Morgunblaðið - 18.02.2001, Síða 8
FRÉTTIR
8 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Námskeið í lífupplýsingafræði
Rannsóknum
fleygir ört fram
ÁMORGUN hefstnámskeið á vegumEndurmenntunar-
stofnunar Háskóla Íslands
í lífupplýsingafræði (bio-
enformatics). Aðalfyrirles-
ari og umsjónarmaður er
Daníel Óskarsson tölvun-
arfræðingur hjá Íslenskri
erfðagreiningu. Ásamt
honum hafa tekið þátt í
undirbúningi námskeiðs-
ins Helga M. Ögmunds-
dóttir læknir hjá Krabba-
meinsfélagi Íslands og
Þórunn Rafnar sameinda-
líffræðingur. Hún var
spurð fyrir hvaða hóp
þetta námskeið væri hald-
ið?
„Markhópurinn er
meistaranemar í lækna-
deild, líffræðingar, tölvun-
arfræðingar og aðrir sem hafa
áhuga á þessu nýja sviði. Einnig
hafa þeir vafalaust gagn af þessu
sem eru að vinna við úrvinnslu á
líffræðilegum upplýsingum, t.d.
hjá líftæknifyrirtækjum eða öðr-
um rannsóknarstofnunum.“
– Hvað er lífupplýsingafræði?
„Lífupplýsingafræði er sú grein
þar sem menn þróa aðferðir til
þess að vinna úr hinu gífurlega
magni líffræðilegra upplýsinga
sem stöðugt berast. Sem dæmi
um þetta má nefna að langt er
komið að raðgreina allt erfða-
mengi mannsins og úrvinnsla úr
þeim gögnum fer fram með að-
ferðum lífupplýsingafræði.“
– Er þetta ný grein hér á Ís-
landi?
„Já, þetta er grein sem hefur
verið stunduð innan háskóla og líf-
tæknifyrirtækja hér á landi en
þörfin hefur aukist gífurlega að
mennta fólk á þessu sviði. Fjöl-
margir eru að vinna við gagnaöfl-
un og úrvinnslu án þess að hafa
hlotið formlega þjálfun á þessu
sviði.“
– Er þetta einhverskonar sam-
spil tölvufræði og líffræði?
„Margar greinar koma að þessu
– líffræði, tölvunarfræði, læknis-
fræði, stærðfræði og tölfræði.“
– Hver er þá haldbesta undir-
stöðumenntunin undir lífupplýs-
ingafræði?
„Fram til þessa hefur fólk farið
í þessa grein sem framhaldsnám,
fólk getur farið í líffræði eða
hvaða aðra af fyrrnefndum grein-
um sem það vill og síðan sér-
menntað sig á sviði lífupplýsinga-
fræði. Ég vil gjarnan benda á að
stærðfræðiskor Háskóla Íslands
mun á næsta hausti bjóða upp á
sérstaka námsbraut innan stærð-
fræðinnar í lífupplýsingafræði þar
sem líffræðinám verður hluti af
námsbrautinni.“
– Hvað mun verða tekið fyrir á
námskeiðinu sem hefst á morgun í
Háskóla Íslands?
„Farið verður í hvaða líffræði-
legu gagnagrunnar eru til á Net-
inu. Farið verður í grunnatriði að
UNIX og forritunarmálinu
PERL. Þá verður fjallað um hug-
búnaðarlausnir, tækni-
nýjungar og siðfræði
tengda lífupplýsingum,
genaleit með tölvum,
annars og þriðja stigs
uppbyggingu sameinda
og samanburð raða. Að
lokum verður fjallað
um svokölluð Hidden
Markov Models og genatjáningu í
heilkjörnungum.“
– Hvaða fyrirlesarar verða á
námskeiðinu auk Daníels Óskars-
sonar?
„Auk hans verða fyrirlesarar
Deborah Simon, Helgi Briem
Magnússon og Arnaldur Gylfa-
son, sem öll starfa hjá Íslenskri
erfðagreiningu.“
– Kalla allar þær rannsóknir
sem nú fara fram á Íslandi í samb-
andi við líftækni á mjög breytt
vinnubrögð?
„Þessar rannsóknir allar og úr-
vinnsla úr þeim kalla á mjög öfl-
uga tölvuvinnslu. Bara í erfða-
mengi mannsins eru þrír
milljarðar af basapörum (grunn-
einingum erfðaefnis). Það gefur
augaleið að það þarf afar öflug
forrit til þess að vinna úr þessum
upplýsingum því hluti af erfða-
menginu er gen og hluti eitthvað
annað.“
– Hverjir standa að þessu nám-
skeiði?
„Að námskeiðinu stendur, í
samvinnu við Endurmenntunar-
stofnun Háskóla Íslands, rann-
sóknarnámsnefnd læknadeildar
HÍ.“
– Hver er aðdragandi þessa?
„Þeir sem vinna á sviði sam-
eindalíffræði, t.d. framhaldsnáms-
nemar við HÍ og líffræðingar sem
luku námi á árum áður, hafa
margir hverjir ekki haft nægileg
tækifæri til að kynna sér þessa
nýju grein og námskeiðið er sér-
staklega sniðið fyrir þetta fólk.“
– Hver eru helstu tíðindin af
sviði sameindalíffræði nú um
stundir?
„Stærstu tíðindin eru náttúr-
lega framfarirnar sem hafa orðið
við kortlagningu og raðgreiningu
erfðamengis mannsins.
Þetta er það sem er
efst á baugi núna, en í
framhaldi af þessu er
ófyrirsjáanlega mikil
vinna við að skilgreina
og skilja hvað í þessum
upplýsingum felst.“
– Breytir þetta miklu
fyrir rannsóknarumhverfið hér á
Íslandi?
