Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR sex árum síðan gáfu heilsugæzlulæknar Háskóla Íslands prófessorsembætti í heimilislækn- ingum. Með þessu vildu heimilislæknar leggja sitt af mörkum til að efla áhuga læknanema og ung- lækna á heimilislækn- ingum. Því miður hef- ur það ekki gengið eftir. Til að gera illt verra er stöðugur flótti sérmenntaðra og mjög reyndra heimilislækna yfir í aðrar sérgreinar sem bjóða greinilega betri kjör Ógæfu heimilislækn- inganna á Íslandi hef- ur því miður orðið flest að vopni. Eitt er úr- skurður Kjaranefndar frá 1996 sem er svo misheppnaður að hann gæti einn og sér gengið af heimilislækningum dauðum. Fyrir áhugasama og eftirsótta heimilis- lækna sem helga sig starfi sínu ein- göngu er lítið fyrir vinnuna að hafa nema ánægjuna. Þótt ég vildi vinna sjálfstætt sem heimilislæknir má ég það ekki. Hvorki Tryggingastofnun, Samkeppnistofnun né ríkisstjórn Davíðs Oddssonar heimila það. Enda vinnur öll einkavæðing í heil- brigðiskerfinu gegn gagnagrunns- áformum ríkisstjórnarinnar. Deloitte & Touche og HR Fyrir ári síðan fór stjórn heilsu- gæzlunnar í Reykjavík þess á leit við starfsmenn heilsugæzlustöðv- anna að veitt yrði fé úr svokölluðum tíundarsjóði starfsfólks til að móta stefnu heilsugæslunnar til framtíð- ar. Illu heilli var það samþykkt. Til verksins voru ráðin Deloitte & Touche – ráðgjöf og Háskólinn í Reykjavík. Afraksturinn hefur nú litið dagsins ljós í skýrslu með loka- tillögum stýrinefndar verkefnisins. Þær einkennast af slíku óraunsæi og skriffinnskudýrkun að manni verður orðfall. Deloitte & Touche og Háskólinn í Reykjavík leggja m.a. mikla áherzlu á eftirfarandi atriði: „að lagfæra hið nýja fjárhagsbók- haldskerfi ríkisins, Sögukerfið. Að strax í upphafi næsta árs verði (læknisfræðilegar, innsk. JT) upp- lýsingar úr Sögu réttar og áreið- anlegar (standist áreiðanleikapróf) og að ráðinn verði sérstakur heil- brigðisstarfsmaður („yfirlæknir“) svo að unnt verði fyrir lok þessa árs að ná fullum tökum á Sögukerfinu.“ Tíundarsjóður starfsfólks hefur þegar pungað út átta milljónum króna vegna verkefnisins. Átta milljónum króna úr okkar eigin vasa til að mæla með Sögukerf- inu! Við, sem mesta reynsluna höfum af tölvukerfinu Sögu, vit- um að það er stórgall- að og getum ekki mælt með því. Þrátt fyrir að heilbrigðisráðherra hafi enn ekki verið kynntar tillögur ráð- gjafafyrirtækisins hef- ur þegar verið gengið frá ráðningu í yfir- læknisstöðu til að fylgja eftir tillögum ráðgjafans varðandi Sögu! Þó kostar þessi nýja staða fjárvana heilsugæzluna í Reykjavík minnst tíu milljónir króna á ári. Heilsu- gæzlan missir þar enn einn sér- menntaðan reyndan heimilislækni. Sjaldan er ein báran stök. Mér kemur í hug könnun á líðan og starfsgleði sem ráðuneytisstjóri í fjármálaráðaneytinu gerði á okkur á heilsugæzlustöðinni í Mjódd fyrir nokkrum árum og eflaust fleirum. Aldrei heyrðist neitt frá honum síð- an. Ég var grútfúll yfir að láta fara svona með tíma minn og sjúklinga minna. Og það er málið. Ég þrái frið til að vinna vinnuna mína – að ann- ast veikt fólk. Frið fyrir öllu þessu skriffinnskuliði sem veit ekkert út á hvað læknisstarf gengur. Sjúkraskrá a la deCODE – Roche Nú stendur til