Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 11 MORGUNBLAÐINU hefur bor- ist eftirfarandi yfirlýsing frá Páli Skúlasyni, rektor Háskóla Íslands: „Vegna umfjöllunar fjölmiðla um þá ákvörðun Háskóla Íslands að leggja niður tvö störf háskóla- kennara vill Páll Skúlason háskóla- rektor taka fram eftirfarandi: Skipulagsbreytingar á kennslu og rannsóknum í slysalækningum hafa verið til umræðu innan lækna- deildar Háskóla Íslands um nokk- urt skeið sem liður í heildarend- urskoðun á fyrirkomulagi lækna- náms á Íslandi. Ástæður þess er einkum að rekja til þróunar innan læknisfræðinnar á síðustu árum, sem m.a. hefur leitt til þess að ný sérgrein, bráðalækningar, hefur verið tekin upp víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Fyrir liggur greinargerð um bráðalæknisfræði sem kennslu- og fræðigrein við Háskóla Íslands sem unnin var að beiðni deildarfor- seta læknadeildar. Þar er gerð til- laga um að bráðalæknisfræði verði sjálfstæð kennslu- og fræðigrein. Tillagan hefur verið í undirbúningi frá því í haust og kom til umfjöll- unar í kennsluráði læknadeildar í maí sl. og til formlegrar afgreiðslu í deildarráði læknadeildar þann 20. júní sl. Deildarráð samþykkti til- löguna og lagði til við háskólarekt- or að stöður prófessors og dósents í slysalækningum væru lagðar nið- ur til að skapa grundvöll fyrir end- urskipulagningu á þessu sviði, m.a. með tilkomu bráðalæknisfræði sem sérgreinar á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi. Háskólarektor féllst á þessar til- lögur læknadeildar og ákvað að leggja niður bæði störfin miðað við 1. júlí sl. Byggðist sú ákvörðun m.a. á því að háskólaárið hefst 1. júlí ár hvert og því eðlilegt að miða við það tímamark. Að sjálfsögðu greiðir Háskólinn biðlaun í sam- ræmi við lög og reglur þótt slysa- lega hafi tekist til með fyrstu greiðslu. Háskólarektor harmar þá stefnu sem umfjöllun um skipulagsbreyt- ingar á kennslu við læknadeild Há- skólans hefur tekið. Horft hefur verið framhjá kjarna málsins, sem er sá að umræddar ákvarðanir eru teknar með hagsmuni kennslu og rannsókna við læknadeild Háskól- ans að leiðarljósi og á grundvelli umræðu sem undanfarið hefur far- ið fram fram innan læknadeildar. Þess var lengi vænst að sem pró- fessor við deildina hefði Gunnar Þór Jónsson forgöngu um þróun á þessum sviðum og hann hefur átt þess kost að fylgjast með um- ræðunni og undirbúningi málsins. Hafi hann kosið að láta það hjá líða er það hans eigin ákvörðun. Í Kastljóssþætti Ríkissjónvarps- ins í gærkvöldi (11. júlí) komu því miður fram ósmekkleg og tilhæfu- laus ummæli um þetta mál. Á þeim verða hlutaðeigandi að bera ábyrgð.“ Yfirlýsing frá rektor Há- skóla Íslands KALT hefur verið á Norðaustur- landi undanfarna daga og kuldinn hamlað veiðiskap. Úr Hafralónsá í Þistilfirði eru komnir 20–30 laxar á land. Þar hefur sést svolítið af fiski að ganga síðustu daga, að sögn veiði- manna. Í Svalbarðsá hafa veiðst 15 til 20 laxar og nýr fiskur að ganga. Þar veiddist 20 punda lax um daginn, eins og sagt hefur verið frá í fréttum. Aðeins hafa veiðst fimm laxar í Hölkná það sem af er, en sést hafa göngur undanfarna daga eins og í hinum fyrrnefndu ám í Þistilfirði. Mjög góð skot hafa verið í sjó- bleikjuveiði í Lónsá í Þistilfirði. Menn hafa verið að fá frá 15 og upp í 25 stykki af 1–3 punda bleikju í ósn- um. Aflinn hefur fengist á skömmum tíma, þegar hún hefur gefið sig. Í Lónsánni er fiskur byrjaður að ganga ofar í ána. Kuldi haml- ar veiði Kátur veiðimaður hampar 14 punda hæng sem veiddist í Skriðuhyl. