Morgunblaðið - 18.02.2001, Page 14
14 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
greiðslunnar nemur yfir 30 milljónum króna,
þar af er kostnaður vegna sjálfrar atkvæða-
greiðslunnar um 18 milljónir kr. og 12-15 millj-
ónir kr. vegna kynningarefnis.
Sameiningar og hundahald
Mjög erfitt er að spá um hver kjörsókn kann
að verða, en borgarstjóri væntir þess að hún
kunni að verða talsvert mikil í ljósi þeirra miklu
umræðna sem fram hafa farið um málið að und-
anförnu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs-
ins hefur verið unnið út frá 30% kjörsókn við
skipulag atkvæðagreiðslunnar. Í almennum
sveitarstjórnarkosningum er kjörsókn vel yfir
80% í Reykjavík, en hún hefur verið mun minni
í kosningum um einstök málefni. Aðeins þrí-
vegis áður hefur verið efnt til borgarakosninga
um einstök málefni, þar af hefur tvisvar verið
kosið um sameiningar í bindandi kosningum og
einu sinni um hundahald í leiðbeinandi kosn-
ingu. Síðast var kosið 21. júní 1997 um tillögu
um sameiningu Reykjavíkur við Kjalarnes-
hrepp og var kjörsóknin aðeins 9,63%. Þann 20.
nóvember 1993 var kosið um sameiningu
Reykjavíkur, Seltjarnarness, Mosfellsbæjar,
Kjalarneshrepps og Kjósarhrepps og reyndist
kjörsóknin þá vera 24,1%. Loks er að geta
kosningar um hundahald í Reykjavík sem fram
fór dagana 24.-30. október 1988 sem 12,8% tóku
þátt í.
Víðtæk kynning hafin
Víðtækt kynningarátak er nú þegar hafið
vegna atkvæðagreiðslunnar á vegum Reykja-
víkurborgar sem og annarra samtaka, sem eru
ýmist með eða á móti flugvelli í Vatnsmýri.
Opnaður hefur verið upplýsingavefur á Netinu
undir heitinu „flugvollur.is“ sem jafnframt er
vettvangur skoðanaskipta um Reykjavíkur-
flugvöll. Reykjavíkurborg mun kynna valkost-
ina á vefnum og þar er einnig að finna þau gögn
sem unnin hafa verið um málið. Hagsmuna-
aðilar eiga þess kost að kynna viðhorf sín á
vefnum og einstaklingar geta sent inn fyrir-
spurnir og fengið svör við þeim.
Opinn borgarafundur verður um framtíðar-
nýtingu Vatnsmýrar og framtíð flugvallar í
Ráðhúsinu í dag kl. 14.00 og verður honum
sjónvarpað beint um land allt. Fundarstjórar
verða Stefán Jón Hafstein og Brynhildur Þór-
arinsdóttir. Eftir kynningu á flugvallakostum
og ávarp borgarstjóra munu sérfræðingar og
hagsmunaaðilar, flytja stutt erindi um málið
frá sínum bæjardyrum séð og síðan munu þeir
taka þátt í pallborðsumræðum þar sem fjórir
borgarfulltrúar, tveir frá minnihluta og tveir
frá meirihluta, verða spyrlar. Þátttakendur í
umræðunum verða Friðrik Pálsson formaður
Hollvina Reykjavíkurflugvallar, Þorkell Sigur-
laugsson frá samtökunum 102 Reykjavík,
Steinunn Jóhannesdóttir frá Samtökum um
betri byggð á höfuðborgarsvæðinu, Þorgeir
Pálsson flugmálastjóri, Trausti Valsson skipu-
lagsfræðingur og Kristján Þór Júlíusson bæj-
arstjóri á Akureyri.
Í lok fundarins munu svo borgarstjóri og
samgönguráðherra takast á um málið. Þá er
stefnt að kynningarviku um atkvæðagreiðsl-
una í Tjarnarsal Ráðhússins 8.-15. mars. Bás-
um verður úthlutað til hagsmunaaðila þeim að
kostnaðarlausu og málstofur haldnar milli kl.
17.00 og 18.00 alla dagana auk þess sem kynn-
ingarefni hefur verið dreift inn á öll heimili í
borginni um málið.
