Morgunblaðið - 18.02.2001, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 18.02.2001, Qupperneq 16
16 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ E INN alræmd- asti hópur herskárra umhverfis- verndarsinna í Bandaríkj- unum er sam- tökin Earth Liberation Front, eða Frels- issamtök jarðarinnar. Sam- tökin hafa lýst tugum skemmdarverka á hendur sér á undanförnum árum og er tjónið metið á um 37 milljónir dollara, eða um 3,2 milljarða króna. Mest varð tjónið þegar félagar í samtökunum kveiktu í samtals sjö húsum og skíða- lyftum á því fræga skíðasvæði Vail í Colorado haustið 1998. Tjónið þar var metið á um einn milljarð króna. Forstjóri bandarísku alríkislögreglunn- ar FBI, Louis J. Freeh, nefndi Earth Liberation Front sérstaklega í skýrslu sinni fyrir nefnd öldunga- deildar Bandaríkjaþings og benti á að samtök af þessum toga yrðu sífellt hættulegri eftir því sem þekking þeirra á hryðjuverkum yrði meiri. Earth Liberation Front, eða ELF, á rætur að rekja til Englands árið 1992. Þar störf- uðu samtökin Earth First!, en þau samtök klofnuðu þegar meirihlutinn ákváð að halda baráttu sinni í umhverfismál- um innan ramma laga. Árið 1994 ákvað Earth First! einn- ig að hasla sér völl innan Bandaríkjanna án þess að beita ólöglegum aðferðum, en samhliða spruttu upp ELF- samtök þar. ELF hafði þá þegar hafið samvinnu við Ani- mal Liberation Front, eða ALF, en þau samtök voru orð- in alræmd fyrir þá iðju sína í Bretlandi og Bandaríkjunum að brjótast inn í minka- og refabú og sleppa dýrunum lausum, fjarlægja dýr af til- raunastofum og fleira í þeim dúr. ELF beitir gjarnan íkveikj- um til að vekja athygli á mál- stað sínum. Í Bandaríkjunum lýsti ELF í fyrsta skipti verknaði á hendur sér í októ- ber 1996, þegar kveikt var í bifreið í eigu bandarísku skógræktarinnar í Oregon. Tilraun til að kveikja í húsi skógræktarinnar tókst ekki. Tveimur dögum síðar brann miðstöð skógarvarða í Oregon til kaldra kola. Árið 1997 héldu íkveikjurn- ar áfram og enn voru þær í Oregon. Þær beindust að op- inberri landvörslu og kjöt- vinnslu í einkaeigu. Þá voru einnig negldir langir stálnagl- ar í tré á vinnslusvæði sögun- armyllu, til að gera þau óhæf til vinnslu. Skýringar á verk- unum voru oftast á þá leið, að þau væru unnin til að koma í veg fyrir spillingu lands og gæða. MINKAR, HESTAR, BÆNDUR OG GAUPUR Fyrstu árin voru skemmd- arverkin unnin í samvinnu ALF og ELF. Það má t.d. sjá af vali á verkefnum árið 1998, en þau fólust m.a. í að sleppa minkum úr búrum og villtum hestum úr girðingum, líkt og ALF hafði nánast sérhæft sig í. Skemmdarverkin voru einn- ig farin að dreifast víðar um Bandaríkin, þótt vestur- ströndin, aðallega Oregonríki, yrði oftast fyrir valinu. Fyrsta verk ELF, án atbeina dýra- vinanna í ALF, var að sprauta rauðri málningu á sendiráð Mexíkó í Boston til að mót- mæla meðferð mexíkóskra yf- irvalda á bændum í Chiapas- héraði. ELF vakti fyrst verulega athygli við íkveikjurnar á skíðasvæðinu í Vail í október 1998. Fjórar skíðalyftur eyði- lögðust, veitingahús og tvö hús önnur. Í fréttatilkynningu frá ELF sagði að sístækkandi skíðasvæðið væri