Vísir - 12.06.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 12.06.1979, Blaðsíða 8
8 VISIR Þriðjudagur 12. júni 1979 y • ’.y Utgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davlð Guömundsson Ritstjórar: Olatur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, EliasSnæland Jónsson. Fréttastjóri er- 'lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðsson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlít og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Sfðumúla 8. Simar 86011 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Sfðumúla 14 sími 86611 7 llnur. Askrift er kr. 3000 á mánuöi innanlands. Verö f lausasölu kr. iso eintakið. ;°rentun Blaöaprent h/f Slríð sem tapast Er sjávarútvegurinn að sigla inn I styrkjakerfi eins og landbúnaðurinn? A.m.k. 3500 milljónir króna eiga aö fara á þessu ári til niðurgreiOslna á oliunni og 1200 milljónir króna til óaróbærra veióa. Slik ráó duga ekki til lengdar. Vió veróum aó snúa okkur aö þvi aö leysa vandann f staö þess aö magna hann, eins og gert er meö svona aö- geröum. þremur og hálf um milljarði krónö • Ákvörðun yfirnefndar Verð- lagsráðs sjávarútvegsins um fiskverðið um síðustu helgi og boðaðar aðgerðir ríkisstjórnar- innar, sem voru forsendur fisk- verðsákvörðunarinnar, marka á margan hátt tímamót í íslensk- um sjávarútvegi, a.m.k. eiga þær sér ekki nýlega hliðstæðu. Það er ekkert nýtt, að ákvörð- un f iskverðs haf i fyrirsjáanlega í för með sér gengisfellingu. Fisk- verðið er nú, eins og oft áður, ákveðið hærra en svo, að fisk- vinnslan geti greitt það nema með því að hún fái fleiri íslensk- ar krónur fyrir hinn erlenda gjaldeyri, sem hún selur afurð- irnar fyrir. Þessu er komið í kring með gengisf ellingu íslensku krónunnar, og það verð- ur gert nú. Hitt ber aftur á móti nýrra við, að teknir séu upp raunverulegir styrkir til útgerðarinnar. Þetta er ætlunin að gera nú. Þau upp- bótakerfi, sem voru við lýði hér fyrr á árum, og margir kölluðu styrki til útgerðarinnar, voru í raun og veru alls ekki styrkir. Þær greiðslur voru aðeins bætur tií útgerðarinnar fyrir það, að röng gengisskráning íslensku krónunnar gerði það að verkum, að útgerðin fékk ekki í sinn hlut eðlilegt verð fyrir þann erlenda gjaldeyri, sem hún átti þátt í að afla þjóðarbúinu. Með þeirri ákvörðun ríkis- stjórnarinnar, „að gildandi olíu- verðtil fiskiskipa haldist óbreytt, eða að gerðar verði ráðstafanir til þess að frekari hækkun þess mæði ekki á sjávarútvegi á verð- tímabilinu", eins og það er orðað, er útgerðinni hins vegar siglt beint inn í einhvers konar styrkjakerfi. Útgerðina á ekki að þurfa að greiða það verð fyrir olíuna, sem hún raunverulega kostar. Muninn á núgildandi verði og hinu raunverulega verði á að taka annars staðar. Þessi munur nemur nú um 500 milljón- um króna á mánuði, eða a.m.k. út þetta ár. Það verður ekki séð, að þessa fjár verði aflað nema með álögum á aimenning með einum eða öðrum hætti,alveg eins og t.d. styrkjanna til landbúnað- arframleiðslunnar. Að sjálfsögðu rís útgerðin ekki undir þeim olíukostnaði, sem framkvæmd olíukaupsamning- anna við Rússa hefur í för með sér, og á því er trúlega ekki víða betri skilningur en á þessu blaði. En gallinn er bara sá, að íslenska þjóðin sem heild fær ekki heldur risið undir olíuokrinu. Það þýðir því ekkert að sýna henni olíu- reikninginn, hún á ekki fyrir hon- um. Þennan reikning verður að endursenda til Rússa. Það er líka varhugaverð ákvörðun að ráðast á tvo af sjóð- um sjávarútvegsins, aflatrygg- ingasjóð og vátryggingasjóð, og taka úr þeim 1200 milljónir króna til áramóta til þess að greiða uppbætur á fisktegundir (ufsa og karfa), sem ekki borgar sig að vinna í landinu án sérstakra styrkja. Með þessu er íslenskur sjávarútvegur kominn í stríð við markaðslögmálin, sem menn hafa til þessa alltaf gert sér grein fyrir, að hann yrði að lúta. Það stríð er fyrirfram tapað. Hér er verið að koma upp millifærslu- kerfi, sem erfitt getur reynst að komast útúr. Þeir sjóðir, sem nú er ráðist á, verða ekki til sinna ætluðu nota, ef á þarf að halda. Og hvert ætli verði leitað, þegar þeir komast í fjárþrot? Vísir segir því enn einu sinni: Vandamál útgerðarinnar og þar með íslenska þjóðfélagsins verða ekki leyst nema með því að tryggja henni sanngjarnt olíu- verð, sem er heimsmarkaðs- verð. Að þessu verkefni ber íslenskum yfirvöldum og olíufé- lögum að snúa sér, annað hvort með því að knýja fram lækkun verðsins frá Rússum eða leita annað eftir olíuviðskiptum. Og þetta á að gera strax. Hvað er að varðandí landbúnaðlnn? Þessu er ekki auðsvaraö, — en vegna þess að ég er i hópi þeirra, er lita á landbúnaðinn sem móðuratvinnuveg sið- menntaðra þjóða, þá