Morgunblaðið - 18.02.2001, Síða 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 41
✝ Sigríður Sigurð-ardóttir fæddist
í Reykjavík 30. apríl
1920. Hún andaðist
á Landspítalanum í
Fossvogi 12. febrú-
ar síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Sigurður Sigurðs-
son, f. 20.6. 1891, d.
19.6. 1943, skip-
stjóri og útgerðar-
maður í Reykjavík,
og k. h., Ágústa
Jónsdóttir, f. 19.2.
1893, d. 27.8. 1991,
húsfreyja. Systkini
Sigríðar eru: Þórarinn Ingi, f.
4.4. 1923, d. 28.8. 1999; Jón
Gunnar, f. 14.7. 1924; Vilborg, f.
21.4. 1926, d. 22.11. 1974; Ásgeir,
f. 27.3. 1929; Sigurður, f. 27.3.
1929.
arkennari. Synir þeirra eru Helgi
Þór, f. 17.12. 1970, kerfisfræð-
ingur, Einar Geir, f. 18.6. 1974,
háskólanemi, kvæntur Sigríði
Völu Þórarinsdóttur, synir þeirra
eru Jón Karl og Einar Geir, Daði,
f. 2.5. 1979, háskólanemi. 3) Jó-
hann, f. 8.10. 1951, jarðfræðing-
ur, maki Þórhildur Guðrún Egils-
dóttir, félagsráðgjafi. Börn
þeirra eru Jökull, f. 27.11. 1992,
og Anna Sigríður, f. 7.2. 1996. 4)
Helgi Sæmundur, f. 22.6. 1953,
viðskiptafræðingur, maki Stein-
unn Gunnarsdóttir, meinatæknir.
Börn þeirra eru Ingi Úlfar, f.
28.5. 1981, Stella Björk, f. 13.7.
1983, Gunnar Geir, f. 20.6. 1989,
og Herdís Helga, f. 2.3. 1993.
Sigríður er fædd á Brekkustíg
11 í Reykjavík. Sigríður og Helgi
bjuggu lengst af á Hagamel 19 en
eftir það í Skerjafirði. Hún var
húsmóðir en vann hin síðari ár á
basar Thorvaldsensfélagsins.
Útför Sigríðar fer fram frá
Dómkirkjunni á morgun, mánu-
daginn 19. febrúar, og hefst af-
höfnin klukkan 13.30.
Hinn 10. júlí 1945
giftist Sigríður Helga
J. Sveinssyni, f. 7.11.
1918, d. 22.6. 1999,
bókara og gjaldkera
hjá LÍÚ. Hann er son-
ur hjónanna Sveins
Jónssonar, verka-
manns, f. 13.10. 1893,
d. 9.6. 1944, og Önnu
Sigríðar Guðjóns-
dóttur, húsfreyju, f.
5.9. 1894, d. 19.3.
1969.
Börn Sigríðar og
Helga eru: 1) Sigurð-
ur, f. 1.5. 1946,
rekstrarhagfræðingur, maki
Peggy Oliver Helgason iðjuþjálfi.
2) Sveinn Gunnar, f. 28.10. 1947,
viðskiptafræðingur. 3) Ágústa, f.
17.5. 1949, hjúkrunarfræðingur,
maki Jón Karl Einarsson, tónlist-
Elsku besta mamma mín.
Þakka þér fyrir allt elsku
mamma mín. Þakka þér fyrir allar
okkar samverustundir. Þú hefur
verið mér svo góð og blíð. Þú
verndaðir mig og huggaðir þegar
ég var lítil. Þú hvattir mig og varst
alltaf hreykin af mér. Þið pabbi
reyndust mér svo vel hvenær sem
ég þurfti á ykkur að halda.
Þú ert alltaf nálægt mér sama
hversu langt er á milli okkar. Þú
ert mín helsta fyrirmynd.
