Morgunblaðið - 18.02.2001, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.02.2001, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss og Sten Embla koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Tönnes, Hvítanes og Júlíus Geirmundsson fara í dag. Selfoss kem- ur á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un kl. 8.45 leikfimi, kl. 10 boccia, kl. 14 félags- vist, kl. 12.30 baðþjón- usta. Árskógar 4. Á morgun kl. 9 pennasaumur og harðangur, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13.30 félagsvist, kl. 13 opin smíðastofan, kl. 16 myndlist, kl. 9 hár- og fótsnyrtistofur opnar. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 10 sam- verustund, kl. 13 bútasaumur. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðjud. og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Leikfimi í íþróttasal á Hlaðhömrum, þriðjud. kl. 16. Sundtímar á Reykjalundi kl. 16 á miðvikud. Pútttímar í Íþróttahúsinu á Varmá kl. 10–11 á laugard. Kór- æfingar hjá Vorboðum, kór eldri borgara í Mos. á Hlaðhömrum á fimmtud. kl. 17–19. Jóga kl.13.30–14.30 á föstud. í Dvalarheimili Hlað- hömrum. Uppl. hjá Svanhildi í s. 586-8014 kl. 13–16. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554-1226. Félagsstarf aldraðra Lönguhlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaað- gerð og myndlist, kl. 9.30 hjúkrunarfræð- ingur á staðnum, kl. 10– 13 verslunin opin, kl. 11.10 leikfimi, kl. 13 handavinna og föndur, kl. 13.30 enska fram- hald. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 9 böðun, kl. 9.45 leikfimi, kl. 9 hár- greiðslustofan opin. Félag eldri borgara í Hafnarfirði, Hraunseli, Reykjavíkurvegi 50. Á morgun mánudag verða Púttæfingar í Bæj- arútgerðinni kl. 10–12 Tréútskurður í Flens- borg kl. 13. Félagsvist í Hraunsel kl. 13.30 Leik- húsferð laugardaginn 24. febr. Á sama tíma síðar, aðgöngumiðar seldir í Hraunseli á mánudag, þriðjudag og miðvikudag milli kl. 14 og 16. Hótel Örk, Hveragerði, þátttak- endur staðfestið pöntun og greiðið rútugjald, mánudag, þiðjudag og miðvikudag í Hraunseli kl. 14 til 16. Dansleikur verður föstudaginn 23. febr. kl. 20.30 Caprí Tríóið leikur fyrir dansi. Félagstarf aldraðra Garðabæ. Spilað í Kirkjulundi á þriðjudög- um kl. 13.30. Fótaað- gerðir mánudaga og fimmtudaga. Ath. nýtt símanúmer 565-6775. Bingó og skemmtikvöld í Kirkjuhvoli 22. febrúar kl. 19.30 á vegum Lions- klúbbs Garðabæjar. Rútuferðir samkvæmt áætlun. Ferð í Þjóðleik- húsið 24. febrúar kl. 20. Félag eldri borgara í Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Félagsvist kl. 13.30 í dag. Dansleikur kl. 20 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánudagur: Brids kl. 13 sveita- keppni. Framsögn kl. 16.15. Danskennsla Sig- valda kl. 19. fyrir fram- hald og byrjendur kl. 20.30. Söngvaka kl. 20.30 undirleik annast Sigurbjörg Hólmgríms- dóttir. Þriðjudagur: Skák kl. 13.30. Alkort spilað kl. 13. Ath. Opn- unartíma skrifstofu FEB er frá kl. 10–16. Uppl. í síma 588-2111. Gerðuberg, félagsstarf. Á morgun kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, frá hádegi spilasalur opinn. Fimmtud. 22. febrúar er leikhúsferð í Þjóðleik- húsið að sjá leikritið „Með fulla vasa af grjóti“, vegna forfalla eru nokkrir miðar til. Aðstoð frá Skattstofu við skattframtöl verður veitt miðvikudaginn 7. mars, skráning hafin. