Vísir - 10.04.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 10.04.1979, Blaðsíða 16
VÍSIR Þriðjudagur 10. april 1979 Umsjón: Sigurveig Jónsdóttir Myndbrot Fjórir Akureyringar halda myndlistarsýningu i Safnahúsinu á Húsavik um páskana. Þeir eru: Aðalsteinn Vestmann, Guðmundur Ármann, Ragnar Lár og Orn Ingi. Sýningin opnar kl. 16 á skirdag og verður opin daglega frá 16 til 22. Henni lýkur annan páskadag. ð Húsavík A sýningunni verða fjörutiu myndir, unnar i oliu, akrýl, vatnsliti, pastel, kol og túss. Sýnendur eru allir félagar i nýstofnuðum Myndhópi á Akureyri, sem alls eru i um 15 félagar. Félagarnir fjórir sem sýna á Húsavfk kalla sýninguna Myndbrot. —OT. Sonur skúarans ú förum Allra siöasta sýning veröur I Þjóöleikhdsinu á leikriti Jökuls Jakobssonar, Syni skóarans og dóttur bakarans, annaö kvöld, miövikudagskvöld. Þá hefur verkiö veriö sýnt 55 sinnum viö fádæma aösókn. Leikstjóri sýningarinnar er Helgi Skúlason. A myndinni eru þau Arnar Jóns- son og Kristbjörg Kjeld I hlut- verkum slnum. Ingólfur Guöbrandsson ásamt nokkrum félögum úr Pólýfónkórnum á fundi meö fréttamönnum. Visis- mynd: GVA . PÁSKATÚNLEIKAR PÚLÝFÚNKÓRSINS Þeir sem muna fyrri áratuginn af ævi Pólyfónkórsins og eiga góöar endurminningar um tón- leika hans i Kristskirkju, Landa- koti, geta núhlakkaö til aöheyra söng hans þar aö nýju. Kórinn flytur þar vandaöa efnisskrá á föstudaginn langa og laugardag fyrir páska undir stjórn Ingólfs Guöbrandssonar. Einn efnilegasti orgelleikari ungu kynslóðarinnar, Hörður As- kelsson, sem stundar framhalds- nám f Þýskalandi, kemur til landsins gagngert til þátttöku 1 tónleikunum, en hann mun leika orgelverk eftir J.S. Bach. Pólýfónkórinn frumflytur nú enn eitt af snilldarverkum J.S. Bachs hér á landi, mótettuna „Der Geist hilft unsre Schwachheit auf”, en hún er sam- in fyrir tvo kóra. Þá endurflytur kórinn nútimaverk, Þýska messu fyrir 4 — 10 raddir eftir Johan Nepomuk David.samið 1952. Auk þess syngur kórinn minnni verk eftir Palestrina og tónleikarnir enda svo á „Ave verum” eftir Mozart. Gera við orgelið 1 Kristskirkju er vandað orgel, en það þarfnast viögerðar. Þekkt- ur erlendur orgelsmiður vinnur nú á vegum Pólýfónkórsins aö nauðsynlegum endurbótum á hljóðfærinu, svo hiö stórkostlega verk Bachs. Prelúdia og fúga i h-moll, fái notið sin I leik Haröar Askelssonar. Hörður hefur marg- sinnis komiö fram á orgeltónleik- um i Þýskalandi aö undanförnu, ýmist sjálfstætt eða meö öörum, og hlotið hiö mesta k>f. Mikil endurnýjun hefur átt sér staö á söngkröftum Pólýfónkórs- ins i vetur og skipa hann nú 140 félagar. Uppbygging kórs- ins og þjálfun kostar stórfé og er aö sögn forsvarsmanna hans þvi alit i óvissu meö framtiö hans meöan hann nýtur ekki þeirrar opinberu fyrirgreiöslu, sem starf hans krefst. Tónleikarnir á föstudaginn langa veröa kl. 17.30 og aftur kl. 21 og á laugardaginn hefjast þeir kl. 15. Ketiil Larsen opnar I dag, 10. april, málverkasýningu aö Frlkirkju- vegi 11. Þetta er sjöunda einkasýning hans og nefnir hann hana „Blik frá öörum heimi”. A sýningunni eru um 60 myndir og veröur hún opin til 18. aprll kl. 14 — 22 alla dagana. M HORFA Sjónvarpið hér vestra er hreint frábært. Þaö er i gangi allan sólarhringinn. Aö minnsta kosti hjá þeim sem eru meö á- skrift aö lokuöum rásum, en slika áskrift er hægt aö fá fyrir um 24 dollara. Þá fá menn pró- grömm sem ekki eru rofin af auglýsingum. En auglýsingar eru hrein plága á hinum opnu rásum,þær rjúfa prógrömmin stanslaust þannig aö ekki er hægt aö horfa á eina einustu mynd I strikklotu. Aöeins einn opinn kanall er án auglýsinga og hanner á vegum hins opinbera. A dögunum var sýnt þar Rómeo og Julia eftir Shake- speare. Þetta var um þriggja tima löng mynd