Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 42
DAGBÓK
42 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar:
569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156,
sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT-
STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 165 kr. eintakið.
MIKIÐ hefur verið kvart-
að undan fjárútlátum
Reykjavíkurborgar og eru
þar að sjálfsögðu sjálf-
stæðismenn fremst í
flokki. Þeir hafa mikið
hrópað um eyðslu meiri-
hlutans og hversu mikið
hann hefur dælt í fyrir-
tæki eins og Línunet og
önnur borgarfyrirtæki
eins og td. Stætisvagna
Reykjavíkur og Félagsbú-
staði.
Margt er til í þessum
ásökunum en þó má ekki
gleymast að þessi fyrir-
tæki gegna mikilvægri
samfélagsþjónustu. Hvar
stæðu margir starfsmenn
hina ýmsu fyrirtækja ef
SVR væri ekki starfrækt?
Hætt er við að margir
myndu ekki fá vinnu hjá
fyrirtækjum þegar þau
stæðu fram fyrir því að
þurfa að greiða leigubíla-
kostnað fram og til baka
fyrir alla sína starfsmenn.
Ekki má heldur gleyma
þeim sem litla fjármuni
eiga og hafa hvorki efni á
leigubílakostaði né á bif-
reið. Strætisvagnagjöld
hafa hækkað, það er rétt ,
en á sama tíma þá hefur
græna kortið lækkað, það
leyfir einmitt þeim sem
mest reiða sig á stræt-
isvagna að geta notað þá
áfram á lægra verði.
Línanet hefur verið mest
úthrópuð af borgarfulltrú-
um minnihlutans.
Lína er netfyrirtæki
sem hefur það verkefni að
leggja ljósleiðara um alla
Reykjavíkurborg og
stærð þessa verkefnis
skýrir að mestu leyti fjár-
útlát borgarinnar til Línu.
Þegar ljósleiðaratenging-
ar og rafmagnstengingar,
sem Lína er einnig að
koma í gagnið, komast í
gang fyrir alvöru þá munu
þær gefa borgarbúum
kost á hraðri og öruggri
nettengingu hvar sem er í
borginni, á lágmarksverði.
Þegar á þetta er litið er
ansi hætt við að fyrirtæki
eins og Landsíminn verði
hræddur um stöðu sína á
Internet-markaðnum.
Landsíminn hefur eins og
stendur nánast einokun á
þessum markaði og eig-
endur hans virðast hafa
undarlega mikil ítök í
minnihluta Reykjavíkur-
borgar (sem skýrir að
hluta til mótstöðu sjálf-
stæðismanna við Línu).
Sjálfstæðisflokkurinn
hefur á síðustu kjörtíma-
bilum hegðað sér eins og
spilltur krakki sem hefur
misst besta leikfangið sitt.
Minnihlutinn hefur staðið
saman í að neita öllum til-
lögum sem R-listinn hefur
lagt fram og úthúðað öllu
sem meirihlutinn hefur
gert. Sjálfstæðismenn
virðast vera ótrúlega
hræddir við að ríkið eign-
ist fyrirtæki og stefna
smám saman að einka-
væðingu allra ríkisfyrir-
tækja. Það er undarlegt
að enginn skuli hafa veitt
þessu neina gífurlega at-
hygli, en hætt er við að
margir verði hræddir um
sinn hag þegar hlutir á
borð við spítalana og
Orkuveituna verða einka-
væddir. Fólk yrði þá að
borga fyrir heilsugæslu
ásamt því að orkuverð
myndi hækka upp úr öllu
valdi.
Íslendingar hafa löng-
um verið hræddir við
skatta en gleyma oft að
skattar eru bráð-
nausynlegir við að halda
uppi hagkerfinu. Ef engir
skattar væru þá væri
ekkert gatnakerfi, enginn
lögregla, ekkert heil-
brigðiskerfi, engin Vatns-
veita og þar af leiðandi
mjög takmarkað magn af
fólki hér á skerinu.
Skattar eru alls ekki
slæmir. Þeir tryggja okk-
ur miklu, miklu meira en
við gætum nokkurn tíman
bjargað okkur sjálf með
og gera okkur kleift að
lifa eins og við lifum í dag.
