Morgunblaðið - 18.02.2001, Side 48
48 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
ÉG ER algjörlega sammála bréfrit-
ara í Velvakanda í Morgunblaðinu
laugardaginn 27. jan. sl. um frum-
varp til laga um að opnað verði fyrir
smásöluverslun með áfenga drykki í
almennum matvöruverslunum og er
það með öllu óskiljanlegt hvað geng-
ur þessum háttvirtum þingmönnum
til að flytja slíkt vanhugsað frum-
varp miðað við það mikla ófremdar-
ástand sem ríkir í áfengismálum og
öðrum fíkniefnamálum þjóðarinnar.
– Þó er afstaða og áhugi Vilhjálms
Egilssonar, framkvæmdastjóra
Verslunarráðs, kannski skiljanleg,
honum finnst það skylda sín að hygla
skjólstæðingum sínum í verslunar-
rekstri, að auka fjölbreytni og fram-
boð í vöruúrvali, ekki af beinni nauð-
synjavöru, heldur frjálsari aðgang
að áfengi til viðbótar við tóbak sem
er mikið fíkniefni og áfengið er ekk-
ert annað en „löglegt“ fíkniefni. Ég á
mun erfiðara með að skilja afstöðu
og áhuga hinna ágætu þingkvenna
Ástu Möller hjúkrunarfræðings og
Þorgerðar K. Gunnarsdóttur. Ég
mundi ætla að Ásta væri fyrst og
fremst málsvari heilbrigðisstéttanna
með áherslu á bætt heilbrigði og líf-
erni og mjög á móti öllu sem skaðar
og er í andstöðu við slíkan lífsmáta.
Þorgerði K. Gunnarsdóttur hef ég
alltaf litið á sem sanna ímynd æsku-
manneskjunnar, málsvara æskunnar
og hollrar félagshreyfingar, enda til
þeirra að telja er hafa verið leiðandi
afl og í fararbroddi á því sviði um
árabil.
Einn flutningsmanna frumvarps-
ins Vilhjálmur Egilsson viðurkennir
að ef það nær fram að ganga muni
aukast sala á áfengi. Hvað þýðir það?
Jú, það er viðurkennd staðreynd að
neysla sterkra fíkniefna kemur í
kjölfar áfengisneyslu. Kannanir hafa
sýnt að auðveldara aðgengi að áfengi
leiðir af sér meiri neyslu og afleið-
ingarnar eru skelfilegar eins og áð-
urnefndur greinarhöfundur lýsir í
grein sinni: Niðurbrot fjölskyldna,
glæpir, sjálfsvíg o.s.frv.
Ég skora á og hvet alla sómakæra
og háttvirta þingmenn, hvar í flokki
sem þeir standa, að sporna við að
þetta óheillafrumvarp fái brautar-
gengi en verði fellt á Alþingi. Einnig
ættu kjósendur um allt land að tjá
sig um þetta mál. – Ég held að þær
tvær ágætu þingkonur, Ásta og Þor-
gerður, hefðu átt að skoða hug sinn
betur, áður en þær ákváðu að vera
flutningsmenn að slíku vanhugsuðu
frumvarpi og snúa sér heldur að mun
þarfari og brýnni þjóðþrifamálum
sem sífellt kalla á atorku og mála-
fylgju þingmanna til góðra verka og
úrlausnar hverju sinni.
Með vinsemd og virðingu.
GUÐMUNDUR J. MIKAELSSON,
verslunarmaður,
Hvassaleiti 8,
Reykjavík.
Óheillafrumvarp
Frá Guðmundi J. Mikaelssyni:
FÁ mál hafa valdið jafn miklum
taugatitringi í þjóðfélaginu og ör-
yrkjadómurinn og það sem honum
hefur fylgt. Sjálfsagt er of snemmt að
gera það dæmi upp og meta hver
áhrifin verða á samfélagið og þróun
þess. Ég get þó ekki varist þeirri
hugsun að allt þetta mál muni hafa
alvarlegar og neikvæðar afleiðingar í
meira mæli en æskilegt er. Ég held
að þegar upp verður staðið hafi allir
tapað á þessu máli. Ég ætla hér á eft-
ir að rökstyðja þessa skoðun mína í
örstuttu máli.
Ef ég skil dóminn rétt þá er það
brot á stjórnarskrá að skerða bætur
til öryrkja vegna tekna maka, ef
skerðingin miðast við tekjur umfram
einhverja óskilgreinda upphæð, sem
er væntanlega einhvers staðar í ná-
munda við framfærslumörk einstak-
lings. Stjórnskipulagið gerir ráð fyrir
að ríkisvaldið eigi að fylgja dóminum
eftir.
Dómsvaldið er einn af þremur
hornsteinum þjóðfélagsins ásamt
löggjafar- og framkvæmdavaldinu.
En að dóminum föllnum var fjandinn
laus. Allir aðilar að málinu og margir
fleiri hafa tjáð sig og flest af því virð-
ist mér ekki standast neina skyn-
semi. Öryrkjabandalagið með for-
mann þess og lögmann hafa farið svo
offari að vandséð er að stuðningur al-
mennings þann góða málstað, sem
þeir vinna að, haldist. Forsætisráð-
herra hefur viðhaft svo sterk um-
mæli um Hæstarétt að hann þarf að
leggja sig allan fram um að sannfæra
landsmenn um að hann aðhyllist
þrátt fyrir allt þrískiptingu ríkis-
valdsins eins og stjórnarskrá okkar
og annarra vestrænna ríkja gerir ráð
fyrir. Stjórnarandstaðan þarf að
gera grein fyrir af hverju hugsjónir
jafnaðarmennskunar – að þeir sem
helst þurfa aðstoð samfélagsins eigi
að sitja fyrir – eigi að víkja af því
þeirri einföldu ástæðu að andstæð-
ingurinn liggur vel við höggi. Alþingi
þarf virkilega að hugsa sinn gang og
átta sig á að samskipti þess við aðrar
meginstoðir ríkisvaldsins þurfa að
standast lágmarks kröfur. Hæsti-
réttur þarf einnig að átta sig á að
bréf send út í hans nafni eiga ekki að
þjóna markmiðum, sem liggja utan
verkefna hans. Síðast en ekki síst
þarf Jón Steinar og aðrir lögspeking-
ar, sem maður vill gjarnan taka mark
á, að átta sig á að það er góð regla að
telja upphátt upp í þúsund áður en
maður tjáir sig um hluti, sem hafa
valdið manni uppnámi.
Ég er bara almennur þegn þessa
lands. Þeir sem ég hnýti í hér eru
mér eðlilega misjafnlega að skapi.
Þeir hafa hins vegar allir fallið á próf-
inu. Ég sætti mig ekki við að við lifum
í jafn miklu bananalýðveldi og ör-
yrkjadómurinn og afleiðingar hans
virðast bera með sér. Við höfum öll
tapað á þessu máli og ég ætlast til að
þetta mál verði til þess að ábyrgir að-
ilar í þjóðfélaginu hugsi sinn gang og
komi umræðunni á hærra plan.
PÉTUR BJARNASON,
Vanabyggð 6e,
600 Akureyri.
Töpuðu ekki allir á
öryrkjadómnum?
Frá Pétri Bjarnasyni:
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Kringlunni 1 103 Reykjavík Sími 569 1100 Símbréf 569 1329
Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.