Morgunblaðið - 18.02.2001, Side 30
30 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
órður kynntist flutn-
ingamálum töluvert
sem fiskútflytjandi og í
viðskiptafræðináminu í
Háskólanum en hann
segir það hafa verið hálfgerða til-
viljun að hann hóf sjálfur rekstur
flutningsmiðlunar. Hann komst í
kynni við eiganda erlendrar flutn-
ingsmiðlunar, sem vildi hasla sér
völl á Íslandi, og í sameiningu
ákváðu þeir að stofna Fraktlausnir
haustið 1997.
Hefur flutningamarkaðurinn ekki
breyst töluvert á þessum tíma?
„Það má segja að þessi markaður
hafi tekið gífurlegum breytingum á
síðustu tíu árum eða svo. Áður var
þetta mjög einfalt. Innflytjendur
gátu valið á milli tveggja skipa-
félaga, Eimskips og Samskipa, eða
flugfraktar með Flugleiðum ef þeim
lá á. Á síðustu árum hafa fleiri að-
ilar bæst í hópinn, sérstaklega í
flugfrakt, og samkeppnin er sífellt
að aukast. Verðmunur milli skipa-
og flugflutninga mjókkar með
hverju árinu sem líður og það verð-
ur æ hagkvæmara að taka þyngri
sendingar með flugi. Vegna mikilla
framfara í flutningatækni hafa ís-
lensk fyrirtæki skorið niður lager-
hald sitt hér heima og treysta á að
geta pantað vörur og varahluti með
skjótum hætti frá Evrópu eða Am-
eríku.“
Hvernig gengur ykkur að afla
viðskiptavina? Eru íslenskir heild-
salar ekki vanastir því að sjá um
þessi mál sjálfir, t.d. tollskýrslu-
gerð og samskipti við farmflytjend-
ur?
„Því er ekki að neita að starfsem-
in fór hægt af stað en síðan hefur
stöðugur straumur legið til okkar. Í
byrjun litu margir á þennan kost
sem óþarfan millilið í samskiptum
sínum við farmflytjendur og tolla-
yfirvöld og það kom manni á óvart
hvað „milliliðafóbían“ var sterk á
flutningamarkaðnum. Við vorum þó
fljótir að byggja upp traustan hóp
viðskiptavina. Margir þeirra voru
vanir því að sjá um þessa vinnu
sjálfir en það verður sífellt erfiðara
að hafa yfirsýn yfir alla kosti í
flutningum. Þá má geta þess að frá
og með næstu mánaðamótum verða
tollskýrsluskil einungis á rafrænu
formi og ekki lengur möguleiki að
skila inn tollskýrslum á pappír. All-
ar þessar breytingar gera það að
verkum að þeir heildsalar, sem eru
með tiltölulega fáar sendingar á ári,
hagnast á því að láta sérhæfðan að-
ila eins og okkur sjá um þetta.“
Þið leggið mikla áherslu á ráð-
gjafaþáttinn. Geturðu útskýrt hann
nánar?
Markaðurinn vill
heildarlausnir
„Markmið fyrirtækisins er að
finna ætíð hagkvæmustu og greið-
ustu leiðina fyrir viðskiptavini og
því leggjum við mikla áherslu á
heiðarlega ráðgjöf. Þess vegna
þurfum við að hafa góða þekkingu á
markaðnum og vera upplýstir um
ferðir og tímaáætlanir allra farm-
flytjenda. Þegar menn leita upplýs-
inga hjá okkur reynum við að finna
besta kostinn og sú leit leiðir ekki
alltaf til viðskipta við okkur. Stund-
um getur verið betra fyrir menn að
snúa sér beint til farmflytjendanna
sjálfra og þá bendum við á það.“
Fyrirtækið leggur áherslu á
heildarlausnir fyrir viðskiptavini
sína að sögn Þórðar en í því felst að
það sér um flutning vöru frá upp-
hafi til enda. Það sækir vöruna til
sendanda og kemur henni í hendur
farmflytjanda, sér um að útbúa
farmbréf, tollskýrslur og önnur
skjöl og fylgist með vörunni allt þar
til hún kemst í hendur viðtakanda.
En eru stóru flutningafyrirtækin
ekki einmitt farin að veita slíkar
heildarlausnir? Hvaða þjónustu
veita Fraktlausnir sem stóru fyr-
irtækin veita ekki?
„Það er rétt að stóru fyrirtækin
hafa aukið þjónustu sína á síðustu
árum og leggja áherslu á heildar-
lausnir. En það má ekki gleyma því
að þessi fyrirtæki hugsa að sjálf-
sögðu eingöngu um að selja sína
þjónustu og fylla sínar flugvélar
eða sín skip. Þegar sendandi lætur
vöru í hendurnar á skipafélagi, er
hann um leið bundinn af áætlun
þess.
Við einbeitum okkur hins vegar
að því að finna þá flutningsleið sem
hentar viðskiptavininum best
hverju sinni. Við miðlum vörunni en
látum flutningafélög sjá um flutn-
inginn á henni. Við gerum ekki upp
á milli flutningafélaga heldur velj-
um það félag og þann flutningsmáta
sem best liggur við hverju sinni. Í
þessu liggur stóri munurinn á okk-
ur og stóru flutningafélögunum.
Vara sem við tökum að okkur getur
því verið flutt með skipafélögunum
Eimskipum, Samskipum, Atlants-
skipum, nú eða með flugi Flugleiða,
Íslandsflugs, Bláfugli eða Cargolux
svo eitthvað sé nefnt. Við leggjum
mikla áherslu á að hafa ætíð yfirsýn
yfir ferðir allra farmflytjenda sem
sjá um ferðir til og frá landinu og
veljum þá leið sem best hentar
hverju sinni. Fyrir nokkrum árum
voru aðeins fjórir farmflytjendur
sem sinntu þessum markaði en nú
eru þeir um tíu talsins og hver með
sína tímaáætlun. Þarna aðstoðum
við menn að finna besta kostinn og
með þessu vinnulagi tryggjum við
að hagur viðskiptavinarins sé ætíð í
fyrirrúmi.“
Smæðin er styrkur
Hvernig gengur ykkur að keppa
við stóru flutningafélögin?
