Morgunblaðið - 18.02.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 18.02.2001, Síða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 21 Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum Lífrænar jurtasnyrtivörur Hálskremið — hálskremið BIODROGA COEN-bræður hafa ætíð verið lunknir við að skapa nokkuð ýktar og absúrd persónur. Hinn mælski Ulys- ses Everett McGill og vitgrönnu félagar hans Delmar og Pete eru engin undantekning á því, né aðrar persónur í þessari mynd. Það gefur tóninn fyrir þessa léttfáránlegu mynd sem er mjög lauslega byggð á Ódysseifskviðu Hómer heitins. Myndin gerist á þriðja áratug seinustu aldar. Þeir félagarnir brjót- ast út úr fangelsi í leit að fjársjóði, og á leiðinni lenda þeir í ýmsum ævin- týrum, eru dregnir á tálar af dular- fullum konum og plataðir af eineygð- um risa, svo eitthvað sé nefnt. Handritið er engin snilld. Það sækir hugmyndir til Hómers til að ganga út frá og þær síðan misgáfu- lega tengdar saman til að mynda heild, sem á stundum verður jafnvel langdregin. Myndin er því saman- safn uppákoma án þess að eiginleg þróun eigi sér stað. Þannig þjónar sagan meira hugmyndinni að aðlög- un Ódysseifskviðanna í stað þess að þær þjóni því sem þeir bræður vilja koma á framfæri, sem er alls ekki augljóst. Ég býst við að þeir hafa bara viljað skapa stemmningarsögu frá þessu tímabili í sögu Bandaríkj- anna. Það sem ég fílaði svo vel í The Hudsucker Proxy var hversu stjórn- uð hún var. Kvikmyndatakan var út- hugsuð, leikstíllinn ýktur en bæði snilldarlega góður og í fullu í sam- ræmi við kvikmyndir teknar á þeim tíma sem myndin gerist á. Glæsilega vel stjórnað verk af hendi þeirra bræðra. Hér slá þeir aðeins slakar við við stjórnvölinn, þar sem bæði leikstíllinn og grínið fara alltaf aðeins yfir strikið, sem er synd. Leikararnir standa sig samt ágæt- lega. George Clooney er býsna skemmtilegur í sínu, stundum af- káralega, hlutverki sem Ulysses Everett. John Turturro er sömuleið- is fínn sem Pete, en senuþjófurinn er hinn lítt þekkti Tim Blake Nelson sem er hreinlega frábær. Hann er yndislega aulalegur og þess virði að horfa sérstaklega á allan tímann. Tónlistin er stór hluti þessarar kvikmyndar og er það vel. Hún er skemmtileg þessi sveitalega banda- ríska „bluegrass“ tónlist og hún set- ur svo sannarlega réttu stemmn- inguna í myndina og er alveg í takt við húmorinn. Þótt innihaldið sé frek- ar tómlegt, þá er myndin fínasta af- þreying og mjög vönduð sem slík. Og sumar uppákomurnar og hugmynd- irnar alveg einstakar, að hætti þess- ara frumlegu bræðra sem vonandi verða aðeins gáfulegri í næstu mynd. Lúðulakar í leiðangri KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó Leikstjórn: Joel Coen. Handrit: Ethan Coen, Joel Coen og Hómer. Aðalhlutverk: George Clooney, John Turturro, Tim Blake Nelson, John Goodman, Holly Hunter og Charles Durning. Working Title Films 2000. O BROTHER, WHERE ART THOU?  Hildur Loftsdótt ir Bankastræti 3, sími 551 3635 Póstkröfusendum Lífrænar jurtasnyrtivörur 24 stunda dag- og næturkrem BIODROGA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.