Morgunblaðið - 18.02.2001, Síða 22

Morgunblaðið - 18.02.2001, Síða 22
LISTIR 22 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Um er að ræða sýningu 188 ljós- mynda eftir 94 ljósmyndara sem all- ir eru blökkumenn. Giuliani hefur einkum sett sig upp á móti ljósmynd Renèe Cox, sem setur sjálfa sig og aðra blökkumenn í stöðu Jesú Krists og lærisveinanna eins og þeir birtast í frægu málverki Leonardo da Vinci af síðustu kvöldmáltíðinni. Ljós- myndin ber heitið „Yo Mama’s Last Supper“, og stendur Cox þar nakin fyrir miðju með útrétta handleggi líkt og Jesús í málverkinu. Giuliani, sem er rómversk-kaþ- ólskur, lýsti á fimmtudag áliti sínu á myndinni, sem hann sagði „viðbjóðs- lega“, „hneykslanlega“ og „and-kaþ- DEILUR Rudolphs W. Giuliani, borgarstjóra New York, og for- svarsmanna Brooklyn-listasafnsins hafa blossað upp á ný í tengslum við ljósmyndasýningu sem safnið stend- ur fyrir og ber titilinn Tengsl við ímyndina eða „Committed to the Image“. Þetta kemur m.a. fram í The New York Times. Giuliani, sem reyndi að loka á fjárveitingar til Brooklyn-safnsins árið 1999 vegna hinnar umdeildu „Sensation“-sýn- ingar þess, telur eitt verkið á ljós- myndasýningunni vera helgibrot og vill koma á fót nefnd til að gæta að velsæmi listasafna á vegum borgar- innar. ólska“ og greindi frá því að hann hygðist skipa nefnd til að setja vel- sæmisreglur sem kæmu í veg fyrir að listasöfn, rekin með opinberu fé frá borginni, sýndu verk af þessu tagi. Talsmenn listasafnsins hafa svar- að gagnrýni Giulianis á ljósmynda- sýninguna á þann veg að eðlilegt sé að sum listaverk veki sterk við- brögð, enda hafi listin gegnt því hlutverki í sögunni að vekja fólk til umhugsunar. Sjálf segir Cox að Giuliani verði að eiga þetta við sjálf- an sig. Þá hefur greinahöfundur í New York Times sett fram þá spurningu hvernig standi á því að hliðstætt listaverk, sem var hluti af „Sensation“-sýningunni og sýndi hvíta, berbrjósta konu í hlutverki Jesú, hafi ekki vakið teljandi deilur. Miðstöð menningar Skemmst er að minnast deilumáls Rudolphs Giuliani og Brooklyn- safnsins árið 1999, en þá reyndi borgarstjórinn að loka listasafninu í kjölfar „Sensation“-sýningarinnar sem sýndi mynd af Maríu mey sem unnin var að hluta úr fílssaur. Því máli lauk með dómi um að borg- arstjórinn væri með fyrirætlaðri lokun safnsins að ganga gegn stjórn- arskrárbundnum lögum um tjáning- arfrelsi. Nú hefur Giuliani sagt að hann hugleiði lögsókn gegn Brook- lyn-safninu vegna ljósmyndasýning- arinnar og segist hann vongóður um að finna leið til að vinna málið í hæstarétti Bandaríkjanna. Ummæli Giulianis á blaðamanna- fundi um að setja á fót velsæmis- nefnd, sem skipuð yrði „heiðvirðu fólki“, hefur vakið furðu margra stjórnmálamanna auk þess sem önn- ur listasöfn í borginni eru uggandi, en flest eru þau rekin að einhverju leyti fyrir opinbert fé. Phillippe de Montebello, stjórnandi Metropolit- an-listasafnsins í New York, sagði að skipun slíkrar nefndar yrði hörm- uð þar sem hún „bryti niður ímynd New York-borgar sem miðstöðvar menningar í heiminum“. Fjölmiðlafár og menningarpólitík Fyrrnefndur greinarhöfundur sem fjallaði um málið í The New York Times sl. föstudag telur að sýningin og ljósmynd Cox hafi hér orðið bitbein menningarpólitískra átaka þar sem fjölmiðlar leiki stórt hlutverk. Hann grunar Brooklyn- safnið um að reyna að ná sér í at- hygli með sýningunni og bendir á að ljósmynd Cox af síðustu kvöldmál- tíðinni hafi verið sýnd áður, m.a. í Connecticut-fylki og á Ítalíu, án þess að vekja umtal, né heldur athygli gagnrýnenda. „Yo Mama’s Last Supper er ekkert meistaraverk, né felur það í sér ögrun umfram það sem gengur og gerist nú á dögum,“ segir greinarhöfundurinn Michael Kimmelman. Þannig telur hann menningarpólitísku deilurnar um- hverfis verkið mun meira áhyggju- efni en verkið sjálft. Giuliani fordæmir ljós- mynd af nöktum kvenjesú AP Renée Cox ræðir við fjölmiðla um mynd sína „Yo Mama’s Last Supper“ á Brooklyn-listasafninu í New York. ÞESSI egypska lágmynd, sem er frá því á 14. öld f.Kr., fannst á dögunum af hópi hollenskra forn- leifafræðinga í Sakkara í ná- grenni við Kaíró. Talið er að verkið kunni að veita nánari upplýsingar um stutt tímabil í sögu Egypta er eingyð- istrú var iðkuð á stjórnartíma Akhenaten. Myndirnar eru sambland hefð- bundinna faraómynda og viss raunsæis sem tíðkaðist á dögum Akhenaten, en hann afnam fjöl- gyðistrú forvera sinna og helgaði sig þess í stað sólarguðinum Aten. Lágmynd finnst við Sakkara AP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.