Morgunblaðið - 18.02.2001, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
riffla-flauelsjakki 7.990
riffla-flauelsbuxur 5.500
(litir svart - dökkbrúnt)
bolur 1.990
stígvél 6.900
leðurblóm 990
blúndukjóll 8.990
(litir: ljósblátt - ljósbleikt - beinhvítt)
skór 4.900
skinnkragi 4.590
peysa 3.990
kjóll 7.990
buxur 6.990
(litir: hvítt - drapplitað og fjólublátt)
peysa 3.990
skór 4.900
kápur 9.990
(litir: drapplitað - ljósblátt -
svart)
skinnkragi 4.590
leðurblóm 990
...ferming
Sérsaumum
Opið sunnudaga í Kringlunni
1300-1700
Að sögn ritstjóranna Guðna R. Björnssonar
og Árna Einarssonar eru fleiri kallaðir til
ábyrgðar og þátttöku en áður með breyttum
áherslum í forvörnum og þar með hafi aukist
þörf á vönduðum og traustum upplýsingum.
Aukin áhersla er t.d. lögð á ábyrgð foreldra
og skóla til uppfræðslu barna og unglinga
um ávana- og fíkniefni, enda sé grundvall-
aratriði í ábyrgu forvarnarstarfi hlutlæg
þekking allra sem að málinu koma á málefn-
inu sjálfu.
Gefin öllum
fermingarbörnum
Það var Fræðslumiðstöð í fíknivörnum
sem réðst í þessa útgáfu og útkoman er upp-
lýsingarit upp á 320 blaðsíður, ríkulega
myndskreytt og vandað að umgjörð. Í ritinu
er fjallað um málaflokkinn sem um ræðir frá
mörgum hliðum og „færustu sérfræðingar á
ýmsum sviðum“, eins og ritstjórar komast að
orði, kallaðir til. Alls fjalla þrjátíu grein-
arhöfundar um fíkniefni og forvarnir frá
sjónarhóli, læknis-, lyfja, -sál-, uppeldis- og
félagsfræði, heimspeki, löggæslu og toll-
gæslu. Styrkir komu frá Oddfellowreglunni
á Íslandi, forvarnarsjóði, tóbaksvarnarnefnd,
menntamálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti
og gerði það útgáfunni kleift að senda öllum
grunnskólum og bókasöfnum bókina að
kostnaðarlausu.
„Raunar gerum við gott betur með þetta
fyrsta upplag. Það er upp á 5.000 bækur og
fer stór hluti þess til allra þeirra barna sem
fermast í vor og er það fermingargjöf okkar
til þeirra,“ bætir Guðni R. Björnsson rit-
stjóri við og undirstrikar þar með að ekki sé
um fjáröflunarverkefni að ræða. Hugmyndin
hafi alla tíð verið sú að það vantaði greiðan
og skipulegan aðgang að þessum upplýs-
ingum í handbókarformi þegar Oddfellow-
reglan hafi fengið veður af því að hugmyndin
lá tilbúin á borðinu en óframkvæmanleg
vegna fjárskorts. „Að bókin sé komin út þýð-
ir þó ekki að verkefninu sé lokið. Það er í
raun rétt að byrja og til marks um umfangið
má nefna að eftir að fermingarbörnin í vor
hafa fengið bókina eru eftir um 30.000 heim-
ili í landinu þar sem börn innan fermingar
eru að vaxa úr grasi. Það má þó ekki skilja
að þetta sé einungis ætlað börnum og ung-
lingum, eða einvörðungu fjölskyldum þeirra
sem eiga við fíknivanda að stríða. Þetta er
þvert á móti ætlað öllum sem kunna að hafa
áhuga á málaflokkinum og samfélagsmálum
yfirleitt,“ bætir Guðni við.
Hér á eftir verða, að fengnu leyfi útgef-
enda, birtir stuttir kaflar héðan og þaðan úr
ritinu. Vonandi gefa þeir einhvers konar
þverskurðarmynd af efninu.
Óviðráðanleg þörf
Á blaðsíðu 95 hefst kafli þar sem fjallað er
um sálfræðilegar kenningar um alkóhólisma,
Fíkniefni og for-
varnir í deiglunni
„Fíkniefni og forvarnir – handbók fyrir heimili og
skóla“ heitir viðamikið rit sem kom út í vikunni og segir
bókartitillinn meira en mörg orð um innihald ritsins.
Útgefandi er Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, sjálfstæð
stofnun rekin af æskulýðs- og foreldrahópum, sem
komið hefur að flestum forvarnaverkefnum síðasta ára-
tuginn. Guðmundur Guðjónsson gluggaði í bókina. Mynd/Anna Gunnlaugsdóttir
Mynd sem gæti talist dæmigerð úr heimi vímuefna og er ein af mörgum úr bókinni.
Morgunblaðið/Jim Smart
Ritstjórar forvarnabókarinnar, Guðni R. Björnsson, lengst til hægri, og Árni Einarsson, til
vinstri, ásamt Aldísi Tryggvadóttur sem var ein fjögurra ritnefndarmanna.