að taka upp sam- ræmda sjúkraskrá í heilbrigðiskerf- inu a la deCODE – Roche. Hvað þýðir það? Jú, nú skulu allir læknar gera eins. Einn, tveir, einn, tveir. Ég hélt að slíkt tíðkaðist bara hjá kommúnistum eins og Li Peng, sem heimsótti Kára auðvitað á Lyng- hálsinn í fyrra, eins og vinir hans, fréttamennirnir á Stöð 2, sýndu svo rækilega frá. Þessi samræmda sjúkraskrá er sjálft Sögukerfið (Saga), sem minnzt er á hér að ofan. Nema hvað? Sjúkraskrárkerfi (líka fjárhagsbókhaldskerfi sbr. ofan) sem ríkið hefur eytt fleiri hundruð milljónum króna í nú þegar. Einn aðaleigenda eMR, fyrirtækisins, sem á nú og rekur Sögu fyrir ríkið (brátt einnig fyrir deCODE – Roche) er einmitt deCODE. En rík- ið borgar! Hvar og hvenær endar þessi kommúnistíska miðstýring og skrif- ræði? Látum vera með spillinguna. En eitt ætla ég segja ykkur að lok- um. Þegar samræmd sjúkraskrá að hætti deCODE – Roche, Saga, verð- ur tekin upp í öllu opinbera heil- brigðiskerfinu þá stíflast það á skömmum tíma. Margfalt meiri tími fer þá í skriffinnsku, sem þegar er að drekkja allri ærlegri vinnu. Þá minnkar enn tíminn sem ætlaður er sjúklingum sem bíða nú þegar vik- um saman eftir tíma hjá heimilis- lækni. Sjúklingar munu eðlilega leita til sérfræðinga á einkastofum, sem sjálfir gæta ábyrgðar sinnar og eiða enda getur enginn gert það fyrir þá. Læknar á einkastofum munu ekki setja gögn (einkamál) sjúklinga sinna í miðlægan gagnagrunn, sem þeir vita auk þess að á að nota til iðnaðarframleiðslu og verzlunar ekki sízt við tryggingarfélög, en ekki til vísinda enda eru gögnin óhæf sem slík. Þeir munu í því fylgja opinberum tilmælum biskups til presta landsins, sama hvað land- læknir segir. Þeir sólunda ekki tíma sínum og sjúklinga sinna í skrif- finnsku. Þeir sem vilja tryggja frið- helgi einkalífs síns og ættingja sinna munu því leita til sjálfstætt starfandi lækna. Eða presta. Heilsugæzlan mun endanlega vesl- ast upp – í skriffinnsku og leiðind- um. Á þessu bera stjórnvöld alla ábyrgð. „Gagnagrunnsævintýrið“, sem Davíð Oddsson ber pólitíska ábyrgð á, raunar hundrað prósent eins og hann útskýrði svo vel í við- tali við Ingólf Margeirsson í rík- isútvarpinu 8. október 2000, hefur þegar kostað íslenzka skattgreið- endur ótalin hundruð milljóna króna – bara byrjunin ein. Heilsugæzla á fallanda fæti Jóhann Tómasson Heimilislækningar Stöðugur flótti sér- menntaðra og reyndra heimilislækna er í aðrar sérgreinar, segir Jóhann Tómasson, en þar eru greinilega boðin betri kjör. Höfundur er læknir. EINAR Svein- björnsson, bæjar- fulltrúi í Garðabæ og aðstoðarmaður ráð- herra, ryðst fram á rit- völlinn í Morgun- blaðinu miðvikudaginn 4. júlí sl. og hellir úr skálum reiði sinnar yfir undirritaðan fyrir að fjalla um þær far- gjaldahækkanir sem riðu yfir reykvíska strætisvagnafarþega nú um mánaðamótin þegar nýtt fyrirtæki, Strætó bs., tók til starfa. Því miður fellur Einar í þá gryfju að grípa til rangfærslna og að gera undirrituðum upp skoðanir í stað þess að fjalla á málefnalegan og upp- lýstan hátt um málefni almennings- samgangna. Einar byrjar grein sína á að full- yrða að undirritaður fylgi þeirri línu minnihluta borgarstjórnar Reykja- víkur að vera á móti, sama hvert málefnið