Vísir - 10.04.1979, Blaðsíða 14

Vísir - 10.04.1979, Blaðsíða 14
VIDEO í kvöld gefst gestum ÓÐALS kostur a aö sjá og heyra HLH FLOKKINN í video JOHN ANTHONY kynnir TOP 20 - vinsœldalista ÓÐALS. %. °o0 Láttu sjá þig! sandkorn Umsjón: Edda Andrésdóttir Ef yður vantar rafritvél fyrir heimilið eða skrifstofuna er rétta vélin. Gott verð. Mikil gæði. ivar Skipholti 21, Reykjavík, sími 23188. vism Þriöjudagur 10. apríl 1979 Tómas Kyllingurinn Tómas Arnason, fjármála- ráðherra, er nú erlendis ásamt þeim Jóhannesi Norðdal og Jóni Sigurössyni. Þeir eru að sjálfsögðu að slá lán til að reyna aö halda land- inu gangandi. Þegar Tómas steig upp I vélina út var hann með golf- kylfupokann sinn um öxl. Þegar nærstöddum varð star- sýnt á farangurinn, sagði ráð- herrann glottandi: „Það er miklu auðveldara að slá á golfvellinum”. Ekki átti hann þó við að það væri auðveldara að slá kúlur, heldur að peningastjórar útlendir væru viðráðanlegri á golfvellinum en á skrifstof- unni. Við skulum vona að Tómas nái i eins og átján holu lán, ekki veitir þeim af. Hafnfirðingar Hafnfirðingurinn sótti um vinnuhjá Rannsóknarlögreglu rikisins og fékk lista með spurningum sem áttu að kanna almenna þekkingu hans. Eftir tvo tima skilaði hann listanum. Prófdómarinn leit á hann og sagði: ,,Þú hefur ekki Isvarað spurningunni um hver jmyrti Abraham Lincoln”. Hafnfirðingurinn sagði að hann vissi ekki svarið og hon- um var sagt að fara heim og hugsa máliöog koma svo með svarið daginn eftir. Þegar Hafnfirðingurinn kom heim spurðu vinir hans hvort hann heföi verið tekinn I lögregluna. „Ojá”, svaraði hann, „og það sem meira er, ég er þegar búinn að fá morðmál til að vinna að”. StlDrnulans ,Af hverju stendur þú þarm viö gluggann og glápir út myrkrið?” f „Ég er að horfa á hinai ?stjörnurnar”, svaraði ólafui ÍRagnar. —ÓT 60 ára brúðkaupsafmæli Gömlu hjónin á myndinni eru foreldrar söngvarans Engel- berts Humperdinck, sem á sin- um timavar geysivinsæll. Og söngvarinn sjálfur er reyndar þarna til hægri á myndinni. Tilefnið var 60 ára brúðkaupsafmæli þeirra gömlu, Olive sem er 79 ára og Mervyn Dorsey sem er 81 árs. Þau búa i Englandi, og þar héldu söngvar- inn og niu systkini hans, ásamt . meira en 150 ættingjum og kunningjum upp á brúðkaups- afmælið. Þess má svo geta að Engelbert var skirður Arnold Dorsey upphaflega, en þegar hann fór að syngja, vildu um- boðsmenn hans breyta nafninu i Engelbert Humperdinck. Umsjón: óli Tynes Nýtf met? 1 nýjasta hefti Frjálsrar verslunar er rætt dálitið um heimsmetabók Guinness. Þar er meðal annars sagt frá Balashaeb Patlohi Thorat sem áriö 1966 vann fyrir indversk- um dómstól mál sem forfaðir hans haföi höfðað 761 ári áður. Frjáls verslun segir að miðaö við gang mála i islenska réttarkerfinu sé það kannski helst á þessu sviði sem tslendingar geti gert sér vonir um að komast á blaö hjá Guinness. IEI3FAXI MÁNAÐARBIAÐ UMHESTA OG HESTAMENNSKU FRÉTTIR OG FRÁSAGNIR í MÁLI OGMYNDUM ÁSKRIFT í SÍMA 85111 ÞRfR GÖBIR Það munar ekkert um það: Leikararnir Rock Hudson, Douglas Fair- banks jr. og Gregory Peck allir saman komnir á einum stað. AAyndin var tekin fyrir stuttu, i sam- kvæmi í Sardi í New York. Tilefnið var frum- sýningin á nýjum söng- leik á Broadway. ,,Sweeney Todd" heitir sá. Þremenningarnir voru meðal áhorfenda þegar söngleikurinn far f rumsýndur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.