Morgunblaðið - 18.02.2001, Side 10
10 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
A
TKVÆÐAGREIÐSLA um
framtíðarnýtingu Vatnsmýr-
arsvæðis hinn 17. mars nk.
snýst um forsendur skipulags
á borgarsvæðinu eftir að nú-
verandi skipulagstímabili lýk-
ur árið 2016. Þar með er skipu-
lag Vatnsmýrarinnar fyrsta
skipulagsmálið, sem lagt verður fyrir íbúa
borgarinnar og er á borgarstjóra að heyra að
framhald kunni að verða á, takist vel til nú.
„Með atkvæðagreiðslunni er brotið blað í ís-
lenskri stjórnmálasögu og ég er sannfærð um
að með henni mun þeirri lýðræðiskröfu aukast
ásmegin að í mikilvægum samfélagsmálum fái
þjóðin sjálf að móta sér framtíð en þurfi ekki
nauðsynlega að lúta forræði stjórnmálaflokk-
anna,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og
bætir við að það sé sín skoðun að hér á landi sé
rík þörf fyrir öflug borgaraleg samtök, sem
veiti stjórnmálaflokkunum aðhald og komi í
veg fyrir að þeir taki sér drottnunarvald, enda
væri pólitísk valdþjöppun óvíða jafnmikil og
hérlendis.
Frá einræði til lýðræðis
Aðkoma almennings að skipulagi borga hef-
ur farið vaxandi í grannríkjunum á síðustu ára-
tugum, en við skipulag borga og sveitarfélaga
er notast við þrjár ólíkar aðferðahefðir, eins og
fram kemur í skýrslu Stefáns Ólafssonar, for-
manns undirbúningsnefndar um atkvæða-
greiðsluna. Í fyrsta lagi felur hin hefðbundna
aðferð í sér að sérfræðingar og fulltrúar
stjórnvalda ákvarða bæði markmið og leiðir.
„Þeir skilgreina viðfangsefni eða vandamál
sem leysa á, skilgreina viðmið fyrir árangur,
safna gögnum sem lögð eru til grundvallar við
mat á valkostum og velja loks milli endanlegra
kosta. Slík aðferð við skipulagningu borga og
sveitarfélaga tengist tæknihyggju og jafnvel
forræðishyggju. Aðkoma borgaranna sjálfra
að stefnumótun og forgangsröðun er lítil sem
engin þegar þessari aðferð er beitt. Í Evrópu
hefur verið talað um þetta sem hina einræð-
islegu aðferð.
Í öðru lagi er aðferð, sem kölluð er skref fyr-
ir skref-skipulagning og tengist meira frjáls-
lyndisstefnu í stjórnmálum og markaðs-
hyggju,“ segir Stefán.
„Hún felur í sér almenna fyrirvara gagnvart
heildstæðri og stjórnlyndri áætlanagerð eða
skipulagningu á vettvangi miðlægra stjórn-
valda og sérfræðinga þeirra. Í staðinn er að-
ilum í samfélaginu, svo sem fyrirtækjum, land-
eigendum og sveitarfélögum, gefið meira
svigrúm til að þróa umhverfið á eigin vegum,
oft með smáskammtaaðgerðum í markaðs- og
samkeppnisumhverfi. Borgaryfirvöld koma
síðan meira að málum til að leysa sameiginleg
vandamál, svo sem er tengjast samgöngum,
öflun vatns og orku, frágangi lagnamála og
ýmsum sérstökum en sameiginlegum vanda-
málum. Þetta er stundum kallað klassíska am-
eríska leiðin í skipulagsmálum og er t.d. bent á
að Los Angeles svæðið hafi þróast að miklu
leyti á þennan máta á fyrri hluta 20. aldarinn-
ar. Við slíka skipan verða áhrif landeigenda og
fyrirtækja oft mjög mikil á mótun borgarum-
hverfis og lífshátta borgaranna. Áhrif al-
mennra borgara eru að sama skapi minni við
þessa skipan.