óðum að leggja undir sig búsetusvæði gaupunnar, rándýrs af katta- ætt sem telst í útrýmingar- hættu. ELF lýsti ábyrgð sinni á þremur íkveikjum árið 1999, þar á meðal á rannsóknar- stofu Michigan-háskóla þar sem samtökin sögðu háskól- ann hafa tekið þátt í þróun erfðabreyttra matvæla með það fyrir augum að þvinga þróunarlönd til að rækta erfðabreyttar matjurtir. Á síðasta ári lét ELF mjög mikið að sér kveða, kveikti í einbýlishúsum í byggingu til að mótmæla útþenslu borga, skemmdi vinnutæki skógar- höggsmanna, hjó niður tré sem samtökin sögðu vera erfðabreytt og kveikti í höf- uðstöðvum repúblikana í Ind- íana til að mótmæla gerð hraðbrautar í ríkinu. Litlar líkur eru á að ELF dragi saman seglin á næst- unni. Fyrsta dag ársins var kveikt í skrifstofubyggingu sögunarmyllu í smábæ í Oreg- on. Myllan var í eigu skógar- höggsfyrirtækis í Idaho, sem hafði fært út kvíarnar til Ore- gon og nýlega undirritað samning um samstarf við fyr- irtæki í Chile. Í fréttatilkynn- ingu frá ELF sagði m.a., að samtökin vonuðust til að slík- um aðgerðum gegn auðvaldi og iðnaði fjölgaði á árinu 2001. ELF hefur einnig látið að sér kveða í Evrópu, t.d. sendu samtökin sprengjuhótanir á staði McDonald’s-veitinga- keðjunnar í Hollandi árið 1999 og vörpuðu eldsprengju að einum þeirra. Systursamtökin ALF réðust að litlum verslun- um sem selja fisk og franskar í Bretlandi, enda sagði tals- maður samtakanna þar að sjávarútvegurinn væri mjög grimmdarlegur atvinnuvegur. Þegar mennirnir myrtu spen- dýr og fugla létu þeir a.m.k. sem drápið væri mannúðlegt, en fiskar væru dregnir úr hafi í framandi umhverfi þar sem þeir dræpust hægt og kvala- fullt. EYÐILEGGJA ORÐSPORIÐ Ýmis umhverfisverndar- samtök, þar á meðal Earth First!, hafa fordæmt íkveikj- ur ELF. Þessi samtök segja hryðjuverk af þessu tagi að- eins eyðileggja orðspor um- hverfisverndarsinna. Hins vegar hafa sum umhverfis- verndarsamtök neitað að for- dæma verknaðina og því er stundum haldið fram að þau styðji í raun slíkar aðgerðir, en þori ekki að ganga svo langt að lýsa við þau stuðningi opinberlega af ótta við að al- menningsálitið snúist gegn þeim. Bent hefur verið á að Earth First! notaði sprengiefni til að skemma skíðalyftur í Arizona árið 1988 og ALF notaði röra- sprengjur árið 1998 til að eyðileggja bíla á loðdýrabú- um. Fréttatilkynningar þess- bregðast við ef FBI kemur í heimsókn, en þau eiga sér engan talsmann og engar höf- uðstöðvar. Þar af leiðandi virðist vonlaust verk fyrir lög- regluna að koma sínum manni í raðir þeirra. Bakari í Oreg- on, þekktur umhverfisvernd- arsinni, hefur komið fréttatil- kynningum samtakanna á framfæri, en hann neitar að gefa upp hvort þær berast honum með pósti, tölvupósti eða símleiðis. FBI gerði hús- leit á heimili hans og vinnu- stað, en virðist ekki hafa haft neitt upp úr krafsinu. Þá hefur verið á það bent, að lögreglan hafi verið sein að átta sig á tengslum skemmd- arverka víða um landið. Hún hafi ekki haft yfirsýn yfir þau, bæði vegna þess að ekki var til gagnabanki á landsvísu til að skrá öll tilvik og vegna þess að margir voru tregir til að kæra skemmdarverk, nema