„Skipafélögin tvö, Eimskip og
Samskip, hafa lagt mikla áherslu á
að ná sem allra lengst inn á mark-
aðinn, þau vilja hafa sem flesta
þætti flutninganna á sínum snær-
um. Liður í því er rekstur flutn-
ingsmiðlana í eigin nafni og eiga
þau meirihluta í tveimur stóru
flutningsmiðlunum hér á landi. Nú
eru tvær ráðandi blokkir á þessum
markaði og veikleiki okkar liggur
vissulega í því hve erfitt er að eiga í
samkeppni við flutningsmiðlanir í
eigu þeirra. Við höfum ekki bol-
magn til að keppa við þessa aðila í
verði heldur með því að veita há-
marksþjónustu og það hafa við-
skiptavinir okkar kunnað að meta.
Metnaður okkar liggur í því að
veita þriðja valkostinn á markaðn-
um. Smæðin er því vissulega veik-
leiki en hún er einnig okkar helsti
styrkur.“
Hvernig getur smæðin verið
styrkur?
„Sem smáfyrirtæki getum við oft
á tíðum veitt betri þjónustu en
stóru flutningafyrirtækin. Við
leggjum mikla áherslu á persónu-
lega þjónustu og snögg viðbrögð.
Mikið er lagt upp úr því að klára
verkefni dagsins eða a.m.k. setja
þau af stað þótt varan komist ekki
af stað samdægurs. Þú heyrir að
aðalmálið er að láta vöruna ekki
bíða, heldur koma henni strax af
stað. Það gefur því auga leið að hér
er oft unnið fram á kvöld og um
helgar.“
Og tekst ykkur ævinlega að leysa
hvers manns vanda?
„Nei, því miður tekst það ekki
alltaf ef mönnum liggur mikið á.
Það getur t.d. orðið handagangur í
öskjunni þegar dýr tæki, t.d. skip,
flugvélar eða jafnvel virkjanir,
standa óvirk vegna þess að einn
varahlut vantar. Ég man t.d. eftir
því þegar hringt var í mig á sunnu-
dagsmorgni frá skipafélagi og spurt
hvort ég sæi einhverja leið til að
koma varahlut, eitt tonn að þyngd,
með hraði til Boston þar sem alvar-
leg vélarbilunhafði orðið í einu
skipa félagsins. Þannig vildi til að
ég var sjálfur á leið vestur um haf,
til New York, með vél frá Cargolux
sem átti að millilenda í Keflavík eft-
ir stutta stund. Ég sagði manninum
að senda hlutinn strax af stað til
Keflavíkur en hófst sjálfur handa
við að útbúa farmbréfið og kanna
símleiðis hvort pláss væri fyrir
hlutinn um borð. Það gekk og á
leiðinni út á flugvöll hafði ég sam-
band við samstarfsaðila minn í New
York þannig að hann yrði til taks á
flugvellinum þegar vélin lenti. Um
leið og vélin var lent var gengið frá
tollafgreiðslu og flutningabíll feng-
inn til að flytja hann að skipshlið.
Þangað var varahluturinn kominn
rétt rúmum hálfum sólarhring eftir
að beiðnin barst. Þarna tel ég að
kostir fyrirtækisins hafi vel komið í
ljós þótt örlítil heppni hafi einnig
haft sitt að segja. Þannig tekst með
réttu samspili ólíkra þátta ótrúlega
oft að bjarga hlutum fyrir horn þótt
stundum muni mjóu.“
Verkefnaflutningur vinnur á
Fraktlausnir hafa sérhæft sig í
svokölluðum verkefnaflutningi eða
„project cargo“ en hann felst í
heildarlausn fyrir ákveðið verkefni,
t.d. hljómleika eða kvikmyndagerð.
Þórður segir að þetta séu oft viða-
mikil verkefni og yfirleitt unnin
undir mikilli tímapressu.
„Stærsta verkefnið af þessu tagi
réðumst við í sl. haust þegar við
tókum að okkur umsjón með öllum
flutningi á vörum og fólki fyrir
Paramount British Pictures við
gerð myndarinnar Tomb Raider
sem var að hluta til tekin upp hér-
lendis í samvinnu við Saga Film.
Við sáum um flutning á öllum tækj-
um og búnaði til og frá Bretlandi
með flugi og skipum og var hluti
Morgunblaðið/Golli
Þórður Björn Pálsson, framkvæmdastjóri Fraktlausna ehf.
FLJÚGANDI
FLUTNINGS-
MIÐLUN
„Markmið fyrirtæk-
isins er að finna ætíð
hagkvæmustu og
greiðustu leiðina fyrir
viðskiptavini og því
leggjum við mikla
áherslu á heiðarlega
ráðgjöf.“
Þórður Björn Pálsson fæddist 28. september 1967. Hann
ólst upp í Njarðvík og í Vesturbænum í Reykjavík og tók
stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1987.
Hann lauk prófi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands árið
1995 og lagði þar einnig stund á framhaldsnám í sjáv-
arútvegsfræðum. Að loknu námi stundaði Þórður sjálf-
stæðan rekstur á sviði fiskútflutnings um hríð en árið 1997
stofnaði hann flutningsmiðlunina Fraktlausnir ehf. og hefur
verið framkvæmdastjóri hennar síðan.
eftir Kjartan Magnússon.