Hækkun skatta jafnar
skilyrði þeirra ríku og
þeirra fátæku og gerir
þjóðina jafnari að kjörum.
Borgin hefur verið að
eyða peningum í hluti eins
og gífurlegar gatnafram-
kvæmdir ásamt hinum
mörgu menningar- og list-
viðburðum sem hún hefur
kostað. Þó að kostnaður
við marga þessa hluti sé
mikill þá græða borgarbú-
ar á mörgum þeirra til
lengdar og hinir lífga upp
á lífið í borginni. Ekki má
gleyma að ríkið er ekki
fyrirtæki heldur öll þjóðin
í heild sinni og þeir sem
við kjósum eru þeir sem
framkvæma vilja íbúanna.
Ríkið á að þjóna hags-
munum hvers íbúa eins
vel og mögulegt er, ekki
hagsmunum minnihluta-
hópa. Borgin virðist ekki
hafa gleymt þessu eins vel
og ríkisstjórnin og því
mun ég beita mínu at-
kvæði með þeim aftur í
næstu kostningum og
vona að sem flestir aðrir
hugsi það sama.
Geir Matti Järvelä.
Tapað/fundið
Mittistaska með
leikjatölvu tapaðist
BLÁ mittistaska með
gulri GameBoy leikja-
tölvu, tapaðist á ferðalagi
frá Nesjum að Laugalandi
í Holtum, föstudaginn 29.
júní sl. Upplýsingar í
síma 482-3505.
VELVAKANDI
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Börn
í Borgarráði
Víkverji skrifar...
EKKI er Víkverji hissa á fréttumaf húsleit evrópskra samkeppn-
isyfirvalda hjá farsímafyrirtækjum í
Bretlandi og Þýzkalandi vegna
gruns um ólöglegt samráð um verð á
reikiþjónustu. Víkverji hefur lengi
haft sum útlend símafélög grunuð
um að innheimta fáránlega hátt
gjald af útlendingum, sem notast við
kerfi þeirra á ferðalögum. Flestir
kannast áreiðanlega við að farsíma-
reikningurinn sé fráleitlega hár þeg-
ar komið er úr utanlandsferð til Evr-
ópu. Víkverji telur að ekki sé við
íslenzku símafyrirtækin að sakast;
þau fá tiltölulega lítið í sinn hlut af
hinu alltof háa verði. Það eru evr-
ópsku símafélögin, sem gera gróf-
lega upp á milli sinna eigin áskrif-
enda og útlendinga, sem eiga ekki
annan kost en að nota kerfið þeirra.
Íslenzku símafélögin neyðast hins
vegar til að innheimta reikninginn og
fá gjarnan allar skammirnar. Eins
og talsmaður framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins lét hafa eftir
sér eru reikigjöldin „ekki gegnsæ og
virðast ekki vera í samræmi við
kostnaðinn“. Það er vægt að orði
kveðið. Vonandi leiðir rannsókn Evr-
ópusambandsins til þess að þessi
gjaldtaka kemst í eitthvert skynsam-
legra horf.
x x x
Á SÍNUM tíma var rifizt dálítiðum það hér á landi hvað nýi
Evrópugjaldmiðillinn ætti að heita.
Evra varð ofan á að lokum. Víkverji
var reyndar ekki alls kostar sáttur
við það orð og vildi bara tala um
evró, sem beygist eins og bíó, en
hann hefur látið í minni pokann og
segir nú og skrifar evra eins og aðrir.
Víkverja finnst hins vegar dálítið
skondið að nú er að koma í ljós að lítil
samstaða er á meðal þeirra, sem eiga
að nota hinn nýja gjaldmiðil, um það
hvernig á að rita heiti hans. Flestir
eru reyndar sammála um að hann
eigi að heita euro en þar lýkur sam-
komulaginu. Hver höndin er nú upp
á móti annarri í aðildarríkjum ESB
um hvort eigi að skrifa heiti gjald-
miðilsins með stóru eða litlu e-i,
hvort eigi að beygja orðið, hvort það
eigi að fá fleirtölu-s o.s.frv. Þannig
hafa Bretar (sem reyndar ætla alls
ekki að nota evruna) komizt að þeirri
niðurstöðu að það eigi ekki að nota
fleirtölu-s, heldur tala bara um eitt
euro og mörg euro, en Portúgalir
vilja bæta s-inu við: euro - euros.
