Vísir - 07.07.1979, Blaðsíða 21
21
VÍSIR
Laugardagur 7. júll 1979
sandkassinn
Vikan sem nú er aö liöa mun
sjálfsagt firnast i hugum lands-
manna á sama hátt og aörar tiö-
indalitlar vikur á þessu ári.
Fátt er aö frétta. Rikisstjórn-
in tórir enn, þökk sé oliukrepp-
unni. Fróöir menn segja, aö hafi
oliukreppan ekki komiö til sög-
unnar væri öllum landsmönnum
kunnugt um þá 55% veröbólgu
sem stjórnin hefur valdiö. Þess i
staö heldur fólk aö veröbólgan
sé öll runnin undan rifjum
Rússa og annarra Araba.
Fréttamenn gripa til örþrifa-
ráöa þegar svo illa árar. Þjóö-
viljinn sagöi I stórri forsiöufrétt
igær: „BENEDIKT VEIKUR”.
Blaöiö er nefniiega aö koma þvi
inn, aö Benni hljóti aö vera eitt-
hvaö veikur á sinninu, fyrst
hann hleypti kananum út af
Vellinum.
i fjóra daga hefur Þjóöviljinn
hamast út af þessari ákvöröun
Benedikts og krafist brottvikn-
ingar hans úr rikisstjórninni,
veröi hún ekki afturkölluö. Og
samkvæmt siöustu fréttum hef-
ur Benni látið undan þrýstingn-
um.... Leyfi kanans var aftur-
kallaö, og svei mér þá ef ég fer
nú ekki aö trúa Þjóðviljanum....
A þriöjudaginn birtist i Al-
þýöublaöinu eftirfarandi texti
meö striösfyrirsögn: „BLAÐ-
BURÐARFÓLK, RUKKUNAR-
HEFTIN ERU KOMIN”. Fyrir
neöan var mynd af Hjörleifi
Guttormssyni, iönaöarráö-
herra, og höfö eftir honum þessi
orö I fyrirsögn meö mun
smærra letri: „VÆNT EIN-
HVERRA AÐGERÐA”. Vér
skulum nú vona aö blaöburðar-
fólk Alþýöublaösins taki nú á sig
rögg og veröi viö áskorun ráö-
herrans, geri eitthvað, helst aö
þaö rukki, — sagt er aö Sneplin-
um veiti ekki af aurunum.
t flokksauglýsingum Fram-
sóknarmanna i Timanum i gær
stendur eftirfarandi: „HOS-
VÍKINGAR, TJÖRNESINGAR,
ÞINGEYINGAR, EFLUM TtM-
ANN. Nú á þetta landsbyggöar-
fólk aö gera eitthvaö annað viö
timann en aö drepa hann, en ég
spyr: Er nokkuð annaö viö haun
aö gera en aö drepa hann?
„MIÐVIKUDAGUR EKKI
LENGUR ÞURR DAGUR”,
segir I forsiöufrétt Timans i
gær. Timinn á viö aö Steingrim-
ur Hermannsson hefur látiö
breyta reglugerö um sölu og
veitingu áfengis. Nú má drekka
tileittallar nætur, lika miöviku-
daga, og jafnvel til þrjú föstu-
daga og laugardaga. Þetta er
mikil breyting i frjálsræöisátt.
Hugsið ykkur. t allri sögu
Framsóknarflokksins hefur
hann aldrei veriö talinn frjáls-
lyndur. Innan hans eru meira aö
segja þeir menn sem hvaö mest
minna á brennivin, þótt þeir
hafi aldrei látiö þvilikan drykk
inn fyrir varir sinar. Annaö
hvort er Framsóknarflokkurinn
aö breytast i frjálshyggjuflokk,
eöa Steingrimur aö ganga yfir í
Sjálfstæöisflokkinn. Hvort
skyldi nú vera skárra (eöa
verra)?
Mér er tiörætt um Timann og
framsóknarmenn I þessum
dálki. Enginn skyldi þó halda aö
ég sé aö drepa timann meö þvi,
— þaö veröur að koma I Ijós.
Tlminn er ekki gott biaö. Nú
hafa Timamenn tekiö upp á þvi
aö prýöa forsiöu sunnudags-
blaðs sins meö stórri Ijósmynd.
Slikt væri svo sem allt i lagi ef
Visir heföi ekki verið I lengri
tima meö slika stóra ljósmynd á
forslðu Helgarblaösins. Kannski
ber þetta gleggstan vott um
hugmyndafátækt Timamanna,
en ef til vill ættu þeir bara aö
ráöa fleiri ritstjóra til aö bæta
úr þessum vanda....