ætla ég að setja fram nokkrar persónu- legar meiningar, og einnig rétt meðfarin ummæli annara manna. Rétt er þaö, að við dveljumst á mörkum hins byggilega heims og hefur það sitt að segja, það eru miklar hörmungar sem yfir land og lýð hafa dunið gegnum ellefu aldir, en þjóðin skrimtir enn, og frekar vex, þó ekki sé þaö á öllum sviðum. Miklar árásir hafa undanfarið verið gerðar á aðstandendur landbúnaðarins, sumar maklegar, en flestar ómaklegar, og skulum við aðeins huga að nokkrum atrið- um, og of rúmfrekt er að tina allt til. Vilja landbúnaöinn feigan Ég þykist hafa tekið eftir þvi, að undanfarið eru það aðallega tveir hópar manna sem vilja landbúnað okkar feigan, annar er sá er vill „alsósfalisera” landbúnaðinn, en þá hugmynd er og veröur aldrei hægt að framkvæma hér á landi, einfaldlega vegna þess að þaö er gagnstætt eðli þess fólks er byggir landið, hinn hópurinn er sá, sem vill sitja að umfang- mikilli innflutningsverslun með landbúnaöarvörur frá þeim löndum er ekkert munar um að greiða niður umframfram- leiöslu landa sinna það mikiö, að hægt er að bjóða öörum fyrir slikk eða jafnvel gefa hana, en þó ekki sveltandi þjóðum. Kannski er þriðji hópurinn við lýði, eða það mætti halda samanber ummæli bóndans að Gauksmýri: „Annars verð ég nú að segja það, að forysta bænda hefur brugöist bændum.....Mér finnst bænda- forystan hafi ekki staðið i stykkinu, og vandi bænda er aö miklu leyti forystunni að kenna*f Mjólkuriðnaðurinn á góðu stigi Vonandi er þetta ekki að öllu neðanmáls leyti rétt hjá Gauksmýrar- bónda, að minnsta kosti ekki hvaö uppbyggingu mjólkur- iðnaðarins snertir, og er það sennilega þvi að þakka aö á þvi sviði hafa bændasamtökin fengið að vera einráö, þvi þar er litiö um sveiflur er vekja „spekúlanta” til „dáða”. Mjólkuriðnaðurinn er i dag kominn á mjög hrósveröugt gæðastig, en sennilega hefur ekki verið unniö nógu vel að markaösleit fyrir sérstæðar gæða — ostgerðir, sem framleiddar eru hér. Þetta voru hinir „mannlegu valdahópar”, og er þá best að lita á hina „ómannlegu”, suma þeirra ráðum við við, en aðra ekki, við ráðum ekki við náttúruhamfarir, en okkur ætti að vera i lófa lagiö að ráða niðurlögum þeirra hópa, sem annað veifið eru upp.espaðir pólitiskt, ýmist, eða réttara sagt til skiptis, af „verkalýðs- sinnuðum” öflum eða „borgaralegum”, allt eftir þvi hverrar tegundar rikisstjórn er að vinna að „að rétta kjör hinna verst settu i þjóðfélaginu og vinna bug á óðaverðbólgunni”. Espingin er til þess gerð að auðvelda bröltiö uppi stólana, ja, og svo ekki meir. Þaö, sem við ráðum við — eða ráðum ekki við 1. við ráðum ekki við hafis- komur eða harðviðri og snjóalög. 2. við ráðum ekki við eldsum- brot, jarðskjálfta eða vatnaveati, nema að litlu leyti. 3. kannske getum við einhverju ráðið hverjum við seljum af- urðir okkar, eða að minnsta kosti er óþarfi að selja þær þeim aöilum er láta okkur i té vörur er við þörfnumst fyrir mikið hærra verð en almennt þekkist. 4. kannske getum við ráðið við þrýstihópa, fámenna, sem espaðir eru upp til aðgerða er hindra eðlilegan gang atvinnulifsins um lengri eða skemmri tima, já, og jafnvel mannúðarverkefni eins og heilbrigðisþjónustu. Það er engu likara en að „espingar- aðilarnir” séu sér ekki þess meðvitandi, að auðvelt er að espa upp unglinginn til að > taka upp grjót og kasta i rúðu og brjóta, hlaupa svo af hólmi og þykjast hvergi nálægt hafa komið, hvort heldur það eru hinir svokölluðu „verkalýðs- sinnar” eöa ekki. siðunni, hvort heldur hún stafar af innfluttum eða heimatil- búnum holskeflum. Það eru þrettán ár siðan ég kynntist tveim Frökkum er hér voru á Vantar menn sem þora Fyrir rúmum þrjátiu árum var skip eitt I hættu úti fyrir Vestfjörðum, vegna þess aö það fékk á sig ólag og farmur þess aflagaðist og setti á það hættulega slagsiðu, útlendur skipstjóri vildi þá halda undan veðrinu, en þá var islenskum lóðsskipstjóra nóg boðið, hann tók völdin og beitti skipinu uppi veðrið, og þannig tókst aö bjarga skútunni, hún rétti sig viö og öllu var borgið. Okkur vanhagar um slika menn, sem þora að taka ákvarðanir sem geta rétt þjóöarskútuna úr slag- vegum OECD að kynna sér búskap okkar, þeir fullyrtu þá, að ekki yrði langt að biða þess að óviðráðanleg „inflasjon” hæfi innreið sina, ef ekki yrði söðlað um. Að ráðast á bændur, og ætla að knésetja þá, eða flytja þá iftölina, eins og sumir doktorar vilja gera, er ekki ráðið til að rétta slagsiðu þjóð- arskútunnar, nema siður sé, hitt er annaö mál að ýmislegt þarf að lagfæra innan landbúnaðar- ins, og þá mest áriðandi aö minnka offramleiðsluna um stund, meðan ekki er búið aö leita uppi viðunandi markaði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.