Samrunaþróunin í Evrópu er öflugt
fyrirbæri, en sem betur fer hefur
hún hvorki þurrkað út muninn á
tungumálum álfunnar né sterkar
skoðanir fólks, sem telur sig hafa
betra vit á stafsetningu en aðrir.
x x x
STUNDUM er mikið gert úr þvíað hálft íslenzka embættis-
mannakerfið sé á stöðugum ferða-
lögum á milli Reykjavíkur og Bruss-
el og eyði miklu af tíma sínum í
evrópskt reglugerðafargan. Kannski
er eitthvað til í því, en svo mikið er
víst að ekki ferðast nógu margir á
milli Brussel og Reykjavíkur til að
Flugleiðum þyki taka því að bjóða
upp á beint flug frá Keflavík til höf-
uðborgar Evrópu. Víkverji átti er-
indi til Brussel á dögunum og furðaði
sig satt að segja á því hversu slæmar
samgöngurnar eru við þessa miklu
stjórnsýslumiðstöð. Líklega er vand-
fundin önnur evrópsk höfuðborg en
Reykjavík, sem ekki er í beinu flug-
sambandi við Brussel.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
LÁRÉTT:
1 hættulegt, 8 gaman-
semi, 9 harmar, 10 blóm,
11 miður, 13 ójafnan, 15
málms, 18 raka, 21 álít,
22 seint, 23 torveld, 24
ósléttur.
LÓÐRÉTT:
2 kappsemi, 3 húsdýr, 4
girndar, 5 aðsjált, 6
hræðslu, 7 fall, 12 reyfi,
14 sefa, 15 aðkomumann,
16 froða, 17 verk, 18 end-
aði, 19 hamingju, 20
tóma.
LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU:
Lárétt: 1 fífil, 4 bolur, 7 liðnu, 8 reglu, 9 góa, 11 saug, 13
assa, 14 áfátt, 15 gust, 17 allt, 20 átt, 22 titts, 23 úlfar, 24
aurar, 25 iðrar.
Lóðrétt: 1 fólks, 2 fiðlu, 3 laug, 4 bara, 5 logns, 6 rausa,
10 ókátt, 12 gát, 13 ata,15 gutla, 16 sútar, 18 lifur, 19 tór-
ir, 20 ásar, 21 túli.
K r o s s g á t a
Skipin
Reykjavíkurhöfn: Í gær
komu Laugarnes,
Bjarni Sæmundsson,
Vigri RE og Árni Frið-
riksson og út fóru Arn-
arfell, Peggy, Black
Velvet, Goðafoss,
Hawk, Ottó N. Þorláks-
son og Switzerland. Í
dag eru væntanleg
Mánafoss, Sina, Nukik
og Skógarfoss.
Viðeyjarferjan. Tíma-
áætlun Viðeyjarferju:
Mánudaga til föstudaga:
til Viðeyjar kl. 13, kl. 14
og kl. 15, frá Viðey kl.
15.30 og kl. 16.30. Laug-
ardaga og sunnudaga:
Fyrsta ferð til Viðeyjar
kl. 13 síðan á klukku-
stundar fresti til kl. 17,
frá Viðey kl. 13.30 og síð-
an á klukkustundar
fresti til kl. 17.30. Kvöld-
ferðir eru föstu- og laug-
ardaga.: til Viðeyjar kl.
19, kl. 19.30 og kl. 20, frá
Viðey kl. 22, kl. 23 og kl.
24. Sérferðir fyrir hópa
eftir samkomulagi. Við-
eyjarferjan sími 892
0099
Lundeyjarferðir dag-
lega, brottför frá Viðeyj-
arferju kl.10.30 og kl.
16.45, með viðkomu í
Viðey u.þ.b. 2 klst. Sími
892 0099.
Mannamót
Aflagrandi 40. Kl. 14
bingó.
Árskógar 4. Kl. 13-16.30
opin smíðastofan.
Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8
hárgreiðsla, kl. 8.30 böð-
un, kl. 9-16 almenn
handavinna og fótaað-
gerð, kl.9.30 kaffi/dag-
blöð, kl. 11.15 matur, kl.
13 frjálst að spila í sal,
kl. 15 kaffi.
Félagsstarf aldraðra
Dalbraut 18-20. Kl. 9
böðun og hárgreiðslu-
stofan opin.
Félag eldri borgara í
Kópavogi. Félagsvist
spiluð í Fannborg 8
(Gjábakka) kl. 20.30.
Félagsstarf aldraðra,
Lönguhlíð 3. Kl. 8 böðun,
kl. 10 hársnyrting, kl.10
verslunin opin, kl.11.30
matur, kl. 13 opið hús,
spilað á spil, kl. 15 kaffi.
Félag eldri borgara í
Hafnarfirði, Hraunseli,
Reykjavíkurvegi 50.
Púttæfingar í dag á
Hrafnistuvelli kl. 14-16.
Morgungangan verður á
morgun laugardag. Rúta
frá Firðinum kl. 9.50 og
kl. 10 frá Hraunseli. Or-
lofið að Hótel Reykholti í
Borgarfirði 26.-31. ágúst
nk. Skráning og allar
uppl. í símum ferða-
nefndar 555-0416, 565-
0941, 565-0005 og 555-
1703. Panta þarf fyrir 1.
ágúst. Félagsheimilið
Hraunsel verður lokað
vegna sumarleyfa
starfsfólks til 12. ágúst.
Félag eldri borgara,
Reykjavík, Ásgarði
Glæsibæ. Kaffistofan er
opin alla virka daga frá
kl. 10.00-13.00. Matur í
hádeginu. Dagsferð 14.
júlí Gullfoss-Geysir-
Haukadalur. Fræðasetr-
ið skoðað. Leiðsögn Sig-
urður Kristinsson og
Pálína Jónsdóttir. Takið
með ykkur nesti. Brott-
för frá Ásgarði Glæsibæ
kl. 9.00. Eigum nokkur
sæti laus. Miðvikudagur:
Göngu-Hrólfar fara í
létta göngu frá Hlemmi
kl. 9.45. Eigum tvö sæti
laus vegna forfalla í 6
daga ferð um Eyjafjörð-
Skagafjörð og Þingeyj-
arsýslur. 26. -31.júlí.
Ákveðið hefur verið að
fara aðra hringferð um
Norðausturland, Hérað
og Austfirði 20. ágúst
nk. vegna mikillar eftir-
spurnar, ef næg þátt-
taka verður. Þeir sem
hafa skráð sig á biðlista
eru vinsamlegast beðnir
að hafa samband við
skrifstofu FEB. Silfur-
línan er opin á mánudög-
um og miðvikudögum
frá kl. 10.00 til 12.00 f.h. í
síma 588-2111. Upplýs-
ingar á skrifstofu FEB
kl. 10.00 til 16.00 í síma
588-2111.
Félagsstarfið Hæðar-
garði 31. Kl. 9-11 morg-
unkaffi, kl. 9-12 hár-
greiðsla, kl. 9-12
sjúkraböðun, kl. 9.30
gönguhópur,kl. 11.30-13
hádegisverður, kl. 14
brids, kl. 15-16 eftirmið-
dagskaffi.
Gerðuberg, félagsstarf
Sund- og leikfimiæfing-
ar á vegum ÍTR í Breið-
holtslaug á þriðjudögum
og fimmtudögum kl.
9.30. Púttvöllurinn er
opinn virka daga kl. 9-
18, Kylfur og boltar í af-
greiðslu sundlaugarinn-
ar til leigu. Allir vel-
komnir. Veitingabúð
Gerðubergs er opin
mánudaga til föstudaga
kl. 10-16. Félagsstarfið
lokað vegna sumarleyfa
frá 2. júlí - 14 ágúst.
Gjábakki, Fannborg 8.
Handavinnustofan opin,
leiðbeinandi á staðnum
kl. 9.30-16.
Gullsmári. Lokað vegna
sumarleyfa til 7. ágúst.
Hraunbær 105. Kl. 9-12
baðþjónusta, kl. 9-17
hárgreiðsla, kl. 10-12
pútt.