Hve ég dáist að þér fyir hve
sterk þú varst þegar síðasta áfallið
kom, Alzheimerinn. Þú ætlaðir ekki
að láta hann buga þig og hélst
áfram að sinna öllum þínum störf-
um. Þú þáðir hjálp við einföld verk
þegar þú fannst að þú réðir ekki
við þau lengur. Þú gerðir grín að
sjálfri þér þegar þú gerðir mistök.
Þú leyfðir mér að vera mamma þín,
eins og þú sagðir svo oft hlæjandi
þegar hlutverkin voru svolítið farin
að snúast við. Þegar á leið og erf-
iðleikarnir jukust og pabbi líka orð-
inn mikið veikur reyndirðu samt að
berjast á móti Alzheimernum.
Erfiðast var að fara á hjúkrunar-
heimili og láta aðra annast þig. Þér
fannst þú alveg geta séð um þig
sjálf, en þú gast það ekki, elsku
mamma mín. Ég tók varla eftir því
þegar þig fór að vanta æ fleiri orð,
vegna þess að ég skildi nær alltaf
hvað þú varst að reyna að segja.
Svo hættu orðin alveg að koma en
þú gast samt glaðst yfir góðu minn-
ingunum þegar við rifjuðum upp
gömul atvik.
Þú fagnaðir mér alltaf þegar ég
kom til þín, búin að sætta þig að
einhverju leyti við hlutskipti þitt.
Svo kom tækifærið sem þú nýttir
strax, til að losna úr viðjunum. Þó
ég eigi eftir að sakna þín sárt elsku
mamma mín þá get ég svo vel unnt
þér að fara.
Hvíldu í friði mamma mín.
Þín
Gústa.
Nú þegar ég kveð hana Stellu,
tengdamóður mína, hinsta sinni þá
leitar margt á hugann. Fyrst og
fremst þakklæti fyrir að hafa feng-
ið að kynnast henni og eiga samleið
með henni í rúm tuttugu ár.
Hún var glæsileg kona og mynd-
arleg. Heimilið og fjölskyldan voru
henni allt. Hún var alltaf til staðar
tilbúin að rétta hjálparhönd ef á
þurfti að halda. Frá fyrstu tíð var
mér vel tekið, allt tal um ráðríkar,
afskiptasamar tengdamæður var
svo fjarlægt henni Stellu minni.
Ég birtist fyrst óvænt í heim-
sókn með yngsta syninum og þau
hjónin voru að taka til í geymslunni
og þarna tróðst ég inn til þeirra til
að heilsa. Við hlógum oft að því
hvað þetta var eitthvað neyðarlegt
en þetta braut ísinn.
Þau voru ófá skiptin sem ég
labbaði með krakkana til ömmu
Stellu og afa Helga í heimsókn. Við
sátum oft með handavinnuna við
stofugluggann þar sem útsýnið yfir
Skerjafjörðinn var svo fallegt að
maður gat bara setið og horft,
lengi, lengi.
Hún Stella var mikil handa-
vinnukona, alltaf að prjóna lopa-
peysur eða sauma út. Húm var líka
mikil blómakona og oft fórum við í
skoðunartúr í garðinn að dást að
bóndarósinni eða burknunum sem
voru svo fallegir.
Þau hjónin ferðuðust mikið og
sólarferðirnar til Flórída haust
hvert voru fastur liður ár hvert.
Þau undu sér vel í hitanum, á
ströndinni og keyrðu um allt í
stóru „mallin“ því það var svo gott
að versla í henni Ameríku. Þegar
heim kom voru litlu jólin því allir
fengu eitthvað fallegt.
Hún Stella var einstaklega barn-
góð og barnabörnin nuta góðs af
því. Bakkelsið hennar ömmu var
svo gott og afi Helgi átti alltaf kók í
ísskápnum. Þau voru líka mikið á
ferðinni og litu oft í heimsókn. Þau
voru ófá matarboðin sem haldin
voru í Gnitanesinu þar sem þau
bjuggu á meðan heilsan leyfði. Þá
var oft glatt á hjalla, borðið svign-
aði undan krásunum og krakkarnir
að ærslast í kringum ömmu og afa
sem voru þeim svo kær.
