Morgunblaðið - 18.02.2001, Blaðsíða 1
MORGUNBLAÐIÐ 18. FEBRÚAR 2001
41. TBL. 89. ÁRG. SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
STOFNAÐ 1913
30
FLJÚGANDI
FLUTNINGS-
MIÐLUN
BAÐDAGURINN
MIKLI
Fjölmennasta hátíð sögunnar / B 11
B
Fíkniefni og for-
varnir í deiglunni
26
KOSIÐ VERÐUR UM
FORGANGSRÖÐUN
I
10
ÍRAKAR sögðust í gær ætla að
hefna flugskeytaárása sem banda-
rískar og breskar herflugvélar gerðu
á skotmörk nálægt Bagdad í fyrra-
dag. Þeir sögðu að tveir saklausir
borgarar hefðu beðið bana og tutt-
ugu aðrir særst í árásunum.
„Bandaríkjamönnum og Bretum
verður refsað fyrir þennan svívirði-
lega glæp og við látum þessa ekki
óhefnt,“ sagði í forystugrein á for-
síðu Qadissiya, málgagns írösku
stjórnarinnar. „Við látum nýju
stjórnina í Bandaríkjunum fá að
kenna á heilögu stríði og staðfestu
múslíma,“ bætti blaðið við.
Íraskir fjölmiðlar birtu opinbera
yfirlýsingu þar sem skýrt var frá því
að flugvélarnir hefðu skotið flug-
skeytum á skotmörk við útjaðar
Bagdad. Yfirlýsingin var gefin út eft-
ir fund Saddams Husseins Íraksfor-
seta og fleiri ráða-
manna í Bagdad.
„Við ætlum að
berjast við þá í
lofti, á láði og legi
og þeir gjalda að-
eins afhroð með
því að vera með
þennan yfirgang,“
sagði m.a. í yfir-
lýsingunni.
Stjórnvöld í Kúv-
eit og Sádi-Arabíu voru einnig gagn-
rýnd fyrir að sjá Bandaríkjamönnum
og Bretum fyrir flugvöllum.
Íraska ríkissjónvarpið sagði að
þetta væru fyrstu árásirnar á Bagd-
ad frá því í desember 1998. Íraska
heilbrigðisráðuneytið sagði að átján
ára kona og karlmaður á fertugsaldri
hefðu beðið bana í árásunum.
Qadissiya sagði að ráðist hefði
verið á borgaraleg skotmörk en
bandaríska varnarmálaráðuneytið
sagði að aðeins hefði verið skotið á
ratsjár- og loftvarnastöðvar. 24
bandarískar og breskar flugvélar
hefðu skotið flugskeytum á fimm
skotmörk um 8–32 km frá Bagdad.
Frakkar krefjast skýringa
Geoff Hoon, varnarmálaráðherra
Bretlands, sagði að árásirnar hefðu
verið nauðsynlegar til að vernda líf
bandarískra og breskra flugmanna
sem framfylgja flugbanni yfir suður-
hluta Íraks.
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti tók í sama streng og sagði að
stjórn sín myndi grípa til „viðeigandi
aðgerða“ ef Írakar framleiddu ger-
eyðingarvopn.
Rússnesk stjórnvöld fordæmdu
árásirnar í gær og sögðu þær sanna
að Bandaríkjamenn og Bretar væru
staðráðnir í að beita hervaldi og
sneiða hjá Sameinuðu þjóðunum í
deilunum við Íraka.
Sergej Prikhodkovo, aðstoðar-
skrifstofustjóri Rússlandsforseta,
sagði að Rússar myndu mótmæla öll-
um slíkum árásum sem nytu ekki af-
dráttarlauss stuðnings öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna.
Stjórnvöld í Kína fordæmdu einn-
ig árásirnar og lýstu þeim sem broti
á alþjóðlegum reglum um samskipti
ríkja og óvirðingu við fullveldi Íraks.
Franska utanríkisráðuneytið
sagði að árásirnar vektu ýmsar
spurningar og krafði Bandaríkja-
stjórn skýringa á aðgerðunum.
