Morgunblaðið - 18.02.2001, Side 58
FÓLK Í FRÉTTUM
58 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Sími 551 5103C a r l o s
SALSA með Carlos
Nýtt
námskeið
hefst
23. febrúar
Algjört
verðhrun
Síðasti dagur útsölunnar
á morgun, mánudag.
Allt á að seljast!
UNGIR djassarar ætla að leyfa
landanum að njóta hæfileika sinna
á hverju sunnudagskveldi á neðri
hæðinni á Ozio. Tónleikararnir
munu hefjast kl. 21.30, inngangs-
eyrir er 600 krónur og í honum
innifalinn drykkur.
„Þannig að ef maður
ætlar að fá sér bjór á
annað borð, borgar sig að koma og
þá fær maður tónleika ókeypis.
Eða þannig,“ útskýrir Sigurjón Al-
exandersson djassgítaristi, en
hann, og Eyjólfur Þorleifsson saxó-
fónleikari, sjá um að útvega hljóm-
listarfólk til að koma fram.
Aukið framboð
á djassi
Eyjólfur: Það er verið að koma
ungum upprennandi listamönnum
á framfæri án þess þó að útiloka þá
eldri og reyndari.
Sigurjón: Það verður meira stíl-
að inn á yngri spilara en ekki endi-
lega yngri áhorfendur.
– Verður stemmningin og tón-
listin öðruvísi hjá ykkur en hjá
Múlanum?
Eyjólfur: Það verður kannski af-
slappaðri stemmning og meira
frelsi fyrir áheyrendur. Þá má tala.
Sigurjón: Við erum samt alls
ekki í neinni samkeppni við Múl-
ann. Það er frekar að við séum að
vinna saman að auknu framboði á
djasstónlist.
– Er alltaf fleira yngra fólk að
hlusta á djass?
Sigurjón: Það er náttúrulega að
koma svo mikið af ungum djass-
spilurum fram, sem gerir að áheyr-
endur verða yngri.
Eyjólfur: Það eru svo margar
tónlistarstefnur að mætast. Sá sem
hefur áhuga á fönki og sýrudjassi
hlustar þar af leiðandi á djass.
Hann er farinn að tengjast meira
almennri tónlist.
Strákarnir eru í djasskvintettin-
um Penta sem ætlar að ríða á vaðið
í kvöld. Með þeim er ágætis hryn-
sveit, en hana skipa: Þorgrímur
Jónsson á kontrabassa, Eyþór Kol-
beins básúnuleikari og Helgi Sv.
Helgason trommari.
Eyjólfur: Við erum að spila ýmsa
þekkta og óþekkta standarda. Það
bíður upp á ýmsa möguleika að
hafa tvo blásara. Við komum víða
við og dagskráin er mjög fjöl-
breytt.
Sigurjón: Við tökum t.d tvö lög
eftir Sonny Rollins, „Biji“ og „Al-
fiés Theme“. Einnig tvö eftir pí-
anóleikarann Cedar Walton.
Eyjólfur: Það verður mjög frjáls
og notaleg stemmning hjá okkur.
Sigurjón: Og á næstu sunnu-
dagskvöldum má búast við að
heyra alls konar djasstónlist á
Ozio. Allt frá standard djasstónlist,
jafnvel rokkaðan djass og allt út í
sýrudajass. Það verður allur skal-
inn tekinn.
Allur skalinn
tekinn
„Í KVÖLD verður tekið á þremur
málum sem öll tengjast einum
manni, Þórhalli Ölver,“ svarar Björn
Brynjúlfur Björnsson framleiðandi
sjónvarpsþáttanna Sönn íslensk
sakamál aðspurður. „Fyrst var hann
fórnarlamb í máli sem barn. Síðar
var hann þekktur hér undir nafninu
„Vatnsberinn“ vegna þess að hann
átti fyrirtæki sem bar sama nafn.
Það fyrirtæki ætlaði sér umfangs-
mikinn vatnsflutning frá Íslandi til
Ameríku en það reyndist spilaborg
sem hrundi og hann lenti í miklum
málarekstri vegna skattsvika og við-
líka hluta. Síðan varð hann Agnari
Agnarssyni að bana á Leifsgötu árið
1999.“
Hvernig takið þið á málinu?
„Það er m.a. rætt við Þórhall sjálf-
an í þættinum og svo er byggt á
heimildum sem til eru frá sama tíma,
bæði úr fréttum sjónvarpsins, mynd-
um í fórum fólks sem þessu tengist
og gögnum sem tengjast rannsókn
málsins. Rætt er við fólk sem varð
vitni að þessum atburðum, þátttak-
endur og rannsóknaraðila. Þetta er
formið sem við fylgjum í gerð allra
þáttanna.“
Fór mikill tími í rannsóknarvinnu?
„Það fór upp undir ár í rannsókn-
arvinnu og handritagerð þáttanna.
Þessi mál eru náttúrlega öll mjög
viðkvæm. Bæði gagnvart fólkinu
sem tók þátt í þessum atburðum og
ekki síður aðstandendum þeirra,
hvort sem þeir voru gerendur eða
þolendur í þessum málum. Þannig að
þetta þarf að vinna mjög vel, það er
ekki hægt að vaða um þetta eins og
fíll í postulínsbúð.“
Af hverju þessi sakamál frekar en
einhver önnur?
„Þetta er unnið þannig að við er-
um með miklu fleiri mál sem við
skoðum, þau eru eitthvað um 20 – 30.
Svo er þeim smám saman fækkað.
Það eru margir þættir sem ráða því
hvaða mál verða að sjónvarpsþátt-
um. Það þurfa að vera einhverjir
endar á málinu, út frá rannsókn
málsins eða sögu þeirra sem að
komu. Bæði þarf málið að vera
spennandi og að hafa einhvern sam-
félagslegan vinkil sem er athyglis-
verður. Við erum t.d. með tvö mál
sem eru óupplýst. Annað er rán á
peningarsendingu hjá Skeljungi, þar
sem tvær stúlkur sem voru í pen-
ingaflutningum fyrir fyrirtækið voru
rændar. Hitt er rán í Búnaðarbank-
anum á Vesturgötu. Við vinnum
þessi mál í mjög góðu
samstarfi við lögregluna
og þetta er ákveðin til-
raun okkar að sjá til hvort það sem
við sýnum geti orðið til þess að fram
komi einhverjar nýjar upplýsingar
sem leitt geta til þess að málin upp-
lýsist. Það þekkist erlendis með
þætti af svipuðum toga og því verður
spennandi að sjá hvort eitthvað kem-
ur upp úr því hér.“
Sönn íslensk sakamál eru í Sjónvarpinu á sunnudögum
„Ekki hægt að vaða um
eins og fíll í postulínsbúð“
Morgunblaðið/Jim Smart
Hugsjónafólk. Frá vinstri: Gunnar Páll Ólafsson klippari, Einar Magnús
Magnússon leikstjóri, Björn Brynjúlfur Björnsson framleiðandi,
Kjartan Björgvinsson handritshöfundur og Guðrún Helga
Arnarsdóttir framkvæmdastjóri.
Úr þættinum.
Helgi, Sigurjón, Þorgrímur, Eyþór og Eyjólfur eru hressir djassarar.
Morgunblaðið/Golli
Sunnudagsdjass á Ozio