Morgunblaðið - 18.02.2001, Síða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 165 KR. MEÐ VSK.
Á HEIMSMÆLIKVARÐA
S: 569 7700
VIÐSKIPTAHUGBÚNAÐUR
HÚS speglast í rúðu og renna sam-
an í eitt og drengur hjólar út úr
myndinni. Þarna hefur næmt auga
ljósmyndarans náð að skapa nýja
töfraveröld.
Morgunblaðið/RAX
Töfraveröld
í speglun
Í BRUNANUM í húsi Ísfélags
Vestmannaeyja þann 9. desember
sl. varð eitt mesta ef ekki mesta
einstaka brunatjón í sögu bruna-
mála á Íslandi. Tjónið er nú áætlað
um 1.300 m. kr. og svarar til tæp-
lega meðaltals heildarbrunatjóna í
landinu á tveggja ára tímabili, að
því er fram kemur í bráðabirgðatöl-
um frá Brunamálastofnun.
Fram kemur að miðað við bráða-
birgðatölur tryggingafélaga hafa
brunatjón síðastliðins árs numið
alls rúmlega 2,4 milljörðum króna,
eða ríflega fjórföldu tjóni í með-
alári undanfarin 20 ár.
Tjónið hjá Ísfélaginu
áætlað um 1.300 milljónir
Fram að brunanum í Ísfélags-
húsinu var mesta brunaár sögunn-
ar 1989 þegar Krossanesverksmiðj-
an í Eyjafirði og Gúmmí-
vinnustofan á Réttarhálsi í
Reykjavík brunnu en hvort tjónið
samsvaraði um 75% heildartjóna í
meðalári. Áætlað er að tjónið vegna
brunans í Ísfélaginu í Vestmanna-
eyjum hafi verið um 1.300 milljónir
króna.
Fram kemur hjá Brunamála-
stofnun að árangursríkasta aðferð-
in til að ná niður brunatjónum sé sú
að koma í veg fyrir bruna í stórum
og meðalstórum byggingum og þá
með vörnum í byggingunum sjálf-
um.
Hér á landi eru brunatjón og
manntjón í eldsvoðum með því
lægsta sem gerist ef miðað er við
nágrannalöndin.
Íkveikja orsök
36% bruna
Árin 1994-1996 varð tjónið sem
svarar til 0,13% af vergri þjóðar-
framleiðslu en meðaltal Norður-
landanna var 0.2125%. Nefnt er
sem skýring að hús eru hér nýrri,
smærri og oftar úr steinsteypu en
víðast annars staðar.
Enginn lést í bruna hér á landi
síðastliðið ár en í meðalári bíða
tveir bana í brunaslysum. Meðaltal
áranna 1994-1996 var 0,55 dauðsföll
á 100.000 íbúa en á Norðurlöndum
1,67 dauðsföll á 100.000 íbúa.
Stærsti áhættuhópur vegna
banaslysa í eldsvoðum eru karlar á
aldrinum 50-70 ára. Þrír karlar far-
ast fyrir hverja konu og er með-
alaldur þeirra 42 ár en meðalaldur
kvenna 39 ár.
Íkveikjur ollu 36% allra bruna á
Íslandi í fyrra. Eldsupptök voru
rakin til rafmagns og rafmagns-
tækja í 25% tilvika og til reykinga í
3% tilvika en eldsupptök voru
óþekkt í 12% bruna.
Fjórfalt meira brunatjón í fyrra en í meðalári
Brunatjón nam
2,4 milljörðum
HJÁLMAR Árnason, formaður iðn-
aðarnefndar Alþingis, segir að árs-
ins 2001 verði minnst sem upphafs-
árs vetnisvæðingar íslensks
samfélags. Hann segir að óðum
styttist í það að fyrstu verkefnum
Íslenskrar nýorku á þessu sviði
verði hrundið í framkvæmd. Á und-
anförnum vikum hafi blaðamenn frá
erlendum fjárfestingartímaritum
komið gagngert hingað til lands til
þess að fjalla um verkefnið og það
styttist í það að vetnisknúin ökutæki
verði farin að sjást hérlendis. Í
næstu viku koma til landsins fulltrú-
ar frá DaimlerChrysler, sem á 16%
hlut í Íslenskri nýorku, og fulltrúar
Iveco, en bæði eru fyrirtækin stór-
tækir framleiðendur strætisvagna. Í
byrjun næsta mánaðar stendur Ís-
lensk nýorka fyrir alþjóðlegri vetn-
isráðstefnu hér á landi. Þar er búist
við að greint verði í smáatriðum frá
framgangi þessara mála og næstu
skrefum.
