Vísir - 12.06.1979, Blaðsíða 15

Vísir - 12.06.1979, Blaðsíða 15
Nauftsvnlegt er að fjölga feröum SVR til þess aö menn geti skiliö einkabflinn eftir heima og sparaö hinn dýrmæta vökva, bensiniö. SVR á næsia lelk: „Fjölgið ferDunT - sklllum einkabllinn eftir helma, seglr bréfrilari ÞJ hringdi: „Þá hafa Sviar tekið við sér i orkukreppunni og eru farnir að gera ráðstafanir til þess að spara eldsneyti. Aðgerðir þeirra beinast að bensineyðslu einkabilsins fyrst og fremst og hafa þeir lækkað leyfi- legan hámarkshraða bila til þess að draga úr eyðslu þeirra. Nauðsynlegt er að spara eldsneyti i heiminum bæði vegna þess að nýtanlegar orkulindir fara þverrandi og vegna þess hvað orkan er dýr. Ekki væri vanþörf á þvi að við Islendingar fylgdum fordæmi Svia og gripum til einhverra að- gerða sem myndu draga úr bensinnotkun. Ég held að það sé ekki ráðlegt að gripa til þvingana i þessum efn- um þar sem hið háa verð á ben- sini hér á landi hefur takmarkað notkun einkabilsins við þvi sem næst eingöngu ferðir á milli heim- ilis og vinnustaðar. Miklu nær væri að koma þvi þannig fyrir að menn geti skilið einkabilinn eftir heima og tekið almenningsvagna til vinnu. Eins og nú er háttað ferðum hjá Strætisvögnum Reykjavikur er hins vegar ekki unnt að skilja bil- inn eftir heima. SVR á þvi næsta leik í þvi að fjölga ferðum á þeim leiðum sem nú er ekið á og jafnframt að f jölga leiðum. Ég er sannfærður um að um leið og þeir bjóða betri þjónustu fjölg- ar farþegum og um leið minnkar bensineyðslan. Þetta ætti að verða til hagsbóta fyrir þjóðar- heildina og draga úr þeim búsifj- um sem þjóðin verður fyrir vegna oliuverðshækkananna.” ÞakKir fpá Dresku skipbrotsmönnunum Ég undirrituð er formaður á bresku segl- skútunni „Windrift”, sem fyrir skömmu siðan hvolfdi i fárviðri skammt frá Vest- mannaeyjum. Bréf þetta skrifa ég til þess að láta i ljós sérstakt þakklæti mitt og allra áhafnarmeðlima fyrir þá einstöku hjálp og gestrisni er við höfum orðið aðnjótandi af hálfu fjölda Islendinga, bæði i Vest- mannaeyjum og i Reykjavik. Einn af félögum okkar slasaðist illa i þessu sjóslysi og hefur hann siðan notiö frábærrar læknisþjón- ustu og umönnunar á sjúkrahús- inu i Vestmannaeyjum. Vildum við þvi færa læknum og starfs- fólki þess sérstakt þakklæti okk- ar. Við eigum vart orð til þess að lýsa þeirri vinsemd og veglyndi, sem alls staðar blasti við okkur i vandræðum okkar. Maðurinn minn i Bretlandi naut einnig ágætrar aðstoðar af hálfu Islenska sendiráðsins i London, og mér er ánægja að geta sagt aö ég naut einnig mjög góðrar hjálp- ar af hálfu breska ræðismannsins I Reykjavik. Sá fjöldi Islendinga, sem veitti aðstoð sina er of mikill til þess að viö getum þakkað þeim hverjum og einum. Þvi væri ég yður mjög þakklát ef þér vilduð birta þetta bréf mitt, svo þeir megi vita hve leitt okkur þykir að hafa bakað þeim óþægindi og fyrirhöfn, og hve feykilega þakklát við erum fyrir frábæra aðstoð þeirra allra. Virðingarfyllst, Jenny Collingridge. Þessa mynd tók Guðmundur Sigfússon ljósmyndari VIsis I Vestmanna- eyjum af skipbrotsmönnunum á sjúkrahúsinu I Eyjum. L ASröö ÞROSTUR 85060 TALSTÖÐVARBÍLAR UM ALLA BORGINA a Brayttwr OPID KL. 9-9 Allar skreyttatfMt MMar aí fagT*<taMmn. Notg bllattoB6i a.m.k. á kvöldln BLOMLAVIXHR IIAKNARSTRÆH simi I27IT Mesta vinnuhæð Mesta pallhæð Mesta hliðarfærsla Lyftigeta Þyngdán rafgeyma Stærð körfu Super Two SuperThi 10500 8810 4260 226 kg 780 kg 1200x600 1350C 1186C 5480 226 kg 1200 kg 1200x600 Léttar og meðfærilegar körfukerrur. Vinnuhæð frá 10.5m til 17.0 m. Má draga á eftir hvaða fólksbíl sem er. Stuttur afgreiðslufrestur. PRLmn/on &vnL//on Ægisgötu 10 S. 91-27745 SUPER TW0 ’T’ SUPER THREE 'T' Körfu-kerrur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.