Vísir - 12.06.1979, Blaðsíða 12

Vísir - 12.06.1979, Blaðsíða 12
12 VÍSIR Þriöjudagur 12. júni 1979 Það er oft skammt á milii hlát- urs og gráts i iþróttum eins og öðru i okkar tiiveru. Það hafa ef- laust margir orðið varir við um dagana, oghér i opnunni i dag er- um við með eitt iitið dæmi um þetta skamma bil. Það er frá landsleik tslands og Sviss á Laugardalsvellinum á laugardaginn, þar sem islenska landsliðið, með alla sina frægu atvinnumenn, tapaði fyrir atvinnumannalandsliði Sviss 2:1. t þeim leik skoraði islcnska lið- ið þrjú mörk, en dómari leiksins, sem kominn var alla leið frá ír- landi, hafði aðrar skoðanir á mál- unum, og dæmdi tvö þeirra ólög- lega gerð. Var hann ekki vinsæl- asti maðurinn á vellinum eftir þaö, og hefur trúlega engum íra verið eins mikið bölvað hér á landi og þessum, neraa ef verið gæti einhverjum írskum þrælum aftur í fornöld. Friðþjófur Helgason Iþrótta- ljósmyndari okkar var mættur á staðinn þegar fyrra „ólöglega markið” var skorað. Var hann þar með sina 400 millimetra linsu og mótorá mynda vélinni, svo hún tók þá 4 myndir á sekúndu. Var hann við miðlinu og þaðan náði hann þessari frábæru mynda- seriu sem hér er. ...Pétur.með numer 7 á bakinu, þakkar gott boö og sendir knöttinn I netið með svo miklum krafti að það þenst út... ...islensku leikmennirnir fagna en Svisslendingarnir fórna höndum i örvæntingu,enda staðan orðin 1:0 fyrir island... ...Jú mikið rétt/iann telur að markiö hafi verið ólöglega skorað og dæmir það af þrátt fyrir áköf mótmæli Jóhannesar Eðvaldssonar og Péturs Péturssonar, sem þegar umkringja hann... ...En hvaöernú þetta? — írskidómarinn,Farrell,er kominn með puttann út I loftið og telur sig hafa séð eitthvað athugavert...

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.