Morgunblaðið - 18.02.2001, Side 34

Morgunblaðið - 18.02.2001, Side 34
SKOÐUN 34 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Bjálka-, eininga- og frístundahús, arnar, eldhús, uppsetning HAGKVÆM HEILDARAFHENDING BEINT FRÁ FINNLANDI! www.emhouse.fi, e-mail/emhouse(att)sgic.fi Fax 00 358 3 2130045. Sími 00 358 3 2130050. EM House Marketing, Rautatienkatu 17, 33100 Tampere, Finnlandi segull FRÓÐLEGT hefur verið að fylgj- ast með hinni líflegu og þörfu um- fjöllun um lögfræðileg sem pólitísk áhrif dóms Hæstaréttar í öryrkja- málinu svokallaða. Hefur sýnt sig sem oftar þessar vikur hversu mik- ilvægur og öflugur fjölmiðill Morg- unblaðið er sem vettvangur opin- berrar umræðu – að öðrum fjölmiðlum ólöstuðum – því það er af- skaplega þægilegt að hafa saman komin á prenti hin margvíslegu sjón- armið sem fram hafa komið. Í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins sunnudaginn 4. febrúar sl. var fjallað um mannréttindi og þar kom- ið inn á fjögur atriði; hvort og hvaða mannréttindi væru algild eða afstæð, hvaða mannréttindi ættu heima í stjórnarskrá, stjórnarskrárbreyt- inguna 1995 og vaxandi áhrif al- þjóðasamninga. Í fyrsta hlutanum gætti misskilnings, sem ekki verður hjá komist að gera athugasemdir við. Vegna þeirra, sem ekki hafa Reykja- víkurbréfið við höndina eða lásu það ekki, er rétt að tilgreina hér þann kafla sem undirrituð hnaut mest um. Í honum felast reyndar mörg við- fangsefni, sem ástæða væri til að gera skil, hverju um sig, en það verð- ur ekki gert í stuttri blaðagrein; að- eins hægt að tæpa á nokkrum aðal- atriðum. Í Reykjavíkurbréfinu segir: „Erfiðlega hefur gengið að sýna fram á, að efnahags- og félagslegu réttindin séu algild með sama hætti og hin klassísku frelsisréttindi. Það felst í orðinu – mannréttindi – að um sé að ræða réttindi, sem eigi við um alla menn og ekki verði frá þeim tek- in; að það að njóta þessara réttinda sé hluti af því að vera maður. En er hægt að krefjast efnahags- og félags- legra réttinda annars staðar en þar sem aðstæður leyfa? Taumhalds- skyldur ríkis og einstaklinga er hægt að uppfylla í hvaða ríki sem er, burt- séð frá efnahagslegri getu þess – að vísu má segja að réttindi á borð við réttinn til réttlátrar málsmeðferðar geti útheimt viss útgjöld af hálfu rík- isvaldsins vegna rekstrar dómskerf- is. En hvernig á að skilgreina t.d. réttinn til framfærslu eða atvinnu í ríkjum þar sem efnahagsaðstæður eru gerólíkar, t.d. á Indlandi annars vegar og á Íslandi hins vegar? Inn- tak og útfærsla slíkra réttinda hlýtur að vera mjög mismunandi eftir heimshlutum. Jafnvel í vestrænum velferðarríkjum eins og því, sem við búum í, þar sem allir eru sammála um að enginn skuli líða skort, hlýtur það alltaf að verða umdeilt, pólitískt viðfangsefni hvar mörkin liggi, t.d. varðandi rétt til framfærslu. Það hlýtur þess vegna að vera umhugs- unarefni hvort ekki sé hætta á því, ef menn telja efnahagsleg og félagsleg réttindi til algildra mannréttinda, að þeir séu um leið að við- urkenna að mannrétt- indi séu afstæð og ekki þau sömu frá einu sam- félagi til annars. Slíku hafa m.a. stjórnvöld í Kína og ýmsum araba- ríkjum haldið fram er vestræn lýðræðisríki hafa deilt á mannrétt- indabrot í þessum lönd- um.