„Á Íslandi hafa verið mjög öfl-
ugar rannsóknir á þessu sviði og
þeim fleygir fram við þessa nýju
þekkingu, hér auðvitað sem ann-
ars staðar. Þess vegna er rík þörf
á námskeiði eins og þessu.“
Þórunn Rafnar
Þórunn Rafnar fæddist 25.
janúar 1958 á Akureyri. Hún tók
stúdentspróf frá Menntaskól-
anum á Akureyri 1978, próf í líf-
fræði frá Háskóla Íslands 1982
og doktorsprófi lauk hún frá há-
skólanum í Norður-Karolínu í
Bandaríkjunum 1990. Hún hefur
starfað sem líffræðingur við
Johns Hopkins-háskólann í Balti-
more, var um tíma starfsmaður
HÍ hjá Krabbameinsfélaginu en
er nú forstöðumaður krabba-
meinsrannsókna hjá Urði, Verð-
andi, Skuld. Þórunn er gift Karli
Ólafssyni lækni og eiga þau þrjú
börn.
Lífupplýs-
ingafræði –
aðferðir til að
vinna úr líf-
fræðilegum
upplýsingum
Varaformannskandídatinn hefur hug á að merki Framsóknarflokksins verði breytt úr
kornaxi í hvítan hest til að undirstrika að enn ríða hetjur um héruð.
ÖRN Friðriksson, formaður
Félags járniðnaðarmanna, segir að
ekki sé hægt að ráða annað af svari
Ríkiskaupa við fyrirspurn félags-
ins, en að ekki hafi verið tekið tillit
til þjóðhagslegrar hagkvæmni þess
að láta viðgerð á tveimur varðskip-
um Landhelgisgæslunnar fara
fram hér innanlands við saman-
burð á tilboðum frá innlendum og
erlendum aðilum. Þegar tillit sé
tekið til forsendna Þjóðhagsstofn-
unar hvað það varði sé engin
spurning að hagkvæmra sé að láta
innlenda aðila annast viðgerðir á
varðskipunum. Hann segir jafn-
framt að ánægjulegt sé hversu
fljótt stofnunin hafi brugðist við
fyrirspurn félagsins og að stofn-
unin sé tilbúin til þess að ræða al-
mennt hvernig að þessum tilboðs-
málum sé staðið.
Félag járniðnaðarmanna beindi
nokkrum spurningum til Ríkis-
kaupa efir að stofnunin ákvað að
ganga til viðræðna við pólska
skipasmíðastöð um viðgerðir á
tveimur varðskipum Landhelgis-
gæslunnar. Ríkiskaup svaraði bréf-
inu í vikunni.
22% af kostnaðarverði
koma til baka
Örn sagði að af sjö spurningum
sem félagið hefði beint til Ríkis-
kaupa væri þremur ekki svarað,
þ.e.a.s. spurningum varðandi það
hvort áætlað sé að einhverjar lag-
færingar þurfi að fara fram á skip-
unum eftir að þau komi til Íslands
aftur og hvort Ríkiskaup hafi lagt
mat á þjóðhagslega hagkvæmni
þess, við samanburð á tilboðum, að
láta innlenda aðila framkvæma
verkið. Út úr svarinu sé ekki hægt
að lesa annað en að það hafi ekki
verið gert. Það þýði samkvæmt
forsendum Þjóðhagsstofnunar að
hagkvæmara sé í það heila tekið,
þ.e. að teknu tilliti til þjóðhags-
legrar hagkvæmni, að láta fram-
kvæma verkið hér innanlands, en
samkvæmt reiknimódeli Þjóðhags-
stofnunar skili skipaviðgerðir og
endurbætur innanlands um það bil
22% af kostnaðarverði til baka í
formi skatta á fyrirtæki, launa-
tengdra gjalda, beinna skatta ein-
staklinga og óbeinna skatta.
„Það er ekki hægt að lesa annað
út úr bréfi Ríkiskaupa annað en að
það hafi ekkert verið lagt mat á
þjóðhagslegan hagnað þess að
vinna verkið hér heima og þess
vegna sé ekkert tillit tekið til þess
við ákvörðun um það hvaða tilboði
verði tekið,“ sagði Örn.
Í bréfinu til Félags járniðnaðar-
manna bjóða Ríkiskaup fulltrúum
félagsins og hlutaðaeigandi inn-
lendum bjóðendum til fundar þar
sem farið verður yfir tilhögun til-
boðsgerða og útboða. Örn sagði að
það væri góðra gjalda vert. Það
væri ánægjulegt hvað Ríkiskaup
brygðust fljótt við og svöruðu fyr-
irspurnunum félagsins og að stofn-
unin væri tilbúin til þess að ræða
almennt hvernig að þessum til-
boðsmálum er staðið.
Formaður Félags járniðnaðarmanna um svar Ríkiskaupa
Ekki tekið tillit til þjóð-
hagslegrar hagkvæmni
♦ ♦ ♦
LÖGREGLAN í Kópavogi handtók í
aðfaranótt laugardags konu sem ók
undir áhrifum fíkniefna á Kringlu-
mýrarbraut. Konan, sem er á
miðjum aldri, var réttindalaus. Lög-
reglumaður veitti óvenjulegum
akstri konunnar athygli og var hún
látin stöðva bíl sinn. Konan var að
sögn lögreglu í annarlegu ástandi,
undir áhrifum fíkniefna, en í bílnum
fundist ætluð fíkniefni og tæki og tól
til neyslu þeirra.
Réttinda-
laus og í
annarlegu
ástandi