Morgunblaðið - 18.02.2001, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 18.02.2001, Qupperneq 26
26 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ riffla-flauelsjakki 7.990 riffla-flauelsbuxur 5.500 (litir svart - dökkbrúnt) bolur 1.990 stígvél 6.900 leðurblóm 990 blúndukjóll 8.990 (litir: ljósblátt - ljósbleikt - beinhvítt) skór 4.900 skinnkragi 4.590 peysa 3.990 kjóll 7.990 buxur 6.990 (litir: hvítt - drapplitað og fjólublátt) peysa 3.990 skór 4.900 kápur 9.990 (litir: drapplitað - ljósblátt - svart) skinnkragi 4.590 leðurblóm 990 ...ferming Sérsaumum Opið sunnudaga í Kringlunni 1300-1700 Að sögn ritstjóranna Guðna R. Björnssonar og Árna Einarssonar eru fleiri kallaðir til ábyrgðar og þátttöku en áður með breyttum áherslum í forvörnum og þar með hafi aukist þörf á vönduðum og traustum upplýsingum. Aukin áhersla er t.d. lögð á ábyrgð foreldra og skóla til uppfræðslu barna og unglinga um ávana- og fíkniefni, enda sé grundvall- aratriði í ábyrgu forvarnarstarfi hlutlæg þekking allra sem að málinu koma á málefn- inu sjálfu. Gefin öllum fermingarbörnum Það var Fræðslumiðstöð í fíknivörnum sem réðst í þessa útgáfu og útkoman er upp- lýsingarit upp á 320 blaðsíður, ríkulega myndskreytt og vandað að umgjörð. Í ritinu er fjallað um málaflokkinn sem um ræðir frá mörgum hliðum og „færustu sérfræðingar á ýmsum sviðum“, eins og ritstjórar komast að orði, kallaðir til. Alls fjalla þrjátíu grein- arhöfundar um fíkniefni og forvarnir frá sjónarhóli, læknis-, lyfja, -sál-, uppeldis- og félagsfræði, heimspeki, löggæslu og toll- gæslu. Styrkir komu frá Oddfellowreglunni á Íslandi, forvarnarsjóði, tóbaksvarnarnefnd, menntamálaráðuneyti og fjármálaráðuneyti og gerði það útgáfunni kleift að senda öllum grunnskólum og bókasöfnum bókina að kostnaðarlausu. „Raunar gerum við gott betur með þetta fyrsta upplag. Það er upp á 5.000 bækur og fer stór hluti þess til allra þeirra barna sem fermast í vor og er það fermingargjöf okkar til þeirra,“ bætir Guðni R. Björnsson rit- stjóri við og undirstrikar þar með að ekki sé um fjáröflunarverkefni að ræða. Hugmyndin hafi alla tíð verið sú að það vantaði greiðan og skipulegan aðgang að þessum upplýs- ingum í handbókarformi þegar Oddfellow- reglan hafi fengið veður af því að hugmyndin lá tilbúin á borðinu en óframkvæmanleg vegna fjárskorts. „Að bókin sé komin út þýð- ir þó ekki að verkefninu sé lokið. Það er í raun rétt að byrja og til marks um umfangið má nefna að eftir að fermingarbörnin í vor hafa fengið bókina eru eftir um 30.000 heim- ili í landinu þar sem börn innan fermingar eru að vaxa úr grasi. Það má þó ekki skilja að þetta sé einungis ætlað börnum og ung- lingum, eða einvörðungu fjölskyldum þeirra sem eiga við fíknivanda að stríða. Þetta er þvert á móti ætlað öllum sem kunna að hafa áhuga á málaflokkinum og samfélagsmálum yfirleitt,“ bætir Guðni við. Hér á eftir verða, að fengnu leyfi útgef- enda, birtir stuttir kaflar héðan og þaðan úr ritinu. Vonandi gefa þeir einhvers konar þverskurðarmynd af efninu. Óviðráðanleg þörf Á blaðsíðu 95 hefst kafli þar sem fjallað er um sálfræðilegar kenningar um alkóhólisma, Fíkniefni og for- varnir í deiglunni „Fíkniefni og forvarnir – handbók fyrir heimili og skóla“ heitir viðamikið rit sem kom út í vikunni og segir bókartitillinn meira en mörg orð um innihald ritsins. Útgefandi er Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, sjálfstæð stofnun rekin af æskulýðs- og foreldrahópum, sem komið hefur að flestum forvarnaverkefnum síðasta ára- tuginn. Guðmundur Guðjónsson gluggaði í bókina. Mynd/Anna Gunnlaugsdóttir Mynd sem gæti talist dæmigerð úr heimi vímuefna og er ein af mörgum úr bókinni. Morgunblaðið/Jim Smart Ritstjórar forvarnabókarinnar, Guðni R. Björnsson, lengst til hægri, og Árni Einarsson, til vinstri, ásamt Aldísi Tryggvadóttur sem var ein fjögurra ritnefndarmanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.