Morgunblaðið - 18.02.2001, Page 36

Morgunblaðið - 18.02.2001, Page 36
SKOÐUN 36 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENDINGAR, sem taka sér ferð á hendur kringum hnöttinn, hefja gjarnan ferðina á suðurhveli í Suður-Afríku. Að hnattreisu lokinni verður þeim tíðrætt um undur heimsins, sem þeir hafa augum litið, og forvitnir viðmælendur eru spur- ulir, einkum um það, er bera þótti af. Margsinnis hefur Suður-Afríka borið af öðrum löndum í þeirri stigagjöf, sakir fegurðar sinnar, fjölbreytni og lífsgæða, sem þar er að finna í óvenjuríkum mæli. Er það í samræmi við álit Sir Francis Drake fyrir fyrir 420 árum, þegar hann hafði lokið siglingu kringum hnöttinn og kallaði Góðr- arvonarhöfða „fegursta höfða heimsins“. Víðförlir menn og næmir á töfra náttúrunnar telja sig hvergi hafa séð slíka fegurð og landsgæði, enda hefur mannshöndin lagt gjörva hönd á að snyrta landið og fegra, leggja um það góða vegi og prýða á alla lund, breyta órækt í aldingarða, akurlendi og fögur vínlönd. Á sviði ræktunar, almennra framfara og nýtingar lands ber Suður-Afríka af öðrum löndum álfunnar eins og gull af eiri. Landsgæðin í Suður-Afríku voru slík að slegist var um þau, einkum í Cape-héraði, og báru Bret- ar þar sigurorð af hinum hollensku Búum, sem hröktust með búslóð sína norður í land, sem þeir nefndu Transvaal og var gott til búskapar. Alhæfingar, vondir hvítir, góðir svartir Þegar hvítir menn námu land og stofnuðu Cape Town um 1650 var landið strjálbýlt af svörtu fólki, sem flakkaði um með hjarðir sínar án fastrar búsetu, eins og það hafði gert um aldir eða árþúsund. Hinir svörtu ættbálkar börðust innbyrðis og hröktu hver annan úr stað án miskunnar í viðleitni sinni til betri lífsafkomu. Samskipti hvítra og svartra í landinu hafa ekki ætíð ver- ið til fyrirmyndar, en í heild hafa samskiptin verið beggja hagur. Svartir lögðu til ódýrt vinnuafl í landi sem varð stöðugt betra vegna framtaks og þekkingar hvíta mannsins. Hefðu afskipti hvíta mannsins, landnám hans, menntun og verkvit ekki komið til, væri öðru vísi um að litast í Suður-Afríku nútímans. Um það eru „svörtu svæðin“ í landinu órækur vitnisburður, þar sem úr- ræðaleysið og vonleysið er mest, og verður hvorki hvítum einum né „ap- artheid“-stefnunni um kennt. Apart- heid var hvort sem er ekki lengi við lýði, aðeins tæp 50 ár, sem er skammur tími í sögu þjóðar. Víst var stefnan vond og andstæð frelsi og almennum mannréttindum, en þjóðir heimsins brugðust við henni af fádæma offorsi og gerðu vont verra með skilyrðislausu viðskipta- banni, sem skaðaði þá fátæku mest og hindraði framfarir í landinu. Frá stjórnarskiptunum 1994 og sigri Nelsons Mandela hefur margt færst í rétta átt, þótt enn sé langt í land að ná viðunandi lífskjörum, öryggi og menntun handa þessari 45 millj- óna þjóð. Það getur engum komið á óvart. Samt er ástand á flestum sviðum, stjórnarfar og menntun betri en hjá nokkurri annarri Afríkuþjóð. Stærsta vandamálið er skortur á menntun hinna svörtu, þótt skóla- skylda sé lögboðin. Menntunarstigi og menningu þjóðar verður ekki breytt á svipstundu með valdboði eða reglugerðum rétt eins og þrýst sé á tölvuhnapp. Öll rótgróin menn- ing og sú menntun, sem er und- irstaða hennar, er langtímamarkmið og stöðug þróun. Vonandi bera stjórnvöld Suður-Afríku gæfu til að leiða menntun þjóðarinnar fram á við, því aðeins verða lífskjörin bætt og hagur þjóðar dafnar í landinu, sem er svo ríkt af náttúrugæðum og gæti auðveldlega brauðfætt og tryggt henni þá menntun, sem er undirstaða allra framfara. Nelson Mandela hefur tryggt sér nafn í sögu heimsins með baráttu sinni, þolgæði og mannviti, sem vakti að- dáun. Hver gat vænst þess að eft- irmaður hans, Thabo Mbeki, fyllti skarð hans? Fram á sjónarsviðið koma nýir menn, en það kemur eng- inn í stað mikilmennis. Öfgafull skrif og óhróður um Afríku Það er eins og þetta yndislega land sé ofurselt öfgafullum skoðun- um skilningslausra manna, sem þykjast vita betur en allir aðrir og eru ávallt tilbúnir með uppgjör og patentlausnir. Í grein Kára Þórs