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Á morgun kl. 9–16.30 opin vinnu- stofa handavinna og föndur, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 14 félagsvist. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin leið- beinandi á staðnum frá kl. 9–17, kl. 9.30 gler og postulínsmálun, kl. 13.30 lomber og skák, kl. 14.30 enska, kl. 17 myndlist. Myndlist- arsýning frístundamál- ara í Gjábakka stendur yfir til 23. febrúar. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postulínsmálun og perlusaumur og kortagerð, kl. 10.30 bænastund, kl.13 hár- greiðsla, kl. 14 sögu- stund og spjall. Gullsmári, Gullsmára 13. Málverkasýning Jóns Páls Ingibergs- sonar er í Listahorninu í Gullsmára, opið virka daga frá kl. 9–17. Á veggblaðinu er ljóð eftir Valdimar Lárusson. Vesturgata 7. Á morg- un, kl. 9 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 handavinna, kl. 10 boccia, kl. 12.15 dans- kennsla framhald, kl. 13.30 danskennsla byrj- endur, kl. 13 kóræfing. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, keramik, tau- og silkimálun og klippimyndir, kl. 10 boccia, kl. 13 spilað. Norðurbrún 1. Á morg- un, fótaaðgerðarstofan opin frá kl. 9–14, bóka- safnið opið frá kl. 12–15, kl. 10 ganga. Vitatorg. Á morgun kl. 9 smiðjan og hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir, kl. 13 handmennt, kl. 13. leik- fimi, kl. 13 spilað. Gullsmárabrids. Brids- deild FEBK í Gullsmára bíður alla eldri borgara velkomna að brids- borðum í félagsheim- ilinu að Gullsmára 13 á mánudögum og fimmtu- dögum. Mæting og skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13. Sjálfsbjörg, félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, Hátúni 12. Á morgun kl. 19 brids. GA-fundir spilafíkla, eru kl. 18.15 á mánudög- um í Seltjarnar- neskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðsludeild SÁA, Síðu- múla 3–5, og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á laug- ardögum kl. 10.30. Samtök kynferðislegs ofbeldis fundir á mánu- dögum kl. 20 í húsi Húsmæðraskólans í Reykjavík við Sól- vallagötu. Unnið er eftir 12 sporakerfi AA- samtakanna. Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju. Opið hús þriðjudag frá kl. 11. Leikfimi, matur, helgi- stund og fræðsla. Verið velkomin. Seyðfirðingafélagið. Sólarkaffi Seyðfirðinga verður haldið í dag, sunnudag, kl. 15 í Gjá- bakka í Fannborg 8, Kóp. Mætið vel í Sólar- kaffi. Kristniboðsfélag karla. Fundur verður í Kristni- boðssalnum, Háaleit- isbraut 58–60, mánu- dagskvöldið 19. febrúar kl. 20. Sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson sér um fund- arefnið og talar um sköpunarsöguna. Allir karlmenn velkomnir. Kvenfélagið Keðjan heldur aðalfund í Húna- búð, Skeifunni 11, mánudaginn 19. febr. kl. 20.30. Mætið vel. Hana-nú, Kópavogi. Spjallstund verður á Bókasafni Kópavogs mánudaginn 19. febrúar á Lesstofu Bókasafns Kópavogs kl. 16. Fund- arefni myndir, minn- ingar, dagbókarbrot og frumort ljóð úr sögu Hana-nú. Allir velkomn- ir. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Nán- ari uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530-3600. Í dag er sunnudagur 18. febrúar, 49. dagur ársins 2001. Biblíudag- urinn, konudagurinn. Orð dagsins: Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera. (Lúk. 12, 34.) MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 hnífar, 4 slöngu, 7 gangi, 8 svipað, 9 ófætt folald, 11 axlaskjól, 13 skrifa, 14 mannsnafn, 15 kögur, 17 háð, 20 fugls, 22 votur, 23 grefur, 24 deila, 25 skánin. LÓÐRÉTT: 1 kröfu, 2 hillingar, 3 sleit, 4 málmur, 5 hagn- aður, 6 búa til, 10 var- gynja, 12 bein, 13 á húsi, 15 baggi, 16 ilmur, 18 smá- seiðið, 19 skrifið, 20 grama, 21 sárt. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 steinsnar, 8 sýpur, 9 eimur, 10 afl, 11 rýrar, 13 lánið, 15 músar, 18 stert, 21 ann, 22 slöku, 23 aftur, 24 ökutækinu. Lóðrétt: 2 tapar, 3 iðrar, 4 skell, 5 arman, 6 ósar, 7 bráð, 12 aða, 14 átt, 15 mysa, 16 skökk, 17 rautt, 18 snakk, 19 ertin, 20 tóra. Bleiku góðæris- gleraugun SAGT hefur verið að góð- æri svífi hér um, sveipað bláum dulum. Er það stað- reynd eða smíðað í drauma- verksmiðju stjórnvalda? Sagt er líka að fátæktin flakki víða um núna, en það er engu líkara að hún sé með huliðshjálm, því marg- ir bara sjá hana alls ekki. En öryrkjar, láglaunafólk og fleiri finna fyrir hennar hvössu klóm, svo undan svíður. Það væri kannski ráð fyrir stjórnvöld að láta þetta fólk fá bleik góðæris- gleraugu, svo það missi ekki af dýrðinni og minna svíði, því ekki sýnist mér að þeir sem hér stjórna hafi mikinn áhuga á að bæta kjör þessa fólks. Örvænting og vanlíðan þessa fólks eykst stöðugt. Mánaðamót- in eru algjör martröð, því þessar fáu krónur sem þetta fólk fær duga ekki fyrir nauðsynlegum út- gjöldum, né heldur fyrir mat út mánuðinn. Halla Hansdóttir varaform. samtaka gegn fátækt. Rautt eðalginseng frá Kóreu FYRIR um rúmum 10 ár- um las ég um rannsókn sem gerð var á breskum hjúkr- unarfræðingum með inn- töku á kóresku ginsengi. Rannsóknin fólst í því að kannað var atgervi og ásig- komulag hjúkrunarfræð- inganna eftir því hvort þeir voru á dagvöktum eða skiptivöktum. Í ljós kom að þeir sem voru á næturvökt- um voru undir meira álagi en þeir sem voru á dagvökt- um. Með ginsengneyslu minnkaði munur á hópun- um tveimur. Neysla gin- sengs virtist því draga úr streitu og auka aðlögunar- hæfni þeirra sem voru und- ir álagi. Þetta varð til þess að ég fór að nota Rautt eð- alginseng frá Kóreu, sem ég hef notað síðan með góð- um árangri. Þá langar mig að nefna aðra rannsókn með „Kor- ean Red Ginseng Heaven Grade“ (tvöföld blindprufa) sem framkvæmd var á vist- mönnum á St. Francis-spít- alanum í London, undir stjórn dr. Phd. Stephen Fulder. Rannsóknin var samþykkt af stjórn King- sjúkrahúskeðjunnar. 50 sjúklingar með væg elli- glöp, s.s. þrekleysi, minnis- leysi og þunglyndi voru valdir í tilraunina en 49 luku henni. Niðurstaðan sýndi ótvírætt afgerandi aukn- ingu á viðbragðsflýti og ákvarðanatöku þátttak- enda, sem tóku rautt eðal- ginseng. Hinsvegar virtist líðan sjúklinganna almennt batna þótt niðurstaðan væri ekki jafnafgerandi og meiri breytileiki milli sjúklinga en hvað varðaði viðbragðs- flýtinn. Rétt er þó að benda á að sumir geta fundið fyrir svefntruflunum fyrstu 2 til 4 dagana þegar líkaminn finnur fyrir nýjum auka- krafti. Þegar frá líður eykst streituþol og flestir hvílast betur. Rautt eðalginseng er því góður kostur fyrir marga. Helga Eiríksdóttir, hjúkrunarfræðingur. Kattaplága í Linda- hverfi í Kópavogi ÉG vil beina orðum mínum til kattareiganda í Galtalind og nágrenni að halda dýr- um sínum inni á nóttinni, því ég hef þrásinnis orðið fyrir ónæði af köttum, sem smeygja sér inn um rifur á gluggum á neðri hæð. Við í fjölskyldunni höfum of- næmi fyrir kattarhárum og svo skilja dýrin för eftir á húsgögnum og glugga- bekkjum. Varla er ætlast til að við sofum við lokaða glugga eða kostum upp