Morgunblaðið - 18.02.2001, Síða 29

Morgunblaðið - 18.02.2001, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 29 Á SVIÐI framleiðslu kvikmynda sjónvarps- og margmiðlunarefnis hefur Evrópusambandið rekið sér- stakar áætlanir undir heitinu MEDIA og höfum við Íslendingar haft aðild að þeim frá árinu 1993. Um síðustu áramót rann MEDIA II áætl- unin skeið sitt á enda og hafði hún staðið yfir frá ársbyrjun 1996. Heild- arfjárveiting til hennar voru tæpir 25 milljarðar króna og fór stærstur hluti þess fjármagns til undirbúnings, þró- unar og dreifingar kvikmynda- og sjónvarpsefnis. Einnig voru styrkir veittir til þjálfunar og endurmennt- unar fagfólks á umræddu sviði. Frá því að þátttaka Íslands í MEDIA hófst hafa þrjátíu íslensk fyrirtæki fengið lán eða styrki til dreifingar á evrópskum kvikmyndum og myndböndum hér á landi. Jafn- framt hafa átta fyrirtæki fengið styrki til dreifingar á evrópskum kvikmyndum og myndböndum á Ís- landi og erlendir dreifingaraðilar hafa fengið lán eða styrki til að sýna íslenskar kvikmyndir í allt að sex Evrópulöndum. Þar að auki má nefna að tvö íslensk sjónvarpsverkefni hafa fengið víkjandi lán til að undirbúa dreifingu til evrópskra sjónvarps- stöðva og tvö kvikmyndahús hafa hlotið árlegan styrk síðastliðin sex ár til að sýna evrópskar kvikmyndir. Einnig má nefna að margmiðlunar- fyrirtækið Gagarín hefur hlotið út- hlutun upp á u.þ.b. 19 milljónir til til- raunaverkefnis við markaðssetningu margmiðlunarleiks í Evrópu. Frá því að Íslendingar hófu þátttöku í Media hefur á fjórða hundrað milljónum króna verið úthlutað hingað til lands á sama tíma og aðildargjöld okkar hafa verið rúmar 24 milljónir. Í byrjun þessa árs hófst formlega næsta stig MEDIA-áætlunarinnar, MEDIA-plus, sem standa mun yfir til ársloka 2005. Megináherslur og markmið munu áfram verða þau sömu þótt um smávægilegar breyt- ingar verði að ræða. Áhersla verður lögð á menntun fagfólks og undirbún- ing verkefna og stutt verður við fyr- irtæki á sviði framleiðslu og dreifing- ar myndefnis. Í flestum tilfellum er þessi stuðningur í formi vaxtalausra og skilyrtra lána en í sumum tilfellum er einnig um beina fjárstyrki að ræða. Heildarfjárframlög verða jafn- framt hækkuð í tæplega 32 milljarða króna. Vonast Evrópusambandið til að fjölga störfum í evrópskri sjón- varps- og kvikmyndaframleiðslu um 300 þúsund á þessu fimm ára tímabili en reiknað er með að hún veiti þegar um einni milljón manns atvinnu í álf- unni. Sérstakar upplýsingaþjónustur fyrir MEDIA-áætlunina eru reknar í hverju þátttökuríki og hafa það hlut- verk að veita upplýsingar um alla þá starfsemi sem heyrir undir hana. Þar fá umsækjendur aðstoð við útfyllingu umsókna um lán og styrki í tengslum við áætlunina, sem og upplýsingar um stofnanir og samtök sem tengjast henni. Þeir sem vilja afla sér frekari upplýsinga um MEDIA-áætlunina er bent á að setja sig í samband við upp- lýsingþjónustuna og skoða upplýs- ingasíðu hennar á slóðinni www.centrum.is/mediadesk/. Á fjórða hundrað milljóna til kvikmyndagerðar og dreifingar SÖLUSTAÐIR: Kosmeta Síðumúla 17 • 108 Reykjavík Sími: 588 3630 • Fax: 588 3731 Netfang: kosmeta@islandia.is REYKJAVÍK: Glæsibæ • Domus Medica • Austurveri • Háteigsvegi Melhaga • Kringlunni, 1. og 3. hæð • Mjódd Fjarðarkaupum, Hafnarfirði LANDIÐ: Hafnarstræti, Akureyri • Hveragerði • Þorlákshöfn Kirkjubraut 5, Akranesi Dalvíkur-Apótek • Apótekið Ólafsfirði Apótek Sauðárkróks • Apótek Vestmannaeyja Apótekið Siglufirði • Apótek Ólafsvíkur Apótek Ísafjarðar • Apótek Austurlands Stykkishólmsapótek • Lyfjaútibúið Grundarfirði Lyfsalan Patreksfirði • Árnes Apótek, Selfossi Grafarvogs Apótek, Hverafold 1-2 • Árbæjarapótek Amon-Ra, Hraunbergi 4 • Garðs Apótek, Sogavegi 108 Lónið, Þórshöfn • Hjá Maríu, Amaróhúsinu, Akureyri Pétursbúð, Ránargötu 15 • Verslunin Áskjör, Ásgarði 22 Verslunin Kjötborg, Ásvallagötu 19 Kaupfélag Vestur-Húnvetninga, Hvammstanga Kjöthöllin, Háaleitisbraut 58-60 Hárgreiðslustofan Evíta, Starmýri 2 Þverholti 2, Mosfellsbæ • Suðurströnd 2, Seltjarnarnesi Smáratorgi 1, Kópavogi • Spönginni 13, Reykjavík Kringlunni 8-12, Reykjavík • Fjarðargötu 13-15, Hafnarfirði Iðufelli 14, Reykjavík • Smiðjuvegi 2, Kópavogi Njarðvík Nei, það er alveg á hreinu að það kaupir enginn köttinn í sekknum sem skellir sér á amerísku úrvals hárvörurnar CITRÉ SHINE! Þær eru fyrsta flokks, ódýrar, standa í engu að baki dýrari hár- snyrtivörum og eru einstaklega drjúgar í notkun. Af CITRÉ SHINE er ferskur ilmur sítrusávaxtanna, appelsína, sítróna og greipaldinna, sem þær eru að hluta til framleiddar úr, auk þess sem safi og börkur ávaxtanna gefa hárinu skínandi glans, lifandi og heilbrigt útlit. Fást um gjörvöll Bandaríkin, Suður-Ameríku, Kanada, Ástralíu, Evrópu, í Austurlöndum og núna um mest allt Ísland! Melabúðin, Hagamel 39 Köttur í sekknum ??? G A U K U R

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.