Samúelssonar, sem birtist í Morg- unblaðinu hinn 11. þ.m., er fjallað um vandamál Suður-Afríku og bent á veilur í stjórnarfari, sem vissulega eru fyrir hendi, en eru settar fram á svo öfgafullan, einlitan og rætinn hátt að lesanda verður óglatt og spyr sjálfan sig, hvaða tilgangi skrifin þjóni. Í rauninni skil ég ekki, hvernig grein sem þessi ratar inn á síður Morgunblaðsins, og liggur beinast við að álykta að um atvinnu- róg sé að ræða. Svo vill til, að undirritað- ur hefur árum saman beint sjónum Íslend- inga að þessu frá- bæra landi og gert þeim kleift að kynn- ast því af eigin sjón og raun. Einmitt um þessar mundir stend- ur sem hæst undir- búningur og sala í sérskipulagða ferð fyrir 400–500 Íslend- inga með leiguflugi um páska. Svo vildi til að ferðin var auglýst í Mbl. hinn 11. þ.m. og grein Kára birtist sama dag á næstu blaðsíðu! Svo neikvæð er grein Kára, að enginn sem tekur hana al- varlega gæti látið sér detta í hug að leggja leið sína til Suður-Afríku að lestri loknum. Svona skrifar enginn um Suður-Afríku, sem þekkir til. Svo vill til, að ég hef ferðast mikið um Suður-Afríku sl. rúm 30 ár, og gekkst fyrir mörgum vel heppnuð- um ferðum þangað með góðri þátt- töku löngu áður en apartheid leið undir lok. Getur verið að greinar- höfundur, Kári Þór, hafi ekki komið til Suður-Afríku og þekki landið ekkert af eigin raun? Flestir ferða- menn, sem kynnast Suður-Afríku, eru sammála um, að landið bjóði slíka fjölbreytni í heimi náttúrunnar og hátt stig aðbúnaðar og þjónustu við ferðamenn að ekki verði til þess jafnað annars staðar. Fá lönd eru því jafneftirsóknarverð heim að sækja, einkum á þessum árstíma, fyrrihluta aprílmánaðar, meðan enn er sumar og eitthvert besta veð- urfar sem þekkist. Suður-Afríka er mjög hátt skrifuð sem áfangastaður ferðamanna, einkum Cape Town, sem er í tölu fegurstu borga heims undir hinu tígulega, formfagra Borðfjalli. Bestu hótel borgarinnar eru að jafnaði þéttskipuð frægðar- fólki víðs vegar úr heiminum. Stutt er að fara að heimsfrægum kenni- leitum, s.s. Góðrarvonarhöfða og í hin frægu vínlönd. Waterfront- hverfið niðri við höfnina sameinar glæsilega verslunarmiðstöð og fjölda vinsælla fjölþjóðlegra veit- ingahúsa, þar sem lifandi tónlist og hvers kyns uppákomur eru á tak- teinum fram eftir kvöldi. Cape Town státar af ríkulegu leikhúslífi, óperu, tónleikum, ballett og menn- ingarviðburðum. Þeim sem til þekkja er ljóst að Cape Town og allt héraðið í kring býður einhver bestu og eftirsóttustu lífsskilyrði í heim- inum. Ekki spillir að verðlag er sér- lega hagstætt, eins og ferð sú, sem Heimsklúbburinn-Príma hefur á boðstólum um næstu páska í sam- vinnu við Visa Ísland gefur til kynna, þar sem heimsferð sem þessi er á verði venjulegrar sólarlanda- ferðar. Í fyrra hafði Ríkisútvarpið viðtal við Íslendinga búsetta í Cape Town í 10 ár. Jóni Möller og Sonju Magnúsdóttur bar saman um að þau byggju í Cape Town vegna þess að þau hefðu ekki enn fundið stað sem jafnað- ist á við borgina, þótt ekki væri hún gallalaus. „Blómaleiðin“ og Durban Til að kynna Íslend- ingum meira af dásemd- um náttúrunnar í Afr- íku um næstu páska er einnig boðið sambland af dvöl í Cape Town og ferð eftir hinni svoköll- uðu Blómaleið, sem telst til fegurstu akst- ursleiða í heimi. Sá val- kostur er nú næstum uppseldur, og vonandi láta farþegar ekki hug- fallast, hafi þeir lesið grein Kára Þórs. Kannski er þó rúsínan í pylsu- endanum vikudvöl á stærsta bað- stað Afríku, Durban, sem er ótrú- legt sambland austurs og vesturs, þ.e. Asíu, Afríku og Evrópu, einn litríkasti staður heims. Þar í grennd eru fræg náttúru- undur og eitt fegursta landslag heims í Drekafjöllum og „Dal hinna 1.000 hæða“. Hvergi í heiminum er jafnauðvelt að komast í alvöru safari úti í nátt- úrunni að virða fyrir sér ótrúlega fjölbreytni dýralífs, fugla og gróð- urs. Dagsferð er á einhverjar fræg- ustu villidýraslóðir heims í Hluhluwe og Umfolozi, en það er elsta friðað svæði villidýra í heim- inum, sem t.d. bjargaði hvíta nas- hyrningnum frá útrýmingu. Þarna er hægt að