Takk fyrir allt sem þú varst mér
og mínum, minningin þín lifir með
okkur um ókomin ár.
Þín tengdadóttir,
Steinunn.
Hún Stella tengdamóðir mín er
öll. Oft hefur hvarflað að mér að
setja á blað minningar eða þanka
um vini eða ættinga sem fallnir eru
frá, en aldrei hef ég fundið mig til
þess knúinn fyrr en nú. Þau orð
sem fyrst koma í huga minn er lýst
geta Stellu eins og ég sá hana er
fórnfýsi, trygglyndi og máttur,
bæði andlegur og líkamlegur.
Stella ól upp fimm börn sem fædd
voru á innan við tíu árum. Heimilið
var stórt og á fjórum hæðum. Þá
voru líka þeir tímar að meiri út-
sjónarsemi þurfti við heimilishald,
þar sem einn aflaði tekna og ég veit
til þess að oft hófst drýgsti vinnu-
tíminn hjá henni þegar aðrir voru
gengnir til svefns. Þau Helgi voru
reyndar mjög samhuga í öllum sín-
um góðu verkum og þannig bættu
þau oft við vinnudag sinn og út-
gjöld að Stella fór og hjálpaði til á
heimilum úti í bæ ef henni fannst
að þar þyrfti liðsinnis við. Þeir eru
margir sem standa í þakkarskuld
við Stellu fyrir aðstoð og alúð sem
hún gaf svo ríkulega án þess
nokkru sinni að ætlast til þakklætis
eða hróss. Ég tók eftir því að þegar
ég í fyrstu skiptin gaf henni
kompliment fyrir veislurnar henn-
ar eða annan garpskap að hún
kunni lítt að taka því, hélt kannski
að ég væri að gantast í sér. Ég veit
samt að Stellu þótti vænt um þegar
ég eða strákarnir okkar Gústu
föðmuðum hana svolítið í þakklæt-
isskyni fyrir eitthvað eða bara til
að fagna henni þegar hún leit í
heimsókn. Það eru fallegar minn-
ingar sem ég á og geymi af Stellu
hlæjandi innilega að ærslum eða
bulli strákanna minna. En einmitt
þegar Stella og Helgi áttu að geta
farið að njóta næðis og gleðjast yfir
ævistarfi og velgengni afkomenda
sinna þurftu þau að láta í minni
pokann fyrir hrörnunarsjúkdóm-
um, sem svo eru nefndir. Helgi dó
fyrir tæpum tveim árum og nú er
Stella farin, hetjan mín sem allt
virtist geta staðið af sér hlaut að
lúta fyrir þeim ágenga fanti Alz-
heimersjúkdómnum. Blessuð sé
minning hennar.
Jón Karl.
Við bræðurnir viljum þakka
ömmu fyrir okkur, því við lærðum
svo margt af henni um fjölskyldur
og böndin sem þær tengja.
Við heyrðum stundum vini okkar
tala um ættarmót í sínum fjölskyld-
um. Ættarmót voru okkur fram-
andi fyrirbæri og að okkar mati
óþörf enda vanir því að allt okkar
sifjalið hittist reglulega á heimili
ömmu okkar, því þar var vettvang-
ur stórafmæla ýmissa ættingja,
fermingarveislna og auðvitað jóla-
boða. Þá virtist okkur sem amma
Stella hefði ekkert fyrir viðlíka
veisluhöldum. Við stóðum satt að
segja í þeirri trú langt fram eftir
aldri að flestar konur gætu snarað
fram veisluföngum fyrir tugi
manns í hjáverkum.