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? ARNARVARP er með meira móti á landinu í ár og útlit er fyrir að held- ur fleiri arnarpör komi ungum á legg í sumar en undanfarin ár og almennt hefur varpið gengið held- ur betur nú síðustu 3-4 árin en áður var, samkvæmt upplýsingum frá Kristni H. Skarphéðinssyni dýra- vistfræðingi hjá Náttúrufræðistofn- un. Að sögn Kristins urpu 37 arnar- pör á landinu í vor og eru 19 þess- ara para nú með stálpaða unga í hreiðri, en fylgst er með varpinu á vori hverju og varppör talin, og miðsumars er reynt að athuga hve mörg þeirra para hafa komið upp ungum. Kristinn segir að hugs- anlega eigi sér stað mjög hægfara fjölgun arnarstofnsins á Íslandi. „Það hafa fundist heldur fleiri pör allra síðustu ár en þau 10-15 ár sem á undan komu, en þá hafði stofninn staðið í stað í allmörg ár. Núna er stofninn um 43-44 pör svo erfitt er að segja hvort um raunverulega fjölgun sé að ræða,“ segir Kristinn. Að sögn Kristins fer arnarvarpið fram á Vesturlandi frá Faxaflóa og norður á Vestfirði, en langflest hreiður er að finna á Breiðafirði, eða um tvo þriðju hluta þeirra. Morgunblaðið/Guðmundur Guðjónsson Stálpaður arnarungi í hreiðri við Faxaflóa í fyrrasumar. Arnarvarp með meira móti í ár TÍMASETNING verðmælinga get- ur skipt máli þegar vísitala neyslu- verðs er reiknuð út, en hér á landi eiga verðmælingar sér stað fyrstu tvo virka daga í hverjum mánuði. Jökull M. Pétursson starfsmaður í vísitöludeild Hagstofu Íslands segir að þar sem verðmælingar eigi sér að- eins stað tvo daga í hverjum mánuði geti skipt máli hvaða dag mánaðar- ins verðhækkanir eða -lækkanir verða. Tímasetning verðmælinga geti haft áhrif milli einstakra mán- aða ársins, eins og mögulegt er að nú gerist þar sem útsölur hófust margar hverjar eftir að verðmælingum lauk í júlímánuði og verður jafnvel að mestu lokið þegar næstu verðmæl- ingar eiga sér stað í byrjun ágúst- mánaðar. Jökull telur þó að þegar til lengri tíma er litið breyti þetta litlu þar sem þær tímabundnu verðbreyt- ingar sem eiga sér stað við útsölur gangi til baka þegar útsölum lýkur og þá fari verð aftur í fyrra horf. Hann bendir ennfremur á að ekki sé víst að útsöluáhrif vegna tímasetn- ingar sumarútsalna tapist í mæling- unum, í janúar hafi menn haft áhyggjur af þessu, en það hafi reynst ástæðulaust. Aðspurður um hvort hugsanlega sé hægt að hliðra til mælingunni til að ná sveiflum sem þessum segir Jökull að reglan sé sú að þegar búið sé að ákveða hvaða daga skuli miðað við í verðmælingum sé farsælast að halda fast við þá. Ef mislangt tímabil er á milli mælinga verða niðurstöður mælinga illskiljanlegar og ekki sam- bærilegar við fyrri tölur. Aftur á móti sé hægt að auka nákvæmni vísi- tölunnar með því að fjölga mæling- um, fjölga verðum sem mæld eru og gera meiri kröfur um gögn og for- sendur, og hanna svo mælingar út frá því. „Allt í allt mælir Hagstofan 13.000 verð í hverjum mánuði svo hver verðmæling er nokkuð um- fangsmikil. Við höfum ekki burði til þess að mæla verð oftar en við gerum nú, og einnig er vafamál hvort það sé mikil ástæða til þess, enda fást þá litlar viðbótarupplýsingar með ærn- um tilkostnaði “ segir Jökull. Ólíklegt að breytt húsnæðis- og brunabótamat valdi hækkunum á húsnæði nú Jökull telur ólíklegt að breytingar á húsnæðis- og brunabótamati valdi þeirri hækkun á húsnæðisverði sem fram kemur í nýjustu vísitölumæl- ingum. Þessar breytingar hafi ekki verið kynntar fyrr en í lok júní og því ólíklegt að áhrif vegna þeirra séu þegar komin fram. Að sögn Jökuls er í raun ekkert hægt að fullyrða um hvort breyttar útlánareglur Íbúðalánasjóðs í maí hafi haft áhrif í átt til þeirrar verð- hækkunar á húsnæði sem átt hefur sér stað nýlega. Ýmsar getgátur séu uppi um þetta og önnur ástæða sem nefnd hefur verið fyrir hækkuninni að undanförnu er sú að markaðurinn sé að ná jafnvægi og hækkanir á hús- næðisverði að undanförnu séu því fremur sveiflur en fastar hækkanir. Hagstofa Íslands um hækkun vísitölu neysluverðs Tímasetning verðmæl- inga getur skipt máli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.