sjá öll stóru villidýrin, hina fimm, þ.e. ljón, fíla, vísunda, nashyrninga og hlébarða, sé heppn- in með, en ferðast er um svæðið í opnum safaribílum undir leiðsögn innlends sérfræðings, sem veit allt um dýrin, hætti þeirra og líklegan verustað hverju sinni. Ópólitísk ferð á vit náttúrunnar Ferðalög verða sífellt gildari þátt- ur í lífsmunstri almennings. Frá litlu landi eins og Íslandi er varla von á mikilli fjölbreytni í vali eft- irsóknarverðra ferða út í heiminn til að fræðast, efla þekkingu sína og lífssýn. Þó hefur Heimsklúbbnum tekist þetta um langt skeið og efnt til ferða um allar álfur heims með ágætum árangri. Sumir hafa lagt stein í götu þessa menningarstarfs, en flestir viðurkenna það og meta að verðleikum. Það er vissulega ábyrgðarhluti fyrir Morgunblaðið og Kára Þór Samúelsson að rústa vandlega und- irbúinni Afríkuferð með birtingu fyrrnefndrar greinar. Mér er þó nær að halda, að hér sé fremur um óheppilega tilviljun að ræða, sem getur haft afdrifaríkar afleiðingar, heldur en ásetning um að spilla bæði áliti Suður-Afríku og Heims- klúbbsins, en ef sú yrði raunin hlýt- ur það að kalla á eftirmál. Kannski líta stjórnmálafræðingar eins og Kári Þór á það sem hlutverk sitt að bjarga heiminum með skrif- um sínum. Ég hef aldrei gert mér vonir um að fá bjargað heiminum, en hins vegar haft löngun til að kynna fólki fegurð hans og stór- fengleik, sem gerir lífið vissulega betra og þess virði að lifa því. Sú Af- ríka, sem hann lýsir í umræddri grein, blasir ekki við ferðamönnum. Ég hef ástæðu til að álykta að Kári Þór þekki ekki heim ferðamanna á þeim slóðum, sem hér var lýst. Mér finnst að hann ætti að kynnast þeim heimi, áður en hann lætur ljós sitt skína í fleiri greinum, og býð hann hér með velkominn að taka þátt í stórkostlegu ferðaævintýri í Afríku um næstu páska. Það gæti orðið síð- asta tækifæri frá Íslandi í áraraðir, því að engin efni eru til að end- urtaka slíka ferð fyrr en e.t.v. eftir áratug. ALDINGARÐUR SUÐUR-AFRÍKU Ingólfur Guðbrandsson Það er eins og þetta yndislega land sé ofurselt öfgafullum skoðunum skilnings- lausra manna, sem þykjast vita betur en allir aðrir og eru ávallt tilbúnir með uppgjör og patentlausnir, segir Ingólfur Guðbrands- son, í svari við grein Kára Þórs Samúels- sonar um Suður-Afríku. Höfundur er tónlistarmaður og ferðafrömuður, forstjóri Heims- klúbbs Ingólfs. Nýr og spennandi áfangastaður... AZOREYJAR Friðsælar og fallegar eyjar Vestan Portúgals eru Azoreyjar. Eyjarnar 9 eru friðsælar og náttúrufegurðin heillandi og stórbrotin sem í draumi. Við erum boðin velkomin til dvalar á stærstu eyjunni; San Miguel, sem laðar fram rómantíska dulúð - alla daga ársins. Vikuferð um páska Dvalið er á 4ra stjörnu hóteli í Ponta Delgada á San Miguel. Lagt af stað frá Keflavík að morgni 8. apríl (pálmasunnudags), flogið með Flugleiðum til Frankfurt og áfram til Azoreyja samdægurs. Heimferðin er annan páskadag, 16. apríl (aðeins 3 vinnudagar). Á heimleiðinni gistum við eina nótt í Þýskalandi. Nú er tækifærið, 113.865 krónur á mann Azoreyjar - eyjarnar óþekktu í Atlantshafi segja sögu aldanna í hverju spori. Þú getur verið einn með sjálfum þér, slakað á, notið útivistar og dásemdar náttúrunnar, skoðað ágrip liðinna tíma auk þess að kynnast eyþjóð með sögu. Matar- og vínmenning (eigin vín) birtist okkur í höfugum veitingum. AÐEINS 30 SÆTI Í ÞESSARI FERÐ Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ehf. Borgartúni 34, Rvík, sími 511 1515, www.gjtravel.is Innifalið: Flug og dvöl í 2ja manna herb. á 4ra störnu hóteli í 7 nætur og eina nótt í Þýskalandi. Kynnisferð um Ponta Delgada, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. RÓMANTÍSKIR PÁSKAR  Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun   Ársalir- fasteignamiðlun  Ársalir- fasteignamiðlun  Atvinnuhúsnæði - Auðbrekka ATVINNUHÚSNÆÐI TIL SÖLU 543 fm til sölu á 2. hæð. Hagstætt verð. Getur selst í tveimur einingum. Einkasala. Björgvin Björgvinsson, lögg. fasteignasali. GENGI GJALDMIÐLA mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.