Morgunblaðið - 18.02.2001, Page 43
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 43
BORGIR
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
F A S T E I G N A S A L AF A S T E I G N A S A L A
NÚPALIND 6 - GLÆSILEGAR ÍBÚÐIR
OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 13.00 - 15.00
Sölumenn á Borgum fasteignasölu verða með opið hús í dag sunnudag
frá kl. 13.00 - 15.00 í Núpalind 6.
Kynntar verða glæsilegar íbúðir af öllum stærðum. Íbúðirnar skilast full-
búnar með vönduðum innréttingum, án gólfefna. Að utan skilast húsið
fullfrágengið, klætt með viðhaldslitlu lituðu áli.
Afhending á flestum íbúðunum getur orðið við kaupsamning.
Jóhannes Ásgeirsson hdl., lögg. fasteignasali
Grandavegur - 3ja herb.m. bílskúr
Falleg ca 90 fm íbúð í lyftublokk. Forstofa, hol, frá holi er
gott sjónvarpshorn. Góð stofa m. suðursvölum og ágætu
útsýni. Eldhús með vönduðum innréttingum og borðkrók.
Þvottahús og búr innaf eldhúsi. Á sérgangi eru tvö góð
svefnherbergi. Góður ca 23 fm bílskúr. Verð 14,4 millj.
OPIÐ HÚS í DAG KL. 14-16
DIGRANESVEGUR 38 Kóp.
F A S T E I G N A S A L A
SUÐURLANDSBRAUT 10, 2. HÆÐ F/OFAN BLÓMASTOFU FRIÐFINNS, 108 REYKJAVÍK
SÍMI 533 1616 FAX 533 1617
netfang: lundur@f-lundur.is heimasíða:www.f-lundur.is
Opið á Lundi í dag milli kl. 12 og 14
Rúmgóð 94 fm 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sér
inngangi. Góðar innréttingar. Parket og flísar á gólfum.
Suðurgarður. Verð 11,6 millj.
MAJA OG ÓSKAR SÝNA ÍBÚÐINA Í DAG
MILLI KL.14 og 16.
Hraunteigur 10
Góð 3-4ra herbergja íbúð í kjallara í tvíbýlishúsi. Tvö her-
bergi innan íbúðar og aukaherbergi í sameign. Nýlegt þak,
dren o.fl. Frábær staðsetning. Laus 1. mars. V. 9,0 m. Áhv.
4 m. 4599.
Hanna og Tómas taka á móti gestum í dag frá kl. 14-16.
Áhugasamir velkomnir.
Kleppsvegur 30 - við Brekkulæk
Nýkomin í einkasölu falleg talsvert endurnýjuð 55 fm íb. í
kjallara í góðu viðgerðu fjölbýli. Nýlegt baðherbergi o.fl.
Mjög góð staðsetning. V. 7,4 m. Áhv. 3,2 m. 4362
Kristján og Elín taka á móti áhugasömum í dag frá kl.
14-16.
Opið hús í dag - Opið hús í dag
Síðumúla 27
sími 588 4477
fax 588 4479
Heimasíða: valholl.isF A S T E I G N A S A L A
VA L H Ö L L
GIMLI GIMLI
FASTEIGNASALAN GIMLI, ÞÓRSGÖTU 26, FAX 552 0421, SÍMI 552 5099
Vorum að fá í sölu bjarta og fallega
3ja herb. 72 fm íbúð í kjallara í góðu
fjölb. Rúmgóð herb. og stofa. Fata-
herb. innaf hjónaherb. Baðherbergi
endurnýjað. Flísar á gólfum. Sameign
nýl. tekin í gegn að utan. Áhv. 4 millj.
Verð 8,9 millj. (brunab.mat 9 millj.)
Bryndís og Guðni sýna eignina frá
kl. 14–17 í dag, sunnudag.
