 2 0 0 2 1:6 0 —klp— MIIM YARLA A ÆFINGUM AB HOSTA Það fer ekkert á milli mála að Akurnesingar hafa orðið sér úti um æði stórbrotinn og merkilegan þjálfara er þeir réðu Klaus Jörgen Hildberg frá Vestur-Þýskalandi til að sjá um þjálfun knattspyrnu- manna á Skipaskaga. Þarna er ekki aðeins á ferð harðurog ósérhlifinn náungi, eins og margir þeir erlendir þjálfarar sem hér hafa starfað á undan- förnum árum. Þarna er einnig maður sem er geysilega vel menntaður sem knattspyrnu- þjálfari og vafasamt að annar eins hafi verið hér að störfum nú siðari ár. Hildberg er kennari við Iþrótta- háskólann i Köln i Vestur-býska- landi. Hann hefur auk kennslunn- ar lagt stund á þjálfun, og náð ótrúlegum árangri með litt þekkt lið. Hann hafði þvi úr mörgum stöðum að velja, en hann valdi litla fiskimannaþorpið Akranes við Faxaflóa á tslandi, og vakti sú ákyöröun hans mikla athygli i Þýskalandi. Sem dæmi um það má geta þess að I þýska útvarpinu var langt viðtal við hann eftir að það frétt- ist að hann vildi heldur þjálfa áhugamannalið á tslandi en að þiggja vel launaða þjálfarastöðu i býskalandi eða Mið-Evrópu. Þá mun þýska knattspyrnublaðið „Kicker” ætla að senda hingað blaöamenn og ljósmyndara til aö ræða við hann og sjá og skrifa um þetta fyrirbæri sem heitir Akra- nes og knattspyrnuna þar. Gat valið úr hóp sem vildi læra hjá honum Hildberg var heldur óhress þegar hann kom hér fyrst, enda vanur ólikt betri aðstæðum við þjálfun en er að finna á Skipa- skaga. En hann var fljótur að samlagast öllu þar, og er nú harðánægður með tilveruna og hefur mikið gaman að fást við öll þau vandamál sem upp koma i sambandi við þjálfun á þessum áhugamönnum hér upp á norður- hjara veraldar. Til að byrja með átti hann i vandræöum með máliö — taldi sig ekki tala nógu góða ensku og að leikmennirnir á Akranesi skildu sig ekki nógu vel. En hann var ekki lengi að kippa þvi máli i liðinn eins og ýmsu öðru sem hann kemur nálægt. Hann ein- faldlega auglýsti eftir aðstoðar- manni við iþróttaháskólann i Köln, og eitt af skilyrðunum sem hann setti var að viðkomandi talaði góða ensku. Um þessa stöðu sóttu alls 18 menn og valdi Hildberg ungan að- stoðarmann fyrir sig úr þeim hópi. Er hann nú kominn til landsins og hefur ekki farið fram hjá leikmönnum Akranes, að hann telur sig hafa himin höndum tekið að fá að komast undir hand- leiðslu þessa fræga þjálfara i nokkra mánuði. Segir hann að það eigi eftir að hjálpa sér mikið i framtiðinni við að fá starf sem knattspyrnuþjálf- ari að geta sagt og sannað að hann hafi verið aðstoðarmaður Hildbergs, fyrir utan hvað þetta væri mikill og góður skóli fyrir sig. Leikmenn Akranes eru i sjö- unda himni með þann þýska og biða spenntir eftir draumaferö- inni til Indónesiu sem þeir halda i eftir hálfan mánuð en það er eins og kunnugt er þriggja vikna boðs- ferð til Indónesiu þar sem Skaga- liðið mun leika eina sjö leiki og dvelja þess á milli við æfingar. Þar ætlar Hildberg að leggja linuna fyrir sumarið að talið er, og verður gaman að sjá hvað kemur upp hjá honum eftir það. Þeir sem til þekkja segja aö það verði örugglega eitthvað gott, enda sé ekkert gert nema sam- kvæmt þýskri nákvæmni og þýsk- um aga hjá Klaus Jörgen Hild- berg. Ingi Björn Albertsson sendi knöttinn þrisvar sinnum i mark Armenninga á Melavellinum i gærkvöldi. Neeskens tii cosmos Hollenski landsliðsmaðurinn i knattspyrnu Johan Neeskens, sem undanfarin ár hefur leikið með spænska stjörnuliðinu Barcelona, hefur undirritað 5 ára samning við bandariska félagið New York Cosmos. Þe tta k om f ram I viðta li við Co r Coster tengdaföður hins fræga Johans Cruyff, sem einnig lék með Barcelona, en Coster þessi sér um samninga og annað fyrir marga af þekktustn knattspyrnu- mönnum heims. Hann sagöi að Neeskens hefði undirritað samninginn við Cos- mos fyrir einum mánuði, og að hann myndi byrja að leika með liðinu þann 1. júli n.k. —klp— —klp—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.