Franskir stjórnarerindrekar sögðu
að Bandaríkjamenn og Bretar hefðu
hvorki haft samráð við stjórn Frakk-
lands né skýrt henni frá árásunum.
Rússar og Kínverjar mótmæla loftárásum Bandaríkjamanna og Breta
Írakar hóta að grípa
til hefndaraðgerða
Bagdad, London, Moskvu. Reuters.
Saddam
Hussein
BANDARÍSKA geimferjan Atlantis hélt áleiðis til jarð-
ar í gær eftir að hafa komið fyrir háþróaðri rannsókn-
arstofu á alþjóðlegu geimstöðinni Alfa.
Gert er ráð fyrir því að Atlantis lendi í Kennedy-
geimferðamiðstöðinni í Flórída í kvöld. Alþjóðlega
geimstöðin sést hér yfir Kaliforníu á mynd sem tekin
var úr Atlantis skömmu áður en geimferjan lagði af
stað til jarðar.
AP
Geimstöðin Alfa yfir Kaliforníu
LARS Walløe prófessor, ráðgjafi
norsku stjórnarinnar í hvalveiðimál-
um, kveðst vera hissa á þeirri
ákvörðun norska sjávarútvegsráðu-
neytisins að hafna útflutningi á hval-
rengi til Íslands.
Walløe sagði í samtali við Aften-
posten að hann undraðist að ráðu-
neytið skyldi ekki hafa heimilað
Steinar Bastesen að flytja út hval-
rengi til Íslands.
Ráðuneytið sendi lögmanni
Bastesens bréf á fimmtudag þar
sem honum er skýrt frá því að hann
geti ekki gert ráð fyrir því að fá
heimild til útflutningsins. Ástæðan
sé sú að á Íslandi fari ekki fram
DNA-skráning á hvölum sem stend-
ur.
Norðmenn undirbúa nú slíka
skráningu til að hægt sé að tryggja
að aðeins séu fluttar út afurðir hvala
sem leyft hafi verið að veiða. Norska
stjórnin segir að innflutningslandið
þurfi einnig að geta gert DNA-rann-
sóknir á hvölum.
Walløe kveðst vera hissa á þeim
rökum sem stjórnin færir fyrir
ákvörðuninni.
„Á Íslandi eru ekki stundaðar
neinar hvalveiðar og Íslendingar
hafa því að sjálfsögðu ekki slíkar
DNA-skrár. Þeir þurfa þess heldur
ekki til að hefja DNA-rannsóknir,“
sagði prófessorinn. Hann bætti við
að Íslendingar hefðu næga sérfræði-
þekkingu á þessu sviði til að geta
hafið slíkar rannsóknir á hvölum.
Lögmaður Bastesens, Magnus
Stray Vyrje, segir að norska sjáv-
arútvegsráðuneytið hafi enga heim-
ild til að hafna útflutningi á hval-
rengi til Íslands.
„Ég get ekki séð að ráðuneytið
geti sett ný DNA-skilyrði fyrir út-
flutningi til Íslands samkvæmt nú-
gildandi reglugerðum,“ sagði hann í
samtali við Aftenposten.
Norskt hvalrengi ekki flutt til Íslands
Undrast rök
stjórnarinnar
Ósló. Morgunblaðið.
Bush og Fox
lofa auknu
samstarfi
GEORGE W. Bush, forseti Banda-
ríkjanna, var í Mexíkó í gær í
sinni fyrstu heimsókn erlendis og
átti viðræður við Vicente Fox,
forseta landsins. Forsetarnir lof-
uðu auknu samstarfi á sviði við-
skipta og í baráttunni gegn eitur-
lyfjasmygli, auk þess sem þeir
sögðust vilja stemma stigu við
miklum fólksstraumi frá Mexíkó
til Bandaríkjanna. Viðskipti land-
anna hafa þrefaldast síðan
NAFTA, Fríverslunarsvæði Norð-
ur-Ameríku, kom til sögunnar.
Bush og Fox eru hér við flugvél
bandaríska forsetans á alþjóða-
flugvellinum í Leon í Mexíkó áð-
ur en Bush hélt til Bandaríkj-
anna.
AP