Vísir - 10.04.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 10.04.1979, Blaðsíða 12
VISIR Þriöjudagur 10. april 1979 12 VISIR Þriöjudagur 10. april 1979 13 HROLLUR Og AAacbeth konungur lagði á þá bölvun svo þeir veittu engum gleði. TEITUR AGGI MIKKI r Taliö frá hægri Bragi Guömundsson ökumaöur, Runölfur Högnason bifreiö, Siguröur Siguröarson aöstoöarmaöur bilstjóra. ..Runólfur” hinn franski á fullri ferö I eitt af þeim stööuvötnum sem islenskir vegir eru sérstaklega geröir fyrir. Visismynd ÞG Vísír meðal keppenda í Finluxrallinu sfðasta laugardag: i FJOSHAUG i kappi m hmann „Hvernig litist þér á aö taka þátt i rallkeppni?” spurði Bragi rit- stjórnarfulltrúi mig einn dag i mars. Mér varð hugsað til vélfáks mins, sem er Saab frá þvi herrans ári 1967. Hann er nú ekkert of beysinn um þessar mundir og eftir rallskeið yrði varla meira eftir af honum en grind- in, kæmist hann einhvern tima i mark. Fyrir hugskotssjónum minum stóðu kappakstursmyndir úr þöglu myndunum frá bernskuárum Holly- wood. 1 þeim myndum voru leiðir kappakstursbilanna varöaðar stuð- urum, vélarlokum, hurðum, ljósker- um og fleiri nauðsyjum, sem i heild sinni mynda eitt eöa fleiri stykki bil. Nei, takk. Ég hætti ekki hinni sænsku sósialdemókratísku framleiöslu i keppni. Hún þolir þaö ekki. „Nei, nei. bú færð bæði bil og bflstjóra, verður aðstoðarmaður og skrifar siðan um rallið. Þannig kynntist ég Braga fram- kvæmdastjóra Guðmundssyni úr Festi i Grindavik og bifreið hans Runólfi hinum franska Högnasyni. A frönsku er nafn bifreiðarinnar Renault og hann er kenndur við fóstra sinn, verkstjórann á verkstæði Kristins Guðnasonar h.f., en Kristinn Guðnason flytur inn Renault bila. Runólfur fimmti (billinn er Renault 5) er litill bill en góður og barg hann lifi minu oftar en einu sinni, þvi aðrir bilar hefðu aldrei þolað ökufærni Braga bilstjóra Lifsreglur minar. Mér voru i upphafi lagðar lifsregl- urnar. Ég átti að reikna út eitt af þrennu, meðalhraða, vegalengd eða tima hvers kafla keppninnar fyrir sig. Rallkeppni skiptist I marga kafla og skiptast á svokallaðar ferjuleiðir og sérleiðir. Ferjuleiðir eru rólegar, oftast lengri en sérleiðirnar og verður maður að koma i mark $ réttri mínútu. Skiptir engu hvort maður komi einni sekúndu eftir réttan tlma eða 59 sekúndum eftir réttan tima. Komi maður siðar er refsað með minus en tveimur fyrir að koma of fljótt. A sérleiðum verður maður að koma I mark nákvæmlega á réttri sekúndu. Annars fær maður refsi- minus. Mitt verk var að sjá til þess að bill- inn kæmi á réttum tima i mark. Bilstjórinn á venjulegast fullt i fangi með að einbeita sér að akstrinum. Taugar mínar bila. Finlux ralliö hófst laugardaginn 7. april klukkan 10 um morguninn. Ég vaknaði snemma, borðaði morgun- mat aldrei þessu vant, mætti timanlega á Loftleiöahótelið, þar sem startið var og allan timann var ég ískaldur og rólegur. Svo kom aö því aö viö vorum ræst- ír.10 — 9 — 8 — 7 — 6 — 5 — 4 — 3 — 2 — 1 ,,Af stað”, var hrópað og taugarnarbiluðu. Ég var svo spennt* ur að ég vissi ekkert hvað ég átti að gera. Fyrst var ferjuleið niður i Nauthólsvik og þar tók við sérleið upp öskjuhliðina að Fossvogs- kapellu. Ég reiknaði út vegalengdina. Formúlan var;Vegalangd er sama sem timi sinnum fólkið I kring,heita vatnið, hristingurinn og meðalhrað- inn deilt með 60 holum'f Við komum i mark þremur sekúndum of seint. Taugarnar lagast. Ekið var út á Reykjanes. Bragi aldeilis frábær bilstjóri en ég lakur aðstoöarmaður en gerði æ færri vill- ur. Nú tók við versta sérleið sem ég hef nokkurn timann ekið á og skiptir engu þótt þetta sé min fyrsta keppni. Leiðin var frá Höfnum og að Grinda- vik. Hraðinn átti að vera 70 km á klukkustund, en það var ómögulegt. Vegurinn var hálf-ófær og að auki gríðarlega hlykkjóttur. Þegar leiðin var hálfnuö tókst mér aö reikna það út aö ef við ættum að ná i mark á réttum tima, yröum við að aka á 110 km á klst. Það var eins og við mann- inn mælt. Bragi þurfti þá endilega að auka hraðann sem