Amma gerði meira en að baka
kökur. Þeir sem hana þekktu muna
eftir því hvað hún var innileg í
gleði sinni. Enda gladdist hún á
annan hátt en margir, sérstaklega
þegar börn áttu í hlut. Þegar full-
orðna fólkið brosti góðlátlega að
uppátækjunum hló amma og gladd-
ist á sama hátt og barnið sjálft. Og
þannig munum við áfram gleðjast
með fjölskyldum okkar eins og hún
hefur kennt okkur.
Helgi Þór, Einar Geir og Daði.
Elsku langamma mín, takk fyrir
að leyfa mér að fá að kynnast þér
og að keyra þig í hjólastólnum þín-
um. Þér þótti alltaf svo vænt um
okkur Einar Geir, okkur um þig.
Guð geymi þig, þín langömmubörn,
Vertu yfir og allt um kring
með eilífðri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Jón Karl og Einar Geir.
Kveðja frá
Thorvaldsensfélaginu
Okkar kæra félagskona Sigríður,
eða Stella eins og hún var kölluð, er
nú kvödd. Stella gekk til liðs við
Thorvaldsensfélagið fyrir tuttugu
og sex árum og var alla tíð vel virk í
starfi. Hún var gjöful á tíma sinn og
það er mikils virði fyrir góðgerð-
arfélag að eiga slíka félagskonu.
Um árabil var hún í stjórn Barna-
uppeldissjóðs Thorvaldsensfélags-
ins. Þar er mikil vinna í sambandi
við útgáfu jólamerkjanna, dreifingu
þeirra og sölu, ásamt öðrum störf-
um sem tilheyra þeirri stjórn. Þar
var Stella góður liðsmaður og lét
ekki sitt eftir liggja. Á Thorvald-
sensbazarnum vann hún einnig
sjálfboðastörf í mörg ár og átti þar
sína föstu vinnudaga en var samt
alltaf boðin og búin að taka auka-
daga ef illa stóð á. Stella bar hag
félagsins fyrir brjósti og henni var
mjög umhugað um að Bazarinn
gengi vel. Hún var sönn félagskona
sem tók þátt í fundum og störfum
félagsins af heilum hug. Thorvald-
sensfélagið á henni mikið að þakka
og við félagskonur kveðjum nú góða
og trausta vinkonu með söknuði og
minnumst hennar með þakklæti og
virðingu.
Innilegar samúðarkveðjur til
barna og annarra ástvina.
Guðlaug Jónína
Aðalsteinsdóttir.
Kæra amma,
Það var einu sinni sagt við mig að
þú værir „ömmulegasta amma í
heimi“ og fyrir mér varst þú sú eina
sanna.
Þú varst konan sem átti bara ein-
ar síðbuxur og það var álíka erfitt
fyrir fjögurra ára gamlan strák að
skilja eins og að þú hefðir einhvern
tímann verið fjögurra ára líka. Þú
varst húsmóðir af guðs náð, þú bak-
aðir bestu kleinur í heimi, saumaðir
teppi og peysur af öllum stærðum
og gerðum en kunnir þó ekki að
keyra bíl en þú hafðir líka svo góð-
an bílstjóra.
Þegar ég gekk inn í fyrsta húsið í
Skerjó þá var það eins og að vera
kominn í annan heim með fótbolta-
velli, risa feluleikjasvæði (kjallar-
inn) og fjöruna þaðan sem við
frændurnir, tveir, komum heim með
gimsteina frá öðrum hnöttum. Og
alltaf þegar við komum beiðstu með
tvær tegundir af kæfu og sprite inni
í ísskáp eða bara það sem mann
langaði í.
Eina vinnan utan heimilisins, sem
ég sá þig vinna, var auðvitað á
Thorvaldsen-basar, hvaða staður
gat hentað þér betur? Sjálfselska
var ekki til í þínu risastóra hjarta,
alltaf að hugsa um hvort nokkur
væri svangur, nokkrum væri kalt
eða hvort hlutirnir mættu ekki bet-
ur fara.
