Morgunblaðið - 27.02.2001, Síða 2

Morgunblaðið - 27.02.2001, Síða 2
HANDKNATTLEIKUR 2 B ÞRIÐJUDAGUR 27. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Mikið gekk á í Víkinni á laug-ardagskvöldið þegar Vals- stúlkur sóttu Víkinga heim í 1. deild kvenna. Liðin skipt- ust á að eiga góða og slæma kafla svo að allt valt á hvort liðið myndi fara verr út úr því ásamt skrautlegri dómgæslu. Það urðu Víkingsstúlkur því stöllur þeirra úr Val náðu með mikilli bar- áttu góðri forystu, þraukuðu svo út leikinn og sigruðu 23:21. Víkingar byrjuðu betur en þá tók Hafrún Kristjánsdóttir úr Val til sinna ráða þegar hún ýmist skoraði sjálf eða fékk vítakast. Um miðjan fyrri hálfleik gekk síðan allt upp hjá Víkingum og sjálfstraustið var gott en um miðjan síðari hálfleik seig verulega á ógæfuhliðina þegar Valsstúlkur skoruðu fimm mörk í röð. Ekki vantaði viljann hjá Vík- ingum til að vinna upp muninn en stressið var of mikið og Valsstúlkur ekki á því að gefa tommu eftir. Dómarar kórónuðu í lokin skraut- lega dómgæslu sína sem þó bitnaði lengi vel jafnt á liðunum og þá til skiptis en þeir máttu líka þola háðs- glósur og reiðiþrungnar athuga- semdir frá áhorfendum. „Ég er svo reið að ég veit ekki hvað ég á að segja,“ sagði Helga Torfadóttir, markvörður Víkinga, eftir leikinn en hún náði sér ekki á strik og munar um minna. „Við börðumst vel og það gekk vel til að byrja með en ég vil helst ekki segja neitt um dómara. Þeir eiga ekki að reyna að leika aðalhlutverk í leikn- um en það getur vel verið einhver vitleysa hjá mér. Það var erfitt að rífa sig upp eftir að tapa þremur leikjum í röð en samt gekk það upp fyrir leikinn. Okkur tókst samt ekki nógu vel upp og það verður bara að halda áfram að reyna, úrslita- keppnin framundan.“ Kristín Guð- mundsdóttir, Guðbjörg Guðmanns- dóttir og Gerður Beta Jóhannsdóttir voru bestar hjá Vík- ingum. „Okkur langaði meira til að vinna og við vorum líka með betra lið,“ sagði Hafrún, sem sýndi mikil til- þrif í leiknum. „Við vorum mjög stressaðar án þess að ég viti alveg hvers vegna og við náðum aldrei að fara almennilega fram úr þeim. Við getum ekki náð nógu langt til að fá heimaleik í úrslitakeppninni svo að við ætlum bara að komast eins langt og við mögulega getum,“ bætti Hafrún við en hún, Árný B. Ísberg og Kolbrún Franklín ásamt Berglindi Írisi Hansdóttur voru bestar hjá Val. Skrautlegt í Víkinni Stefán Stefánsson skrifar Haukastúlkur komu vel stemmd-ar til leiks og greinilegt að þær ætluðu ekki að láta í minni pokann í annað skiptið á rúmri viku gegn ís- landsmeisturum ÍBV. Auður Her- mannsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Hauka og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Haukastúlkur náðu góðri for- ystu í byrjun leiksins og voru Eyja- stúlkur ekki alveg með á nótunum. En Sigbjörn Óskarsson, þjálfari ÍBV, stappaði stálinu í sínar stelpur og komu þær sterkar til baka og náðu að jafna um miðbik hálfleiksins og í framhaldi af því að komast yfir. Staðan í leikhléi var 11:8, Eyjastúlk- um í vil og má þar þakka markverði þeirra, Vigdísi Sigurðardóttur, fyrir ásamt ágætis vörn. Haukastúlkur voru ekki búnar að játa sig sigraðar því þær skoruðu 5 mörk gegn 1 í upphafi síðari hálfleiks og var staðan allt í einu orðin 12:13, Haukum í vil. En Eyjastúlkur settu þá í gír með Anítu Andreasen sterka í horninu og Vigdísi í markinu og náðu að komast aftur inn í leikinn. Haukastúlkur voru aldrei langt und- an og komust yfir aftur í stöðunni 16:17. Síðustu mínútur leiksins voru æsispennandi og Tamara Mandzic innsiglaði sigur Eyjastúlkna með vítakasti þegar skammt lifði leiks. Haukastúlkur voru óheppnar í leiknum og skutu meðal annars 3 