Vísir - 12.06.1979, Blaðsíða 7

Vísir - 12.06.1979, Blaðsíða 7
VÍSIR Þriöjudagur 12. júni 1979 Umsjón: Gylfi Kristjánsson Kjartan L. Pálsson - segir markvörður Svlss Þaö var mikil gleöi meöal svissneskra knattspyrnuunn- enda, þegar fréttist þangaö um sigurinn yfir Islandi i Evrópu- keppni landsliða á laugardaginn. Blöðin þar voru full af frásögnum og fréttum af leiknum, og var mikil ánægja meöal svissnesku blaöamannanna með sina menn og úrslit leiksins. Pétur Bjarnason, hinn góö- kunni handknattleiksþjálfari, kom frá Sviss i gær og sagði hann okkur erviðhittum hannað máli i gærkvöldi, aö mikillar ánægju hafi gætt i blöðum i Sviss meö sigurinn yfir íslandi. „Það var litið skrifað um is- lenska liöið i þeim blööum, sem ég sá”, sagöi hann. „Þaö var þvi meira fjallað um þaö svissneska og fékk það almennt góöa dóma. Menn voru geysi-hressir meö þennan sigur, enda eru ein sex ár frá þvi Sviss hefur sigrað i lands- leik á útivelli, og biðin þvi oröin býsna löng hjá sumum. Þjálfari liösins sagði i viötali i einu blaðinu, að þetta hafi verið einn erfiðasti leikur, sem hann hefði komið nálægt. Hann taldi sig hafa elst um ein tiu ár á með- an á honum stóð, enda hafi mikið verið i húfi. Leikmennirnir kvörtuðu um mikinn kulda á meðan á leiknum stóð, og sögðust sumir hafa verið orðnir bláir á fótunum i rigning- unni og kuldanum þarna á vellin- um”. Pétur sagði okkur einnig, að i einu blaöanna hefði verið viðtal við markvörðinn svissneska, og hann þar m.a. spurður um mark- ið, sem Island hefði skorað i fyrri hálfleik, en verið dæmt af vegna þess, að einn íslendinganna hefði komið við hann i leiðinni. Segir hann i viðtalinu að hann hafi ekk- ert komið viö sig, og að þetta hafi alveg verið löglegt mark. Neeskens iðrni flmerlKu Hinn heimsfrægi hollenski knattspyrnumaður Johan Neesk- ens, sem leikið hefur með Barce- lona á Spáni nú undanfarin ár, gerði i gær samning við banda- riska stjörnuliðið New York Cosmos til fimm ára. Upphæðin sem hann fékk i'sinn hlut var ekki gefin upp, en talið er aðhann fái ekki undir 840 þúsund dollurum fyrir þrjú árin, og ann- aðeins fyrir næstu tvöþar á eftir. Cosmoshefur lengiverið áeftir Neeskens, ogskipti þar engu, þótt félagið væri með fyrir eina sjö frábæra tengiliði og miðjumenn. „Það má vera að við þurfum að breyta leikskipulaginu til að koma Neeskens fyrir’/ sagöi Jullo Mazzei, sem er æðsti maöur Cosmos eftir aö Eddie Firmani var látinnhætta hjá félaginufyrir viku. „Við tökum kannski upp leikaðferðina — einn-niu-einn — til að allir komist fyrir, og þaö er engin hætta á að viö finnum ekki stöðu fyrir Neeskens þegar að þvl kemur.” — klp — I opnunni i blaðinu i' dag erum við með myndir af þessu um- deilda marki, og á þeim er ekki annað hægt að sjá en að það hafi bæði verið gott og gilt — enda staðfesta þessi ummæli mark- varðarins það. —klp— Vikingamir hans Knapp nú efstlrl Vlkingarnir hans Tony Knapp, fyrrverandi landsliösþjdlfara ts- iands i knattspynu, hafa tekið þriggja stiga forustu í norsku 1. deiidinni nú þegar nfu umferðum er lokið. Hefur liðið hans. Viking frá Stavanger enn ekki tapað leik I deildinni og er með 15 stig af 18 mögulegum. Viking sigraði Start á Utivelli I fyrradag 3:0 og var það góður sigur þvi að Start var i 2. sæti I keppninni fyrir þann leik... — klp — Hvað eru þeir nú að gera? mætti halda að Vlkingsþjálfarinn, dr. Youri Ilitehev, sé að segja á þessari mynd. Eftir svip hans að dæma er hann bæði svekktur og leiður, og er ekki að undra þótt svo sé, þvi að allt hefur gengiðhonum á mótibæði með Viking og landsliðiðað undanförnu. Visismynd Friðþjófur. „Allt er á mðti okkur Víkingum pessa dagana - seglr vourl illtchev, sem I gærkvöldl málli horla upp á llð sllt lapa ,,Að sjálfsögðu ætlaði ég að skora þarna. Ég sá að Diörik var kominn of langt út úr markinu, svo að ég spyrnti með vinstri fæti utanfótar og boltinn sveigði inn i markið nákvæmlega eins og ég ætlaði honum”. Þetta sagði Vikingsbaninn Sig- urður Indriðason úr KR, eftir leik Vikings og KR I 1. deildinni á Laugardalsvellinum I