Hvassaleiti 56–58. Kl. 9
baðþjónusta og hár-
greiðsla, kl. 11 leikfimi.
Norðurbrún 1. Kl. 10
ganga. Hárgreiðslustof-
an verður lokuð frá 10.
júlí til 14. ágúst. Vinnu-
stofur lokaðar í júlí
vegna sumarleyfa.
Vesturgata 7. Kl. 9 dag-
blöð, kaffi, fótaaðgerðir
og hárgreiðsla, kl. 9.15
almenn handavinna, kl.
11.45 matur, kl. 13.30
sungið við flygilinn, kl.
14.30 kaffi og dansað í
aðalsal.
Vitatorg. Kl. 9 hár-
greiðsla, og morgun-
stund, kl. 10 leikfimi og
fótaaðgerð, kl. 11.45
matur, kl. 13.30 bingó,
kl. 14.30 kaffi.
Sjálfsbjörg, félag fatl-
aðra á höfuðborgar-
svæðinu. Skrifstofan
verður lokuð vegna sum-
arleyfa frá 16. júlí til 7.
ágúst.
Bridsdeild FEBK, Gjá-
bakka. Spilað kl. 13.15.
Allir eldri borgarar vel-
komnir.
Hana-nú, Kópavogi.
Laugardagsgangan
verður á morgun. Lagt
af stað frá Gjábakka,
Fannborg 8, kl. 10.
Gott fólk, gott rölt.
Gengið frá Gullsmára 13
kl. 10 á laugardögum.
Félag fráskilinna og
einstæðra. Fundur verð-
ur á morgun kl. 21 í
Konnakoti Hverfisgötu
105. Nýir félagar vel-
komnir. Munið gönguna
mánudag og fimmtudag.
Kiwanisklúbburinn
Geysir í Mosfellsbæ
heldur spilavist í kvöld
kl. 20.30 í félags-
heimilinu Leirvogs-
tungu. Kaffi og meðlæti.
Ungt fólk með ungana
sína. Hitt Húsið býður
ungum foreldrum (ca. 16
- 25 ára) að mæta með
börnin sín á laugardög-
um kl.15-17 á Geysi,
Kakóbar, Aðalstræti 2
(Gengið inn Vesturgötu-
megin). Opið hús og kaffi
á könnunni, djús, leik-
föng og dýnur fyrir
börnin.
Gigtarfélagið. Leikfimi
alla daga vikunnar. Létt
leikfimi, bakleikfimi
karla, vefjagigtarhópar,
jóga, vatnsþjálfun. Einn
ókeypis prufutími fyrir
þá sem vilja. Nánari
uppl. á skrifstofu GÍ, s.
530 3600.
Brúðubíllinn
Brúðubíllinn, verður í
dag kl. 10 við Freyju-
götu og kl. 14 við
Brekkuhús og á mánu-
dag kl. 10 við Arnar-
bakka.
Minningarkort
Minningakort Breið-
firðingafélagsins, eru til
sölu hjá Sveini Sigur-
jónssyni s. 555-0383 eða
899-1161.
.
Minningarkort Kven-
félagsins Seltjarnar eru
afgreidd á bæjarskrif-
stofu Seltjarnarness hjá
Ingibjörgu.
Minningarkort Kven-
félags Háteigssóknar.
Kvenfélagskonur selja
minningarkort, þeir sem
hafa áhuga á að kaupa
minningarkort vinsam-
legast hringi í síma 552-
4994 eða síma 553-6697,
minningarkortin fást
líka í Háteigskirkju við
Háteigsveg.
Minningarkort Kven-
félags Langholtssóknar
fást í Langholtskirkju s.
520-1300 og í blómabúð-
inni Holtablómið, Lang-
holtsvegi 126. Gíróþjón-
usta er í kirkjunni.
Í dag er föstudagur 13. júlí, 194.
dagur ársins 2001. Orð dagsins:
Góður maður ber gott fram úr góð-
um sjóði hjarta síns, en vondur
maður ber vont fram úr vondum
sjóði. Af gnægð hjartans mælir
munnur hans.
(Lúkas 6.45.)