Morgunblaðið - 18.02.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 33
margir feður hafa sótzt eftir því að eyða meiri
tíma með börnum sínum, taka virkan þátt í upp-
eldi þeirra og umönnun allt frá fæðingu og axla
ábyrgð á heimilishaldinu til jafns við mæður
þeirra. Karlar hafa ekki sízt lært að meta hið til-
finningalega gildi náinna tengsla við börn sín,
sem myndast strax á fyrstu vikum og mánuðum í
lífi þeirra. Þeir hafa hins vegar til þessa oft mætt
takmörkuðum skilningi á vinnustað sínum og til
skamms tíma voru möguleikar þeirra til að taka
sér orlof vegna fæðingar nýs fjölskyldumeðlims
afar takmarkaðir.
Jafn réttur til
fæðingarorlofs
Hvaða raunhæfar
leiðir eru til út úr
þessum vítahring
launamunar, gamallar
verkaskiptingar og viðhorfa, sem ekki taka mið
af breyttum óskum og markmiðum fólks?
Hvernig má tryggja að allir geti valið að skipta
verkum á heimilinu eins og þeim þykir henta, og
að bæði kyn séu metin á vinnumarkaðnum eftir
menntun sinni og hæfileikum, en ekki eftir meira
og minna úreltri mælistiku hins hefðbundna við-
horfs til kynhlutverkanna?
Stærsta skrefið, sem stigið hefur verið á und-
anförnum árum til að jafna rétt og stöðu
kynjanna, er samþykkt hinna nýju laga um fæð-
ingarorlof á síðasta ári. Að tveimur árum liðnum
verður fæðingarorlofið orðið níu mánuðir. Þar af
verða þrír mánuðir bundnir föður, þrír móður og
þremur geta foreldrar skipt á milli sín að vild.
Greiðslur úr fæðingarorlofssjóði eru 80% af
heildarlaunum, sem gerir jafnt feðrum og mæðr-
um kleift að taka sér orlof án þess að fjölskyldan
verði fyrir óbærilegum tekjumissi.
Með þessari lagasetningu stökk Ísland úr einu
vetfangi úr þeirri stöðu að vera aftarlega á mer-
inni meðal Norðurlanda hvað varðar jafnrétti til
fæðingarorlofs og komst í fremstu röð. Forsend-
ur hafa nú skapazt fyrir því að foreldrar skipti
fæðingarorlofi jafnt á milli sín og þannig verði
vinnuveitendur að gera ráð fyrir fæðingarorlofi
karla ekki síður en kvenna. Kynin verða að því
leytinu álíka „óáreiðanlegur“ starfskraftur. Nú
þegar má sjá að feður taki sér frí til jafns við
mæður til að vera heima hjá veikum börnum og
raunar eru margir vinnuveitendur farnir að gera
kröfu til þess að pör skipti fjarvistum vegna veik-
inda barna jafnt með sér. Til lengri tíma litið ætti
þetta að hafa þau áhrif að minnka launamuninn.
Auk þessa má búast við að jafnrétti til töku
fæðingarorlofs hafi í för með sér að tengsl feðra
og barna verði sterkari strax í upphafi, sem skili
sér í því að þeir taki meiri þátt í uppeldi þeirra og
umönnun upp frá því – og geri raunar kröfu um
að fá tækifæri til þess, því að flestir feður sem
hafa tekið sér fæðingarorlof eru sammála um að
það hafi opnað þeim nýjar og eftirsóknarverðar
tilfinningavíddir. Í þriggja til sex mánaða fæð-
ingarorlofi má líka gera ráð fyrir að margir karl-
ar upplifi í fyrsta sinn að bera meginábyrgð á
heimilishaldinu og að þurfa að taka sjálfir stórar
og smáar ákvarðanir sem snúa að búi og börnum
á meðan makinn vinnur fyrir heimilinu.