Styttist í vetnisvæðingu
íslensks samfélags
Verkefni/D1
RAFIÐNAÐARMENN hjá
Norðurorku, Rafveitu Akur-
eyrar, hafa boðað verkfall 21.
febrúar nk. náist samningar
ekki. Fyrir rúmu ári tóku raf-
iðnaðarmenn hjá Norðurorku
þá ákvörðun að flytja sig úr
Starfsmannafélagi Akureyrar
yfir í Félag rafiðnaðarmanna á
Norðurlandi og um leið í Raf-
iðnaðarsamband Íslands. Und-
anfarna mánuði hafa staðið yfir
viðræður milli RSÍ og Launa-
nefndar sveitarfélaga um gerð
nýs kjarasamnings. Kröfur
RSÍ eru þær að gerður verði
samskonar samningur um þessi
störf og RSÍ hefur þegar gert
við önnur sveitarfélög. Þetta
hefur launanefndin ekki fallist
á. Málið var tekið fyrir á fundi
miðstjórnar RSÍ 16. febrúar sl.
og þar var samþykkt að styðja
beri rafiðnaðarmenn og greiða
verkfallsstyrki frá fyrsta verk-
fallsdegi.
Truflanir ef
eitthvað bilar
Franz Árnason, forstjóri
Norðurorku, segir að næst
verði fundað í deilunni á mánu-
dag. „Þetta er í fyrsta sinn sem
þessir menn semja undir
merkjum RSÍ en þeir voru áður
í Starfsmannafélagi Akureyr-
arbæjar. Þeir hafa því kannski
miklar væntingar en launa-
nefndin hefur ramma sem hún
þarf að uppfylla.“
Alls eru þetta átta rafiðnað-
armenn. Franz segir að verið sé
að kanna hver áhrif verkfalls
geti orðið. Meðan mennirnir
voru í Starfsmannafélagi Akur-
eyrarbæjar störfuðu þeir undir
formerkjum um réttindi og
skyldur opinberra starfs-
manna.
Franz segir að ekki sé hætta
á rafmagnsleysi í bænum nema
vegna bilana og þær séu fátíð-
ar. „Því lengur sem fyrirbyggj-
andi viðhald er trassað því
meiri hætta er á alvarlegum
bilunum. Ég vona nú ennþá að
menn nái saman,“ segir Franz.
Rafiðnaðarmenn
hjá Norðurorku
Verkfall
boðað 21.
febrúar
SALA á kindakjöti jókst um 4,4%
á síðasta ári. Sala á svínakjöti
jókst hins vegar aðeins um 2,2%,
en sl. ár hefur sala á svínakjöti að
jafnaði aukist mun meira en á
kindakjöti. Söluaukning svínakjöts
árið 1999 var t.d. 20,6%. Sala á ali-
fuglakjöti jókst um 9,7% í fyrra,
en sala á nautakjöti dróst saman
um 1,2%. Sala á hrossakjöti jókst
um 22,8% milli ára, en sala á
hrossakjöti sveiflast oft mikið milli
ára.
Í fyrra nam kjötframleiðsla alls
22.248 tonnum, þar af var tæpur
helmingur kindakjöt eða 9.668
tonn. Framleiðsluaukningin nam
5,5%. Heildarsala kjöts á innan-
landsmarkaði nam 19.513 tonnum,
en það er 4% aukning frá 1999.
Framleiðsla á mjólk nam
104.024 þúsund lítrum í fyrra og
dróst saman frá fyrra ári um 3%,
en þá var nokkur offramleiðsla á
mjólk. Sala á mjólk miðað við pró-
teinmagn nam 105.852 þúsund lítr-
um, sem er aukning um 2,2%. Sé
salan reiknuð á fitugrunni er sala
97.922 þúsund lítrar, sem er sam-
dráttur um 1%.
4,4% sölu-
aukning á
kindakjöti
Sala á kjöti jókst í fyrra