Morgunblaðið - 18.02.2001, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.02.2001, Blaðsíða 39
strákapör og strik, og þú kemur að okkur og segir: „Mamma, það þýðir nú ekkert fyrir þig að verða reið, þú verður það kannski í smástund, og svo ferðu bara að skellihlæja!“ Þá hló frænka ennþá meira. En svona var það og svona er sá kærleikur og umburðarlyndi sem ríkir á heimili ykkar. Þess vegna var það kannski svo, elsku Hákon, að þú varst bæði sjálfstæður, áræðinn og hugrakkur. Öryggi öðlast sá sem fær ást og umhyggju og hugrekki sá sem býr við öryggi. Þú horfðir á lífið sem þitt, sem það og var. Allt þurftir þú að reyna og athuga og mörkin voru langt undan. Hvort það voru flugeldar á gamlárskvöld, karateþjálfun eða könnunarferðir til útlanda; fengir þú hugmynd varð hún að útfærast. Þrátt fyrir þetta varstu ekki harður nagli, eins og kannski uppskriftin hljóðar upp á. Nei Hákon minn, sem manneskja varstu í einu orði sagt Stór. Dýravinurinn í þér var svo mikill að jafnvel mamma þín, sem annars kunni best við dýr á mynd- um eða a.m.k. í fjarlægð, hreifst með og höfðuð þið allt frá sala- möndrum og froskum upp í séfer- hund á heimilinu. Þú varst líka alltaf einstakur barnavinur, það fundum við best í okkar fjölskyldu. Alltaf varstu tilbú- inn að taka strákana okkar afsíðis, spjalla um Turtles eða aðrar hetjur, já eða teikna með þeim, ekta „stráka action-teikningar“, þótt þeir væru töluvert yngri en þú. Þú leist á þá sem jafningja. Þeir muna þig líka elsku Hákon og bara að góðu. Ég veit að lífið var þér ekki alltaf létt, þótt manni finnist að svo hefði átt að vera hjá 18 ára strák, á leið- inni inn í blómaskeið lífsins. Ég veit að þú hefur fundið til og öll þín fjöl- skylda og ég veit, að ekki var ham- ingjan alltaf í dyrunum. En allt sem ég man af þér er gott, allar minn- ingar sem þú hefur gefið okkur eru góðar. Elsku Hákon, þú náðir aldrei til okkar hingað til Danmerkur, hins vegar ertu lagður af stað í langferð nú. Við biðjum góðan Guð fyrir sálu þinni. Við biðjum þig Guð að rétta Ragnhildi, Kjartani og systkinum Hákonar styrka hönd sem leiðir þau gegnum sorgina og söknuðinn. Hjálpa þú þeim að sigrast á erf- iðleikum, í krafti minningar góðs drengs sem er horfinn úr lífi okkar en mun alltaf lifa í hjörtum okkar. Með ást og alúð. Jónína Olesen, Konráð J. Stef- ánsson, Brynjar Konráðsson, Stefán Konráðsson, Konráð Snær Konráðsson, Álaborg, Danmörku. Stundum teljum við okkur vera svo lífsreynd að fátt geti lengur komið okkur á óvart í lífsins ólgusjó. Maður stendur þó algerlega ber- skjaldaður og máttvana þegar horfst er í augu við skyndilegt frá- fall kærs frænda. Erfitt er að trúa því að mannvænlegur unglingur sé hrifinn burt úr mannheimum eins og hendi sé veifað og maður vill fremur trúa því að þetta sé blekking og hann vakni innan skamms af værum svefni. Við trúum því að Hákon frændi okkar sé vaknaður á nýjum og betri stað. Flestar minningar okkar um Há- kon eru frá þeim árum þegar fjöl- skylda hans bjó á Háaleitisbrautinni en þeir bræðurnir mynduðu glað- væran drengjahóp sem gaman var að fylgjast með að leik. Heimsókn- irnar urðu færri eftir að fjölskyldan fluttist suður í Kópavog en í fjöl- skylduboðum gafst okkur tóm til að ræða málin í þaula og fylgjast með vegferð hver annars. Hákon var við- ræðugóður og í þessum samtölum fór ekki hjá því að hann átti drauma og vonir í ríkum mæli. Hann gat verið dulur en á bak við skelina bjó hlý og einlæg persóna. Hákon var mikill dýravinur og um ævina átti hann mörg dýr sem hann sinnti af alúð og umhyggju. Við höfðum ekki mikið af Hákoni að segja síðustu árin en frændsemin var hnýtt traustum böndum og það finnum við nú að skilnaði. Missir bræðra hans og foreldra er mikill og færum við þeim innilegar samúðar- kveðjur á þessari sorgarstundu. Kjartan Magnússon, Atli Knútsson. Í amstri dagsins barst mér sú fregn að Hákon væri dáinn. Fyrstu viðbrögð voru reiði. Aðeins 18 ára og á uppleið á fullu í að vinna í sín- um málum. Til hvers að standa í þessari baráttu, dag eftir dag, ár eftir ár? Eins og svo margir nemendur Einholtsskóla var Hákon til að byrja með fullur tortryggni og efasemda um eigið ágæti. Hann