“ Um upphafsorð þessa kafla er það fyrst að segja, að burtséð frá skoðunum hvers og eins á því hvað teljast skuli til mannréttinda hafa menn aldrei getað komið sér fyllilega sam- an um uppruna þeirra, eðli og umfang, hvort heldur er borg- aralegra og stjórnmálalegra réttinda eða efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda. Ýmsar kenningar og túlkanir hafa komið fram þar um á hinum ýmsu tímum en tæpast verður því haldið fram að neitt hafi verið „sannað“ í þeim efn- um eða „sýnt fram á“ með óyggjandi hætti. Um það hefur þó náðst víðtæk sátt meðal manna um heim allan, að sérhver einstaklingur hafi – í krafti þess eins að vera manneskja – viss siðferðisleg réttindi, sem ekkert samfélag eða ríki geti af honum tekið og að finna megi tilteknar grundvall- arreglur og viðmiðanir í þeim efnum, sem við geti átt í sérhverju sam- félagi. Sáttargerð hinna Sameinuðu þjóða Við stofnun Sameinuðu þjóðanna var það orðið lýðum rækilega ljóst að gera þurfti verulegt átak til þess, eins og segir í stofnsáttmála samtak- anna, að „staðfesta að nýju trú á grundvallarréttindi manna, virðingu þeirra og gildi, jafnrétti karla og kvenna og allra þjóða, hvort sem stórar eru eða smáar“. Ákveðið var að efla mannréttindi og hugsjónir um grundvallarfrelsi og það verkefni fengið Efnahags- og félagsmálaráði samtakanna, ECOSOC, sem hófst þegar handa um skipun nefndar til að setja saman reglur er ná skyldu til allra aðildarríkjanna. Frá upphafi var ljóst að skoðanir voru skiptar um inntak slíkra reglna en Mannrétt- indayfirlýsing SÞ 1948 varð einskon- ar sáttargerð um hvaða réttindi skiptu mestu. Hún lagði grundvöll- inn að öllum þeim réttindum, er síðar voru lögfest með alþjóðasamningun- um tveimur sem samþykktir voru ár- ið 1966 og gengu í gildi 1976. Ísland staðfesti þá báða 1979 og gekkst þar með undir þær skyldur sem þeir leggja aðildarríkjum á herðar. Annar fjallar um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi, hinn um efnahagsleg, félagsleg og menning- arleg réttindi. Upphaflega átti að gera einn bindandi al- þjóðasamning á grund- velli yfirlýsingarinnar en þeir urðu tveir vegna hins pólitíska ágreinings milli tals- manna Vesturveldanna og kommúnistaríkjanna. Þeir deildu ekki aðeins um eðli réttindanna held- ur og hvort skyldi vega þyngra „rétt- indi“ einstaklinga gagnvart ríkinu eða „skyldur“ ríkisins við þjóðfélags- þegnana og hvort og þá hvernig ætti að vera hægt að knýja fram réttindin með tilstilli dómstóla. Vesturveldin voru reiðbúin að játa einstaklingum tiltekin réttindi, sem tengdust lýð- ræðishugsjónum byltinganna í Frakklandi og Bandaríkjunum í lok 18. aldar, en treg að binda ríkinu sem slíku of miklar skyldur; enda þótt þau gætu hugsað sér að viðurkenna önnur réttindi sem pólitísk markmið. Kommúnistaríkin voru hinsvegar treg að viðurkenna sérstök „rétt- indi“ einstaklinga, hvað þá að þeim skyldi gert kleift að knýja þau fram fyrir tilstilli dómstóla. Þau töldu mestu skipta að skylda ríkisstjórnir til að sjá þegnunum fyrir mannsæm- andi lífskjörum og litu svo á að þátt- taka í stjórnmálum, tjáningarfrelsi og önnur slík réttindi væru minna virði en að hafa í sig og á, þokkalega grunnmenntun og heilsugæslu. Síð- an hefur öllum orðið ljóst, að allra þessara réttinda er þörf, að menn þurfa að njóta viðunandi lífsskilyrða til þess að geta nýtt sér til fulls og af einhverju viti og þekkingu hin borg- aralegu og stjórnmálalegu réttindi, en virðing og efling þeirra er aftur á móti forsenda efnahagslegra fram- fara – sem eru aftur forsendur þesss að fá notið hinna réttindanna; þannig eru öll réttindin samtvinnuð og hvert öðru háð. Það var sem sagt vegna víðtæks og vaxandi skilnings á mikilvægi mannréttinda og viðurkenningar á því að virðing fyrir þeim væri und- irstaða friðar og framfara í heimin- um, að þjóðir heims tóku þá afstöðu að sigla framhjá skerjum skilgrein- inganna og gerðu með sér tvo samn- inga, sem báðir eru bindandi að þjóðarétti fyrir þau ríki sem þá stað- festa. Þau gengust jafnframt undir að lúta vissu eftirliti með því hvernig þau stæðu við skuldbindingar sínar skv. samingunum – ekki skal nánar út í það farið, þess aðeins getið, að eftirlitið er í höndum sérstakra nefnda, sem hafa verið settar á lagg- irnar á grundvelli þeirra. Þessir samningar eru lög, hvaða