Kjósendur þurfa að
vega og meta hagsmuni
„Í grundvallaratriðum snýst valið aðeins um
það hvort völlurinn eigi að fara eða vera, eins
og ég hef alltaf sagt. Það er aftur á móti ekki á
valdi Reykvíkinga að ákveða hvert flugvöllur-
inn verður fluttur, ef Reykvíkingar vilja Vatns-
mýrina undir annað en flugstarfsemi eftir
2016,“ segir borgarstjóri. Að undanförnu hafa
bæði kostir og gallar verið kynntir við ýmsar
flugvallarhugmyndir, sem bent hefur verið á,
og segir Ingibjörg Sólrún nauðsynlegt að þær
athuganir hafi farið fram þar sem Reykvíking-
um sé nauðsynlegt að vita að ýmissa kosta sé
völ í báðum tilvikum. Ef menn kysu að hafa
völlinn áfram í Vatnsmýri, væru tveir kostir í
stöðunni, annars vegar að flugvöllur yrði þar í
nokkuð breyttri mynd, með tveimur flugbraut-
um í stað þriggja nú og hinsvegar að flugvöllur
yrði áfram en með eina braut á landi og aðra
braut á uppfyllingu í Skerjafirði. Hinsvegar
væru þrír kostir í stöðunni vildu menn völlinn
burt, í fyrsta lagi flugvöllur í Hvassahrauni í
Vatnsleysustrandarhreppi, í öðru lagi flugvöll-
ur á Lönguskerjum og í þriðja lagi flutningur
til Keflavíkur.
Þrátt fyrir að borgaryfirvöld og borgarbúar
kunni að hafa ákveðinn skilning á hagsmunum
landsbyggðarinnar hvað flugsamgöngur varð-
ar, þýðir það ekki endilega að þeir hagsmunir
séu ofar skipulagshagsmunum Reykvíkinga,
segir borgarstjóri.
Íbúum borgarinnar sé vel treystandi til þess
að vega og meta hagsmuni við kjörborðið.
ÍBÚUM Reykjavíkur gefst kostur á að veljamilli tveggja kosta í atkvæðagreiðslu umframtíðarnýtingu Vatnsmýrar sem framfer laugardaginn 17. mars nk. Spurt verð-
ur: „Vilt þú að flugvöllur verði í Vatnsmýri eftir
árið 2016 eða vilt þú að flugvöllurinn fari úr
Vatnsmýri eftir árið 2016?“ Á kjörskrá verða
um 85 þúsund manns, 18 ára og eldri, og verður
kosningin bindandi fyrir borgaryfirvöld taki að
minnsta kosti þrír fjórðu hlutar atkvæðisbærra
manna þátt eða ef einsýnt verður að helmingur
atkvæðisbærra manna greiðir öðrum hvorum
kostinum, sem kosið verður um, atkvæði sitt.
Kjósa má í Kringlunni
Atkvæðagreiðslan verður rafræn og kjör-
skrá miðlæg sem þýðir að greidd verða atkvæði
á tölvu og kjósandi er ekki bundinn af tiltekinni
kjördeild, líkt og í almennum kosningum held-
ur getur nýtt hverja þá kjördeild sem best
hentar. Hér er um nýmæli að ræða þar sem
ekki hefur áður verið boðið upp á rafræna
kosningu hér á landi í svo stórri og almennri at-
kvæðagreiðslu. Þeir sem ekki sjá sér fært að
kjósa á sjálfan kosningadaginn eða vilja kjósa
með skriflegum hætti, geta kosið utankjörstað-
ar í Ráðhúsinu vikuna fram að kjördegi. Á sjálf-
an kosningadaginn verður Ráðhúsið sömuleiðis
aðalkjörstaðurinn með tíu kjördeildir. Í þrem-
ur skólum höfuðborgarinnar, Laugarnesskóla,
Seljaskóla og Engjaskóla, verða 4-5 kjördeildir
og í Kringlunni verða settar upp sex kjördeild-
ir. Gunnar Eydal, skrifstofustjóri borgar-
stjórnar, segir umfang kosninganna heldur
minna en tíðkast í alþingis- og sveitastjórnar-
kosningum. Samtals sé um að ræða 30 kjör-
deildir og tæplega 100 kjörklefa. „Ef við sjáum
að það stefni í mjög mikla kjörsókn þennan dag
verður hægt að auka viðbúnaðinn með tiltölu-
lega skömmum fyrirvara.
Kostnaður borgarsjóðs vegna atkvæða-
Atkvæðagreiðsla um framtíðarnýtingu Vatnsmýrarsvæðisins fer fram 17. mars
BORGARBÚAR KJÓSA
MILLI TVEGGJA KOSTA
TENGLAR
..........................................................
Greinaflokkurinn birtist einnig á
Morgunblaðsvefnum: www.mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
FRAMTÍÐ FLUGVALLAR
Koma má ábendingum vegna greinaflokksins
til annars höfundarins, Jóhönnu Ingvarsdóttur:
join@mbl.is og Skapta Hallgrímssonar:
skapti@mbl.is, vegna fjarveru hins höfundarins,
Helga Bjarnasonar.