Morgunblaðið - 18.02.2001, Side 23

Morgunblaðið - 18.02.2001, Side 23
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 23 BMW 525iX Nýskr. 4.1994, 2500cc vél, 5 dyra, sjálfskiptur, grænn, ekinn 108 þús. Topplúga, ABS, álfelgur o.m.fl. Verð 1.790 þús. Ólafur Þór Ólafsson leiðbeinandi *Þú getur gert, átt eða verið það sem þú vilt. Brian Tracy Upplýs. og skráning s. 533 5522 Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 22. febrúar kl. 18 á Hótel Loftleiðum. Nokkur sæti laus. Námskeið til árangurs www.markmidlun.is Náðu árangri og Phoenix Frábær námskeið í sjálfsrækt og markmiðasetningu sem færa þér lyklana að þinni eigin velgengi í lífi og starfi. Ath. frí netbók á heimasíðu Sérstakt verðtilboð einungis á þetta námskeið SÝNING er hafin á myndvefnaði Sveinbjargar Vigfúsdóttur í Þjón- ustumiðstöð aldraðra á Dalbraut 27. Sveinbjörg er 97 ára og býr á þjón- ustumiðstöðinni. Hún byrjaði á myndvefnaði fyrir tveimur árum undir handleiðslu Hönnu Ragnars- dóttur vefnaðarkennara. Myndvefn- aður á Dalbraut HÁDEGISFUNDUR Sagnfræð- ingafélagsins verður á þriðjudag í fundarsal Norræna hússins kl. 12.05 til 13. Orri Vésteinsson fornleifa- fræðingur heldur fyrirlestur sem hann nefnir „Fornleifar, heimildir og samtíminn“. Í fyrirlestrinum verður fjallað um heimildargildi fornleifa og mögu- leika á nýjum sjónarhornum á ís- lenska fortíð. Í fréttatilkynningu segir m.a. að heimildargildi fornleifa geti haft fjárhagslegt gildi (málmverð) og list- rænt eða fagurfræðilegt gildi, en heimildargildið er ekki alltaf jafn- augljóst, sér í lagi ekki þegar um er að ræða fornleifar frá tímabilum sem ritheimildir eru einnig til um. Orri Vésteinsson er doktor í sagn- fræði frá Lundúnaháskóla (1996) en hafði áður lokið mastersprófi í forn- leifafræði frá sama skóla. Hann hef- ur verið forstöðumaður rannsókna- og kennslusviðs Fornleifastofnunar Íslands frá stofnun hennar 1995 en auk þess stjórnað fornleifaskráningu á hennar vegum. Fornleifafyrirlestur  FIMMTI árgangur af Ritmennt, ársriti Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, er kominn út. Í ritinu er um einn tugur greina og frásagnarþátta. Fremst í ritinu er grein sem rituð er af bónda norður í Eyjafirði, Birgi Þórðarsyni. Þar er um að ræða heim- ildakönnun sem tengist tveimur 19. aldar handritum, minnisbók og broti úr dagbók, eftir Eggert Ó. Gunn- arsson, mikinn framkvæmda- og hugsjónamann, sem að lokum varð landflótta vegna skulda. Átjánda öld- in á sína fulltrúa í ritinu – lærða grein um heimildanotkun Hálfdánar Einarssonar í hinu latneska riti hans um íslenskar bókmenntir; grein um Eggert Ólafsson og hugmyndafræð- ina í kveðskap hans; í þriðja lagi er umfjöllun um Hagþenki Jóns Ólafs- sonar úr Grunnavík. Birt er, ásamt skýringum, kvæði á ensku, hið fyrsta sem Íslendingur yrkir á þeirri tungu að því er best er vitað. Höfundur er Lárus Sigurðsson frá Geitareyjum, hollvinur Jónasar Hallgrímssonar og mikill efnismaður, sem lést mjög ungur. Nýjung er að grein þar sem rakið er eftir frumheimildum lífshlaup tveggja frænda sem stunduðu prent- nám í Reykjavík seint á 19. öldinni. Í tilefni af aldarminningu Jóhann- esar úr Kötlum er lítil grein um hið sívinsæla kver hans, Jólin koma, sem komið hefur út nær tuttugu sinnum. Stutt frásögn af því er innsigli af kassa með gögnum Erlends í Unu- húsi var rofið í Landsbókasafni í upphafi menningarársins. Ritmennt er 160 bls. Ritstjóri er Einar Sigurðsson, en í ritnefnd eru Kristín Bragadóttir, Þorleifur Jóns- son og Ögmundur Helgason. Tímarit ATVINNA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.