skoðanir sem hver og einn kann að hafa á rétt- indunum sem þar er kveðið á um; þeir eru bindandi að þjóðarétti en ekki að landsrétti nema þar sem al- þjóðasamningar verða sjálfkrafa hluti hans við staðfestingu – sem er ekki hér á landi, hér þarf sérstaka lagasetningu til. Hinsvegar leggja þeir ýmsar skyldur á aðildarríkin og hafa þannig orðið tilefni margvís- legrar lagasetningar í þeim aðildar- ríkjum sem tekið hafa skuldbinding- ar sínar alvarlega, þótt víðast megi segja að á vanti í þeim efnum. Hvernig ber að fullnægja samningsskyldunum? Í mannréttindayfirlýsingunni er kveðið á um öll réttindin; hin svoköll- uðu borgaralegu og stjórnmálalegu réttindi til og með 21. gr. en með 22. grein taka efnahagslegu, félagslegu og menningarlegu réttindin við og segir þar í upphafi: „Hver þjóð- félagsþegn skal fyrir atbeina hins op- inbera eða alþjóðasamtaka og í sam- ræmi við skipulag og efnahag hvers ríkis eiga kröfu á félagslegu öryggi og þeim efnahagslegum, félagsleg- um og menningarlegum réttindum, sem honum eru nauðsynleg til þess að virðing hans og þroski fái notið sín.“ Síðan eru réttindin talin, hvert á eftir öðru, í greinum 23–27; rétt- urinn til atvinnnu að frjálsu vali við sanngjörnu endurgjaldi, til réttlátra og hagkvæmra vinnuskilyrða og verndar gegn atvinnuleysi, til hvíld- ar og tómstunda, til viðunandi lífs- kjara, til ókeypis undirstöðumennt- unar, til þátttöku í menningar- og listalífi og ábata af vísindalegum framförum. Í 25. gr. er tekið fram, að til þeirra lífskjara, sem nauðsynleg verði talin til verndar heilsu og vel- líðan einstaklingsins og fjölskyldu hans, teljist „matur, klæðnaður, hús- næði, læknishjálp og nauðsynleg félagshjálp, svo og réttindi til örygg- is gegn atvinnuleysi, veikindum, ör- orku, fyrirvinnumissi, elli eða öðrum áföllum, sem skorti valda og hann getur ekki við gert“. Þegar kom að nánari útfærslu réttindanna í samn- ingnum um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi var sett sér- stakt ákvæði í 9. gr. hans um rétt sér- hvers manns til félagslegs öryggis, þar á meðal til almannatrygginga. Í inngangsorðum samningsins segir, að aðildarríki hans viðurkenni, í sam- ræmi við Mannréttindayfirlýsingu SÞ, að sú hugsjón, að menn séu frjálsir, óttalausir og þurfi ekki að líða skort, rætist því aðeins að sköp- uð verði skilyrði til þess að allir geti notið efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra réttinda jafnt sem borgaralegra og stjórnmálalegra réttinda. Í 1. mgr. 2. gr. samningsins segir síðan: „Sérhvert ríki, sem aðili er að samningi þessum, tekst á hend- ur að gera þær ráðstafanir, eitt sér eða fyrir alþjóðaaðstoð og samvinnu, sérstaklega á sviði efnhags og tækni, sem það frekast megnar með þeim ráðum sem því eru tiltæk, í þeim til- gangi að réttindi þau sem viður- kennd eru í samningi þessum komist í framkvæmd í áföngum með öllum tilhlýðilegum ráðum, þar á meðal sérstaklega með lagasetningu“ (Í enska textanum er talað um að sér- hvert ríki geri ráðstafanir „to the maximum of its available resources, with a view to achieving progressi- vely the full realization of the rights recognized in the present Coven- ant ...“). Samkvæmt orðalagi ákvæðisins og túlkun nefndarinnar, sem hefur eft- irlit með framkvæmd samningsins (General Comment nr. 3 frá 11. des. 1990), eru kröfurnar til aðildarríkj- anna háðar efnahag þeirra. Þeim er ætlað að uppfylla skyldur sínar innan marka þess sem efnahagur þeirra leyfir; þannig þó að þau þoki réttind- unum áfram skref fyrir skref, af eig- in rammleik eins og þeim er unnt eða með aðstoð og samvinnu annarra ríkja á sviði efnahags og tækni, sem þá á að stuðla að framförum í efna- hagslífi viðkomandi ríkja. Á hinn bóginn verða ríkin að taka þessi skref innan skikkanlegs