var óhugnanlega mikill fyrir. Ég hélt mér bara fastar I blýantinn. Ég klúðra málunum. Frá Grindavik var ferjuleið um Keflavikurveginn og að Krísuvlk. Eitthvað hefur mér förlast reikn- ingslistin, sem að visu hefur aldrei verið mitt besta fag, en siðar kom i ljós að við höfðum fengið sex minút- ur i minus fyrir þessa leið. Að lokinni keppninni voru allir steinhissa á þvi hvernig hægt væri að fá sex mlnútur I minus á ferjuleið, en enginn sagði að ég hefði gert þetta viljandi, „þetta er bara reynsluleysi,” sögðu menn. Frekar vildi ég að þeir hefðu sagt að ég hefði gert þetta viljandi. Englaakstur og fjóshaugar Eftir þetta kom betri tíð og lundin léttist. Bragi hélt áfram að aka eins og engill I sunnudagsbiltúr og ég fór aðreikna rétt og bæði á sérleiðum og fer-uleiöum komum við i mark á rétt- réttum tima. Þegar viö komum I Krisuvík höfð- um við tapað sex mlnútum a ferjuleið og öðrum sex minútum á sérleið auk nokkurra sekúndna, en það sem eftir var af leiðinni fengum við ekki á okkur nema tæpar tvær minútur. Þetta var ailgóöur árangur miðað við allar aðstæður. Leiðin lá nú yfir Selvogsheiðina út á Suðurlandsveg, upp i Grimsnesið og niður aftur að Selfossi og þaðan niður eftir Gaulverjabæjarvegi. Þar tók við enn ein sérleið. Hún lá a ein- um stað upp að bæ einum ónefndum. Svo óheppilega vildi þar til að kýrnar á bænum höfðu gert þarfir sinar all ósleitilega á þjóðveginn, þannig að við fyrstu sýn virtist sem billin færi yfir fjóshauginn. Varla þarf að taka það fram að billinn var eins og belja á svelli þarna en úr þessari torfæru sluppum við áfallalaust. í mark I mark komumst við Bragi klakk- laust en slikt hið sama var ekki hægt að segja um alla bilana. Nokkrir heltust úr lestinni. Skemmdust, óku útaf og festu sig eða þá að vélarbilun varð i þeim. Fyrstur varð Ömar Ragnarsson og bróðir hans Jón. 1 þrettánda sæti varð svo Bragi Guðmundsson og aðstoðarmaður hans Sigurður Sigurðarson. I öðru-sæti urðu Haf- steinn Aðalsteinsson og Magnús Pálsson og I þriðja sæti urðu Halldór Úlfarson og Tryggvi Aðalsteinsson. —SS— r i ATO TRYGGING FRIÐAR ATLANTSHAFSBANDALAGIÐ FRIÐUR í 30 ÁR A þessu ári minnast aöildarrlki Atlants- hafsbandalagsins 30 ára afmælis þess. Lýð- ræðisflokkarnir þrir höfðu þegar i upphafi forgöngu um það að Island gerðist aðili að bandalaginu. i 30 ár hefur Atlantshafs- bandalagið tryggt friö i Evrópu og stöövað útþenslu Sovétrikjanna þar. Þvi er það að Varðberg, félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu, efnir til þessarar spurningakeppni til að minnast afmælisins. Félagið hvetur fólk til að taka þátt I þessari keppni til aö fræðast um At- lantshafsbandalagið. Upplýsingar um Atlantshafsbandalagið getur fólk fengið i upplýsingaskrifstofu bandalagsins Garðastræti 42, Reykjavik og I slma skrifstofunnar, 10015 milli kl. 10-12 f.h. Varðberg hvetur fólk til þátttöku i þessari keppni þvi að góð verðlaun eru I boði. Þau eru: 1. verölaun kr. 150 þúsund, II verölaun kr. 100 þúsund. Enn fremur verða veitt 10 vegleg bókaverölaun. r 1. Hvenær var 1. Noröur-Atlantshafs- samningurinn undir- ritaður? 2. Rikisstjórn hvaða 2. flokka stóð að aðild Islands að Atlants- hafsbandalaginu? 3.1 hvaða landi og i 3. hvaða borg eru aðal- 'stöðvar Atlantshafs- bandalagsins? 4. Atlantshafs- ; bandalagið hefur sérstakan fána. Hver er litur fán- ans? 5. Aðildarriki 5. Atlantshafsbanda- lagsns eru 15. Hver eru þau? ■ - . - - - ; ^ Nafn_ Heimili- SImi_ Skiiafrestur er til 30. april Svör sendist I P.O. 28 Reykjavlk ísdraumur. V* iítri vanilluís. ; a litri tiouijatis 2 msk. saxaóar hnetur. Súkkulaðisó&a: 25g kako, 1 dl vatn/ '/2 tsk. vanillu- sýkur/151) o sykur/ l/4 d! sterkt kaífi. Blandió <•!!« saman, sem á aó fara i sósuna og hitið aó suðti. Sósunamá nota héita.gða kaida. Setjið vanilluísinn heilan á fat. spáénið noupatisinn upp meö skvið op legpió yfir vaniiiuísinn. Heliið súkkúlaöisósunni vfir oo stráiö aö siöusm söxuöurri hnetnm vfir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.