Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 13.07.2001, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2001 21 „TORRÁÐIÐ verk myrkra alda dregið fram í dagsljósið,“ segir í fyrirsögn dóms um sýninguna Eddu eftir Benjamin Bagby og í leikstjórn Pings Chongs sem birt- ist á forsíðu menningarkálfs The New York Times í gærmorgun. Höfundurinn, Paul Griffiths, fer já- kvæðum orðum um sýninguna og segir túlkun Bagbys sjálfs „stór- kostlega“. Hann segir frásögnina grípandi frá upphafi og söngstíl verksins hljóma „fullkomlega sann- færandi“. „Tunga verksins er framandi: Forn-norska eins og hún var skráð á Íslandi á 13. öld, og voru sagn- irnar þá þegar orðnar mörg hundr- uð ára. Frásögn kvæðanna er einn- ig fjarræn. Segir þar af prinsi sem var umbreytt í kóp og fiski sem gætir sjóðs gulls, af manni sem hlær á meðan hjartað er slitið úr honum og af systur hans sem myrðir manninn sem hún var þvinguð til að giftast. En þrátt fyrir þessa tvöföldu torræðni verks myrkra alda – tor- ræðni tungumáls, töfra og ofbeldis – stendur það ljóslifandi og nálægt okkur í meðförum listamannanna og leikstjórn Pings Chongs,“ segir í dómnum. Griffiths hrósar frekar lausnum leikstjórans Chongs og segir þá leið sem farin hafi verið, að láta leikarana sitja á flekum sem færðir eru um sviðið, leggja enn frekari áherslu á þá dramatík og hreyfingu sem felist í orðum og hljóðum. Sú lausn minni einnig á upprunalegan frásagnarmáta kvæðanna þar sem setið var yfir langeldi. Fullkomlega sann- færandi söngstíll „Sagan er rakin í söng sem á stundum hljómar stríður og fram- andi,“ segir Griffiths og vísar til flutnings söngkvennanna á hlut- verki völvunnar í upphafi verksins. „Oftast nær tvinna söngvararnir þó melódískri hrynjandi saman við frásögnina sem ljáir henni styrk og staðfestu sagnar sem hefur verið rakin oftsinnis áður. Enginn getur vitað með vissu hvort flutningur sagnanna var þessu líkur fyrir meira en þúsund árum. Í dag hljómar hann full- komlega sannfærandi. Flutningur Benjamins Bagbys, aðalpersónu og sögumanns verks- ins, er einnig stórkostlegur en hann einkennist af augljósu næmi fyrir efniviðnum. Frásagnir af mútum og blóðsúthellingum smjúga úr munni hans líkt og vel slípaðir gimsteinar, og með glott á vör lýsir hann kvikum hnífsstung- um með annarri hendinni á meðan hin heldur um líruna. Einu vand- ræðin eru fólgin í því að reyna að hafa augun af honum af og til og fylgjast með þýðingunni á skján- um,“ segir Griffiths. Hann hrósar einnig söngkonun- um tveimur og segir öllu alvarlegri túlkun þeirra vel hæfandi þeirri visku og þeim harmi sem einnig búi í verkinu. Dómi sínum lýkur Griffiths með því að fara orðum um látbragð völvunnar, sem leikin var af Christopher Caines, í upphafi verksins, sem hann segir opna áhorfendum heim þar sem hið skrítna teljist eðlilegt. Lofsamlegur dómur The New York Times um Eddu Benjamins Bagbys Höfundurinn Benjamin Bagby og Ping Chong leikstjóri. Þar sem skrítið telst eðlilegt New York. Morgunblaðið. LENGI hefur tíðkast að staðar- tónskáld Sumartónleika í Skál- holti semji tónverk til frumflutn- ings á Sumar- tónleikunum. Um helgina er Karólína Ei- ríksdóttir stað- artónskáld. Hún hefur samið nýtt tón- verk til frum- flutnings á Sumartónleik- unum, Að iðka gott til æru, sem er samið fyrir einsöngvara, óbó, víólu, selló, sembal og kór. Tónverkið byggir Karólína á lög- um sem fundist hafa í íslenskum handritum. Af öðrum verkum Karólínu sem flutt verða um helgina mætti nefna tónverkið Na Carenza, sem hún samdi að tilstuðlan austur- ríska tónlistarfræðingsins Regínu Himmelbauer. Einnig verða flutt- ir