Morgunblaðið - 18.02.2001, Page 42

Morgunblaðið - 18.02.2001, Page 42
FRÉTTIR 42 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ KRINGLUNNI 4-12, s. 800 6000 OPIÐ HÚS Í DAG SUNNUDAG Vorum að fá í einkasölu góða 99 fm íbúð + ris, á 4. hæð til vinstri í þessu fjölbýlishúsi sem stendur við KR- völlinn. Stofa og tvö svefnherb. á hæðinni og eitt stórt herb., gætu verið tvö, í risi. Parket og dúkur á gólfum. Nýlega endurnýj. baðherb. Verð 12,8 millj. Áhv. 4 millj. Þau Sveinn og Guðrún bjóða ykkur velkomin til sín í dag á milli kl. 14 og 16. Kaplaskjólsvegur 37 - Við KR-völlinn Kaplaskjólsvegur 37 - Við KR-völlinn Vorum að fá í sölu góða 94 fm íbúð á 2. hæð til hægri í fjölbýlishúsi sem stendur við KR-völlinn. Þrjú svefnherb. og stofa með suðursvöl- um. Dúkur á gólfum. Góð eign á eftirsóttum stað! Verð 12,4 millj. Áhv. 3,3 millj. Þau Gestur og Kristín bjóða ykkur velkomin til sín í dag á milli kl. 14 og 16. GIMLI GIMLI FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099 ERTU AÐ KAUPA Í FYRSTA SKIPTI? KOMDU ÞÁ Í OPIÐ HÚS Í DAG HJÁ FASTEIGNASÖLUNNI GIMLI Í dag mun starfsfólk fasteignasölunnar Gimlis taka á móti öllum þeim sem eru að huga að sínum fyrstu kaupum eða hafa ekki átt í fasteignaviðskiptum nýlega. Ætlun okkar er að leiðbeina ykkur sem eruð að kaupa í fyrsta skipti, gefa ykkur tíma til að hitta okkur í notalegu umhverfi, aðstoða og veita ykkur upplýsingar um allt það sem lýtur að fasteignakaupum. Erum með öll gögn í greiðslumatið á staðnum. Sérstakt sjónvarps- og vídeóhorn fyrir börnin. Verið velkomin á milli kl. 13.00 og 16.00 ÖGMUNDUR Jónasson, þingmaður vinstri- grænna og formaður BSRB, segir að grundvall- arbreytingin sem gerð hafi verið á húsnæðislög- gjöfinni í ársbyrjun 1998 feli í sér að nú eigi í áföngum að hætta að niðurgreiða vexti og þar með verði verkamannabústaðir úr sögunni og að dregið verði stórlega úr stuðningi við aðila sem reisa og reka félagslegt húsnæði. Til skamms tíma hafi félagslegir aðilar fengið verðtryggð lán með 1% vöxtum en nú sé stefnt að því að þessi lán beri markaðsvexti og segir Ögmundur að mark- aðurinn verði því grundvöllur húsnæðiskerfisins með þeim vöxtum og sveiflum sem honum fylgja. „Þannig að forsendur þessa félagslega kerfis eru brostnar. Menn eru að fara inn í nýja hugsun, inn í nýtt fyrirkomulag.“ Að mati Ögmundar er ljóst að enginn þeirra sem sjái lágtekjufólki fyrir félagslegu húsnæði muni ráða við markaðskjör á lánum og því þurfi að koma til stuðningur frá opinberum aðilum, hvort sem það verður í formi niðurgreiddra vaxta, vaxtaendurgreiðslna til byggingaraðila sem reisa félagslegt húsnæði eða stofnstyrkja. „Hér þurfa verulegar fjárhæðir að koma til sögunnar því staðreyndin er sú að framboð á leiguhúsnæði er ekki í nokkru samræmi við þörf- ina. Biðraðir eftir félagslegu húsnæði lengjast í hverjum mánuði og ekki má gleyma því að þá er- um við aðeins að tala um allra tekjulægsta fólkið. Þeir sem hafa hærri tekjur, í Reykjavík er miðað við 160 þúsund króna tekjur hjóna á mánuði, komast ekki einu sinni inn á biðlista eftir félags- legu húsnæði og þurfa að leita á rándýran leigu- markaðinn eða kaupa sér húsnæði.“ Að sögn Ögmundar má lýsa ástandinu þannig að dregið hafi verið úr möguleikum fólks með lág- ar tekjur og meðaltekjur til að eignast húsnæði og það gerist á sama tíma og stoðum sé kippt undan félagslega húsnæðiskerfinu án þess að fyr- ir hendi sé leigumarkaður sem boðið geti húsnæði á viðráðanlegu verði. „Lausnin sem ég sé fyrir mér er sú að leitað verði eftir samkomulagi við lífeyrissjóðina um að beina fjármagni inn í upp- byggingu húsnæðiskerfisins. Ég get ekki ímynd- að mér tryggari, að ekki sé minnst á ábyrgari, fjárfestingu en að reisa þak yfir fólk. Ef lífeyr- issjóðirnir ábyrgjast að halda uppi markvissri eft- irspurn eftir húsbréfum mætti koma í veg fyrir þær sveiflur sem þar hafa orðið. Síðan kæmi mjög vel til greina að lífeyrissjóðirnir fjárfestu hreinlega í samvinnufélögum sem reisa og reka leiguhúsnæði. Ríki og sveitarfélög myndu síðan niðurgreiða kostnaðinn með tilteknum skilyrðum en ríkið og sveitarfélögin gegna hér að sjálfsögðu lykilhlutverki.