Þriðja aðferðin, lýðræðisleg skipulagning,
hefur átt vaxandi fylgi að fagna á Vesturlönd-
um á síðustu áratugum, einnig og ekki hvað
síst í sumum ríkjum og borgum Bandaríkj-
anna, sérstaklega eftir 1960. Skilningur á mik-
ilvægi þess að almenningur ætti aðild að
ákvörðunum sem móta umhverfi hans og hafa
áhrif á verðmæti fasteigna jókst mjög um þær
mundir auk þess sem andóf gegn skipulags-
áformum jókst víða mikið og leiddi þetta m.a.
til þess að bandarísk stjórnvöld settu í lög
ákvæði um rétt almennings til að tjá sig um
skipulagsáform.“
Fram kemur hjá Stefáni að atkvæðagreiðsla
meðal borgaranna sé aðeins ein af mörgum
leiðum, sem þróaðar hafa verið á síðustu árum
til að greiða fyrir aðild almennings að stefnu-
mótun og ákvarðanatöku á sviði skipulags-
mála. „Atkvæðagreiðslum er handhægt að
beita við val milli einstakra kosta eða við val
um forsendur skipulags á einstökum svæðum
eða borgarhlutum. Kostur slíkra atkvæða-
greiðslna er einkum sá að með því að hafa þær
formlegar þá fylgir þeim gjarnan viðamikil
kynning valkosta og möguleika, sem stuðlar að
aukinni virkni borgaranna og virkar jafnframt
hvetjandi á þróun nýrra valkosta, t.d. með því
að margir eiga aðkomu að ferlinu á fundum,
kynningarmessum og með framsetningu efnis
á Netinu og á vettvangi félagasamtaka og
hagsmunaaðila,“ segir Stefán.
Reykvíkingum stillt upp
andspænis afarkostum
Yfirvöld flugmála og samgöngumála hafa
alla tíð haldið því fram að aðeins væri um tvo
kosti að ræða, Reykjavíkurflugvöll á sínum
stað eða flutning miðstöðvar innanlandsflugs-
ins til Keflavíkur. Val á milli þessarra tveggja
kosta er afar erfitt vegna þess að flutningur
flugsins til Keflavíkurflugvallar hefur mjög
neikvæðar hliðar, svo neikvæðar að ráðamenn
í Reykjavíkurborg treysta sér ekki til að leggja
það til, þótt þeir vilji gjarnan losa Vatnsmýrina
að hluta til eða helst að öllu leyti svo þar sé
hægt að byggja upp. Í grein í Morgunblaðinu á
dögunum líkir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri þessu áliti samgönguráðherra og
undirstofnana hans í fluginu við að Reykvík-
ingum sé stillt upp andspænis afarkostum, til
þess að reyna að tryggja að flugvöllurinn verði
áfram óbreyttur í Vatnsmýrinni. „Með þessum
málflutningi er ráðherrann að freista þess að
hafa áhrif á kjósendur í Reykjavík og þvinga
þá til fylgilags við óbreytt ástand. Borgaryf-
irvöld hafa því lagt allt kapp á að sýna fram á
að fleiri kosta sé völ og hefur verið lagt í veru-
lega vinnu við það á vegum embættismanna
borgarinnar og í vinnu á vegum svæðisskipu-
lags höfuðborgarsvæðisins. Eftir þá vinnu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
KOSIÐ VERÐUR UM
FORGANGSRÖÐUN
Umræðan um framtíð
flugvallarins hefur nú í
auknum mæli beinst að
skipulagi Vatnsmýr-
arinnar eftir að ljóst varð
að aðeins yrði kosið um
hvort flugvöllurinn ætti að vera eða fara af svæðinu. Mikið
kynningarstarf er nú hafið á vegum borgaryfirvalda, sem og
annarra samtaka sem stofnuð hafa verið með og á móti flug-
velli, en hér er um að ræða fyrsta skipulagsmálið sem lagt er
fyrir íbúana í borgaralegri kosningu. Líklegt er að tekist verði
á um framtíð Reykjavíkurflugvallar í næstu kosningum til
borgarstjórnar, að því er fram kemur í lokagrein Jóhönnu
Ingvarsdóttur og Helga Bjarnasonar, í flokki greina
Morgunblaðsins um skipulag Vatnsmýrar og framtíð
Reykjavíkurflugvallar.