Vorum að fá í sölu glæsilegt 220 fm
einb. á einni hæð á fallegum útsýnis-
stað á Álftanesinu. 4 rúmg. svefnher-
bergi. Rúmgóðar stofur. Parket og
flísar á gólfum. Húsið er fullbúið m.
bráðab.innr. í eldhúsi. Innb. 30 fm
bílskúr.
Gísli og Sæunn sýna húsið frá
kl. 14–17 í dag, sunnudag.
KOMDU Í OPIN HÚS Í DAG
ÁLFTAMÝRI 4
SJÁVARGATA 4 – ÁLFTANESI
Vilhjálmur Bjarnason
sölumaður
Haraldur R. Bjarnason
sölumaður
Elvar Gunnarsson
sölumaður
Jóhanna Kr. Guðmundsdóttir
skjalafrágangur
Nanna Dröfn Harðardóttir
ritari
Salómon Jónsson
löggiltur fasteignasali
Opið hús á eftirtöldum stöðum
sunnudaginn 18. febr. milli kl. 14 og 17
Sjávargrund 9b, Garðabæ
Einstaklega fallegt 191,4 fm raðhús með innbyggðri bíl-
geymslu. 4 herb. og stofur. Jatoba-parket og falleg eldhúsinn-
rétting úr lútuðum ask. Tvennar svalir. Húsið er gott og
skilast nýmálað. Falleg og skemmtileg eign. Áhv. 9 m. Verð
18,4 m.
Elfa og Sveinbjörn taka á móti ykkur
milli kl. 14 og 17 í dag.
Stangarholt 34, Reykjavík
6-7 herb. íbúð á efri hæð og risi í tvíbýlishúsi. 4-5 herb., 2
stofur. Nýtt parket að mestu. Bílskúrsréttur. Falleg lóð. Góð
staðsetning. Íbúðin er laus fljótlega. Verð 12,6 m.
Björn sýnir íbúðina milli kl. 14 og 17.
- heilshugar um þinn hag
Suðurlandsbraut 50 108 Reykjavík sími 533 4300 Fax 568 4094
Mjög skemmtileg 3-4ra herbergja
íbúð á 2. hæð (efstu) í litlu fjölbýli (6
íbúðir) á þessum frábæra stað. Gott
hjónaherbergi með skápum. Barna-
herbergi, sem voru tvö herbergi,
auðvelt að breyta aftur. Góð stofa
með frábæru útsýni. Mjög góð eign
sem vert er að skoða.
Kristín Helga sýnir í dag,
sunnudag, milli kl. 17 og 19.
Opið hús
Efstaland 20
STJÓRN Félags grunnskólakenn-
ara mótmælir harðlega áformum
meirihluta bæjarstjórnar Hafnar-
fjarðar um að bjóða út kennslu við
nýjan grunnskóla í Áslandi sem
einkaframkvæmd. Í ályktun stjórnar
félagsins segir að slíkt útboð sé brot
á lögum um grunnskóla og varað við
því að skólastarf sé boðið út á mark-
aðstorgi gróðahyggju eins og komist
er að orði. Ályktun stjórnar er svo-
hljóðandi:
„Stjórn Félags grunnskólakenn-
ara mótmælir harðlega áformum
meirihluta bæjarstjórnar Hafnar-
fjarðar um að bjóða út kennslu við
nýjan grunnskóla í Áslandi sem
einkaframkvæmd og telur slíkt út-
boð brjóta í bága við lög.
Stjórnin leggur áherslu á að það
er lögbundin skylda sveitarfélaga að
reka grunnskóla. Grunnskólinn er
skyldunám og er hverju sveitarfélagi
skylt að sjá öllum börnum á aldr-
inum 6–16 ára sem þar eiga lögheim-
ili fyrir skólavist. Sveitarfélagi er
óheimilt að framselja til einkaaðila
skyldur sem lagðar eru á það í lögum
um grunnskóla.
Stjórn FG vekur athygli á að hér
er um að ræða áform um að bjóða út
venjulegan hverfisskóla sem sveitar-
félagið ber lögum samkvæmt fulla
ábyrgð á, grunnskóla sem á að vera
opinn öllum nemendum í viðkomandi
hverfi, þar sem allir nemendur eiga
rétt á námi og námstækifærum við
hæfi.