sé. Einar tönnlast á slíkum fullyrðingum út alla greinina, ber- sýnilega í því skyni að upphefja sjálfan sig sem minnihlutafulltrúa í Garðabæ og vekja á sér athygli. Seinheppinn spámaður Einar gat þó vart verið óheppnari í vali á máli til að sýna að við sjálf- stæðismenn í borgarstjórn Reykja- víkur séum „á móti, sama hvert málið er,“ nefnilega nýafstaðna sam- einingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Staðreyndin er nefnilega sú að við sjálfstæðis- menn í borgarstjórn höfum frá upp- hafi stutt slíka sameiningu dyggi- lega, bæði við umræður í borgarstjórn og með sérstökum til- löguflutningi. Árið 1999 áttu sjálf- stæðismenn þátt í að koma þessu máli á rek- spöl með því að gera tillögu um það í borg- arráði að teknar yrðu upp viðræður við stjórn og eigendur Almenn- ingsvagna bs. í þeim tilgangi að kanna kosti og galla mögulegrar sameiningar SVR og AV. Jafnframt yrði efnt til viðræðna í því skyni að samræma leiðakerfi almennings- samgangna á höfuð- borgarsvæðinu. Vanþekking eða rangfærslur? Einar ætti að þakka okkur sjálf- stæðismönnum fyrir frumkvæði við sameiningu almenningssamgangna með tillögunni góðu í stað þess að gefa í skyn að við séum á móti henni. Ég vil þó samt trúa því að hér sé um hreina vanþekkingu að ræða hjá Einari en ekki vísvitandi rang- færslur. Samt sem áður verður að gera þá kröfu til þeirra, sem vilja láta taka sig alvarlega í opinberri umræðu, að þeir kynni sér málin áð- ur en þeir grípa til fullyrðinga og stóryrða í líkingu við þau sem grein Einars er full af. Sannast nú á Einari spakmæli sem hraut eitt sinn af vörum gam- allar kerlingar: „Það er erfitt að spá; og sérstaklega aftur í tímann“. Má ekki ræða kjarna málsins? Einhverra hluta vegna kýs Einar hins vegar að forðast kjarna máls- ins, þ.e. gagnrýni sjálfstæðismanna á 33–100% hækkanir fargjalda í Reykjavík sem koma verst við barnafjölskyldur, öryrkja og aldr- aða. Dæmið snýst hins vegar við þegar litið er á svæði Almenningsvagna, Garðabæ, Hafnarfjörð og Kópavog. Þar voru fargjöld mun hærri en hjá SVR og við samræminguna urðu annað hvort litlar breytingar á far- gjöldum eða umtalsverðar lækkanir. Er því augljóst að breytingarnar hafa önnur og ólíkt betri áhrif í nágrannasveitarfélögunum en í Reykjavík. Einar getur hrósað happi fyrir hönd barnafjölskyldna og ör- yrkja í Garðabæ á meðan unglingar og öryrkjar í Reykjavík fá á sig 66– 100% hækkun. Að undanförnu hafa samtök vinnumarkaðarins heitið á stjórn- völd að halda aftur af öllum gjald- skrárhækkunum og varað við því að þær gætu leitt af sér tveggja stafa verðbólgu og stefnt samningum í hættu. Talsmenn neytenda og verkalýðshreyfingar hafa nú þegar mótmælt hækkun strætisvagnafar- gjalda í Reykjavík enda hafa þær sín áhrif á vísitöluna. Við slíkar aðstæð- ur vekur það óneitanlega athygli að Einar Sveinbjörnsson bæjarfulltrúi, sem jafnframt er aðstoðarmaður ráðherra, skuli fagna hækkunum á bilinu 33–100% og telja þær „eðlileg- ar“. Stefna framsóknarmanna Að lokum langar mig að spyrja Einar eftirfarandi spurninga: Hefði hann, sem bæjarfulltrúi í Garðabæ, fagnað því ef strætisvagnafargjöld unglinga í heimabæ hans hefðu verið hækkuð um 100%, fargjöld öryrkja um 66%, fargjöld barna