Á Iþróttasiöu Þjóöviljans
stendur eftirfarandi á þriöju-
daginn: „ISLENSKU STELP-
URNAR LANGNEÐSTAR”.
Skýringin er nú loksins komin i
ljós. Sagt var aö þjálfarinn heföi
legiö á liöi sinu, og þaö þvi ekki
komist lengra.
„STÖNDUM VÖRÐ UM
VÖTNIN OG FOSSANA” segir i
forslöufrétt i Þjóöviljanum á
þriöjudaginn og er þetta áskor-
un frá aðalfundi Sambands is-
lenskra náttúruverndarfélaga.
Ansi er ég hræddur um aö ís-
lendingar séu allt of fámennir til
aö koma þessu i kring, en þaö
mætti gjarnan fá einhverja kln-
verska Vletnama til þess aö
hjálpa upp á sakirnar.
Annars er engu likara en aö
sumt I þessari ályktun Sam-
bands islenskra náttúruvernd-
arféiaga sé komið beint út úr
stcfnuskrá Alþýöubandalags-
ins. Ályktað er nefniiega gegn
einkabilum, helst aö útrýma
þeim, álveriö og járnblendiö er
kallaöur orkusóunariönaöur
o.s.frv.
Mikiö er nú rætt og ritað um
vfetnömsku Klnverjana sem
hingaö á aö flytja. Flestum sýn-
ist aö þessu fólki kunni aö ganga
erfiölega aö aðlaga sig aöstæö-
um hér. Bréfritari I Dagblaöinu
hefur þó ráö. Hann vill flytja
fimm hundruö flóttastúlkur
hingaö, það myndi leysa kven-
mannsskortinn hér á landi.
Þetta er aldeilis snjöll hugmynd
og má telja fullvlst, aö aöiögun-
in gengi meö þessu móti eins og
i sögu.
„DULARFULLUR HLUTUR
FUNDINN t GEIMNUM” segir
Mogginn á fimmtudaginn. Ég er
ekki frá þvl aö geimurinn kunni
aö vera talsvert dularfullur eftir
þvi sem hann er meira rannsak-
aöur og varla kemur þessi staö-
reynd Moggamönnum á óvart.
t Mogganum fyrir nokkru var
þessi fyrirsögn: „NAUTIN
EIGNAST AFKOMENDUR
LÖNGU EFTIR AD ÞEIRRA
JARÐVIST LÝKUR”. Nú, ef aö
draugar geta gert þaö, þá þarf
dauöinn ekki aö vera svo slæm-
ur eftir allt saman.
---------------------------}
Verndaðu
bifreið
þína
• Við brynverjum bifreið
þlna með sérstakri
efnameðferð.
• Bifreið þin gljáir og gljáir,
en þarfnast þá
þvottar og hreinsunar
öðru hverju.
GLJÁINN
Ármúla 26/ (inngangurá bakvið)
simi 86370 — kl. 8-19 — virka daga.
^ VERÐLAUNAGKIPIK ^
OG FÉLAGSMERKI Z
Fyrir allar tegundir íþrótta, bikar- ^
S: ar, styttur, verðlaunapeningar
—Framleiðum félagsmerki
rW
$ x
| im
I
7
fr
5:
Magnú
Laugavegi £
w///nii 11 mwwv^
nús E. Baldvinssonj
Laugavegi 8 - f eykjavik - Simi 22804 |
bað jafnast ekkert á við
móðurm jólkina
S.lvt.A. harnamjÓlkin frá VVyeth
Jtemst næst he»»t I efnasam-
setnlngu og næringargildl.
S.M.A. fæst í næsta
S.AA.A. ar framlag okkár
á ári barnsins,
babymilk-food
Ailar frekari upplýsingar eru
'ffttar hjá
KEMIKALIAHF.
‘'kipholti í7, -
kfmai 0g 2«377.
c
UUHSVIIKJUN
8UÐURLANDSBRAUT 14
REYKJAVlK
ÚTBOÐ
Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í
lagningu vegslóða meðfram væntanlegri
Hrauneyjafosslínu frá Sandafelli við Þjórsá
vestur að Kaldadalsvegi norðan vegamóta við
Uxahryggi/alls um 80 km.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands-
virkjunar, Háaleitisbraut 68/ Reykjavík, frá
og með þriðjudeginum 10. júli 1979/ gegn óaft-
urkræfu gjaldi kr. 10.000,-. Tilboð verða opnuð
á sama stað kl. 14:00, föstudaginn 20. júli 1979.
DILKASLÖG
Seljum næstu daga
ÓDÝR
DILKASLÖG
Verð kr. 480 pr. kg.
BÍtolMI BOIKI
SÍiWl 116.36
I.AHGAVF.GI 7}t