Vísir - 07.07.1979, Side 5
VISIR Laugardagur 7. júli 1979
5
, ,Allt off lítið
byggt af
raöhúsum”
— segtr Ingimundur Sveinsson arkitekt
Húsbyggingar eru áhugamál sem f lestir
islendingar eiga sameiginlegt og sem
snertir alla með einum eða öðrum
hætti. Þó hefur sú stétt sem hefur lært
að teikna hús svo tryggt sé|
að allt sé eins og það á að vera þegar upp er staðið/
ekki alltaf verið sérlega hátt skrifuð hérlendis. Það
er ef laust vegna þess að hér þykjast menn gjarnan
geta gert allt sjálf ir, ef ekki betur, þá að minnsta
kosti jafnvel og hver annar og mistök arkitekta eru
vinsælt umræðuefni hjá húsbyggjendum. Arki-
tektar hafa líka kvartað undan því hversu fá hús af
þeim ósköpum sem hafa verið byggð á undanförn-
um árum, eru teiknuð af mönnum úr þeirra stétt.
Störf arkitekta hafa hagnýtt gildi, en eru einnig
listræn. Þó hafa sumir þá skoðun að það sé vara-
samt (og dýrt) að láta arkitekt teikna fyrir sig. Til-
búna teikningu geti maður valið sjálfur og viti þáað
hverju maður gengur!
„Þaö er reginmisskilningur
aB ódýrt sé þaö sama og ljótt.
Þaö stenst best timans tönn sem
er einfalt” sagöi Ingimundur
Sveinsson, arkitekt . „Þaö er
tilhneiging til aö setja tilgangs-
laust prjál utan á hús I staö þess
aö byggja húsin þannig að þau
gleðji augaö vegna byggingar-
lagsins og hvernig þau falla aö
umhverfinu.”
— A hverju hefst samvinna
arkitekts og húsbyggjanda?
„Ég byrja alltaf^á þvi aö gera
fólki grein fyrir hvaö teikningar
muni kostarþvi mér finnst rétt
að þaö viti aö hverju það
gengur. Vegna þess hversu
algengt þaö er aö fólk kaupi til-
búnar teikningar, sem kannski
eru teiknaöar á allt ööru visi lóö
en viðkomandi maöur á, en er
auövitað ódýrari,hættir fólki til
aö lita á þóknunarkostnaö til
arkitekta sem óþarfa. Verö
fyrir teikningu að húsi er
samkvæmt ákveöinni gjaldskrá
sem miðast viö rúmmál hússins
og byggingavisitölu hverju
sinni. I dag getur þessi upphæð
hlaupið frá einni milljón upp I
tvær, eftir þvi hvaö húsin eru
flókin, en I þessu veröi eru allar
teikningar. Ef um raöhús er aö
ræöa er kostnaöurinn lægri.
Ingimundur Sveinsson viö hús sem hann teiknaöi og stendur viö
Bergstaöastræti i gömlu og grónu umhverfi. Þetta er parhús og er
hvort um sig innan viö fimm metrar á breidd
Helgarblaðið ræddi við þrjá arkitekta um viðhorf
þeirra til þessara hluta, hvað þeim fyndist skipta
meginmáli og hvað bæri að varast. Tveir þeirra
starfa sjálfstætt og teikna því „eftir máli" en sá
þriðji vinnur hjá Húsnæðismálastofnun ríkisins og
teiknar stöðluð hús, sem hann veit ekkert hvar
verða byggð né hverjir muni búa í þeim. Arkitekt-
arnir eru þó sammála um ýmislegt eins og kemur í
Ijós í samtölunum við þá, einkum mikilvægi skipu-
lags.
Texti:
Jónína Michaeísdóttir
Myndir:
Þórir Gudmundsson
Skynsamleg hús
„Ég byrja á þvi að hafa fund,
meö fjölskyldunni”, sagöi
Ingimundur „og reyni aö átta
mig á hvers konar lifi hún lifir
og hvernig húsakynni henta
henni. Þeir sem hyggjast láta
ákveöinn arkitekt teikna fyrir
sig hús ættu fyrst aö kynna sér
þau verk sem hann hefur unniö
þvi þaö er ekki vist aö skoöanir
þeirra og viökomandi arkitekts
fari saman og arkitekt getur
ekki þröngvaö skoöunum sinum
upp á fólk.