Nú ertu komin til afa og ég kveð
því, elsku amma Stella, og fyrir-
gefðu að við frændurnir tíndum öll
blómin í garðinum í óvitaskap, það
var eina skiptið sem þú varðst reið
við okkur.
Þinn
Ingi Úlfar (Úlli).
Frænku mína, Sigríði Sigurðar-
dóttur, þekkti ég í upphafi aðeins
sem Stellu, en það var gælunafn
hennar. Hún var mér og mörgum
öðrum góð frænka, gegndi mikil-
vægu hlutverki sem þróaðist á lífs-
leiðinni.
Heimili Stellu var eins konar út-
víkkun á mínu eigin heimili í
bernsku. Þar bjó hún með Helga J.
Sveinssyni og fimm börnum. Að
auki bjuggu í húsinu mæður þeirra
hjóna. Á þessum tíma var stutt á
milli heimilis míns og heimilis
Stellu og Helga. Samgangur var
mikill, enda höfðu Stella og móðir
mín verið nánar í bernsku og héld-
ust sterk tengsl meðan báðar lifðu.
Fyrstu æskuárin var ég tíður gest-
ur fjölskyldunnar, jafnt á heimilinu
sem í ferðum um landið, en Helgi
átti ætíð góðan bíl og hafði yndi af
því að keyra og lét okkur njóta
þess.
Stella sinnti fjölskyldu sinni og
venslafólki af mikilli hlýju og alúð,
ekki síst ef erfiðleikar steðjuðu að,
til dæmis veikindi eða dauðsföll.
Hún sýndi þá umhyggju sína í verki
og naut þar stuðnings Helga manns
síns. Eftir dauða föður míns vorum
við móðir mín fastagestir hjá fjöl-
skyldunni á jólum og kæmi upp
vandi vegna veikinda eða annarra
erfiðleika vissi ég að þar ættum við
trausta bakhjarla. Fleirum sýndi
hún ekki síðri umhyggju, en ég
nefni aðeins það sem sneri að mér.
Eftir að ég hafði eignast eigin
fjölskyldu hélt Stella áfram að vera
okkur mikilvæg. Piret, kona mín, er
Stellu þakklát fyrir þann hlýhug og
vináttu sem hún sýndi þegar Piret
settist hér að í framandi landi.
Stella gladdist með okkur yfir
stækkandi fjölskyldu og voru þau
Helgi mjög kærkomnir gestir á
meðan heilsa þeirra leyfði.
Síðustu árin tóku veikindi hennar
sinn toll og Helga mann sinn missti
hún fyrir rúmu einu og hálfu ári.
Erfiðleikar hennar með að tjá sig í
orðum fóru vaxandi. En til síðustu
stundar gat hún miðlað með hlýju
handtaki því sem orð gátu ekki
lengur tjáð. Þótt fjölskylda Stellu
þurfi nú að glíma við sorg við fráfall
hennar er fjölskyldan samt rík af
því að hafa átt Stellu að. Við Piret
samhryggjumst fjölskyldunni og
munum ætíð minnast Stellu með
hlýju.
Sigurður Emil Pálsson.
SIGRÍÐUR
SIGURÐARDÓTTIR
!
! " #
$% ! "# $% &''#"
& ()" "#'#"
& *# +," "#-. " ( -&''#"
/," ! "#-. 01 & 2 3 #''#"
4 !'+ &5," "#-. / 0 -. '''#"
"- (1 "-. (" ''#"
6. "'#"
0&& "'#"
4 !" 01 '-. 7" " 8."''#"
" 01 ''#"
4-- ()/ /'-. &""/ 35''#"
"# " /''#" ( "- * '-.
#/ +"+"+)"2
Inger Steinsson,
útfararstjóri,
s. 691 0919
Ólafur Ö. Pétursson,
útfararstjóri,
s. 896 6544
Bárugötu 4, 101 Reykjavík.
S. 551 7080
Vönduð og persónuleg þjónusta.