um 33% og fargjöld aldraðra um 33%? Geta þessir hópar vænst slíkra hækkana á þjónustugjöldum hjá Garðabæ ef svo ólíklega skyldi vilja til að fram- sóknarmenn kæmust þar í meiri- hluta eftir næstu kosningar? Óveðursský yfir aðstoðar- manni Kjartan Magnússon Höfundur er borgarfulltrúi. Samgöngur Sjálfstæðismenn í Reykjavík styðja stofn- un Strætó bs., segir Kjartan Magnússon, en gagnrýna óhóflegar gjaldskrárhækkanir. ER ALLT með kyrrum kjörum á „Garðabæjarvígstöðv- unum“ ... eða er þetta lognið á undan storm- inum? Landfylling svífur ennþá yfir vötnunum svo lengi sem „pening- ar“ leynast í málun- um. Ég vil taka fram og benda á að við Íslend- ingar gerðumst aðilar að Ramser-sáttmálan- um, með undirskrift, árið 1978. Undir þenn- an sáttmála, sem stefnir að náttúru- vernd lífríkisins á jörðinni skrifar stór hópur þjóða. Við Íslendingar erum svo heppnir að eiga ennþá, umfram flestar þjóðir, náttúruger- semar og lífríki sem þarfnast verndar. Ef náttúrugersemar eru ekki verndaðar í dag og lífríki varið ágangi eigum við yfir höfði okkar algjöra eyðileggingu sem aldrei verður bætt um alla framtíð. Það má með sanni segja að við Íslending- ar séum í dag í far- arbroddi þeirra þjóða sem hafa lífríki á land- inu skrásett og notið geta þeirra náttúru- gæða ennþá. Ef verkfærum Gunnars og Gylfa verður beitt til land- fyllingar þá getum við horft upp á algjöra eyðileggingu á lífríki Garðabæjar, sem í dag er skráð hjá Ram- ser sáttmálanum. Starf núverandi bæjarstjórnar í Garðabæ hefur einkennst af pukri og upplýsingatregðu sem sett hef- ur vegg milli íbúa og bæjarstjórn- araðila. Það var önnur tíðin undir stjórn Ólafs G. Einarssonar, sem lagði sig fram eftir fullu og ánægjulegu samstarfi við íbúana með mörgum og ánægjulegum fundarhöldum. Þegar litið er til nú- verandi bæjarstjórnar og hegðunar hennar munu íbúar nú horfa til næstu bæjarstjórnarkosninga og gera tilheyrandi ráðstafanir. Bæjarstjórnarmeðlimir í Garða- bæ vissu mætavel við hverju var að búast þegar þeir gengu til samn- inga við Gunnar og Gylfa um land- rask og landfyllingu með sínum stóru og þungu áhöldum sem skrapa upp sjávarbotninn. Lífríkið er eyðilagt um leið. Lífríkið við Arnarnes er á skrá hjá Ramser samtökunum og okkur ber að vernda það samkvæmt samningi. Ef við höldum ekki okkar loforð í Ramser samtökunum þá setjum við Íslendingar niður gagnvart öllum öðrum ríkjum sem að samtökunum standa og traust á okkur dvínar. Hér er best að stöðva aðgerðir í tíma – og horfa fram á fagurt og heilbrigt land sem afkomendur okkar geta notið með ánægju og verið hrifnir af. Að lokum langar mig annars vegar að vita af hverju íslensku virkjanirnar vilja fá útlent sement en ekki nota íslenskt, og hins vegar af hverju hefur verið falið fyrir al- menningi að íslenskt sement er stórgallað... ónýtt til bygginga? Svari þeir sem til þekkja. Lognið á undan storminum? Pétur Björnsson Landfylling Ef náttúrugersemar eru ekki verndaðar í dag og lífríki varið ágangi, seg- ir Pétur Björnsson, eig- um við yfir höfði okkar algjöra eyðileggingu sem aldrei verður bætt um alla framtíð. Höfundur er fyrrverandi forstjóri Vífilfells og íbúi við Arnarnesvog.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.