Stundum koma menn meö
mjög ákveönar hugmyndir um
hvernig hús þeir vilji byggja
sem eru alls ekki raunhæfar.
Kannski hefur þaö séö mynd af
draumahúsinu I blaöi þar sem
aöstæöur eru allt aörar en hér,
til dæmis I Florida. Sá sem ætl-
ar að byggja sér hús, ræöur
auövitaö hvernig hann vill hafa
þaö. Ef hugmyndir minar og
viöskiptavinarins fara ekki
saman og mér finnast óskir
hans svo óskynsamlegar aö ég
get ekki unniö eftir þeim, þá
visa ég honum á annan arkitekt
sem ég tel aö geti e.t.v. uppfyllt
þær?
— Hvaö er skynsamlegt hús?
„Ég tel til dæmis aö tildursleg
hús séu ekki skynsamleg,
heldur þaö sem er látlaust og
vandað.
Mér finnst mikiö atriöi aö hús
falli vel inn I umhverfi sitt og fer
ævinlega og skoöa aöstæöur
áöur en ég byrja aö teikna hús.
Mér finnst atriöi aö börnum sé
ætlað nægilegt pláss.og hæfilega
stórar stofur, en vel skipu-
lagðar, eru oft skemmtilegri en
mjög stórar stofur. Raunar er
næm tilfinning fyrir rými þaö
sem skilur á milli þeirra sem
kunna til verka og hinna.
Gönguleiðir húss eru marktækt
dæmi um hvort hús er vel unniö
eöa ekki. Ef öll umferö um húsiö
er auöveld, þá er þaö oftast vel
af hendi leyst”.
Alltof litið af
raðhúsum
Ingimundur sagði aö sér
fyndist þróun i byggingarlist
hérlendis hafa veriö heldur
dapurleg. 1 áratugi heföu veriö
byggö hér svokölluö tvibýlishús,
sem I reynd heföu veriö fjór-
býlishús, þar sem á þeim var ris
og kjallari, meö sameiginlegum
garöi sem enginn taldi sig þurfa
að hugsa um og var I raun
ekkert athvarf fyrir Ibúana.
Ef þess i staö heföu veriö
byggö tveggja hæöa raöhús eins
og mikið var og er gert af
erlendis, til dæmis I Bretlandi,
heföi hver fjölskylda haft sinn
garö og auk þess skemmtilegri
húsakynni. Þegar loks heföi
dregið úr þessum tvibýlishúsa-
byggingum heföi ekki betra tek-
iö viö þvi þá kom fjölbýlishúsa-
dellan.
Fólk sækist yfirleitt eftir aö
byggja einbýlishús og fær þaö
sem þaö óskar eftir, en ég held
að þaö hafi verið alltof litiö gert
af þvi aö byggja raöhús
hérlendis, þá á ég ekki aðeins
viö i staöinn fyrir einbýlishús,
heldur einnig i staö fjölbýlis-
húsanna. Blokkir eru gjarnan
byggðar af þvi aö fólk heldur aö
þá nýtist landrými sveitar-
félagsins best, en ég held að
raöhúsabyggö nái alveg jafn
nýtanlegu landrými ef vel er aö
staöiö.
Mér finnst þessi fjölbýlis-
húsahverfi niöurdrepandi og ef
veriö er aö sækjast eftir ódýru
húsnæöi, heföi mátt gera fyrir
svipaö verö miklu manneskju-
legri byggö með einhverskonar
keöjuhúsum.
Smáibúöahverfiö var upphaf-
lega hugsaö sem raöhúsabyggö,
en húsin voru slitin I sundur
þegar fariö var aö byggja þau.
Fólk var ekki reiöubúiö fyrir
þetta fyrirkomulag þá, en ég
held aö þaö sé breytt i dag og
ætti aö stefna meira aö slikum
hverfum.
Annars finnst mér aöalatriöið
þegar fólk ætlar aö byggja sér
hús, aö þaö fái góöa lausn sem
kostar ekki alltof mikiö” sagöi
Ingimundur Sveinsson.
—JM
SJONVARPSBUDIN
BORGARTÚNI 18 REYKJAVÍK SÍMI 27099