Þó að lög um grunnskóla og aðal-
námskrá veiti sveitarfélögum og
skólum verulegt svigrúm til að
skipuleggja nám í samræmi við þarf-
ir og aðstæður á hverjum stað er
engin heimild fyrir því í lögum að
menntamálaráðherra geti veitt und-
anþágu frá grunnskólalögum til út-
boðs á framkvæmd skólastarfs til
einkaaðila.
Félag grunnskólakennara telur að
ákvæði grunnskólalaga um tilrauna-
skóla geti ekki átt við um þessa
áformuðu einkaframkvæmd. Í ljósi
þessa fær stjórn FG ekki séð hvern-
ig menntamálaráðherra geti veitt
sveitarfélagi undanþágu frá því að
sinna þeirri lögbundnu skyldu sinni
að reka grunnskóla.
Þá vekur stjórn FG athygli á því
að Hafnarfjarðarbær er aðili að ný-
gerðum kjarasamningi Kennara-
sambands Íslands og Launanefndar
sveitarfélaga fyrir grunnskóla.
Áform um að bjóða út kennslu við
grunnskólann í Áslandi vekur m.a.
upp þá spurningu hvort bæjarfélagið
sé að reyna að koma sér undan því að
fjármagna þann samning, en launa-
kostnaður vegna kennara og skóla-
stjórnenda er langstærsti útgjalda-
liður í rekstri hvers grunnskóla.
Stjórn FG varar við öllum hug-
myndum um einkavæðingu á grunn-
menntun þjóðarinnar. Athygli vekur
að í tilboðsgögnum vegna útboðs á
kennslu og stoðverkefnum við
grunnskóla í Áslandi í Hafnarfirði er
tekið fram að tilboðsverðið eigi að
fela í sér nægilegan hagnað og allan
kostnað, meðal annars vegna launa,
launatengdra gjalda, skatta eftir því
sem við á, stjórnunar, fjármögnunar,
rekstrar o.s.frv. Með öðrum orðum
er gert ráð fyrir því að einkaaðili taki
að sér rekstur skólastarfs, þ.m.t.
kennslu, sem skili honum hagnaði.
Hagsmunir nemenda eru ekki hafðir
að leiðarljósi, heldur hagnaðarsjón-
armið.
Sameiginlegt markmið beggja
samningsaðila með nýgerðum kjara-
samningi fyrir grunnskólann er að
bæta skólastarf með það fyrir aug-
um að gera skólann samkeppnisfær-
an og kennarastarfið eftirsóknar-
vert. Því markmiði verður ekki náð
ef sveitarfélög víkja sér undan
ábyrgð sinni og bjóða skólastarfið út
á markaðstorgi gróðahyggju.“
Stjórn Félags grunnskólakennara ályktar
Útboð skólastarfs
brýtur í bága við lög
ATVINNA mbl.is
BISKUP Íslands hefur skipað séra
Jónu Hrönn Bolladóttur í embætti
miðborgarprests frá 1. janúar sl. Um
er að ræða samstarfsverkefni á veg-
um biskups Íslands, Reykjavík-
urprófastsdæma vestra og eystra,
Dómkirkju-, Hallgríms- og Nes-
sókna ásamt Miðborgarstarfi
KFUM og K.
Miðborgarpresti er ætlað að sinna
fræðslu, helgihaldi og sálgæslu í
miðborginni. Einnig er miðborgar-
prestur framkvæmdastjóri miðborg-
arstarfs KFUM og K og mun sinna
sjómannaþjónustu sem fyrirhuguð
er á þessu ári á vegum kirkjunnar.
Hér er um frumkvöðlastarf að ræða.
Miðborgarprestur var settur inn í
embætti í Kolaportinu 10. feb. sl. af
séra Jóni Dalbú Hróbjartssyni pró-
fasti í Reykjavíkurprófastsdæmi
vestra.
Skipuð miðborg-
arprestur