sinnum í stöng úr vítaköstum sem telur í leik sem þessum. Bestar Haukastúlkna voru þær Tinna B. Hauksdóttir og Harpa Melsted sem sýndu oft og tíðum ágætis takta. Hjá Eyjastúlkum spilaði Vigdís Sigurðardóttir glimrandi vel, varði alls 21 skot og þar af 1 vítakast í leiknum. Einnig lék Anita Andr- easen vel ásamt Tamöru Mandzic. „Þessi leikur minnti á bikarúr- slitaleikinn um daginn og mikil spenna allt til loka. Ég tel að þetta séu tvö sterkustu liðin í deildinni í dag og þeir leikir sem eftir eru eiga eftir að verða hörkuleikir. Hvað leik- inn í kvöld varðar þá kláruðum við ekki færin okkar og sendingafeilar voru tíðir í fyrri hálfleik og við fórum með 3 mörk á bakinu í hálfleik. En við komum sterkar til leiks í síðari hálfleik og sigurinn hefði getað dott- ið báðum megin í dag en þær unnu, því miður. Hvað framhaldið varðar verðum við að fá hungrið og barátt- una í leik okkar og þá kvíði ég engu,“ sagði Harpa Melsted, fyrirliði Hauka, við Morgunblaðið. Fyrirliði Eyjastúlkna, Vigdís Sig- urðardóttir, var kát í leikslok. „Ég var svolítið hrædd fyrir leikinn og hélt að við værum saddar eftir að hafa unnið þær í bikarúrslitunum en dæmið gekk upp í dag og því er ég virkilega sátt. Hvað framhaldið varðar þá eru tveir leikir eftir og ef við klárum þá erum við í góðum mál- um í úrslitakeppninni,“ sagði Vigdís. Morgunblaðið/Sigfús G Guðmundsso Gunnleyg Berg, færeyski línumaðurinn í liði ÍBV, í hörðum slag við Brynju Steinsen í leiknum í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Eyjastúlkur sigruðu, rétt eins og í bikarúrslitaleiknum á dögunum. Endurtekið efni í Eyjum NÝKRÝNDIR bikarmeistarar ÍBV endurtóku leikinn frá því í Laug- ardalshöll á dögunum og sigruðu topplið Hauka, 20:19, í hörkuleik í 1. deild kvenna í Vestmannaeyjum í gærkvöld. Spennan var ekki síðri en í bikarúrslitaleiknum á dögunum en með þessum sigri er ÍBV komið í annað sætið, fjórum stigum á eftir Haukum og tveimur stigum á undan Fram. Skapti Örn Ólafsson skrifar Mikil barátta var í báðum liðum,enda mikilvægi leiksins mikið og Grótta/KR varð hreinlega að vinna til að eiga möguleika á að vera í hópi fjögurra efstu liða deildarinnar þegar úrslitakeppn- in hefst. Fjarvera Öllu Gorkorian í undanförnum leikjum hefur sett stórt strik í reikninginn hjá þeim en á móti hefur komið að þær Jóna Björg Pálmadóttir og Ágústa Edda Björnsdóttir hafa vaxið mjög í fjar- veru hennar og áttu þær báðar prýð- isgóðan leik gegn Fram á laugardag. Framarar höfðu fimm marka for- skot í leikhléi en Gróttu/KR stelpur komu sterkar til síðari hálfleiks og á fyrstu 12 mínútum hálfleiksins náðu- þær að jafna leikinn, 22:22. En það krafðist mikillar orku, þær náðu ekki að brjóta ísinn og komast yfir, heldur misstu Framara fjórum mörkum fram úr sér, 28:24. Með sigrinum náðu Framarar að tryggja sér það að verða í hópi fjög- urra efstu liða deildarinnar þegar úrslitakeppnin hefst og leika því heima í fyrsta leik. Framarar eiga í mikilli baráttu við ÍBV og Stjörnuna um að ná öðru sætinu í deildinni en fyrir þessa 16. umferð var það aðeins ÍBV sem átti möguleika á að ógna Haukum í toppsætinu. Svanhildur Þengilsdóttir átti frá- bæran leik í liði Fram og var ótrú- lega öflug í vörninni, varði m.a. fjög- ur skot á mikilvægum augnablikum í síðari hálfleiknum. Hjá Gróttu/KR var Ágústa Edda best. Andleysi fyrir norðan Leikur KA/Þórs og ÍR í hand-knattleik kvenna sem fram fór á laugardag var hvorki spennandi né skemmtilegur og mikið áhugaleysi ríkti meðal flestra leikmanna liðanna. Sóknarleikur var einhæfur og hugmyndasnauður enda rötuðu aðeins þrjátíu skot í netið og þar af voru átta vítaskot. Lokatölur urðu 17-13 og náði KA/Þór að landa sínum fyrsta heimasigri í vetur og er liðið nú með sex stig í næstneðsta sæti en ÍR-stelpurnar eru enn án sigurs. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en í stöðunni 6-6 náðu KA- stúlkurnar góðum leikkafla og skor- uðu þrjú mörk í röð fyrir leikhlé. Í upphafi síðari hálfleiks gerðu svo heimastúlkur nánast út um leikinn og komust í 13-7. Á þeim kafla léku ÍR-ingar manni færri í sex mínútur og aðeins markvarsla Aldísar Bjarnadóttur hélt þeim á réttum kili. Hún varði m.a. sex skot í röð frá vinstri-hornamönnum KA í hálf- leiknum. Heimastúlkur urðu fyrir miklu áfalli um miðjan síðari hálfleik er Eyrún Gígja Káradóttir var borin sárþjáð af velli með slitin krossönd í hné. Var hún tæp fyrir leikinn og því furðuleg ákvörðun að láta hana spila leik sem skipti afar litlu máli. Eftir þetta atvik hægðist mjög á leiknum og liðin skiptust á að skora allt til loka hans. Aðeins markverðir KA- liðsins sýndu sitt rétta andlit í leikn- um og var Rósa María Sigbjörns- dóttir best hjá þeim. Hjá gestunum var Aldís góð í markinu en einnig átti Anna Margrét Sigurðardóttir fínan leik en hún bar sóknarleik liðsins nánast á herðum sér allan leikinn. Mikilvæg- ur sigur Framara Framarar unnu mikilvægan sig- ur á Gróttu/KR, 31:29, í 16. um- ferð 1. deildar kvenna í hand- knattleik þegar liðin mættust í Safamýri á laugardag. Framarar höfðu yfirhöndina allan leikinn, Grótta/KR náði að saxa á for- skot þeirra og jafna en vantaði jafnan herslumuninn til að kom- ast fram úr Frömurum. Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Einar Sigtryggsson skrifar STEINGRÍMUR Jóhann- esson, knattspyrnumaður úr Vestmannaeyjum, hafnaði í gærkvöld tilboði frá Íslands- meisturum KR og þar með er ljóst að hann leikur ekki með Vesturbæjarfélaginu næsta sumar. Steingrímur fékk til- boðið í hendur í gær og lét KR-inga vita um hæl að hann hefði ekki áhuga á að leika með þeim. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins er Steingrímur með tilboð í höndunum frá 1. deildarliði Stjörnunnar og miklar líkur virðast á því að hann leiki með Garðabæjarliðinu á komandi tímabili. Steingrím- ur hafnaði tilboði KR  ÞORKELL Guðbrandsson, varn- arjaxl í Aftureldingu, var fjarri góðu gamni á sunnudaginn því hann lá veikur heima er lið hans fékk Fram í heimsókn.  EINAR Gunnar Sigurðsson, Mos- fellingurinn sem hefur átt við þrálát meiðsli að stríða, kom inná í fyrsta sinn hjá Aftureldingu síðan síðasta keppnistímabili lauk. Hann lék ein- göngu í vörninni og það var ekki auð- velt að komast framhjá honum.  PÁLL Þórólfsson úr Aftureldingu sat á varamannabekknum á sunnu- daginn því hann var einnig meiddur.  LEIK Hauka og ÍR í 1. deild karla í handknattleik sem fram átti að fara annað kvöld hefur verið frestað til 9. mars. Haukar óskuðu eftir frestun vegna Evrópuleiks þeirra gegn Sporting Lissabon um næstu helgi.  HULDA Bjarnadóttir skoraði 6 mörk um helgina þegar lið hennar, Skjern, tapaði fyrir Skovbakken, 27:24, í dönsku 2. deildinni í hand- knattleik.  MICHAEL Carrick frá West Ham bættist í gær í hóp þeirra sem neyðst hafa til að draga sig út úr enska landsliðshópnum í knattspyrnu vegna meiðsla. Þá er tvísýnt um hvort Paul Scholes, leikmaður Manchester United, geti spilað.  IAN Holloway var í gær ráðinn knattspyrnustjóri QPR, í staðinn fyrir Gerry Francis sem sagði starf- inu lausu fyrir skömmu.  ENSKIR fjölmiðlar skýrðu frá því í gærkvöld að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefði átt fund með forráðamönnum Barce- lona á föstudaginn. Wenger er sagð- ur efstur á óskalistanum hjá forseta Barcelona sem vill nýjan mann fyrir næsta tímabil. FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.