tíma (ótil- tekins þó) og skrefin verða að vera markviss, sýna að stefnt sé að ár- angri. Í því skyni ber ríkjunum að gera nauðsynlegar ráðstafanir, þar á meðal að setja lög til tryggingar rétt- indunum og slíkar lagasetningar verða að vera í samræmi við almennu jafnræðisregluna. Jafnframt ber að tryggja að unnt sé að framfylgja lög- unum fyrir tilstilli dómstóla í sam- ræmi við réttarkerfi viðkomandi lands. Það er því ekki ætlast til þess – svo vísað sé til Reykjavíkurbréfs – að Indverjar og aðrar þriðja heims þjóðir fullnægi skyldum sínum með sama hætti og ríki með sterkari efna- hagsstöðu, svo sem ríki Vestur-Evr- ópu, Norðurlanda og Bandaríkjanna. Það segir hinsvegar ekki að réttindin séu afstæð; þau standa óhögguð og algild sem slík, en gera verður grein- armun á þeim og ákvæðum samn- ingsins annars vegar og framkvæmd þeirra hins vegar. Framkvæmdin sem slík kann að vera afstæð og þannig afstætt hvernig menn njóta réttindanna meðan vernd þeirra er ennþá á þróunarstigi. Misskilningur höfundar Reykjavíkurbréfs liggur í því að hann skilur ekki þarna á milli. Hitt er umhugsunarefni, hvort ríki eins og Indland gætu gert meira fyr- ir fólkið sitt með því að draga ögn úr auðsöfnun hinna ríku með aukinni skattlagningu í þágu hinna fátæku og láta vera að fleygja himinháum fjárhæðum í smíði á kjarnorku- sprengjum til að geta hótað nágrönn- um sínum tortímingu. Mörg ríki sem ekki þykjast geta efnt mannréttinda- samninga vegna auraleysis verja stórfé í vígvélar, alls konar pomp og prjál, lúxuslíf forystumanna og aðra spillingu meðan íbúarnir standa uppi allslausir og sviptir sjálfsögðustu réttindum. Það er alkunna að þeir, sem stífast halda fram afstæði mann- réttinda, hverju nafni sem nefnast, eru fyrst og fremst stjórnmálaleið- togar, sem skortir pólitískan vilja til að efna þau, eða trúarleiðtogar, sem ekki vilja missa völd sín og áhrif. At- huganir meðal almennings sýna alla jafna meiri stuðning við algildis- kenninguna; fólk vill nefnilega njóta mannréttinda hvar sem er í heimin- um. Svigrúm en þó ábyrgð á efndum Aðildarríkjunum er ætlað mikið frelsi um það hvernig þau vinni að vernd og eflingu þeirra réttinda sem kveðið er á um í samningnum um efnahagsleg, félagsleg og menning- arleg réttindi. Orðalag ákvæðanna um hin einstöku réttindi er yfirleitt – ekki þó alltaf – annað og veikara en í samningnum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Það sem mestu skiptir er að aðildarríkin við- urkenna réttindin (. . . recognize the right to . . .) fullum fetum og skilyrð- islaust engu síður en borgaralegu og stjórnmálalegu réttindin. Það er ein- ungis framkvæmdaskyldan sem er veikari vegna þess að það er viður- kennt að meira fjármagn þarf til að efna hana. Því fer þó fjarri að borg- aralegu og stjórnmálalegu réttindin séu útlátalaus. Í Reykjavíkurbréfi segir, að taumhaldsskyldur ríkis og einstaklinga sé hægt að uppfylla í hvaða ríki sem er nema hvað eitthvað kosti að reka dómskerfi til að tryggja réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Í þessu sambandi er rétt að minna á, að meðan íslensk stjórnvöld þráuð- ust við að slíta tengslin milli dóms- valds og framkvæmdavalds var því jafnan borið við að það væri svo kostnaðarsamt. Það var rétt; réttar- kerfisbreytingin og undirbúningur þeirrar lagasetningar sem henni fylgdi kostaði mikið fé. Það kostar að halda uppi réttarríki þar sem mann- réttindi eru virt, að halda uppi vel SKYLDUR Í SAMRÆMI VIÐ EFNAHAG Margrét Heinreksdóttir Aðildarríkjunum er ætlað mikið frelsi um það hvernig þau vinni að vernd og eflingu þeirra réttinda, segir Margrét Heinreksdóttir, sem kveðið er á um í samn- ingnum um efnahags- leg, félagsleg og menn- ingarleg réttindi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.