“ Þá segir Ögmundur að tryggja þurfi einstak- lingum sem taka þurfi lán stórauknar vaxtabætur og að húsaleigubætur þyrftu einnig að stór- hækka. Það væri í senn stuðningur við leigjendur og þá sem reisa og reka leiguhúsnæði. Ögmundur Jónasson segir forsendur félagslega húsnæðiskerfisins brostnar Lífeyrissjóðir beini fjármagni í uppbyggingu kerfisins Hellnum - Klæðning ehf. vinnur nú að vegagerð í Axlarhyrnu á Útnes- vegi á Snæfellsnesi. Gísli Eysteins- son verkstjóri segir að verkinu hafi miðað mjög vel áfram og að veðrið hafi hjálpað mikið til í vetur. Síðast- liðinn vetur vann sama fyrirtæki að vegagerð um Fróðárheiði við svo- kallað Heiðarkast þar sem vegurinn um Fróðárheiði og Útnesvegur mætast. Um fimmtán manns vinna við vegagerðina í Axlarhyrnu á ellefu daga vöktum með þriggja daga fríi inni á milli. Gísli segir þetta allt vana vegagerðarmenn og uppistaðan í hópnum hafi unnið hjá fyrirtækinu í ellefu til tólf ár. Þeir eru nokkuð á áætlun með verkið og verði tíðin jafngóð það sem eftir er vetrar og verið hefur hingað til segir hann að þeir muni leggja bundið slitlag á veginn sem þeir unnu síðastliðið haust í Breiðuvík á Útnesvegi í byrj- un júní og að í júlí á þessu ári megi vænta þess að lagt verið bundið slit- lag á veginn í Axlarhyrnunni. Morgunblaðið/Guðrún G. Bergmann Stór vegavinnutæki í Axlarhyrn- unni með Stakkfell í baksýn. Vegagerð í Axlarhyrnu Fernando Hipolito, framkvæmda- stjóri stærstu ferðaskrifstofunnar í Algarve, kynnti við þetta tækifæri hugmyndina um sölu á Íslandsferð- HUGMYNDIR eru uppi um að hefja innan skamms sölu á skipulögðum ferðum fyrir portúgalska ferðamenn til Íslands. Þetta kom fram þegar Victor Clemente, varaborgarstjóri Albufeira í Algarve-héraði í Portú- gal, heiðraði íslenska ferðamenn fyr- ir að vera hlutfallslega flestir sem koma frá einu og sama landinu til borgarinnar. Það var aðstoðarmaður samgönguráðherra, Jakob Falur Garðarsson, sem tók við viðurkenn- ingunni fyrir hönd íslenskra ferða- manna sem hafa sótt borgina heim undanfarin ár. um frá Portúgal. Hann sagði að tíu ár væru liðin frá því að ferðaskrifstofan Úrval-Útsýn hóf beint leiguflug til Portúgals og þar sem flogið væri nokkrum sinnum í viku í beinu leigu- flugi þangað væri verið að kanna möguleikana á að bjóða Portúgölum að ferðast til Íslands um leið og Ís- lendingar fara í sólina í Portúgal. Úrval-Útsýn fékk æðstu viður- kenningu hóteleigenda í Algarve- héraði fyrir brautryðjandastarf við skipulagningu sólarlandaferða til Portúgals. Alls hafa um 60.000 Ís- lendingar farið með ferðaskrifstof- unni til Portúgal síðan leiguflug þangað hófst fyrir tíu árum. Nú fara að jafnaði um 10.000 Íslendingar til Algarve á ári hverju. Íslenskir ferðamenn heiðraðir af borgaryfirvöldum í Albufeira í Portúgal Portúgalar áforma að selja ferðir til Íslands STURLA Böðvarsson, sam- gönguráðherra, opnaði sl. föstudag nýjan upplýsingavef Lánstrausts hf. um lögfræði, Réttur.is. Vefurinn er ætlaður almenningi jafnt sem löglærðum og er engin gjaldtaka fyrir þá þjónustu og upplýsingar sem þar er veittar. Stærsti einstaki hluti efnis á Réttur.is er Netlögbókin sem er nýtt verk byggt á riti Björns Þ. Guðmundssonar, Lögbókin þín, sem var fyrst gefin út 1989 og er nú nánast ófáanleg. Á vefnum verður einnig tekið á þeim atriðum sem líklegast er að almenningur þurfi upplýsingar um og er sérstök áhersla lögð á að textinn sé ritaður á máli sem allir skilja. Reglulega verða birtir pistlar eftir lögfræð- inga eða aðra áhugamenn um lög- fræði þar sem tekið verður á mál- um sem eru í brennidepli og reynt að láta andstæð sjónarmið koma fram. Lögfræðingur í fullu starfi mun svo hafa það verkefni að greina og skýra lögfræðilegar hlið- ar á málum sem eru í fréttum. Sig- urður Líndal prófessor er formaður ritnefndar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ráðherra opnaði lögfræðivefinn Réttur.is sem ætlaður er almenningi jafnt sem löglærðum. Tekið á málum sem eru í umræðunni Upplýsingavefur um lögfræði opnaður Golfkúlur 3 stk. í pakka aðeins 850 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.