á netramma á alla glugga. Þótt fólk hafi húsdýr (mér að meinalausu), væri æskilegt fyrir alla, að hafa dýrin inni á nóttinni, til þess að lifa áfram í sátt við ná- granna sína. Með kveðju, Íbúi við Galtalind. Hvar eru Friðjón og Birna? GUÐRÚN hafði samband við Velvakanda vegna korts sem sent var heim til henn- ar. Kortið er stílað á Frið- jón og Birnu en hún kann- ast ekkert við fólkið. Sendendur kortsins eru Jón Örn og Brynhildur í Nor- egi. Friðjón og Birna eru beðinn að hafa samband við Guðrúnu í síma 553- 9198. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Kannast einhver við fólkið? Myndin er tekin við olíustöðina Klöpp við Skúlagötu á stríðsárunum. Hverjir eru á myndinni? Hvað heitir drengurinn og maðurinn? Vinsamlegast hafið samband í síma 515-1118 eða 894-8920 eða sendið upplýsingar á netfangið halli@olis.is. Víkverji skrifar... HVAÐ ætlarðu að gera í kvöld?sagði móðir við unglinginn, son sinn, svo Víkverji heyrði á dögunum. „Ég ætla bara að vera heima og tjilla feitt,“ var svarið. Eftir að svarið var túlkað fyrir móðurina og Víkverja kom í ljós hvað drengurinn meinti. Hann ætlaði sem sagt að hafa það mjög náðugt. Að „tjilla“ er víst kom- ið af enska orðinu chill, sem þýðir kuldi og í þessu sambandi notað um að vera freðinn, liggja á ís, sem ung- lingarnir nota í merkingunni að gera ekki neitt. „Og það sem er feitt er mikið, ekki satt?“ sagði „túlkurinn“ og brosti. Víkverji sannfærðist end- anlega um það þetta kvöld, að hann þarf ekki að hafa minnstu áhyggjur af íslenskri tungu... x x x VÍKVERJI hreifst af hugmynda-auðgi og krafti foreldra pilt- anna í 6. flokki Þórs á Akureyri í knattspyrnu. Þeir héldu tónleika fyr- ir viku í Glerárkirkju, þar sem marg- ir þekktustu tónlistarmenn Norður- lands komu fram, og aðsóknin var svo góð að tónleikarnir voru endur- teknir um kvöldið. Víkverji heyrði þá sögu að feður tveggja drengja í hópnum hefðu hist á förnum vegi, og fjáröflun vegna Shell-mótsins í Eyj- um og annarra keppnisferða í sumar borið á góma. Annar spurði þá hvort viðmælandinn vildi frekar steikja kleinur og selja eða halda tónleika, og ekki mun hafa staðið á svari, enda viðkomandi kunnur söngvari og einn þeirra sem komu fram á tónleikun- um... Það er gaman þegar fólk í íþróttahreyfingunni fær hugmyndir að nýstárlegum fjáröflunum sem þessari, að ekki sé talað um þegar þær verða að veruleika. x x x VÍKVERJA hefur borist eftirfar-andi bréf frá Ingólfi Ármanns- syni, menningarfulltrúa Akureyrar- bæjar: „Í pistli þínum í Morgunblaðinu um helgina 3.–4. febrúar sl. var vin- samleg ábending um að betri upplýs- ingar um tilboð menningarstofnana vantaði á vefsíðu Akureyrarbæjar. Við viljum gjarnan þakka fyrir þessa ábendingu. Nú er búið að bregðast við og tengja heimasíðu Leikfélagsins við vefsíðu Akureyrar- bæjar, www.akureyri.is/, undir menningarmál. Þar á því núna að vera hægt að nálgast upplýsingar um allar þær menningarstofnanir sem tengjast beint eða óbeint starf- semi bæjarins. Er það von okkar að bæði heimafólk á Akureyri og vænt- anlegir gestir til bæjarins geti þá betur nýtt sér þessa þjónustu eða mjög aðgengilegar upplýsingar um það sem er í boði á Akureyri í hverj- um mánuði, sem nú er verið að setja upp á vefsíðunni www.eyjafjord- ur.is/.“ Víkverji lýsir ánægju sinni með góð viðbrögð Akureyrarbæjar og efast ekki um að ferðamenn á leið norður taka undir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.