skaðinn væri þeim mun meiri. Þeir munu hafa óttast enn harkalegri aðgerðir, leituðu þeir til lögreglunnar, eða ótt- ast að fleiri fengju svipaðar hugmyndir að skemmdar- verkum, væri frá þeim skýrt opinberlega. Þrátt fyrir að illa hafi geng- ið að hafa uppi á skemmdar- vörgunum hefur lögreglan nú tvo menn í haldi. Annar er 17 ára piltur sem sakaður er um skemmdarverk og að hafa kveikt í, eða gert tilraun til að kveikja í, alls 19 íbúðarhúsum í byggingu í New York-ríki. Á húsin var m.a. ritað með málningu: „Ef þið byggið þau munum við brenna þau.“ Lög- reglunni þykir ólíklegt að pilt- urinn hafi verið einn að verki. Hinn maðurinn í haldi lög- reglu er 26 ára. Hann er sak- aður um að hafa neglt mörg hundruð nagla í tré í Indíana til að koma í veg fyrir skóg- arhögg. MESTA HRYÐJU- VERKAÓGNIN Bandarískur almenningur virðist lítt þekkja til Earth Liberation Front og fjöl- miðlaumfjöllun er ekki mikil. Þetta áhugaleysi má að líkind- um rekja til þess að samtökin hafa aðallega beitt sér gegn fyrirtækjum og stofnunum og hingað til hefur enginn slasast í árásum þeirra. Það kemur þó ekki í veg fyrir að banda- ríska alríkislögreglan lýsi ELF sem „hryðjuverkasam- tökum“ og líki þeim við öfga- hópa sem varpa sprengjum að læknastofum þar sem fram- kvæmdar eru fóstureyðingar. ELF er, að mati FBI, ein mesta hryðjuverkaógnin sem steðjar að í Bandaríkjunum og lögreglan hefur skorið upp herör gegn samtökunum. Miðað við yfirlýsingar ELF í byrjun ársins um fjölgun árása á auðvald og iðnað er líklegt að lögreglan muni hafa í nógu að snúast. ara samtaka eru gjarnan keimlíkar. Þær raddir hafa því heyrst að í raun séu meira eða minna sömu félagsmenn í þessum samtökum, en þeir sveipi sig ólíkum skikkjum eftir því sem við eigi. Aðrir segja að ELF komi umhverf- isverndarsinnum ekkert við, þetta séu samtök sem fremji skemmdarverk til þess eins að eyðileggja orðspor um- hverfisverndarsinna hvar- vetna. Lögreglunni gengur illa að hafa uppi á félagsmönnum ELF. Þær skýringar hafa m.a. verið gefnar, að þetta sé mjög óformlegur félagsskap- ur og í raun séu aðgerðirnar meira og minna einstaklings- framtak. Hver félagsmaður þekki í mesta lagi til örfárra annarra, eins og títt sé um hryðjuverkasamtök. Samtök- in eru nýbúin að opna heima- síðu á Netinu, þar sem m.a. eru kenndar aðferðir við íkveikjur og hvernig eigi að Mesta hryðjuverkaógn sem steðjar að Bandaríkjunum AP Steve Swanson, forstjóri Superior Lumber Co. í Glen- dale í Oregon, kannar skemmdir eftir að félagar í ELF kveiktu í skrifstofum fyrirtækisins. Stuðningsmenn ELF mót- mæla fyrir utan alríkisdóms- húsið í Portland í Oregon í síðustu viku. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa vaxandi áhyggjur af herskáum hópum umhverf- isverndarsinna, sem skirrast ekki við að vinna spellvirki til að vekja athygli á mál- stað sínum. Ragnhildur Sverrisdóttir segir að illa gangi að koma lögum yfir slíka hópa, sem bandaríska alríkislögreglan segir mestu hryðjuverkaógn í landinu. Bandar íska a l r ík is lögreg lan berst v ið herskáa umhver f i sverndars inna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.