Efasemdir um að feður myndu nýta sér þenn-
an nýfengna rétt sinn virðast hafa verið ástæðu-
lausar. Á fyrstu vikum nýrrar aldar kom fram í
fréttum að fjórir af hverjum fimm nýbökuðum
feðrum höfðu sótt um greiðslu vegna fæðing-
arorlofs. Þetta er gífurleg breyting; á árinu 1994
fengu t.d. 5.500 mæður greiðslur frá Trygginga-
stofnun í fæðingarorlofi en sextán feður! Þetta
kann að vera vísbending um að fótunum verði
kippt undan hinu hefðbundna viðhorfi til kyn-
hlutverkanna hraðar en margur bjóst við, þótt
nauðsynlegt sé að meiri reynsla komist á þetta
fyrirkomulag.
Að nýta
mannauðinn
Fjöldinn allur af fyr-
irtækjum hefur nú
jafnframt tekið upp
nýja stefnu í starfs-
mannamálum, sem miðar að því að jafna hlutfall
kynjanna í stjórnunarstöðum og öðrum ábyrgð-
arstöðum og jafnframt að auðvelda starfsfólki að
samræma starf og fjölskyldulíf. Ýmis fyrirtæki
og stofnanir hafa tekið upp starfsmat, sem bygg-
ir á því að meta verðmæti starfa, óháð einstak-
lingunum sem gegna þeim og reyna þannig að
útiloka hið lífseiga, gamla verðmætamat á vinnu-
framlagi kynjanna sem áður var nefnt.
Fyrirtæki geta haft margar ástæður fyrir
slíkri stefnu og flestar byggjast þær á eiginhags-
munum eins og eðlilegt er í fyrirtækjarekstri,
fremur en að fyrirtækin einblíni á bókstaf jafn-
réttislaga eða annarra reglusetninga. Æ fleiri
fyrirtæki átta sig t.d. á því að skortur á konum í
ábyrgðarstöðum hefur í för með sér að þau nýta
mannauðinn ekki sem skyldi, ekki sízt þá miklu
fjárfestingu samfélagsins sem liggur í menntun.
Það hlýtur t.d. að vekja athygli að í könnun
Félagsvísindastofnunar á kjörum VR-fólks kem-
ur fram að á heildina litið hafa konurnar meiri
menntun en karlar en þær eru síður í stjórnunar-
og sérfræðingsstörfum og eru mun líklegri til að
vera í hlutastarfi en karlar. Það bendir til að at-
vinnulífið sé ekki að nýta menntun þeirra til
fullnustu. Verkefni eins og Auður í krafti
kvenna, sem Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
og Íslandsbanki auk Morgunblaðsins, Deloitte&-
Touche og Háskólans í Reykjavík standa að,
miða að því að auka þátt kvenna í verðmæta-
sköpun samfélagsins.
Önnur ástæða er sú að í stað þess að bera kon-
ur og karla saman og kvarta undan því að konur
séu ekki eins og karlar, hafa fyrirtæki í auknum
mæli komið auga á kosti þess að blanda saman
mismunandi aðferðafræði og stjórnunarstíl
kvenna og karla; telja að þannig sé hægt að
tryggja betri stjórnun og búa til skemmtilegri
vinnustaði.
Í þriðja lagi sækjast fyrirtæki núorðið gjarnan
eftir fólki, sem hefur reynslu af foreldrahlut-
verkinu, sem talið er auka fólki innsæi, sveigj-
anleika og skipulagshæfni svo vitnað sé til um-
fjöllunar um þessi mál í fylgiblaði
Morgunblaðsins, Daglegu lífi, í gær, föstudag.