gærkvöldi, en þar nægði „furðumark” Sig- urðar í upphafi siðari hálfleiks KR-ingum til að sigra i leiknum 1:0. Já, svo sannarlega var þetta „furðumark”. Siguröur fékk knöttinn fyrir utan vitateig á hlið við markið og sigldi „banana- skot” hans innan á stöngina og þaðan i fótinn á Diðrik markverði Vikings og inn i mark. „Ég sá boltann allan timann og reiknaði hann örugglega yfir”, sagði Diðrik eftir leikinn. „Ég vissi svo ekkert fyrr en hann small istöngina og siðan i mig, og þá var orðið of seint að verja”. „Það er sárt að tapa leik á svona marki”, sagði dr. Youri Ilitchev, þjálfari Vikings, er viö töluðum við hann eftir leikinn. Honum var þá sýnilega brugðið — enda fengið þrjá skelli á örfáum dögum — með Viking gegn Kefla- vik, landsliðið gegn Sviss og nú Viking gegn KR. „Það er allt á móti okkur Vik- ingum þessa dagana”, bætti hann við. „Það er mikið um meiðsl og minir menn geta ekki skorað mörk, þrátt fyrir góð færi, en það verðum við að gera til að ná okkur á strik aftur”. Vikingarnir áttu mörg góð marktækifæri i leiknum i gær- kvöldi, en þeim var fyrirmunaö aðskora úr þeim. Kannski er það ekki að undra, þvi flestir af fram- linumönnum liðsins eru vafðir eins og rúllupylsur vegna meiðsla á fótum, og hálfhaltir og skakkir eru þeir ekki til stórræða uppi við mörk andstæðinganna. Vikingarnir léku — eða gerðu tilraun til þess að leika góða knattspyrnu i gær, og tókst það á köflum vel. En þá vantaöi alla þá baráttu sem KR-ingarnir höfðu, en á henni — og þessu heppnis- marki — sigruðu KR-ingarnir I leiknum. Tækifærin til að skora komu á báða bóga, og var mesta furða að ekki skyldi vera skorað meir i þessum leik. Víkingar áttu ein tvö skot i þverslá og Magnús Guö- mundsson markvörður KR mátti taka á honum stóra sinum hvaö verDur Gísli f markl hjá ÍBK? „Það var ekkert um annaö að ræða en að aflýsa þessum leik, þar sem völlurinn var ekki f leik- hæfu standi”, sagöi Guðmundur Haraldsson, dómari, er viö spurð- um hann aö því hvers vegna hann hefði neitað að láta leik Kefla- vikur og Fram 11. deild fara fram á malarvellinum I Keflavik f gær- kvöldi. „Linurnar á veliinum höföu verið gerðar með dökkum skelja- sandi, svo það var ógjörningur að sjá þær úr nokkurri fjarlægð, og þær hefðu alveg horfið þegar leik- mennirnir hefðu byrjað að rótast um á þeim. Við þannig aðstæður treysti ég mér ekki til aö dæma stórleik f 1. deildinni, og þvi fiautaði ég leikinn af”. Við höföum fregnað að Fram- ararnir hefðu kvartaö mjög undan vellinum áður cn leikurinn hófst, og þvertekið fyrir að leika á honum. Þetta hafi þó breyst, þegar þeir hafi séö Keflavikurliö- ið koma inn á, þvi að i það hafi vantaö Þorstein ólafsson, mark- vörð og GIsli Torfason veriö dubbaður upp f markmanns- búning hans. Ekki vildi Guðmundur stað- festa að leikmenn Fram hefðu allir skipt um skoðun við að sjá Gisla I markmannsbúningnum, enda hefðu þeir engu um það ráð- ið hvort völlurinn væri leikhæfur eða ekki.... —klp— eftir annaö. KR-ingarnir áttu einnig góð marktækifæri, en allt rann út i sandinn hjá þeim við vitateiginn. Knattspyrnan i þessum leik var heldur meiri hjá Vikingi en baráttan hjá KR — meö undan- tekningum þó. Enginn bar sér- staklega af öðrum hjá Vikingi nema ef þá helst þeir Lárus Guö- mundsson og Róbert Agnarsson. Hjá KR skar enginn sig úr, en hrósa má vörninni i heild fyrir mjög góðan og yfirvegaðan leik — sérstaklega i taugastriðinu undir lok leiksins.... —klp— ""STAÐÍS"" Staðan 11. deild tslandsmótsins i kiiattspyrnu eftir leikinn I gær- kvöldi. KR-Víkingur 1:0 Akranes ... .3 2 1 0 6:3 KR ... .4 2 1 1 4:4 Keflavik ....3 1 2 0 4:0 Valur ... .3 1 2 0 5:2 Fram ....3 1 2 0 5:3 KA ....4 2 0 2 6:6 Vestmannae. ... ....3 111 2:1 Þróttur ....4 112 4:5 Vikingur ....4 1 0 3 3:9 Haukar 0 0 3 1:7 Markhæstu leikmenn: Sveinbjörn Hákonarson, Akran. 5 PéturOrmslev.Fram 3 Næstu leikir veröa I kvöld. Þá leika á Hvaleyrarvelli Haukar- Akranes og á Laugardalsvell- inum Valur-Vestmannaeyjar. „Ekkert var athugavert viö marklð”

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.