geröaf BBC. 1 10 mínútur áöur en myndin hófst var gráskeggur nokkur á skján- um og bakviö hann hjörð af brosandi fólki með simtól i hendi. Gráskeggur tjáöi fólki aö meö þvi aö hringja I stööina, gæti þaö látið vita um ákveöna upphæö sem þaö vildi láta ganga til Shakespearepró- grammsins sem kostaði 20 þús- und dollara. Alls átti ákveðiö menningarprógramm stöövar- innar aö kosta 500 þúsund doll- ara. Ekkihaföi gráskeggur fyrr komið þessarri bón á framfæri en allt fólkiö á bak viö hann hætti aö brosa en tók upp sim- ana. SUkur er máttur sjón- varpsins. Léttist nú brúnin á Gráskeggi og tók hann upp A SJÖNVARPIBAHDARIKJUNUM bókarkom nokkurt. Var þar komin Rómeo og Júía meö hinum vandaöa Alexandertexta og aö sjálfsögöu myndum úr sjónvarpsuppfærslunni I lit. Þetta bókarkornfengu þeir sem Óiafur M. Jóhannesson skrifar frá Bandarikj- unum. lögöu fram 10 dollara. Þá dró gráskeggur fram bláleita hljómplötu. Þar á voru verk eftir Rachmaninoff leikin af Wladimir Horowitch. Þessa plötu fengu þeirsem lögöu fram 20 dollara. Siöan kom sá grá- skeggjaöi fram meö þykka bók, þar var allur Shakespeare inn- bundinn, hvorki meira né minna. Þessa bók fengu þeir sem lögöu fram 35 dollara eöa meira. En þaö er fleira en menningarþættir hér i sjón- varpi. Eitt kvöldiö sá ég t.d. japanska súkkulaöimynd svo fáránlega illa geröa aö ekki var hægt annaö en hlæja. Sérstak- lega þegar her af litlum Japön- um (allir með sólgieraugu aö sjálfsögðu) réöst á þrjá hvita menn. Skammbyssurnar sem báðir aöilar notuðu hljóta að hafa veriö sjálfhlaönar. 1000 skotaskammbyssur er mérekki kunnugt um. Viöureigninni lauk aö sjálfsögöu með sigri hvitu mannanna þriggja. Annars eru ýmsir þættir hér athyglisveröir. Um daginn var einn slikur á skjánum hjá ABC klukkan háif sjö aö morgni. Þaö Uncontrollable laughs with Jaye P. Morgan! MAKE ME LAUGH Tonight at 6:30 var viðtal við ansi bústna konu (offita viröist annars hrjá ann- an hvern sjónvarpsgest) Kona þessi var formaöur samtaka til hjálpar einbirnum. Sjá samtök- in um aö lána foreldr- um slíkra barna leikfélaga. Annar athyglisveröur'þáttur var I gærkveldi hjá NBC. Þar komu fram þrjár glæsilegar „konur”. Eitthvaö fannst okkur sem á þessar konur horföum Now,everynight i< > On the neu’ “Tic Tac i Dough" The new \ weeknight game with \Wink Martindale. Þetta er þaö sem gengur I amerlska sjónvarpinu. skringiíeg í þeim hljóöin. Fannst okkur sem ein þeirra gæti verið I bassanum hjá Karlakór Reykjavikur. Þetta reyndust vera kynskiptingar. Þaö lýsir vel vissum geirum samfélagsins hér, aö er ein „konan” var spurö hvemig for- eldrar hennar heföu tekiö þess- um umskiptum, þá sagöi hún þá hafa svaraö þvi til aö þeir væru ánægöir með þau,hún væri sjálf- stæður einstaklingur sem lifði þvi lifi sem hún sjálf kysi. Rétt fyrir hádegi eru yfirleitt spurningaþættir. Sá umfangs- mesti er hjá ABC,nefnist hann 20.000dollara pýramidinn. Þar er möguleiki að vinna 20.000 dollara fyrir nokkur rétt svör. Gengur oft mikið á, enda er fólk ekkert að hylja tilfinningar sinar. 1 öðrum spurningaþætti keppa tvær fjölskyldur. Kyssir stjórnandinn venjulega kepp- endur (konurnar) tvo til fjóra umganga meöan á leiknum stendur. Eitt sinn var hann orö- inn sveittur og þurrkaöi sér þá um enniö á dollaraseðli. En það sem mér kom mest á óvarthéri sjónvarpinu var stutt snyrtivöruauglýsing sem birtist sama kvöldið sem ég kom. And- lit stúlkunnar sem kom þar fram var kunnuglegt, enda komin Anna Björnsdóttir frá Islandi. Það er hvild að sjá kunnuglegt andlit á skjánum. Liggur við aö maður sakni Ómars og jafnvel steinaldar- mannanna. Þaö er ekki þeirra sök aö veöriö er ekki betra heima. En hvaö kostar eitt bros?

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.