Loks telja mörg fyrirtæki það einfaldlega
nauðsynlegt í síharðnandi samkeppni um starfs-
fólk að koma til móts við sívaxandi kröfur, ekki
sízt bezt menntaða fólksins, um sveigjanleika í
starfi og aukið frjálsræði varðandi vinnutíma. Í
viðskiptablaði Morgunblaðsins fyrir rúmri viku
var fjallað um verkefnið Hið gullna jafnvægi,
sem unnið er í samstarfi Reykjavíkurborgar,
Gallup og nokkurra fyrirtækja. Haft er eftir
Hildi Jónsdóttur, jafnréttisfulltrúa borgarinnar,
að hugsunin að baki verkefninu sé að skoða þarf-
ir fyrirtækisins og starfsfólksins saman og finna
réttu lausnina; skapa nýja fyrirtækjamenningu
þar sem umboð fólks til athafna sé aukið og áhrif
þess á eigið vinnuskipulag og vinnutíma með
markmið bæði fyrirtækisins og starfsfólksins í
huga. „Lögð er áherzla á að atvinnurekandi for-
gangsraði ekki þeim mismunandi þörfum sem
fólk getur haft. Það er ekki atvinnurekandans að
segja fyrir um hvað af þörfum starfsmannsins er
merkilegt og hvað ekki. Það er starfsmannsins
sjálfs. Þess vegna er talað um sveigjanleika og
samræmingu starfs og einkalífs, sem getur inni-
falið fjölskylduna, menntun, áhugamál, trúnað-
arstörf og ýmislegt fleira. En á sama hátt er það
skylda starfsmannsins að taka mið af starfsemi
fyrirtækisins. Með þessu minnkar áherzlan á
tímaeftirlit en meiri áherzla er hins vegar á verk-
efnalausnir og árangursmat,“ segir Hildur Jóns-
dóttir.
Fyrirmyndir
eru mikilvægar
Í vinnuumhverfi af
þessu tagi er líklegra
að bæði kyn fái notið
sín til fulls og séu met-
in að verðleikum heldur en í því hefðbundna um-
hverfi sem við þekkjum, þar sem viðvera og
vinnutími eru meðal mikilvægustu mælikvarða á
frammistöðu. Málið er þó ekki alveg svo einfalt.
Sum störf krefjast einfaldlega mikillar viðveru
og langs vinnutíma. Fjarskiptatæknin hefur gert
heimavinnu og fjarvinnu mögulega og þannig
aukið á sveigjanleikann. Slíkt vinnulag hentar þó
ekki öllum og getur verið tvíeggjað vopn; krefst
a.m.k. mikils aga og skipulagningar, eigi mörkin
á milli vinnu og einkalífs ekki að þurrkast út. Í
mörgum samböndum og hjónaböndum, þar sem
fólk hefur ákveðið að skipta verkum jafnt, eiga
innihaldsríkar stundir með fjölskyldunni og
standa sig jafnframt í síharðnandi samkeppn-
isumhverfi vinnumarkaðarins, er sólarhringur-
inn oft þrautskipulagður en virðist samt ekki
endast sem skyldi. Spyrja má hvort boginn sé
stundum spenntur of hátt og hvort niðurstaðan
verði sú að a.m.k. tímabundið dragi annar hvor
sig í hlé frá vinnumarkaðnum eða minnki við sig
vinnu til að sinna börnum og heimili. En þá skipt-
ir a.m.k. miklu að fólk eigi raunverulegt val um
hvort það er karlinn eða konan sem tekur það
hlutverk að sér og m.a. þess vegna er mikilvægt
að leita allra leiða til að útrýma launamuninum á
vinnumarkaðnum.
Umræðan um fyrirmyndir er fyrirferðarmikil
þegar rætt er um jafnréttismál, einkum þá að
stúlkur og ungar konur skorti fyrirmyndir; kon-
ur sem hafa náð langt í viðskiptalífi eða stjórn-
málum. En það er ekki síður mikilvægt að karlar
taki að sér að vera fyrirmyndir; að t.d. fyrirtækj-
astjórnendur og stjórnmálamenn úr hópi karla
nýti sér nýfenginn rétt til fæðingarorlofs. Þegar
allt kemur til alls er það fyrst og fremst undir
hverjum og einum komið að breyta þeim lífseigu
viðhorfum, sem viðhalda launamun og þvingaðri
verkaskiptingu og eitra þannig út frá sér.
Morgunblaðið/Ásdís
Sól og skuggar.
Forsendur hafa nú
skapazt fyrir því að
foreldrar skipti fæð-
ingarorlofi jafnt á
milli sín og þannig
verði vinnuveit-
endur að gera ráð
fyrir fæðingarorlofi
karla ekki síður en
kvenna. Kynin
verða að því leytinu
álíka „óáreið-
anlegur“ starfs-
kraftur ... Til lengri
tíma litið ætti þetta
að hafa þau áhrif að
minnka launamun-
inn.
Laugardagur 17. febrúar