þættir úr óperuleiknum Maður lifandi, sem er óperuleikur um dauðans óvissan tíma, og var fluttur í Borgarleikhúsinu í júní 1999. Hér verða fluttir þættir úr verkinu í breyttri mynd, þar sem einungis er um flutning tónlistar- innar að ræða. Þau sem flytja verk Karólínu Eiríksdóttur eru: Kammerkór Suðurlands undir stjórn Hilmars Arnar Agnarsson- ar, Ásgerður Júníusdóttir mezzó- sópran, Sverrir Guðjónsson kontratenór, Pétur Jónasson gít- arleikari, Sigrún Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Peter Tompkins óbó- leikari, Jónína Hilmarsdóttir víóluleikari, Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari, Helga Ingólfsdóttir semballeikari og Guðrún S. Birgisdóttir flautuleik- ari. Tónleikadagskrá helgarinnar í Skálholti að öðru leyti er sem hér segir: Laugardaginn 14. júlí kl. 15 In Vultu Solis (1980) Na Carenza (1993) Hugleiðing (1996) Að iðka gott til æru (2001) Laugardaginn 14. júlí kl. 17 IVP (1979) Vorvísa (1991) Spor (2000) Maður lifandi, (1991) Sunnudagur 15. júlí kl. 15 Spor (2000) Maður lifandi, (1991) Hugleiðing (1996) Að iðka gott til æru (2001) Orgelstund í Skálholtskirkju hefst á sunnudeginum klukkan 16.40 með flutningi Hilmars Arn- ar Agnarssonar á orgelverkum eftir J. S. Bach. Verk eftir Karólínu Eiríksdóttur frumflutt í Skálholti Að iðka gott til æru Karólína Eiríksdóttir TÓNLEIKARÖÐIN Sumarkvöld við orgelið heldur áfram í Hall- grímskirkju um helgina. Einn efni- legasti organisti Svía, Ulf Norberg, leikur á tvennum tónleikum. Org- anistarnir sem koma fram í tón- leikaröðinni í sumar eiga það sam- merkt að vera ungir að árum. Norberg er þar engin undantekn- ing, hann er aðeins 24 ára gamall, en hefur þó þegar getið sér gott orð sem afbragðs organisti. Fyrri tónleikar hans verða í há- deginu á morgun (12.00-12.30), en þá leikur hann verk eftir Louis Vierne og tvo sænska fulltrúa róm- antískrar orgeltónlistar, þá Emil Sjögren og Oskar Lindberg. Á seinni tónleikum sínum, kl. 20.00 á sunnudagskvöld, leikur Norberg meðal annars konsert eftir Vivaldi í orgelumritun Bachs (BWV 596) og fantasíu og fúgu um tónana og nafnið B A C H eftir Max Reger. Einnig ætlar hann að iðka hina fornu list að leika af fingrum fram, en þess má geta að hann kynntist kennara sínum í spuna, hinum kunna spunameistara Anders Bondeman, á Norrænum orgeldög- um, sem haldnir voru í Hallgríms- kirkju í september 1999. Ulf Norberg fæddist árið 1977 í Norður-Svíþjóð. 10 ára gamall byrj- aði hann að spila á píanó og 16 ára hóf hann kantornám í Mellansel. Árið 1999 lauk hann kantorsprófi frá Háskólanum í Gautaborg. Sama ár hóf hann nám við orgeleinleik- aradeild Konunglega tónlistarhá- skólans í Stokkhólmi þar sem pró- fessor Torvald Torén hefur kennt honum orgelleik og túlkun. Und- anfarna mánuði hefur Ulf Norberg verið organisti við Johanneberg- kirkjuna í Gautaborg og kennt org- elleik og spuna við kirkjutónlist- ardeildina í Mellansel. Hann hefur komið fram á tónleikum víða um Norðurlönd og í Lettlandi, Þýska- landi, Tékklandi og á Ítalíu. Ungur Svíi á Sumarkvöldi við orgelið í Hallgrímskirkju Bach túlkar Vivaldi og Reger túlkar Bach ÁÆTLAÐ er að fara í göngu í fyrra- málið um vesturenda Viðeyjar sem hefur að geyma listaverk Richards Serra. Hugsunin bak við listaverkið verður kynnt jafnóðum í göngunni. Richard Serra er spænsk-amer- ískur naumhyggjulistamaður og á hann verk m.a. í Guggenheim-safn- inu í Bilbao á Spáni, National Gall- ery of Art í Washington og Tate Gallery í London. Gangan tekur um 2–3 tíma og ferj- an fer frá Sundahöfn kl. 11.15. Verk Serra skoðað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.