lauk 10. bekk vorið 1998 ögn brattari, en það var með Hákon eins og svo marga aðra nemendur Einholtsskóla að mikið hefðum við viljað hafa hann lengur hjá okkur. Það tekur nefnilega tíma að breytast og öðlast trú á sjálfan sig, um leið og vinna þarf upp nokk- ur glötuð skólaár, sérstaklega þegar maður er bara unglingur. Hákon hafði þann hæfileika sem ekki er öll- um gefinn – að geta gert grín að sjálfum sér og komið fólki í kringum sig í gott skap, sama hvað fýlan var djúp. Hann var tilfinninganæmur og þorði að láta tilfinningar í ljós. Fyrir vikið varð lífið stundum erfiðara, en á góðum stundum leyfði hann sér að dreyma um framtíðina og okkur kennurum að taka þátt í því. Þær minningar geymum við. Það var gaman að fá Hákon í heimsókn í vetur, stóran og stæltan í vinnugallanum. Mig óraði ekki fyr- ir því þá hvað þessar heimsóknir yrðu mér dýrmætar. Hákon með gömlu bjartsýnina á lofti og framtíð- arplönin sem aðeins höfðu breyst. Hann var orðinn ungur maður sem hafði þroskast og bjó yfir reynslu sem hann, vegna hæfileika sinna til að gefa öðrum, hefði getað miðlað. Baráttan heldur áfram og í stað reiðinnar stendur eftir minningin um hann Hákon okkar sem gefur mér kjark til að leyfa mér bjartsýni og aukið baráttuþrek. Foreldrum hans, Ragnhildi og Kjartani, þakka ég samstöðuna og votta þeim og fjölskyldu þeirra mína dýpstu sam- úð. Guðlaug Teitsdóttir. Þegar við fréttum að Konni besti vinur okkar væri látinn, fengum við lost. Þetta er svo óraunverulegt og það er erfitt að sætta sig við það að við hittumst ekki aftur hér, en ég veit að við hittumst á ný á betri stað. Söknuðurinn er svo mikill að við höfum ekki meðtekið þetta ennþá. Það var frábært að þekkja þig, þú náðir svo vel til okkar allra og okkur þótti svo vænt um þig, sérstaklega eftir allt sem við gengum í gegnum saman. Þú komst alltaf vel fram við fólk og þú ert einn einlægasti strák- ur sem við höfum kynnst. Það sem í þér bjó var meira en þig grunaði. Útsjónarsemin í þér var oft ótrú- leg. Þú gafst sjaldan upp. Þótt allt væri orðið ómögulegt þá gastu gant- ast með það. Við áttum margar góð- ar stundir saman sem fór fækkandi því þú fjarlægðist okkur með ár- unum. Í sumar hittum við þig svo hressan og kátan og það geislaði af þér. Þá kviknaði von hjá okkur um að nú tækist þér að halda sjúkdómn- um niðri. En þessi sjúkdómur tekur sinn toll og varð til þess að við misstum þig. En við verðum að sætta okkur við þetta. Það er sagt að guðirnir elski þá mest sem deyja ungir. Við vonum að þér líði vel núna og hlæir að okk- ur vitleysingunum sem stöndum í baráttu lífsins. Við trúum því að við sjáumst á ný en allavega ertu samt alltaf hjá okkur í anda og við hugs- um alltaf fallega til þín og söknum þín innilega. Megi Guð ávallt vera hjá þér. Ég bið að ég fái lifað og hugsað þannig að trú mín eflist. Ég bið að trú mín megi stöð- ugt þroskast, því að í trúnni er kraftur Guðs ávallt til reiðu. Þínir vinir, Gunnar og Anna Sól. Kæri vinur, ég man vel þegar sameiginlegur vinur kynnti okkur þegar við vorum 11 ára. Við náðum strax vel saman. Í fyrstu fannst mér þú vera svolítið dularfullur en þegar ég kynntist þér betur kom í ljós vel upp alinn, lífsglaður og kurteis drengur sem hafði áætlanir. Við gerðum margt skemmtilegt saman, einnig margt miður. Það var alltaf gott að tala við þig. Mér er mikils virði það traust sem þú barst til mín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Hvíl í friði, kæri vinur. Ég og fjölskylda mín sendum for- eldrum, systkinum, ömmu og öllum vinum þínum samúðarkveðjur. Þinn vinur. Sigurður (Siggi). MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 39                                                     !  " #      $  % % #       &#   #  (                                                   ! " # $    # $   %& # $                                                             !"#! $ % $  & !"#!   &%"!% '& (%  $ % !"%) * + !"#! $ % %, -" '%  & +% +.%                           !  " #  $    " #  %  !&  !  " #  '  " #    & )$   " &  * % ##  " "'  &$ " " "'  Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar grein- ar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.